Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 Minning: Guðmundur Vigfús- son fv. borgarfulltrúi Fæddur 14. september 1915 Dáinn 12. janúar 1983 Minnisstæður maður, sam- starfsaðili og mótherji í senn, Guðmundur Vigfússon frá Hrís- nesi á Barðaströnd, varð bráð- kvaddur fyrir viku og er borinn til moldar í dag. Þessi geðþekki og greindarlegi maður, sem vakti traust og tiltrú við fyrsta handtak, var kjörinn í borgarstjórn Reykjavíkur árið 1950 og vann þar af trúmennsku í tuttugu ár. Þau voru níu árin, sem við Guð- mundur störfuðum saman að mál- efnum höfuðborgarinnar. Frá þeim árum lifir minningin um glöggskyggnan mann og ábyrgan, fullan af áhuga á framförum og félagslegum umbótum. Auðvitað var stjórnmálaágreiningur um sum mál, en samstaða um fleiri. Áður höfðum við Guðmundur kynnst í kosningabaráttu á Snæ- fellsnesi þar sem við kepptum tví- vegis um þingsæti. Einhvernveginn gerðist það, að hlýjar kenndir og vináttubönd urðu til okkar á milli í öllum þess- um samskiptum og entist sá vinskapur alla stund. Eg minnist Guðmundar Vigfús- sonar með þökk og virðingu og votta Mörtu Kristmundsdóttur konu hans, börnum þeirra og öðr- um ástvinum samúð í söknuði þeirra og mikla missi. Gunnar Thoroddsen Guðmundur Vigfússon, fyrrver- andi borgarfulltrúi í Reykjavík, er hniginn í valinn. Hann varð bráð- kvaddur þann 12. janúar síðastlið- inn. Útför hans fer fram í dag frá Dómkirkjunni. Guðmundur Vigfússon var fæddur að Hrísnesi í Barða- strandarhreppi 14. september 1915. Foreldrar hans voru hjónin Vigfús Vigfússon og Guðbjörg Guðmundsdóttir, sem þar bjuggu. Ungu fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og stundaði þar ýmis störf um skeið. Fljótlega eftir að hann fluttist suður hóf hann störf innan verkalýðshreyfingarinnar. Hann gegndi þar síðar ýmsum trúnaðarstörfum um árabil, var meðal annars erindreki Alþýðu- sambands íslands og skrifstofu- stjóri fulitrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. Hann gerðist snemma liðsmaður Sósíalista- flokksins og síðar Alþýðubanda- lagsins. Voru honum falin marg- vísleg trúnaðarstörf á þeirra veg- um. Hann var kosinn borgarfull- trúi í Reykjavík 1950 og átti sæti í borgarstjórn í 20 ár, þar af 18 ár í borgarráði. Seinustu árin var Fæddur 13. júní 1920 Dáinn II. janúar 1983 Þriðjudaginn 11. janúar síðast- liðinn varð bráðkvaddur á heimili sínu, Dyngjuvegi 5 í Reykjavík, Þórarinn Kristjánsson frá Dalvík. Þórarinn Kristjánsson var fæddur 13. júní 1920 á Ingvörum í Svarfaðardal. Hann var sonur hjónanna Önnu Arngrímsdóttur frá Jarðbrúargerði í Svarfaðardal og Kristjáns Jóhannessonar frá Ytra-Holti í sama dal. Tóti, eins og hann var alltaf kallaður heima, ólst upp á Dalvík í húsi sem Brekka heitir, við algeng störf í sjávarplássi: beita línu, stokka upp línu, róa til fiskjar, fara í sendiferðir, svo eitthvað sé nefnt. Það er engin furða þó sjórinn yrði hann deildarstjóri hjá Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Leiðir okkar Guðmundar Vig- fússonar lágu fyrst saman árið 1968, þegar hann tók sæti í stjórn Landsvirkjunar. Síðan höfum við átt þar samstarf að hinum marg- víslegustu málum, samstarf, sem með árunum og við aukin kynni, leiddi til gagnkvæmrar vináttu. Guðmundur naut mjög starfa sinna í Landsvirkjun. Hann hafði brennandi áhuga á þeim miklu virkjunarframkvæmdum, sem ráðist hefur verið í á vegum Landsvirkjunar á undanförnum árum. Bar hann hag fyrirtækisins mjög fyrir brjósti. Hann hafði þá eiginleika til að bera að vera fljót- ur að setja sig inn í mál og greina kjarnann frá hisminu. Málefna- legur var hann í allri umræðu og enda þótt menn hafi á stundum greint á um markmið og leiðir, þá átti Guðmundur sinn stóra þátt í að skapa þá samheldni, sem ávallt hefur ríkt innan stjórnar Lands- virkjunar. Hann var stór í sniðum og óragur við að setja fram skoð- anir sínar. Þær voru ætíð mótaðar af þeim viðhorfum, sem hann taldi bezt þjóna hagsmunum fyrirtæk- isins og þeim markmiðum, sem því er ætlað að vinna að. Samstarfs- menn Guðmundar í stjórn Lands- virkjunar mátu hann mikils og því meir, sem þeir kynntust honum betur. Guðmundur Vigfússon var ekki langskólagenginn maður, en hann aflaði sér víðtækrar reynslu og þekkingar í lífsins skóla. Hann var víðlesinn. Ljóð þjóðskáldanna léku honum á tungu. Hann var fjöl- fróður um sögu og hagi lands og þjóðar. Ættfræði var honum hug- leikin. Minnist ég þess tíðum, er nafn einhvers manns eða konu bar á góma, hversu fljótur Guðmund- ur var að tilfæra uppruna og ætt- artengsl viðkomandi persónu. Hann talaði gott og kjarnmikið ís- lenzkt mál, var orðhagur og hafði prýðilega frásagnarhæfileika. Á góðra vina fundi fór hann oft í fróðleikssarp sinn, mælti af munni fram ljóð og stökur, sem hann kunni í ríkum mæli, og stráði eftirminnilegum frásagn- arperlum til þeirra, sem á hlýddu. Þeim er nutu munu seint gleymast slíkar stundir með Guðmundi. Eins og nærri má geta ræddum við Guðmundur oft stjórnmál bæði í gamni og alvöru. Þar vorum við á öndverðum meiði, en aldrei leiddu skoðanaskiptin til persónu- legrar misklíðar okkar í milli. Hann miðlaði mér hins vegar í ríkum mæli af reynslu sinni og þekkingu á mönnum og málefnum. Þær eru líka ófáar ánægjustund- irnar, sem við höfum átt saman á liðnum árum. „í fortíð hvers hans starfsvettvangur. Ég man fyrst eftir þessum frænda mínum niðri í fjöru fyrir framan Brekku. Þar var hartn að leika sér að skelj- um og þar byrjuðu okkar fyrstu kynni, sem vel hafa haldist síðan. Svo liðu æskuárin og þá fór al- vara lífsins að taka við. Næst var að fara á mótornámskeið og taka mótoristapróf. Þá má segja að framtíðarstarfið væri ráðið, og það var sjómennskan. Ég man þegar „Leifur Eiríks- son“ kom fyrst heim til Dalvíkur, þá alveg nýr úr Skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Það var langt liðið á vorið og nú var hafist handa við að útbúa hann á síld- veiðar. Við Tóti vorum fljótlega ráðnir á bátinn og hugsuðum manns er falinn fjársjóður minn- inganna" og í mínum huga mun ávallt verða bjart um minningu Guðmundar Vigfússonar. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Marta Kristmunds- dóttir frá Kolbeinsá í Húnavatns- sýslu. Þau gengu í hjónaband 9. júlí 1938. Þau eignuðust fjögur börn, sem öll eru uppkomin og búsett í Reykjavík. Marta er hin mætasta kona. Hún studdi Guð- mund dyggilega í hans störfum og var um leið ráðgjafi hans, enda mat hann hana mikils. Ég og eiginkona mín sendum Mörtu, börnum hennar og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðj ur. Heyri ég góðs manns getið, minnist ég Guðmundar Vigfússon- ar. Blessuð sé minning hans. Árni Grétar Finnsson Guðmundur Vigfússon, fyrrum borgarfulltrúi í Reykjavík, andað- ist að kvöldi þann 12. janúar sl. að loknum venjulegum vinnudegi. Hann var 67 ára að aldri. Útför hans er gerð í dag. Ég kynntist Guðmundi Vígfús- syni fyrir rúmlega 20 árum. Ég var þá í fyrsta sinn í framboði til borgarstjórnar Reykjavíkur. Sterkasti andstöðuflokkur okkar sjálfstæðismanna var Alþýðu- bandalagið og foringi í þeirri sveit var Guðmundur Vígfússon. Við tókumst á í þeirri kosningabar- áttu eins og gengur. Á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningar kom Guðmundur til mín en hann var þá að byrja sitt fjórða kjör- tímabil í borgarstjórn. Hann bauð mig velkominn til setu í borgar- stjórninni með hlýju handtaki og vingjarnlegu viðmóti. Þannig hófst okkar samstarf, sem stóð allt fram á síðasta ævidag Guð- mundar, fyrst í borgarstjórn og síðan í stjórn Landsvirkjunar. Guðmundur Björgvin Vigfús- son, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur 14. september 1915 að Hrísnesi í Barðastrandarhreppi. Foreldrar hans voru Vigfús Vig- fússon bóndi þar og kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir. Guð- mundur naut ekki mikillar skóla- göngu fremur en títt var um okkur gott til glóðarinnar að vera þarna á nýjum bát, 28 tonna, það var ekki svo lítið í þá daga. Nú skyldi sökkva upp í stóru ausunni, en það varð óvart sú minni. Nú skildi leiðir, Tóti fór í sigl- ingar en ég hélt áfram á bátum heimanað. Ég frétti þó alltaf af Tóta annað slagið. Svo leið tíminn og árið 1961 flutti ég til Reykja- víkur og keypti nokkru síðar fisk- búð. Eitt sinn var ég staddur vest- ur í Fiskmiðstöð að kaupa fisk. Þá birtist Tóti þar allt í einu í sömu erindagerðum og var þá nýbúinn að kaupa fiskbúð og farinn að selja fisk. Síðan höfum við oftast hist daglega og fyrir stuttu minnti Tóti mig á þegar við réðum okkur á m/s Leif og sökktum upp í litlu ausunni. Þórarinn Kristjánsson var með- almaður á hæð, grannur, vel limaður, dökkur á hár með frítt andlit. Hann bauð af sér mjög góðan þokka, var dagfarsprúður, síbrosandi og glettinn. Þegar nú komið er að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til hans fyrir samfylgdina. marga unglinga til sveita á þeim árum, en hann menntaðist því meir af sjálfum sér. Hann stund- aði vinnu sem verkamaður og verslunarmaður í Reykjavík á ár- unum 1933—1943. Hann var erind- reki ASÍ 1943—1948 og skrifstofu- stjóri fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Rvik 1943—1950. Hann vann sem blaðamaður við Þjóð- viljann á árunum 1950—1959. Ár- in 1960—1970 vann Guðmundur fyrst og fremst að borgarmálum. Hann var deildarstjóri í Húsnæð- ismálastofnun ríkisins 1970—1972 og aftur frá 1974 til síðasta dags. Árin 1970—1972 var hann einn af framkvæmdastjórum Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Guðmundur hneigðist snemma að sósialisma og tók virkan þátt í starfi Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins og fyrir stjórnmálastörf stn var Guðmund- ur þekktastur. Hann gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir þessa flokka, bæði innan flokks og á opinberum vettvangi. Hæst bar starf hans að borgarmálum Reykjavíkur, en hann var borgar- fulltrúi í Reykjavík í 20 ár, 1950—1970. Hann tók sæti í bæj- arráði (síðar borgarráði) 1952 og sat þar til 1970, er hann lét af starfi borgarfulltrúa samkvæmt eigin ósk. Áð auki starfaði hann í fjölmörgum nefndum á vegum borgarstjórnar. Hann tók sæti í stjórn Landsvirkjunar, kosinn af borgarstjórn, árið 1968 og sat þar til dauðadags. Á baráttuvelli stjórnmálanna gat Guðmundur verið harður and- stæðingur. Hann var góður og rökfastur ræðumaður, hafði gott vaid á íslensku máli og kunni vel að greina aðalatriði frá aukaatrið- um. Hann var ávallt málefnalegur og aldrei minnist ég þess að hann hafi vegið að persónu nokkurs andstæðings síns. Guðmundur naut sín ekki síður í samvinnu um lausn á erfiðum málum. Þeir sem utan við stjórn- mál standa, kynnast oft ekki nema ytra borðinu, ágreiningnum og kappræðunum, sem fara fram á hinum opna velli. Hitt starfið er ekki síður mikilvægt, sem unnið er í kyrrþey, þar sem andstæðingar vinna saman við að leysa mál. í slíku samstarfi komu margir bestu kostir Guðmundar í ljós. Hvort sem það var í borgarráði eða stjórn Landsvirkjunar kom fram sá einlægi vilji Guðmundar að ná fram bestu lausn á hverju máli. Þar kom fram, hvað hann var óvenjulega vel gerður og hvað hann bar glöggt skyn á hinar fjöl- mörgu hliðar mannlegs lífs. Éðl- islæg sanngirni hans, heiðarleiki og mannúð naut sín þá hvað best. Við Guðmundur háðum marga hildi í borgarstjórn og í hörðum kosningabaráttum. Oft féllu þann- ig orð í hita leiksins og vafalaust stundum reitt hærra til höggs en efni stóðu til. Aldrei skildum við þó án þess að geta tekist í hendur eða skipst á glettnisorðum, sem tákn þess að hvorugur hefði höggvið of nærri hinum. Það var Foreldrum hans, systkinum, börnum og barnabörnum sendi ég mínar samúðarkveðju svo og sam- býliskonu hans síðustu árin, Sól- veigu Þorsteinsdóttur, vinum og vandamönnum. í guðs friði. Júlíus Halldórsson ekki síst framkoma og viðmót Guðmundar, sem olli því að maður fór aldrei af slíkum fundum með kala í brjósti. Áralangt samstarf í stjórnmál- um kallaði að sjálfsögðu oft á samfundi utan við hið daglega amstur. Við Sonja minnumst margra ánægjustunda með Guð- mundi og eftirlifandi konu hans, Mörtu Kristmundsdóttur. Við átt- um m.a. því láni að fagna að ferð- ast með þeim bæði hér á landi og erlendis. Betri ferðafélaga var ekki hægt að kjósa sér. Guðmund- ur var hafsjór af fróðleik, vel að sér í íslenskum bókmenntum, ekki síst Ijóðlist, og kunni á góðum stundum vel að miðla öðrum af þeirri þekkingu sinni. Kímni hans og græskulaus glettni iljaði oft um hjartarætur. Við vorum andstæðingar í stjórnmálum, lífsskoðanir okkar gjörólíkar og aldursmunur mikill. Engu að síður tókst með okkur vinátta, sem ég hef metið mikils. Fráfall Guðmundar ber að með skjótum hætti. örfáum dögum fyrir andlát hans áttum við saman ánægjustund heima hjá sameig- inlegum vini. Guðmundur lék þar á als oddi, við ræddum stjórnmál, nýútkomnar bækur, ýmis vanda- mál, sem að steðjuðu á þeim vett- vangi, sem við enn störfuðum saman á, þ.e. í stjórn Landsvirkj- unar og lögðum á ráðin um nán- ustu framtíð. Við kvöddumst síðla dags, nokkurn veginn með þá vissu í huga að við myndum hittast að morgni þess 13. janúar á reglu- legum stjórnarfundi. Guðmundur kom ekki til þess fundar. Hann andaðist kvöldið áður. Banamein hans var hjartaslag. Við Sonja söknum vinar í stað. Við sendum eftirlifandi konu hans, Mörtu Kristmundsdóttur, börnum þeirra og öðrum aðstand- endum okkar bestu samúðarkveð- jur. Birgir Isl. Gunnarsson „Hann Guðmundur er dáinn". Þetta voru orð Gylfa tengdasonar Guðmundar heitins Vigfússonar, er hann hann hringdi til mín að kvöldi 12. þ.m. — Einn nánasti vinur minn var þar með horfinn af sjónarsviðinu. Við slíka frétt er eins og maður lendi snögglega inní algert tóm, þrátt fyrir að ég vissi að Guðmundur gekk ekki heill til skógar og beið frekari læknis- rannsóknar. Með Guðmundi er genginn mik- ilhæfur mannkostamaður, sem skilur eftir í hugskoti manns hugljúfar minningar frá löngu fé- lagslegu samstarfi, samveru- stundum á heimili hans og Mörtu Kristmundsdóttur konu hans og í sameiginlegum ferðalögum með þeim hjónum. Þá minnist ég góðra stunda, sem við nokkrir gamlir sam- starfsmenn höfum átt á undan- förnum árum, nær hvern sunnu- dagsmorgun, á heimili dóttur Guðmundar og manns hennar. Þar voru rifjaðir upp liðnir atburðir so spjallað saman um landsins gagn og nauðsynjar líðandi stundar. Þeirra samverustunda verður gott að minnast um ókomna framtíð en framhald þeirra hlýtur að verða fátæklegra þegar Guðmundar nýt- ur ekki lengur við. Á ferðalögum með Guðmundi var bæði gagn og gaman, því hann bjó yfir mikilli þekkingu um land og þjóð, sem hann rifjaði upp á skýran og skemmtilegan hátt. Einnig kunni hann fjölda kvæða og vísna sem hann fór með fyrir okkur. Alls staðar þar sem leiðir okkar lágu um landiö þekkti hann til fólks, sem hann meira og minna hafði haldið sambandi við allt frá þeim árum er hann var erindreki Alþýðusambandsins og vakti það á vissan hátt athygli að þar var um að ræða jafnt pólitíska andstæðinga sem samherja. Á starfssviði Guðmundar, bæði í verkalýðshreyfingunni og hinum almennu stjórnmálum, fór ekki hjá því að vindar léku um hann, enda var hann rökfastur og mála- fylgjumaður góður. Guðmundur naut jafnan mikillar virðingar og trausts, bæðivneðal samherja og Minning: Þórarinn Kristjáns- son frá Dalvík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.