Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 i Morgunblaðið/R&x. Viðtal við Gunnlaug Pétursson, borgarritara Texti: Elín Pálmadóttir Gunnlaugur Pétursson fyrrv. borg- arritari í nýrri skrifstofu sinni. Er hann áreiðanlegur? spurði kóngurinn — í næstu þrjá vetur var ég í heimavistinni 1 MR með ýmsum góðum félögum. Byrjaði á sjónum, og gat unnið fyrir mér með því öll mín skólaár. Meðan ég var í Flensborg hafði ég verið í kaupa- vinnu og vegavinnu á sumrin í Kjósinni og á Snæfellsnesi. — Þótti þér alveg sjálfsagt að fara í lögfræði í Háskólanum? — Nei, mig langaði mest í sagn- fræðinám. En þetta voru kreppu- tímar og maður hélt að helzt væri atvinnu að fá við lögfræðistörf. En þegar ég hafði lokið námi, var orð- ið þröngt um það líka. Það var raunar ekki alveg út í bláinn að ég sótti um starf í danska utanríkis- ráðuneytinu. Ég hafði fylgzt nokkuð með heimsmálunum. Var í pólitíkinni í Háskólanum, m.a. einn af stofn- endum Vöku. Nazistarnir felldu mig út úr stúdentaráði, og komu kommúnista að, enda voru þjóð- ernissinnar sterkir á þeim árum. Þarna voru töluverð pólitísk átök. Ég var líka í Heimdalli. Og ég man að ég var af einhverjum ástæðum í uppstillinganefnd hjá Sjálfstæð- isflokknum fyrir bæjarstjórnar- kosningar. Kynntist þá erindreka flokksins, Gunnari Thoroddsen. Og mín fyrsta utanlandsferð var á norræna stúdentamótið í Kaup- mannahöfn 1935, þar sem Gunnar hélt sem fulltrúi íslenzkra stúd- enta ræðuna þar sem hann lýsti því yfir að sambandslagasamning- urinn yrði ekki framlengdur. Við Hörður Bjarnason bjuggum með Gunnari á sama heimilinu í Höfn, og vorum þess mjög hvetjandi að hann segði þetta nú alveg ótví- rætt. Dönsk blöð gerðu svo mikið úr þessum ummælum íslenzka fulltrúans og slógu þeim upp. í höfuðborg íslands er starf borgarritara ekki í því fólgið að skrifa, heldur hefur sá sem það embætti skipar daglega stjórn á fjármálum þessa stóra og flókna fyrirtækis og yfirsýn yfir fjárreiður Reykjavíkurborgar. Nú í haust kvaddi Gunn- laugur Pétursson það erilsama starf eftir 26 ára feril. Kaus að hætta nokkru áður en tími hans var kominn vegna aldurs, þar sem hann verður ekki sjötugur fyrr en í febrúar næstkom- andi. Vildi ekki taka þátt í gerð fjárhagsáætlunar, sem hann fylgdi svo ekki eftir og þyrfti að láta framkvæmdina lönd og leið, að því er Gunnlaugur sagði í viðtali við blaðamann Mbl. Lýsir það kannski betur en mörg orð hvernig hann af ábyrgð hcfur rækt sitt starf í rúmlega aldarfjórðung. Gunnlaugur starfaði með sex borgarstjórum og var þessi mynd tekin þegar hann kvaddi borgina eftir 26 ira starf sem borgarritari. Frá vinstri: Gunnar Thoroddsen, Auður Auðuns, Geir Hallgrímsson, Gunnlaugur Pétursson, Birgir ísl. Gunnarsson, Egill Skúli Ingibergsson og Davíð Oddsson. Gunnlaug Pétursson hittum við fyrir jólin í skrifstofu hans uppi á Skólavörðustíg, þar sem hann var að koma sér fyrir til næsta áfanga í lífi sínu. Kvaðst ætla að stunda þar lögfræðistörf í félagi við son sinn meðan þokkaleg heilsa entist honum. Halda þannig áfram að hafa bækistöð í miðbænum. Raun- ar væri ekki örgrannt um að hann hiakkaði til að verða nú sjálfs síns herra. Gunnlaugur hefur fyrr vent sínu kvæði í kross og skipt um störf í lífinu. Þótt hann kæmi til Reykjavíkurborgar rúmlega fer- tugur, hafði hann þá þegar leyst af hendi mikil störf. Hann var einn af okkar fyrstu diplómötum og með í að móta nýfædda utan- ríkisþjónustu hins íslenzka lýð- veldis. Raunar líka viðskipta- tengsl þess við önnur lönd. Kom þá með reynslu frá starfi í dönsku utanríkisþjónustunni. Hvernig skyldi nú hafa staðið á að hann fór þangað? — Ég fékk ekkert að gera hér heima, eftir að ég lauk lögfræði- prófi vorið 1938 og sótti því um starf hjá Dönum af rælni, svaraði Gunnlaugur, snöggur upp á lagið að vanda. — Byrjaði þar svo 1. janúar 1939 og var í sex ár í utan- ríkisþjónustu Dana í Kaupmanna- höfn. Hermann Jónasson var þá forsætisráðherra og þessi ráðning þurfti að fá meðmæli hans. Hann kallaði mig til sín og lyftist heldur á honum brúnin þegar hann spurði um fyrri störf og heyrði að ég hafði unnið fyrir mér með því að vera togarasjómaður. Var á Kveldúlfstogaranum Þórólfi með Kolbeini Sigurðssyni. A togara á skólaárunum — Var ekki heldur óvenjulegt í kreppunni að háskólastúdent væri á togara? — Jú, ég held að ég hafi verið eini stúdentinn í Háskólanum, sem var svo heppinn að hafa tog- arapláss þá. Katrín Gunnlaugs- dóttir, föðursystir mín, sem þekkt var hér í borginni, hafði sambönd til þess að koma mér í skiprúm. Við vorum á síld á sumrin og lögð- um upp á Hesteyri og Sólbakka, og vorum svo á karfaveiðum á Hal- anum á haustvertíðinni. Þetta var erfitt, en ég hafði ákaflega gott af þessu, bæði líkamlega og andlega. Þarna um borð voru góðir sjó- menn, úrvalslið. Mig minnir að 3 eða 4 þeirra hafi verið með stýri- mannapróf, en fengu þó aldrei skip. — Bíddu við, Gunnlaugur. Við skulum aðeins rekja feril þinn fram að því að þú lentir í Reykja- vík og á togara. Hvaðan ertu? — Faðir minn, Pétur Gunn- laugsson, var Dalamaður og ágæt- ur kennari, að sagt var. Hann var kennari við ísafjarðardjúp og á Hellissandi, þar sem ég fæddist. Síðar var hann farskólakennari á Skógarströnd, en tók mig aldrei með sér, heldur kenndi mér heima. Svo að ég hefi aldrei í barnaskóla komið. Sr. Jón Guðnason á Kvennabrekku prófaði mig bara þegar barnaskóla lauk að mati föður míns. Tók mig aðallega upp í íslendingasögum og Sturlungu, og það stóð ekki í mér. Móður mína, Guðnýju Ólafsdóttur frá Bíldudal, missti ég 5 ára gamall. Hún var Arnfirðingur og margir sjómenn og formenn í hennar ættum. Hún dó úr botnlangabólgu og yngri bróðir minn dó tveimur árum seinna úr kíghósta og lungna- bólgu. Þá vorum við komin að Álfatröðum í Dölum, þar sem fað- ir minn tók við búi af föður sínum. En faðir minn lézt svo 1926. Ég átti tvær föðursystur. önnur bjó í Kolbeinsstaðahreppi. Þangað fór ég fyrst og fermdist hjá sr. Árna Þórarinssyni. En þaðan lá leiðin til Katrínar föðursystur, sem vildi koma mér í skóla. Hún var ógift og hafði haldið heimili hjá Hannesi Hafstein eftir að kona hans dó og hanri veiktist. Hún fór svo til Sofíu dóttur Hannesar, sem giftist Hauki Thors og sá um það heimili, því Sofía var þá heilsulaus. Þess vegna var ég í fæði á heimili Hauks Thors og Sofíu. Þar voru oft 4—5 skólapiltar í fæði. Þar var mikill rausnar- og menningar- staður. — Ekki hefurðu farið beint í menntaskóla, þegar þú komst suð- ur eftir fermingu? — Nei, Guðbjörg, kona ög- mundar Sigurðssonar skólastjóra Flensborgarskóla, og Katrín föð- ursystir, voru skólasystur úr Kvennaskólanum. Það varð til þess að ég fór í Flensborgarskól- ann, sem var mín fyrsta skóla- ganga. Var í heimavist í Hafnar- firði. Þarna var gott skólalíf og fjörugt, 10—20 strákar utan af landi í heimavistinni. ögmundur var sjálfur okkar aðalkennari, sr. Þorvaldur Jakobsson í Sauð- lauksdal kenndi íslenzku og stærð- fræði og svo kenndu Sigurður Guðjónsson, sem seinna varð verzlunarskólakennari, og Emil Jónsson, sem var þá nýútskrifaður verkfræðingur. Það var siður þarna að þeir efstu reyndu að komast í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Ég fór í inntökuprófið og slampaðist þar inn ásamt þremur öðrum. „Er han paalidelig?" Gunnlaugur Pétursson hélt til starfa sem ritari í danska utanrík- isráðuneytinu um áramótin 1938—1939, þá nýkvæntur Krist- ínu Bernhöft. í sögu dönsku utan- ríkisþjónustunnar er hans getið sem síðasta Islendingsins í slíku embætti. Fleiri íslendingar hafa komið við sögu sem fastráðnir embættismenn í danskri utanrík- isþjónustu og má þar fyrstan telja Grím Thomsen. Um þetta leyti var Pétur Benediktsson í danska utan- ríkisráðuneytinu í Höfn, en var skömmu síðar sendur til London. Og Hendrik Sv. Björnsson var þar um tíma með Gunnlaugi, en fór heim í stríðsbyrjun með föður sín- um. Segir Gunnlaugur að þetta hafi verið góð reynsla og þjálfun fyrir íslendingana. Sjálfur var Gunnlaugur Pétursson í danska utanríkisráðuneytinu öll stríðsár- in, fram til janúar 1945, er Þjóð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.