Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
Bátavélar
BMW 30 hestöfl v/3000 RPM BMW 45 hestöfl v/3000 RPM
BMW trilluvélarnar eru ferskvatnskældar. Koma á gúmmípúöum og meö
75 AMP alternator. Fullkomiö mælaborö og stjórntæki. Aflúrtak framan
á vél. Nýtir kælivatn til upphitunar á bátunum. Kemur meö skrúfubúnaði
og tileyrandi niöursetningarbúnaöi. Fjöldi véla nú þegar í íslenskum
trillubátum.
BMW gæöi og gott verö.
Vélar&Tæki hf.
TRYGGVAGATA 10 BOX 397
REYKJAVlK SlMAR: 21286 - 21460
Eigum 30HP vélar
til afgreiðslu strax.
Heilbrigð sál
í hraustum líkama
ættu aö vera einkunnarorö allra.
Viö munum veita ykkur alla aöstoö sem þiö þurfiö
til aö bæta líkamlegt ástand
ENGIHJALLA 8 (KAUPGARÐSHÚSINU). SÍMI 46900
Viö bjóöum:
Rólegar morgunaefingar.
Skokk, þjálfun.
Foreldrum meö börn. Leik-
aöstööu fyrir börnin, meöan
foreldrarnir æfa.
Stutta hádegistíma meö
megrunarfæöi.
Endurþjálfun.
Sértíma og þjónustu fyrir eldri
en 60 ára.
Frúartíma fyrir eldri en 40 ára.
Helgartíma fyrir fjölskyldur.
Jane Fonda-leikfimi.
Skíðatrimm.
Menntaskólatrimm.
Einkatima í sal fyrir hópa (10
eöa fleiri).
Aerobic dans (þolæfingar
með popptónlist).
Slökunaræfingatíma.
Leikfimi á klukkutimafresti,
áður en farið er í tæki.
Ráögjöf um:
Þjálfun.
Mataræði.
Heilsufar.
Sértilboð:
3 mánuöir.
6 mánuöir.
1 ár.
Opiö
Mánudaga—föstudag kl. 8—
Laugardaga kl. 10—6.
Sunnudaga kl. 1—6.
Afsláttarkort gilda frá kl. 8—4.
10.
Snjóflóð
ALMANNAVARNIR ríkisins hafa
gefið út veggspjald með varúðarregl-
um og leiðbeiningum til fólks sem
snjóflóð og viðbrögð gegn þeim.
Mynd 1.
Flest hættuleg snjóflóð falla
í hríðarveðri, þegar snjó
skefur og snjókoma er meiri
en 20 sm á sólarhring.
Leggið ekki í fjallaferðir
þegar spáð er stórhríð.
Snjóflóðahætta helst venju-
lega í 3 daga eftir að hrið
slotar, en enn lengur sé kalt
í veðri.
Hætta er á ferðum, þegar
brestir heyrast í snjóþekju,
sprungur sjást, snjóboltar
eða spýjur falla.
Mynd 2.
Hugið að styrk snjóþekjunn-
ar. Þótt yfirborðið virðist
traust geta veikburða lög
leynst undir þvi.
Hætta er á kófhlaupum,
þegar skíðaslóð markar ekki
í lausasnjó, sem nær upp á
miðja kálfa, einkum ef undir
er harðfenni.
Hlýindi, sólbráð eða regn á
snjó geta valdið snjóflóða-
hættu. Varist svæði þar sem
snjór er svo votur að hann
skvettist undir skiðum.
Fylgist vel með veðurspá og
aðvörunum.
Mynd 3.
Forðist allar brekkur og gil
með yfir 30° halla (brött-
ustu skíðabrekkur).
Mynd 4.
Þverskerið aldrei brekkur
eða gil þar sem snjór er
djúpur, ef grunur er um
snjóflóðahættu.
Öruggustu gönguleiðirnar
eru á hryggjum og áveðurs í
hliðum.
Þræðið svæði þar sem snjór
er grynnstur og þið sjáið
nibbur standa upp úr.
Gangið eftir dalbotni frekar
en í brekkukverkinni.
Forðist að taka óþarfa
beygjur ef bruna þarf á skíð-
um niður varasama fjalls-
hlíð.
Mynd 5.
Björgunar-
aðferdir
• Ef þú verður þess áskynja að maður lendi í snjóflóði,
skaltu hefja leit strax.
• Gættu fyrst að því hvort líkur séu á að annað flóð geti
fallið á sama stað.
• Teljir þú öryggi þínu borgið leitaðu þá fyrst vandlega í
yfirborði flóðsins, því oft sést eitthvað upp úr snjónum
sem gefur vísbendingu um hvar hinn grafni liggur.
• Sjáist engin merki á yfirborðinu, byrjaðu þá að leita á
stöðum þar sem snjósöfnun hefur orðið, t.d. við kletta, eða
þar sem flóðið hefur beygt.
• Notaðu það sem hendi er næst við leitina, t.d. skíði, skíða-
staf (handfangið niður), prik e.þ.h. (5).
• Ef fleiri eru saman skal a.m.k. einn fara samstundis af
stað eftir hjálp, svo unnt verði að hefja skipulagða leit
strax.
• Sjálfsagt er að nota hunda við leitina, séu þeir til staðar.
Viðbrögð við flóði
• Ef þú lendir í snjóflóði, reyndu þá að losa þig við skíði,
skíðastafi, bakpoka o.þ.h.
• Reyndu eftir megni að standa upp úr flóðinu t.d. með því
að taka sundtökin.
• Berist þú stjórnlaust með flóðinu reyndu þá að halda
höndunum fyrir andlitinu, með því móti minnkar þú lík-
urnar á að vit þín fyllist af snjó.
• Reyndu að hreyfa þig meðan flóðið er að stöðvast því
annars er hætt við að þú sitjir alveg fastur þegar snjórinn
sest.
• Eyddu ekki orku í að hrópa fyrr en þú heyrir í leitarmönn-
unum yfir þér, athugaðu að hljóð deyfist mjög í snjó.
• Mundu vel að þú verður að halda rósemi þinni og stöðug
trú á björgun eykur lífsmöguleika þína mikið.