Morgunblaðið - 16.01.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 16.01.1983, Síða 1
76 SÍÐUR 12. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Thatcher: Bætt samskipti ef Shcharansky yrði látinn laus Uondon, 15. janúar. AP. MARGARET Thatcher, forsætisrádherra Breta, segir í bréfi, sem hún hefur skrifað eiginkonu sovéska andófsmannsins Anatoly Shcharansky, ad það yrði til að bæta samskipti austurs og vesturs ef hin nýja forysta í Sovétríkjun- um léti mann hennar lausan úr fangelsi. Avital, eiginkona Shcharan- skys, kom sl. fimmtudag til London úr ferð til Bandaríkj- anna og ýmissa höfuðborga í Vestur-Evrópu þar sem hún tal- aði máli manns síns við ráða- menn. Anatoly Shcharansky er Brasilía: Furðuhlutur af himni ofan eðlisfræðingur að mennt og var einn af stofnendum Helsinki- nefndarinnar í Moskvu, sem reyndi að fylgjast með því, að sovésk stjórnvöld stæðu við mannréttindaákvæði samnefnds samnings. Fyrir það var hann dæmdur í 13 ára fangelsi, sakað- ur um andsovéskan áróður og njósnir fyrir Bandaríkjamenn. Hann hefur verið í hungurverk- falli um langt skeið og er aðeins neyddur matur ofan í hann þriðja hvern dag. Avital segist óttast, að maður sinn eigi stutt eftir ólifað. Macao, Brasilíu, 15. janúar. AP. UNDARLEGUR málmsívalningur féll í gær af himni ofan í brasilísku hafnarborginni Macae og olli nokkr- um skemmdum á íbúðarhúsi, sem hann lenti á, að sögn lögreglunnar. Sívalningurinn var rauðglóandi þegar hann skaust í gegnum þakið á íbúðarhúsi Mauro Freitas Soar- es, sem átti fótum sínum fjör að launa ásamt öðru heimilisfólki. Til allrar hamingju varð enginn fyrir meiðslum en nokkur eldur kom upp í húsinu, sem þó tókst fljót- lega að slökkva. Að sögn lögreglunnar er hlutur- inn um 60 sm langur og 10 sm í þvermál. Tvö göt eru á honum og í gegnum þau má sjá, að sívalning- urinn er uppfullur af rauðum vír- vafningum. Fólk í Macae skiptist nú í tvo hópa í skoðun sinni á þess- um furðuhlut. Annar hópurinn segir, að hann sé úr sovéska gervi- hnettinum, sem nú æðir stjórn- laust til jarðar, en hinn segist full- viss um, að hann sé úr fljúgandi diski. Líbanon: Viðræður í undirbúningi við PLO og Sýrlendinga Beirut, 15. janúar. AP. LÍBANSKA stjórnin skýrði í dag frá skipun þriggja undirnefnda til að ræða væntanlegan brottflutning ísraelsks herliðs frá Líbanon og einnig, að hafinn væri undirbúningur viðræðna við Sýrlendinga og PLO-samtökin um brott- flutning þeirra manna. Fyrirhugaður var fundur í dag með viðræðunefndum þjóðanna, ísraela og Líbana, en sl. fimmtu- dag náðist samkomulag um dagskrá næstu funda. Var það mest fyrir milligöngu Philips G. Habibs, sendimanns Bandaríkja- stjórnar, sem Reagan sendi sér- Tvö ár liðin frá því ekkja Maos var dæmd: Líflátsdómi breytt í lífstíðarfangelsi? Peking, 15. janúar. AP. EKKJA Mao Tse-Tungs, Jiang Qing, mun ekki verða tekin af lífi og að öllum líkindum verður þeim dauðadómi sem hún á nú yfir höfði sér breytt í lífstíðarfangelsi, segir í áreiðanlegum fregnum í dag. Talið er líklegt að hún muni verða látin eyða sínum síðustu dögum innan veggja fangelsis, en kínverska utanríkisráðu- neytið hefur ekki samþykkt þessa tilgátu og sagt að mál ekkjunnar verði lagt fyrir dómstóla og farið verði þar að lögum í einu og öllu. Sérstakur dómstóll dæmdi ekkjuna, Jiang, til dauða þann 25. janúar árið 1981 og var þá gefinn tveggja ára frestur til að fullnægja dómnum. Frestur þessi var gefinn til að henni gæfist tækifæri til að iðrast gerða sinna, en nánasti sam- starfsmaður hennar, Zhang Chunqiao, sem emnig var dæmdur til dauða, mun nú vera langt leiddur af krabbameini í prísundinni. Jiang hefur haldið fram sak- leysi sínu allan tímann, en hún var dæmd fyrir landráð, of- sóknir og fyrir að hafa framið gagnbyltingarglæpi á árunum 1966 til 1976. Erlendir og innlendir frétta- skýrendur í Kína hafa lýst því áliti sínu að ólíklegt sé að ekkj- an verði tekin af lífi, en hún er nú 68 ára gömul. staklega á vettvang til að höggva á hnútinn. Kristnir menn í Líbanon hafa lýst ánægju sinni með sam- komulagið en vinstri sinnaðir múhameðstrúarmenn hafa hins vegar gagnrýnt það ásamt Sýr- lendingum og segja, að Líbanons- stjórn hafi gefið eftir fyrir kröfum ísraela og Bandaríkjamanna. Haft hefur verið eftir ferða- málaráðherra ísraels, Avraham Sharir, að ein af ástæðunum fyrir innrásinni í Líbanon hafi verið að koma í veg fyrir, að PLO-samtökin færu opinberlega fram á griða- sáttmála við ísraela eins og þau hefðu verið farin að ýja að á bak við tjöldin. Sharir sagði seinna, að ranglega hefði verið eftir honum haft, hann hefði átt við vopnahlé við PLO, en þingmaður nokkur og stuðningsmaður stjórnarinnar hefur nú staðfest, að PLO hafi beðið um griðasáttmála við ísra- ela. Það voru fréttamenn tveggja ísraelskra blaða, sem höfðu áður- nefnd ummæli eftir Sharir, sem sagði einnig, að ísraelsstjórn hefði hafnað málaleitan PLO og borið því við, að ef PLO og Israelar gerðu með sér griðasáttmála myndi PLO bara fá frjálsari hend- ur til hryðjuverka utan ísraels, í Evrópu og víðar. ísraelar hafa alltaf haldið því fram, að innrásin í Líbanon hafi eingöngu verið gerð til að binda enda á árásir palest- ínskra skæruliða inn í ísrael. Díana og Karl í Austurríki: Fríið eyðilagt af blaðamönnum Lundúnum, 15. janúar. AP. BUCKINGHAM-höll lét í gær þau bod út ganga ad nærvera meira en fimmtíu blaðamanna og Ijósmyndara væri um það bil að eyðileggja skíðafrí Karls Bretaprins og Díönu eiginkonu hans og svo virtist sem flest bresku blaðanna hefðu tekið tillit til þessara umvandana í morgun. Aðeins eitt þeirra níu dagblaða sem gefin eru út í Lundúnum birti í morgun mynd af prinsessunni á skíðum eftir að talsmaður Buck- ingham-hallar, Michael Shea, til- kynnti að blaðamenn og ljósmynd- arar hefðu gengið of langt að þessu sinni. Talsmaðurinn sagði að meira en fimmtíu fréttamenn sætu fyrir þeim hjónum í skíðabrekkunum og þyrlur hlaðnar ljósmyndurum sveimuðu án afláts yfir þeim þannig að þau gætu engan veginn um frjálst höfuð strokið í fríi sínu. Olíuráðherrar sitja á fundi Manama, Bahrain, 15. janúar. AP. OLÍURÁÐHERRAR Saudi Arabíu og fjögurra bandalagsríkja þeirra komu til lokaðs fundar í gærkvöld til að ræða sameiginlegt verð og fram- tíðarþróun innan OPEC. Fréttastofa Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna sagði að fundurinn væri haldinn á heimili olíuráðherra Saudi-Arabíu og væri hann haldinn til að leggja grundvöllinn undir formlegar við- ræður ríkjanna sem myndu fara fram um helgina. Olíuráðherrarnir gáfu engar yf- irlýsingar við komuna til Manama og neituðu að svara öllum spurn- ingum, en haft er eftir áreiðanleg- um heimildum að umræðuefni fundarins hafi verið verðákvörðun og almennar markaðsumræður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.