Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 35

Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 Barbara veltir sér upp úr snjónum, sjö ára gömul, en þá eins og síðar var hún til vandræða. Eskifjörður: 100 ár frá upphafi barnaskólahalds Kskifjörður, 14. janúar. UM ÞESSAR mundir eru liðin 100 ár frá upphafi barnaskólahalds á Eski- firði, en 14. janúar 1883 var barnaskóli settur hér i fyrsta skipti. Fyrsti skólastjóri var Ögmundur Sigurðsson og fyrsti kennarinn Guðrún J. Arne- sen. 16 nemendur voru í skólanum fyrsta skólaárið. Húsið sem skólinn hóf starfsemi sína í er enn uppistandandi á Eskifírði en núverandi skólahús var 'iyggt 1910 og er fyrir löngu orðið alltof lítið. Barbara Bel Geddes — Miss Ellie var á milli þeirra. Fyrst eftir að móðir hennar dó bjó Barbara hjá nágrönnum, en síðan fór hún til systur sinnar og eftir skamma dvöl þar var hún send í heimavist- arskóla. Hegðan hennar batnaði lítið og ofan á allt bættist nú sjálfsvorkunn, sem ef til vill er ekki hægt að lá henni. Herbergis- félagar hennar frá þessum árum segja að hún hafi tregað mjög móður sína og oft legið andvaka og grátandi um nætur. í fríum bjó hún oftast á hóteli, en föður sinn heimsótti hún sjald- an enda var konu hans lítið um Barböru gefið. Þegar Barbara var átján ára var hún rekin úr hinum fína Putney-heimavistarskóla og ástæðan var sakleysislegt ástar- ævintýri með pilti einum úr ná- grenninu. Skólastýran kom að' þeim að kyssast í tómri skólastofu og þótti þetta hið mesta hneyksli, en þetta var árið 1940. Barbara tók brottreksturinn mjög nærri sér enda voru skólasystur hennar þær einu sem hún í raun átti að. Eftir stutta dvöl á Andrebrook School í New York hætti Barbara námi skömmu fyrir lokapróf og því lauk hún aldrei menntaskóla- námi. Einn af vinum föður hennar hjálpaði henni til að komast inn í leikhúsbransann í New York og þar varð frami hennar tiltölulega skjótur. Og í leikhúsinu virðist Barbara loksins hafa fundið sjálfa sig og brátt lét hún af öllum óhemjuskap, sem svo mjög hafði verið áberandi í fari hennar allt frá bernsku. GÓÐA STÚLKAN LINDA Sue Ellen er hin taugaveiklaða, drykkjusjúka og kúgaða eiginkona J.R. Ewing í Dallas-þáttunum, en þrátt fyrir allar raunir áinar, hið mesta augnayndi og fegurðardís, óaðfinnanlega klædd heimskona. Leikkonan Linda Gray á fátt sam- eiginlegt með Sue Ellen ef undan er skilin drykkjusýkin, sem hún átti við að stríða hér á árum áður, en það er liðin tíð. Sem barn var Linda feimin og óörugg stúlka sem lagði sig fram um að vera þæg og góð. Hún var aldrei með strákum á unglingsárunum og til að öðlast sjálfstraust sótti hún námskeið hjá Dale Carnegie. Linda hefur lýst því yfir að hún hafi verið mjög óörugg með sjálfa sig í bernsku og henni fannst hún vera „ljótasta stelpa í heimi", eins og hún orðar það sjálf. Hún hefur einnig sagt í viðtali að hún hafi lagt afar hart að sér til að „vera góða stúlkan" á bernskuárum sín- um í Culver City í Kaliforníu. — „Eg var nánast fullkomin, alveg hræðilega góð lítil stúlka", — seg- ir hún. Staðreyndin er líka sú, að Linda var fyirmynd annarra krakka í hverfinu og um þetta seg- ir ein af æskuvinkonunum: — „Mamma var vön að segja við mig: Af hverju getur þú ekki verið eíns og Linda, stillt og prúð.“ En Linda lagði sig svo fram um að vera stillt og prúð að henni leið alls ekki vel og svo feimin var hún, að hún þorði varla að líta framan í nokkra manneskju. Vinkona henn- ar, Kathy Hommes, var henni mikil stoð á þessum árum og reyndi að hjálpa henm að yfir- stíga feimnina. Skólinn þeirra, St. Augustine’s, var í sömu götu og eitt af stúdíóum MGM-kvik- myndafélagsins og þær stöllur voru oft á vappi fyrir framan hlið- ið í þeirri von að sjá stjörnur á borð við Van Johnson og Judy Garland. Linda mun þá fyrst hafa orðað þá ósk sína að verða leik- kona. Linda var einnig samviskusöm í skólanum og var jafnan í hópi hinna efstu á öllum prófum. En foreldrar hennar gerðu sér grein fyrir að stelpan var óeðlilega feimin og sem unglingur var hún sett á námskeið hjá Dale Carn- egie, sem einn af nágrönnum hennar, Cliff Bollman, stjórnaði. Bollmann segir að í fyrstu tímun- um hafi Linda verið svo feimin að hún gat ekki sagt nafnið sitt, en smatt og smátt tókst henni að brjótast úr úr skelinni. — „Hún varð eins og ný manneskja", — segir frænka hennar, Ruth Gray Hartinian, sem sótti námskeiðið með Lindu. Eftir þetta fór Linda að taka þátt í félagslífinu í skólan- um og varð eftirsótt í skólaleik- sýningum. Hún varð forseti nem- endafélagsins og árið 1958 var hún kjörin „nemandi ársins" í Notre Dame Academy-menntaskólanum. Að loknu menntaskólanámi fór Linda út í fyrirsætustörf með góð- um árangri og það varð til þess að hún fékk hlutverk í kvikmynum og sjónvarpsþáttum. Loks var henni boðið hlutverk Sue Ellen í Dallas- þáttunum og þar með skaust hún upp á stjörnuhimininn. HIN RÓTLAUSA OG NEIKVÆÐA CHARLENE Ef kennarar og nemendur í Hollywood High School hefðu ver- ið spurðir að því árið 1976 hver nemenda væri ólíklegastur til frama og frægðar hefðu margir þeirra eflaust svarað: Charlene Tilton. Þessi fjörmikla hnáta var hinn mesti ærslabelgur og yfir- leitt í andstöðu við skólareglur og skólayfirvöld. Hún var sífellt að skipta um bekki, féll á prófum og sú skoðun var almenn meðal kenn- ara og nemenda að „Charlene litla“ myndi áreiðanlega fara í hundana. í rauninni var hún það sem kallað er „vandræðaunglinur" og heimili hennar var alla tíð í hálfgerðri upplausn. Þremur mán- uðum eftir að hún kom í heiminn, hinn 1. desember 1958, fór faðir- inn að heiman og Charlene ólst upp með móður sinni í fátækra- hverfi í Hollywood. — „Þetta var eilíft basl, en and- streymið gerði okkur mjög sam- rýndar“ — segir móðir hennar, Katharine, sem tókst með hörk- unni að öngla saman fé fyrir leik- listarnámi dótturinnar. — „En ég setti hana ekki í leiklistarskóla til þess að hún yrði leikkona, heldur til að hún öðlaðist sjálfstraust". Og Charlene skorti ekki sjálfs- traustið og hún var ófeimin að rífa kjaft í skólanum. Á unglingsárun- um þótti hún einnig laus í rásinni í ástamálum og yfirleitt hafði hún á sér fremur slæmt orð. — „Hún var löt, skrópaði oft í skólanum og var mjög neikvæð á allan hátt“, — segir einn af kennurum hennar, og annar bætir því við að hún hafi í rauninni ekki verið ósvipuð Lucy, eins og hún var í upphafi Dallas- þáttanna. Kennurum og skólayf- irvöldum í Hollywood High School ber saman um að þeir hafi verið fegnir að losna við hana þegar hún að lokum sagði sig úr skóla. Charlene skammast sín nú fyrir unglingsárin og reynir að breiða yfir þau með því að segjast hafa verið fyrirmyndar krakki, en þeir sem til þekkja vita betur. í dag er hún ein vinsælasta sjón- varpsleikkona heims, en leiklist- arkennaranum hennar í skólanum fannst hún vera í hópi hinna lök- ustu. — „Mér fannst hún aldrei hafa neina hæfileika og hún fékk yfirleitt lítil hlutverk í skólaleik- ritum. Ég man að það leið oft yfir hana á æfingum, hvort sem það var uppgerð eða eitthvað annað", — segir þessi fyrrverandi kennari hennar. Samt sem áður tókst Charlene að vekja athygli á sér meðal umboðsmanna leikara og sautján ára gömui fékk hún hlut- verk í Walt Disney-myndinni „Freaky Friday". Charlene breyttist mjög við þetta, bæði í framkomu og við- horfum og er nú á allan hátt hin geðfelldasta manneskja, eftir því sem kunnugir segja. „Guði sé lof að hún náði svona skjótum frama, því annars er ómögulegt að vita hvað orðið hefði úr henni“, — seg- ir einn af nánum vinum hennar frá skólaárunum. (Þýtt/-Sv.G.) Nú er í byggingu á Eskifirði nýtt skólahús sem vonir standa til að tekið verði í notkun á næsta skólaári. Fyrir 2 árum kom út eft- ir Einar Braga, rithöfund, rit um sögu barnafræðslu á Éskifirði fram til 1939. Eskfirðingar hyggj- VEGNA óska línuveiðimanna á norðanverðu Snæfellsnesi, hefur ráðuneytið gefið út reglugerð um róðratima línubáta, sem róa frá Rifi, Olafsvík og Grundarfirði. Á tímabilinu 1. september til 15. maí, er bátum, sem róa frá ofan- greindum verstöðvum og leggja línur sínar innan bogalínu, sem dregin er 30 sjómílur frá Fyrirlestur um framræslu mýra LANDFRÆÐIFÉLAGIÐ gengst fyrir fræðslufundi á mánudags- kvöldið í Árnagarði við Suðurgötu, stofu 201. Þar fjallar Sigurður Sigursveinsson um samanburðar- athuganir á framræslu mýra á Nýfundnalandi og íslandi og nýt- ingu þeirra til grasræktar. ast minnast þessa afmælis með ýmsum hætti síðar á árinu. Nú eru nemendur í Grunnskóla Eskifjarðar liðlega 200 og núver- andi skólastjóri er Jón Ingi Ein- arsson. Öndverðarnesi, óheimilt að fara í róðra fyrr en kl. 01.20. Miðað er við að brottfararstað- ur sé við innsiglingabaujuna að Rifshöfn. (Frá sjávarútvegsráðuneytinu.) Faxaflói: Þorskfisknet með 6 þumlunga möskva Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið, að leyfilegt verði að nota þorskfisknet með 6 þumlunga möskva til 31. janúar nk. Breyting þessi er gerð vegna til- mæla útgerðarmanna báta, sem stundað hafa ýsuveiðar í Faxaflóa og við suðurströndina nú í vetur, en óvenju mikil ýsuveiði hefur verið á þessum slóðum. (Frá Sjávarútvegsráðuneytinu.) Óskum að ráða afgreiðslustúlku hálfan daginn frá kl. 2—6. Uppl. gefur versl- unarstjóri á staðnum frá kl. 2—4, á morgun, ekki í síma. VUjGARIHR LEIRUBAKKA 36 SÍMI 71290 NÁMSFLOKKAR HAFNARFJARÐAR Innritun hefst mánudaginn 17. janúar kl. 18.00—20.00 í Iðnskóla Hafnarfjaröar sími 53190. Innritaö veröur alla daga til sunnudagsins 23. janúar. Kennsla hefst 24. janúar. - FLOKKAR GJALD Enska I, miövikudaga 550 Enska II og III, fimmtudaga 550 Spænska I og II fimmtudaga 550 Þýska I og II miövikudaga 550 Tágar I mánudaga 550 Tágar II miövikudaga 550 Myndíö I og II fimmtudaga 600 Myndíö barna miðvikudaga 600 Saumar mánudaga og fimmtudaga 1.050 Smíöar kvenna þriöjudaga 1.300 Applikering, ýmiskonar hagnytt föndur fyrir fullorðna, kennari Heidi Kristjánsson miövikudag 1.050 Ævar Róðratími báta frá Rifi, Ólafsvík og Grundarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.