Morgunblaðið - 16.01.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.01.1983, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 Bandalag jafnaðarmanna: Stofnað til höf- uðs hinu staðn- aða flokkakerfi — segir í drögum að málefnagrundvelli STOFNFUNDIJR Bandalags jafnart- armanna hófst aó Hótel Loftleiðum í Reykjavík í gærmorgun. Fundinn sóttu um 30 manns, scm sitja í mið- stjórn bandalagsins, sem er sjálf- skipuð, að sögn Vilmundar Gylfa- Stjórn Framkvæmda- stofnunar: Eggert Haukdal skipaður formaður FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skip- að Eggert Haukdal formann stjórnar Framkvæmdastofnunar, en hann hefur gegnt því embætti undanfarið. Þessi skipan gildir jrar til ný stjórn hefur verið kosin eftir næstu Alþingiskosningar og var bréf þess efnis lagt fram í stjórn- inni á föstudag. Þá hefur Stefán Guðmundsson verið skipaður varaformaður stjórnarinnar til sama tíma. í drögum að málefnagrundvelli segir m. a., að bandalagið sé stofn- að til höfuðs hinu staðnana flokkakerfi stjórnmálaflokkanna, eins og það er orðað. í drögunum segir einnig að til- lögur bandalagsins um nýskipan í stjórnarskrármálinu séu leið til að brjóta á bak aftur hin þröngu flokksvöld. Bandalag jafnaðar- manna mun samkvæmt drögunum styðja aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu. Þá vill það kjósa framkvæmdavaldið beinni kosn- ingu, einnig forsætisráðherra til fjögurra ára í senn. Þá er lagt til að kjördæmaskipan verði óbreytt, enda talið að með breyttri kosn- ingaskipan muni eðli löggjafar- starfsins gerbreytast. Um atvinnustarfsemi segir að bandalagið leggi áherslu á að fjár- festingarmál atvinnulífsins verði „leyst úr viðjum óeðlilegra hags- munaafla, spillingar og sóunar. Atvinnustefnu beri þess í stað að taka meginmið af hagkvæmni, at- vinnuöryggi og lífskjörum vinn- andi fólks. Þá beri að auka fjár- festingu í rannsóknum, tækni- þróun og upplýsingamiðlun fyrir atvinnulífið. Bandalagið vill frjálsa samninga um kaup og kjör, fiskverð og verð á landbúnaðaraf- urðum. Þá vill það að innflutning- ur og heildsala olíu og skylds varnings verði á höndum ríkisins. Vesturlandskjördæmi: Síðari dagur í próf- kjöri sjálfstæðismanna SÍÐARI dagur prófkjörs sjálfstæð- ismanna í Vesturlandskjördæmi er í dag og eru kjörstaðir opnir milli klukkan 14 og 22. í framboði eru Davíð Pétursson, Friðjón Þórðarson, Inga Jóna Þórðardóttir, Kristjana Ágústs- dóttir, Kristófer Þorleifsson, Sturla Böðvarsson og Valdimar Indriðason. Atkvæðisrétt hafa stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins í kjör- dæminu sem náð hafa 20 ára aldri 1. apríl 1983, svo og flokksbundnir sjálfstæðismenn á aldrinum 16—20 ára. Merkja skal með tölu- stöfum við 3 til 5 nöfn. Kjörstaðir eru eftirtaldir: Akra- nes: Sjálfstæðishúsið Heiðargerði 20, Borgarfjarðarsýsla: Heiðar- skóli Leirársveit, Logaland Reyk- holtsdal. Mýrasýsla: Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins Borgarbraut 1, Borgarnesi. Dalasýsla: Dalabúð Búðardal, Tjarnarlundur Saur- bæjarhreppi, Staðarfell Fells- strandarhreppi. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla: Lionshúsið Stykkishólmi, Skrifstofa Guð- mundar Runólfssonar hf. Grund- arfirði, Skrifstofa Hraðfrystihúss Ólafsvíkur, Snæfellsás 7 Hellis- sandi, Lýsuhóll Staðarsveit, Lind- artunga Kolbeinsstaðarhreppi, Davíð Pétursson Grund Borgar- fjarðarsýslu. Frá stofnfundi Bandalags jafnaðarmanna í gærmorgun. tilkynnt að hann væri lokaður fyrir fjölmiðlura. Morgunblaðið ætlaði að fylgjast með fundinum, en var Morgunblaöið/RAX. Atvinnuástandið á Seyðisfirði: Aðgerða krafist af stjórn- völdum og lánastofnunum ÚTLIT ER fyrir að atvinnuástandið á Seyðisfirði komist í betra horf síðla í næstu viku, þar scm togarar Seyðfirð- inga, Gullver og Gullberg, eru famir til veiða, en milli 70 og 80 manns eru þar á atvinnuleysisskrá. Fiskvinnslan hf. á Seyðisfirði hefur farið fram á aðstoð Framkvæmdastofnunar, þar sem fyrirtækið á við mikla rekstrar- örðugleika að stríða, en engin svör hafa fengist, og atvinnumálanefnd Seyðisfjarðar hefur krafist þess að stjórnvöld og viðskipta- og lánastofn- anir, sem leitað hefur verið til, geri ráðstafanir til þess að leysa rekstrar- örðugleika fyrirtækisins og þeirra fiskiskipa sem þar leggja upp afla. Að sögn Jónasar Hallgrímssonar bæjarstjóra á Seyðisfirði hefur at- vinnumálanefnd bæjarins fjallað um atvinnuástandið á Seyðisfirði að undanförnu og hafa m.a. sjávarút- vegsráðuneyti verið kynntir rekstr- arörðugleikar seyðfirskrar útgerð- ar. Atvinnumálanefndin gerði á fimmtudag svohljóðandi ályktun: „Atvinnumálanefnd Seyðisfjarðar hefur undanfarið kynnt sér ræki- lega ástand og horfur í atvinnumál- um kaupstaðarins, en sem kunnugt er hefur atvinnuleysi verið nokkurt undanfarið. Meðal annars hefur nefndin átt viðræður við stjórnar- formann Fiskvinnslunnar hf., en það fyrirtæki, ásamt þeim fiskiskip- um sem þar landa, hafa átt við veru- lega rekstrarörðugleika að etja að undanförnu. Að vel athuguðu máli er það sameiginleg og eindregin skoðun atvinnumálanefndar Seyðis- fjarðar að stjórnvöld, ásamt þeim viðskipta- og lánastofnunum, sem leitað hefur verið til, vinni að lausn þessa máls svo koma megi atvinnu- starfsemi þessari aftur í rétt horf og viðvarandi atvinnuleysí þar með bægt frá dyrum Seyðfirðinga. í þessu sambandi er sérstaklega bent á þá fyrirgreiðslu sem útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki víðs vegar, meðal annars á Austurlandi, hafa notið undanfarið ár hjá Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Það er skýlaus krafa nefndarinnar að fyrirtæki á Seyðisfirði hljóti hér sömu eða ekki lakari meðhöndlun." Að sögn Adolfs Guðmundssonar framkvæmdastjóra Fiskvinnslunn- ar hefur fyrirtækið átt umsókn um fyrirgreiðslu hjá Byggðasjóði frá því í fyrrasumar, en enga aðstoð fengið. Því hefði verið borið við að sjóðurinn væri peningalítill, en Adolf átti þó von á fyrirgreiöslu von bráðar, þar sem röðin væri að þeim komin, eins og hann sagði. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna: Guðmundur H. Garðars- son endurkjörinn formaður GUÐMUNDUR H. Garðarsson var trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í einróma endurkjörinn formaður full- Reykjavík á aðalfundi fulltrúaráðsins á fimmtudagskvöld, að þvi er Árni Sig- fússon framkvæmdastjóri fulltrúa- ráðsins sagði í samtali við Morgun- blaðið. Auk formanns voru kjörnir sex stjórnarmenn í stjórn fulltrúaráðs- ins, og hlutu eftirtaldir kosningu: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sveinn H. Skúlason, Jóna Gróa Sigurðar- dóttir, Árni Bergur Eiríksson, Jónas Elíasson og Björg Einarsdóttir. Auk þeirra sex eru sjálfkjörnir í stjórn- ina allir formenn sjálfstæðisfélaga í Reykjavík. Guðmundur H. Garðarsson Fráleitt að ástandið sé með þeim hætti er auglýsingin gefur til kynna — segir borgarstjóri og minnir á að ríkið skuldi Reykjavíkurborg gífurlegar fjárhæðir knappra fjárveit- „ÞVÍ FER fjarri að ástandið sé mcð þeim hætti er Ásmundur Brekkan gefur tij kynna í auglýsingu sinni, og það orkar mjög tvímælis að virðu- legir yfirlæknar geti látið slíkar yfir- lýsingar frá sér fara,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. — Borgarstjóri var spurður álits á auglýsingu Ásmundar Brekkan, yfirlæknis á Röntgendeild Borgarspítalans, í Mbl. þar sem hann segir m.a., að varla verði unnt að halda uppi eðlilegri þjónustu á spítalanum vegna ínga. „Ég tel, að með birtíngu auglýs- ingar þessarar sé í raun farið offari," sagði Davíð ennfremur, „og reynt að skapa áhyggjur hjá fólki sem ekki styðjast við raun- veruleikann. Borgarspítalinn er að mörgu leyti ákaflega vel búinn tækjum, og 8,3 milljónir frá borg- inni geta ekki talist litlar fjárveit- ingar, miðað við að ríkið ætti að leggja annað eins á móti. Ég hygg til dæmis, að í samanburði við Landspítalann, sem er mjög stór spítali, að þá sé þetta mjög eðlileg fjárveiting út af fyrir sig. — Auð- vitað hefði það verið æskilegt að leggja fram meira fjármagn, en það varð að fara með gát í fjár- veitingum þarna eins og annars staðar og læknarnir hljóta að skilja það eins og aðrir." Davíð Oddsson sagði að ríkis- sjóður skuldaði Reykjavíkurborg gífurlegar fjárhæðir frá liðnum árum vegna tækjakaupa, sem því bæri að kosta á móti borginni. Er fjárveitinganefnd Alþingis hefði verið að störfum fyrir áramót, hefði hann sjálfur og embættis- menn borgarinnar gengið á fund hennar og gert grein fyrir óskum borgarinnar. „Þar röktum við einnig hina miklu skuldastöðu sem ríkið stendur í gagnvart borg- inni, einkum á sviði borgarmála, og við lögðum fram gögn þar að lútandi. Þetta var að sjálfsögðu fyrir afgreiðslu fjárlaga í desem- ber, og fráleitt að halda því fram, að við höfum ekki rætt við fjár- veitingavaldið eins og einhverjir hafa sagt,“ sagði borgarstjóri. Grænlands- farþegar bíða veðurs ÞAÐ er orðin nokkuð löng biðin fyrir þrjá farþega, sem eru á leið til bæjar- ins Scoresbysund á austurströnd Grænlands, hér um ísland. Þeir voru komnir hingað til lands hinn 6. janúar í þeirri von að ráðgert flug til bæjar- ins yrði farið þann dag með flugvél frá Flugfélagi Norðurlands. Síðan hafa þessir farþegar beðið eftir því að komast heim til sín. Veðurguðirnir hafa ekki verið í skapi til þess að hleypa flugvélinni í gegn. Hefur þá oftast verið slæmt veður í Grænlandi, en líka hefur veður hér hamlað för. Scoresby- sund-farþegarnir bíða nú á Akur- eyri eftir flugveðri, en í samtali við Flugfélag Norðurlands í gær höfðu veðurfræðingarnir ekki verið bjartsýnir. Og í gær átti önnur flugvél frá Flugfélagi Norðurlands að fara norður til Meistaravíkur, með tvo farþega og flutning, erí einnig þar var vonsku veður og ólendandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.