Morgunblaðið - 16.01.1983, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.01.1983, Qupperneq 44
^^skriftar- síminn er 830 33 ^/\uglýsinga- síminn er 2 24 80 SUNNUDAGUR 16. JANUAR 1983 Frumvarp um Olíusjóð fiskiskipa: 4% tekin af óskipt- um afla erlendis f FRUMVARPI ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fram á Alþingi á mánudag um Olíusjóð fiskiskipa. olíu- gjald og fleira, segir m.a., að útflutn- ingsgjald af sjávarafurðum, sem nú er 5,5%, skuli aukið um 4%, og einnig er í frumvarpinu það nýmæli, að lögbinda á 4% viðbótargjald af fisksöium er- lendis og er gjaldið tekið af óskiptu aflaverðmæti. Það gjald er nú 5,5% samkvæmt kjarasamningum sjó- manna. í athugasemdum með frumvarp- inu segir m.a., að þetta gjald eigi að renna í Olíusjóð fiskiskipa og sé það miðað við, að olía til fiskiskipa verði niðurgreidd um 35% af olíuverði, en sú niöurgreiðsla sé talin kosta um 400 milljónir króna á þessu ári. Þá segir, að gert sé ráð fyrir því, að Olíusjóður fiskiskipa taki allt að 100 milljón króna lán til olíuniður- greiðslna á meðan tekjur af útflutn- ingsgjaldinu hrökkvi ekki til þeirra. Þess má geta, að niðurgreiðslurnar á olíu eru ákveðnar með reglugerð og er Mbl. kunnugt um, að útgerð- armenn hafa gert kröfur um, að vegna 4% viðbótargjaldsins á fisk- sölur erlendis , verði olía keypt í erlendum höfnum einnig niður- greidd. Úreldingarsjóður: Peningaleysi haml- ar kaupum á Sólbak ÚRELDINGARSJÓÐUR fiskiskipa hefur hafnað beiðni Útgerðarfélags Akureyringa um að sjóðurinn kaupi togara þeirra, Sólbak, sem nú þegar hefur verið lagt. Úreldingarsjóður afgreiddi beiðni útgerðarfélagsins á þá leið að vegna peningaleysis sæi sjóðurinn sér ekki fært að kaupa Sólbak. Sólbakur var byggður árið 1967 og því 16 ára að aldri, hann er 467 tonn að stærð, og að mati eigenda hans er hann orðinn ónothæfur vegna slits. Það kom fram við at- hugun þessa máls, að þrátt fyrir að Sólbakur virðist vera orðnin ónýtur eftir 16 ára notkun eru skip af hans stærð að mati Fisk- veiðasjóðs nýtanleg til 18 ára ald- urs, lánareglur sjóðsins gera ráð fyrir því. Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá, hefur Sigurður Þor- steinsson, sem búsettur er í Bandaríkjunum, sýnt áhuga á að kaupa Sólbak í samvinnu við bandarískan aðila og er ætlun þeirra að skrá skipið á Cayman- eyjum og nota það sem móðurskip fyrir sverðfiskveiðibáta. Lína langsokkur er væntanleg LÍNA langsokkur kemur í Þjóð- leikhúsið í lok næstu viku, þegar frumsýnt verður leikritið um hana eftir sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren. En sérstakt viðtal við hana, sem fréttaritari Mbl. átti í Svíþjóð, birtist í Morgunblaöinu í dag. Sigrún Edda Björnsdóttir leik- ur Línu og tók ljósmyndari Mbl. þessa mynd af henni á æfingu. Sigrún Edda á ekki langt að sækja það að geta leikið, því móðir hennar er Guðrún As- mundsdóttir leikkona. Fjölda margir aðrir leikarar eru í hlutverkum þekktra per- sóna úr sögunni um Línu lang- sokk. Astrid Lindgren samdi leikritið sjálf upp úr sögunni, en Þórarinn Eldjárn íslenzkaði. Framkvæmdastofnun ræðir beiðni ríkisstjórnarinnar: Óskað eftir 50—60 milljóna aðstoð við útgerðarfyrirtæki Mörgum hált á svellinu „MIKIÐ hefur borið á, að fólk hafí komið til okkar á slysadeild- ina, eftir að hafa dottið i hálkunni. Segja má, að stanslaus straumur hafi verið allan daginn síðustu dagana," sagði Edda Ólafsdóttir, aðstoðarlæknir á slysadeild Borg- arspítalans, í samtali við Mbl. „Fólk á öllum aldri hefur orð- ið hált á svellinu en þó sérstak- lega eldra fólki, sem hefur gleymt sér augnablik og dottið illa. Algengast er að fólk komi handleggsbrotið, eftir að hafa borið hönd fyrir sig,“ sagði Edda. Kristján Ragnarsson hefur mótmælt þessum fyrirætlunum RÍKISSTJÓRNIN hefur sent Framkvæmdastofnun ósk um að stofnunin veiti þeim útgerðarfyrirtækjum sem verst standa, ákveðna fyrirgreiðslu og hefur erindi þetta verið lítillega rætt í stjórn Framkvæmdastofnunar, en engin afgreiðsla hefur farið fram. Fyrirgreiðslan sem óskað er eftir nemur 50—60 milljónum króna, en fyrirtækin sem um ræðir eru um 15 talsins, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Sverri Hermannssyni, forstjóra Framkvæmdastofnunar í gær. Sverrir sagði að stjórn stofnunar- innar vildi vita meira um hag fyrir- tækjanna sem um ræðir og með hvaða peningum á að aðstoða fyrir- tækin, áður en ákvörðun yrði tekin. Bent væri á gengismun, að sögn Sverris, og sagði hann aðmenn vildu vita hvaðan hann ætti að taka, því ekki litist mönnum á að taka geng- ismuninn af skreiðarbirgðum, eins og fyrirtæki kvörtuðu undan vaxta- byrði þeirra. Hins vegar vofði rekstrarstöðvun yfir fyrirtækjunum eftir skuldbreytingu með gengismun og ráðstafanirnar um áramót vegna fiskverðs og gengisfellingar fyrir út- flutninginn. Útflutningurinn væri skattlagður til þess að borga fiskinn og síðan væri gengið fellt til þess að geta greitt hann. Samkvæmt heimildum Mbl. á að aðstoða m.a. þessi fyrirtæki: Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar, Hraðfrysti- hús Keflavíkur, Meitilinn, Búlands- tind, Hraðfrystihús Patreksfjarðar og fleiri. Sverrir sagði að sum þeirra fyrir- tækja, sem aðstoða ætti nú, hefðu einnig fengið hjálp í fyrravor. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði í samtali við Mbl. að hann hefði mótmælt áðurgreindum hug- myndum, þar sem í bráðabirgðalög- unum sem sett voru í ágúst sl., hefði verið ákveðið að eftirstöðvum af gengismun yrði varið til þess að greiða hlutfallslega jafnt niður fjár- magnskostnað skipa sem smíðuð væru eftir 1978. Enginn ágreiningur hefði verið um þessa tilhögun. Síðan kæmi það nú í ljós að stjórnvöld teldu að peningarnir úr gengismuna- sjóði verði eitthvað meiri en talið hefur verið. „Það breytir engu um það að við erum því algerlega and- vígir að þessir peningar séu notaðir í þágu einhverra einstakra fyrir- tækja, heldur verði þeim ráðstafað í þágu heildarinnar," sagði Kristján. „Það hefur alla tíð verið sjónarmið okkar að gengishagnað af þessu tagi sé ekki hægt að taka til þess að færa frá heildinni til einstaklinga, heldur verði að ráðstafa þeim í þágu allra, eftir einhverjum þeim reglum sem menn hafa komið sér saman um,“ sagði Kristján. Mesta atvinnuleysi frá því skráning hófet árið 1955 — segir Karl Steinar Guönason um atvinnuástandið á Suðurnesjum „HÉR er mjög mikið atvinnuleysi eins og fram hefur komið, og rétt að það komi fram, að atvinnuleysið er hér nú meira en nokkru sinni, eftir að tekið var að skrá atvinnulausa árið 1955,“ sagði Karl Steinar Guð- nason, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Suðurnesja, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Eins og þegar hefur verið greint frá í Morgunblaðinu, eru nú um 200 mannS atvinnulausir í Keflavík, tæplega 40 í Grindavík og svipaða sögu er að segja annars staðar að af Suöurnesjum. „Það er ekki aðeins að fólk í fiskvinnslu sé atvinnulaust," sagði Karl Steinar ennfremur, „heldur er nú einnig tekið að bera á því í öðrum atvinnugreinum. Jafnframt hefur yfirvinna minnkað hjá fjöl- mörgum þeim er þó hafa vinnu, og því fylgir að sjálfsögðu skerðing ráðstöfunartekna. Því miður, þá tel ég að vegna óstjórnar í efna- hagsmálum sé ástæða til að vera mjög svartsýnn á ástandið. Gæftaleysi hefur að vísu átt þátt í þessum erfiðleikum að nokkru leyti, en hitt er staðreynd, að at- vinnulífið stendur á brauðfótum og ólíklegt að þeim er um stjórn- völinn halda, takist að leysa úr því. Það er mikil hætta á því nú, að einn togara Keflvíkinga verði seldur brott úr bænum vegna rekstrarerfiðleika og fari svo, er ástæða til að ætla að málið verði enn verra en nú er, og er þó ekki á bætandi," sagði Karl að lokum. Alþjóðlega skák- mótið í Gausdal: Margeir í efsta sæti MARGEIR Pétursson vann sænska alþjóðlega meistarann Wedberg í síðustu umferð al- þjóölega skákmótsins í Gausdal í Noregi, hafnaði í efsta sæti móts- ins ásamt Bandaríkjamönnunum DeFirmian og Kudrin. Þeir hlutu allir 6 vinninga. Margeir stýrði hvítu mönn- unum gegn Wedberg, sem gaf skákina eftir 35 leiki, var þá manni undir og með vonlausa stöðu. Guðmundur Sigurjónsson tefldi við sænska stórmeistar- ann Lars Karlsson og sömdu þeir jafntefli. Axel Ornstein, Svíþjóð, vann Karl Þorsteins og Sævar Bjarnason og Ran- tanen gerðu jafntefli. Guð- mundur hlaut 5V4 vinning, Karl 4V2 vinning og Sævar 3% vinning. Með árangri sínum náði Karl síðasta áfanga að FIDE-meistaratitli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.