Morgunblaðið - 25.11.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982
39
fólk í
fréttum
Joan Collins
á heimaslóðum
+ Joan Collins er um þessar mundir stödd í Bretlandi, til að taka þátt í
sjónvarpsþáttum á heimaslóðum. Hún er í fylgd eiginmanns síns og
dóttur og við komuna til landsins tilkynntu þau hjón, að þær sögusagnir
er gengið hetðu um hjónabandserfiðleika þeirra væru ekki á rökum
reistar og hrein firra.
Ron Kass, eiginmaður leikkonunnar, var í hjólastól viö komuna, eins
og sést á meðfylgjandi mynd af fjölskyldunnl, en hann þríbraut nýveriö á
sér ökklann í samkvæmi nokkru, án þess að frekari sögum fari af því.
Dóttir þeirra, Katy, sem er tíu ára að aldri, mun heldur ekki vera búin að
ná sér fullkomlega eftir bílslys er hún lenti í fyrir tveimur árum, þannig að
svo virðist sem Joan hafi í nógu að snúast kringum fjölskylduna ...
Keypti sæti
undir f jár-
muni sína...
+ Henni brá í brún, flugfreyj-
unni sem tók á móti arabískum
viöskiptajöfri um borð í Con-
corde-þotu, en flugleiðin var frá
London til New York. Hann bar
meö sér allan sinn farangur,
sem var svo stór í sniöum aö
engan veginn var hægt aö telja
hann til handfarangurs, þó allur
heimsins vilji væri með í ferð-
um. Flugfreyjan benti hinum
arabíska viöskiptavini vinsam-
lega á þetta atriöi og baö hann
aö koma farangri sínum fyrir í
þar til geröri geymslu á öðrum
stað í þotunni. Arabinn þvertók
fyrir aö setja sekki sína í
geymslu, á þeirri forsendu aö
um væri að ræöa 1,2 milljónir
dollara í reiöufé og kvaðst hann
vilja hafa auga meö sekkjunum
.. . sem tókst að lokum með
því aö kaupa undir þá sætiö viö
hliöina...
Christian
Klar
Christian Klar (í miðjunni),
einn leiðtoga hryöjuverka-
hópsins Baader-Meinhof,
sést hér þar sem hann yfir-
gefur þyrlu í nánd við
Karlsruhe á fimmtudag eftir
aö hafa veriö þar í yfir-
heyrslum. Hann var sem
kunnugt er handtekinn í
fyrri viku í skógi nokkrum í
nánd vi Hamborg, en hans
hefur verið ákaft leitað
undanfarin ár.
Eigum til á lager 1200 R20 snjódekk.
Mjög góöir greiðsluskilmálar.
BÍLABORG HF.
SmiöshöfÓa 23, sími 812 99.
Jónas Bjarnason er einn þeirra
sem vilja breytingar í þjóömálum.
Hann vill jöfnun kosningaréttar, efl-
ingu og uppbyggingu atvinnulífsins
úr stöönun og styrka stööu neyt-
enda.
Þess vegna hvetjum viö fólk til
þátttöku í prófkjöri Sjálfstæöis-
flokksins og til aö styöja hann.
Stuðningsmenn.
UB4
Allir gagnrýnendur eru sammála ui ______
aö UB-44, hin nýja plata UB-40, sé
eip af bestu plötum þessa árs.
Hvernig væri aö gefa sjálfum sér
góöa tónlistargjöf?
stoÍfiQf’
HLJÓMPLÖTUDEILD
Austurstræti 22, Laugavegi 66, Rauöarárstíg 16, Glæsibæ,
Mars, Hafnarfiröi, Pfðtuklúbbur/ Póstkröfusími 11620.
I I