Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
39
— nokkrir fróðleiksmolar úr breska poppheiminum
í efsta sæti breska vinsældalist-
ans þessa vikuna er lagiö „You
can’t hurry love“ meö Phil Collins.
Lag þetta er síður en svo nýtt af
nálinni og þeir, sem komnir eru
vel á þrítugsaldurinn, muna e.t.v.
eftir laginu í meðferð Supremes.
Lagíð var samið fyrir einum 16 ár-
um af þeim Holland, Dozier og
Holland fyrir Supremes. í þeirra
flutningi komst lagið ( 3. sæti
breska vinsældalistans og á topp-
inn í Bandaríkjunum. Aðaldrif-
fjöðrin í Supremes í þá daga var
auðvitaö Diana Ross.
Hvernig semja á lög
Lagiö „Buffalo gals“ er í 9. sæti
breska listans. Þaö er Malcolm
McLaren, sem er flytjandi þess. Þó
þetta sé hans fyrsta plata er hann
fyrir löngu oröinn kunnur í breska
poppheiminum, sem umboösmaöur
Sex Pistols og BowWowWow.
„Buffalo gals“ er mjög óvenjulegt
lag, enda fór McLaren ekki troönar
slóðir viö gerö þess. Notaöi hann
engin heföbundin hljóöfæri, heldur
tók plötur annarra manna og bland-
aöi þeim saman eftir sínum smekk
og söng síðan yfir allt saman. Sjálf-
ur segir McLaren aö þetta sé svo
auðvelt, að hver sem er geti þetta.
„Það eina sem þú þarft eru tveir
plötuspilarar, segulband og mixari,
eins og þeir sem notaöir eru á
diskótekum. Einnig er gott aö eiga
trommuheila til þess aö slá taktinn.
Síöan tekur þú plöturnar þínar og
mixar sjálfur brot og brot úr hinum
ekki aö tala um aö koma saman
til þess aö taka upp þrefalda
hljómleikaplötu eöa eitthvaö
álíka, heldur vil ég fara í stúdíó og
vinna aö góöri, heilsteyptri plötu
með þessum strákum. Þetta gæti
orðið gaman, en ég vil ekki aö
það truflaöi starfsemi Rainbow í
dag.“
Þar hafa menn það, kappinn er
sumsé tilbúinn í annaö Purple-
ævintýri ef hinir eru með. En hvað
segir kappinn um þungarokkið og
fleira í dag?
„Sjáðu til, ég er oröinn leiöur á
aö spila bárujárnsrokk bara til
þess aö spila það eins og þeir
gera í AC/DC. Þaö verður að vera
einhver mýkt í tónlistinni líka .. .
nú oröið hlusta ég iöulega á
Jethro Tull og Abba. Abba-
strákarnir eru frábærir lagahöf-
undar ... ætli Eddi van Halen sé
ekki besti gítarleikarinn í rokkinu
í dag.“
Ekki þarf að taka það fram að
Blackmore tekur sjálfan sig ekki
meö í reikninginn. Hann er auð-
vitað bestur.
auk þess sem Simon Le Bon var
vaiinn besti söngvarinn og i huggu-
legasti karlmaðurinn á svæöinu.
— segir Ritchie Blackmore í viðtali við Sounds
standa honum ekkert að baki og
eru honum jafnvel fremri.
Astæöulaust er að nefna einhver
nöfn, slíkt myndi einungis koma
af stað lesendabréfaskriðu og
fáránlegum deilum um hver sé
betri en hinn.
Viðtöl viö Ritchie Blackmore
eru hreint enginn hversdagsmat-
ur. Eitt slíkt rak þó á fjörur Járn-
síðunnar. Að vanda hefur kapp-
inn ýmislegt merkilegt til málanna
að leggja og hér á eftir fer ör-
stuttur kafli úr viötalinu og haldiö
ykkur nú, piltar í Centaur og Viddi
Karls.
„Vissulega gæti ég hugsaö mér
að endurlífga Deep Purple, en þá
bara með þeim sem voru í
hljómsveitinni á bestu árum
hennar. Eigi aö endurreisa
hljómsveitina veröur það að vera
í samvinnu við lan Paice, lan Gill-
an, Roger Glover og Jon Lord.
Enginn kemur í þeirra stað.
Þegar ég tala um slíkt er ég
Fimmmenningarnir í Duran Duran.
og þessum lögum. Best er aö snúa
plötunum meö höndunum því þá
geturöu leikiö sama brotiö aftur og
aftur á hvaöa hraöa sem er, aftur-
ábak eöa áfram. Þannig geturöu
hresst upp á lög, sem þú ert
kannski búinn að fá ieiö á.“ Þá vit-
um viö þaö, allir af staö.
Yoko ekki blönk
Á meðal nýrra nafna á lista yfir
400 auöugustu mannverur þessa
heims, sem bandaríska tímaritiö
Forbes birti fyrir skömmu, er nafn
Yoko Ono, ekkju John heitins Lenn-
on. Eignir hennar, sem blaöiö telur
upp, eru m.a. veitingastaöir, höf-
undarréttur, hljómplötufyrirtæki og
svo auðvitaö auöæfi þau, sem hún
erföi eftir bónda sinn. Þau eru nú
metin á 150 milljónir dollara. Ekki
hefur gamla konan setiö auöum
höndum síöustu mánuöi, þar sem
nýkomin er út önnur breiöskífa
hennar frá dauöa Lennon. Ber þessi
nýja nafnið „Its alright“. Á plötu-
umslagiö hefur hún m.a. ritaö: „Ég
lít á fimmtíu árin, sem forleik að lífi
mínu.“
Duran Duran og
aftur Duran
Um áramótin efndi breska
popptímaritið Smash Hits til vin-
sældavals á meöal lesenda sinna.
Ótvíræöir sigurvegarar uröu fimm-
menningarnir í Duran Duran. Þeir
Ritchie Blackmore á gólfi tónleikahallar eftir tónleika.
80 hljóðverstímum úthlutað
— verðlaunasamkunda SATT í Tónabæ á fimmtudag
Næsta fimmtudag efnir SATT
til einskonar verólaunakvölds í
Tónabæ. Þar munu koma fram
verðlaunasveitirnar frá „Músík-
tilraunum ’82“. Þær voru, eins og
lesendur minnast e.t.v. ennþá,
DRON, Englabossar og Fílarm-
oníusveitin.
Þessum sveitum veröa veitt
verölaun sín á fimmtudag og vænt-
anlega munu þær troöa upp viö
þaö sama tækifæri. Þær nældu sér
allar í 20 tíma í hljóöveri.
Þá verður einnig dregiö úr nöfn-
um þeirra hljómsveita, sem tóku
þátt i Maraþontónleikunum. Ein
sveit fær 20 tíma i hljóöveri, og
veröur því alls 80 hljóöverstímum
úthlutaö viö þetta tækifæri, og
önnur fær 6.000 krónur í beinhörö-
um peningum.
Loks má geta þess, aö Selfoss-
sveitin Lótus veröur gestur þessa
kvölds, en sú sveit fór fyrir klaufa-
skap flatt á þátttökunni í „Músík-
tilraunum ’82“.
unnu allar greinar sem þeir voru
gjaldgengir í.
Duran Duran var valin besta
hljómsveitin, „Rio“ besta breiðskíf-
an, „Save a prayer" besta lagiö,
Tvöfaldur í roðinu
Það, sem e.t.v. kom mest á óvart
í þessu vinsældavali var þaö, aö
Boy George, hinn skrautlegi söngv-
ari Culture Club, hafnaöi í 12. sæti
yfir bestu söngkonurnar og fékk
hann fleiri atkvæöi en margar
þekktar söngkonur eins og t.d.
Randy Crawford, Donna Summer,
Debbie Harry og Chrissie Hynde.
Reyndar var Boy George í 7. sæti
yfir bestu söngvarana af hinu kyn-
inu.
Þegar Smash Hits innti George
álits á þessum niöurstööum var
hann að vonum undrandi. „Aö því
er ég best veit er ég karlmaöur. Ég
er heldur ekkert aö reyna aö vera
kvenlegur. Ef svo væri gengi ég um
í kjól og á háhæluöum skóm.“
DP/— SSv.
Phil Collins
Þótt vafalítiö megi segja sem
svo, að Ritchie Blackmore hafi
verið á hátindi frægöar sinnar á
árunum 1970—1974 á meðan
Deep Purple var og hét, eru þeir
margir, sem líta enn svo á, að
Blackmore hinn brjálaöi sé besti
gítarleikari rokksins í dag — og
ekkert múður.
Vel má vera að svo sé, en
vissulega eru til menn sem
Vinsælustu
lögin
BRETLAND -
Litlar plötur
1. (2) You can’t hurry love/
PHIL COLLINS
2. (3) A winter’s tale/
DAVID ESSEX
3. (1) Save your love/
RENEE & RENATO
4. (8) Orville’s song/KEITH
HARRIS AND ORVILLE
5. (4) The best years of our lives/
MODERN ROMANCE
6. (-) Story of the blues/WAH!
7. (-) Down under/
MEN AT WORK
8. (6) Time/CULTURE CLUB
9. (-) Buffalo gals/
MALCOLM McLAREN
10. (-) If you can’t stand the heat/
BUCKS FIZZ
BANDARÍKIN -
Litlar plötur
1. (1) Maneater/DARYL HALL
& JOHN OATES
2. (2) The girl is mine/
MICHAELJACKSON
& PAUL McCARTNEY
3. (4) Dirty laundry/DON HENLEY
4. (8) Down under/
MEN AT WORK
5. (7) Sexual healing/
MARVIN GAYE
6. (2) Mickey/TONI BASIL
7. (5) Gloria/LAURA BRANIGAN
8. (6) Steppin’out/
JOEJACKSON
9. (9) Rock this town/
STRAY CATS
10. (10) Truly/LIONEL RICHIE
Vinsælustu
plöturnar
BRETLAND -
Stórar plötur
1. (3) Raiders of the pop charts/
ÝMSIR
2. (1) The John Lennon
collection/JOHN LENNON
3. (4) Rio/DURAN DURAN
4. (5) Heartbreaker/
DIONNE WARWICK
5. (-) Hello, I must be going/
PHIL COLLINS
6. (9) Friends/SHALAMAR
7. (-) Richard Clayderman/
RICHARD CLAYDERMAN
8. (-) Greatest hits/
OLIVIA NEWTON-JOHN
9. (2) The singles/ABBA
10. (-) Kissing to be clever/
CULTURE CLUB
BANDARÍKIN -
Stórar plötur
1. (1) Business as usual/
MEN AT WORK
2. (2) Built for speed/
STRAY CATS
3. (3) Lionel Richie/
LIONEL RICHIE
4. (6) H2O/HALL & OATES
5. (5) Famous last words/
SUPERTRAMP
6. (8) Get nervous/
PAT BENATAR
7. (7) Midnight love/
MARVIN GAYE
8. (9) Coda/LED ZEPPELIN
9. (-) Thriller/
MICHAELJACKSON
10. (10) Combat Rock/CLASH
Boy George á listum bestu
söngvara karla og kvenna!
„Gæti vel hugsað mér að
endurlífga Deep Purple”