Morgunblaðið - 23.01.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983
7
í prestsstarfi fékk ég oft að
kynnast því, að sjómenn eiga
mikinn styrk í bæninni við
hættumikil og oft erfið störf á
hafi úti.
Mér er minnisstæður þaul-
reyndur sjómaður. Hann hafði
verið mótoristi og átti heima
við Norðurgötu á Akureyri.
Síðustu árin var hann hættur
störfum enda orðinn háaldrað-
ur. Hann hafði misst sjónina
og sat löngum í stóli. Hann var
hress í anda og kunni frá
mörgu að segja, sem á dagana
hafði drifið, m.a. frá skútuöld-
inni.
„Ég sigldi öll stríðsárin,"
sagði hann og bætti við „og var
þó ekki hræddur."
„Hughraustur hefur þú ver-
ið?“
„Nei,“ sagði hann snöggt,
„en ég hefi ætíð haft Guð al-
máttugan með mér. Hann hef-
ur stjórnað mér. Ég hefi líka
ætíð beðið til hans.“
Nú fer að hefjast vertíð hjá
íslenskum sjómönnum. Það
minnir á gamla sjómannadag-
inn, 4. sunnudag eftir þrett-
ánda: Jesús gekk á skip. Sök-
um þess hve páskar eru
snemma, kemst sá sunnudagur
ekki að þessu sinni inn í
kirkjuárið. Níu vikna fastan
byrjar á sunnudaginn. Til þess
að fyrirbænadagur komi eigi
að síður um þetta leyti ársins,
gerir nýja handbók kirkjunnar
ráð fyrir því, að síðasti sunnu-
dagur í þrettánda verði ætíð
helgaður fyrirbæn og hugleið-
ingu út frá textanum í Matth.
8.23—27, er Jesús gekk á skip.
Og því ber þessi dagur í alm-
anakinu yfirskriftina: Bæna-
dagur að vetri.
Báturinn er lítill, en hafið
stórt. Þetta fundu menn ekki
síst hér áður fyrr, þegar róið
var á opnum árabátum og án
allra tækja, sem nú veita sjó-
mönnum öryggi. Menn fundu
þá enn betur þörf fyrir að
treysta Guði, og notfæra sér
þá útsjónarsemi og aðgát, sem
hægt er að læra í reynsluskóla
lífsins.
Þetta má sjá af því, hvernig
menn bjuggu sig af stað í róð-
urinn: „Skinnklæðið ykkur, í
Jesú nafni," kallaði formaður-
inn til háseta sinna. Þegar sjó-
menn voru komnir að skipinu
og búið að losa það, sagði
formaður:
„Setjum nú fram í Jesú
nafni."
Um leið og róið var frá
landi, tók formaður ofan höf-
uðfatið og síðan skipverjar.
Réru menn þá litla stund
hljóðir í bænarhug. Síðan setti
formaður upp höfuðfat sitt og
sagði:
„Guð gefi oss góðar stundir."
Enn er í raun og veru sama
ástæðan fyrir hendi, að menn
feli sig Guði og forsjón hans,
því að lífið er og verður
áhætta. Hjálpræði Guðs og
nærvera er öllum nauðsyn við
hvaða aðstæður, sem lífinu er
lifað, við erum Guðs ættar,
„þar sem hann sjálfur gefur
öllum líf og anda og alla hluti".
(Post. 17.25).
Bænin er hverjum nærtæk,
sem verður að horfast i augu
við alvöru lífsins og hættur
þess. Þó að bænin sé ekki eins
á vörum manna nú og áður, þá
lifir samt bæn sjómannsins og
fyrirbæn sjómannskonunnar.
Mestu máli skiptir, að bænin
komi fram af innri hvöt og ein-
lægni. Um það sagði Jesús í
Fjallræðunni: „En nær þú
biðst fyrir, skaltu ganga inn í
herbergi þitt, loka dyrunum og
biðja föður þinn, sem er í leyn-
um. Faðir þinn, sem sér í leyn-
um, mun umbuna þér.“ (Matth.
6.6).
Bæna-
dagur
að
vetri
(Gamli sjómanna-
dagurinn)
Það sem gildir er að geta átt
hljóða stund, útiloka heimsins
raddir og tala við Drottin sinn
á máli hjartans, og gera það í
nafni hans, sem þannig
kenndi. Þetta getur átt við
hvort tveggja, sambæn og bæn
í einrúmi hjartans. Báðar leið-
irnar opnaði Jesús að föður-
hjarta Guðs.
Undanfarna daga hefur
staðið yfir almenn bænavika,
sem endar í kvöld. Að því leyti
er þessi sunnudagur í auknum
mæli bænadagur að vetri. Hin
almenna bænavika er þessa
sömu daga á hverju ári. Það
gleðiríka er, að hin ýmsu
kristnu trúfélög í landinu sam-
einast um þetta bænastarf.
Undirbúning vikunnar annast
Samstarfsnefnd kristinna
trúfélaga á íslandi. Hér er um
alþjóðlegt samstarf bænar að
ræða í hinum kristna heimi.
Það hófst í byrjun þessarar
aldar á Englandi og hefur nú
náð þeirri útbreiðslu, að öll
kaþólska kirkjan og mótmæl-
endakirkjurnar mörgu sam-
einast um bænarefnin um víða
veröld og biðja fyrir einingu
hins dreifða kristindóms.
Að þessu sinni er bænarefn-
ið: Jesús Kristur — líf heims-
ins, en það verður meginefni
Sjötta heimsþings alheimsráðs
kirkna í Vancouver í Kanada í
sumar. í lok hverrar samkomu
á þessari bænaviku er flutt
bæn, sem komin er frá Norð-
ur-írlandi, og þar segir:
„Gefðu oss von, sem byggir á
sigri þínum yfir illsku, yfir
hatri, jafnvel dauðanum sjálf-
um. Og þessi von á upprisulíf
þitt brýst þá inn í myrkvað líf
sem ljós, sem skín í niða-
myrkri, sem sæði, er grær,
jafnvel í eyðimörk."
Aldrei hefur okkur verið
ljósari þörfin á leiðsögn í
heiminum til friðar og far-
sældar. En það er margreynt,
að sú leiðsögn og forsjá er ekki
á valdi neins dauðlegs manns.
Það er af manna völdum, sem
heimurinn stefnir sífellt til
ófarnaðar. Þessu kemur til
leiðar baráttan um völd og
auð. En frá Guði fyrir hann og
til hans eru allir hlutir. Krist-
inn boðskapur miðar að því að
stofna til bræðralags milli
manna og að vekja upp elsku
til Guðs. Þá elsku getur enginn
annar vakið í hjörtum manna
en Jesús Kristur. Því er hann
von heimsins jafnt í veraldleg-
um sem andlegum hlutum.
Náunganskærleikur og guð-
rækni vaknar og nærist af
hinu tvíþætta kærleiksboðorði,
er kristallast í kenningu Jesú,
og hann setti öllu ofar. Að
þessu leyti eigum við öll að
vera eitt (Jóh. 17,20) þó að við
séum ekki öll eins. Því að eins
og marglit blómin á mörkinni
og breytileg teyga öll lífsanda
sinn frá sólinni, svo er með
mennina, svo ólíkir sem þeir
eru. Ljós heimsins — Jesús
Kristur er sá ljósgjafi, er öll-
um getur veitt líf og nægtir.
I dag eru nákvæmlega 10 ár
frá því að eldgosið var í Vest-
mannaeyjum. íslendingum og
þá ekki síst Vestmanneyingum
verður aðfaranótt þess dags
ævinlega minnisstæð. Þrátt
fyrir miklar hamfarir náttúr-
unnar var þó ósegjanleg mildi
yfir lífi manna, hvað aðstæður
snerti til björgunar úr lífs-
háskanum. Og það er vissulega
mikið þakkar- og lofgerðar-
efni.
Ég minnist samtals, er flutt
var í útvarpinu, og fram fór
umrædda nótt milli húsfreyj-
unnar í Kirkjubæ næst gos-
stöðvunum og fréttamanns, er
spurði hver viðbrögðin hefðu
orðið, fyrst þegar gosið byrj-
aði.
Konan talaði um það, sem
hún þurfti að gera til þess að
komast sem fyrst í burtu. Síð-
an bætti hún við í lok samtals-
ins „... og biðja svo Guð að
hjálpa sér“. Og þetta kom svo
eðlilega fram í viðtalsþættin-
um, að manni fannst í raun og
veru ekkert vera sjálfsagðara.
Enda var það svo.
Þetta er minningar- og
þakkardagur um dásamlega
björgun, og dagurinn minnir
jafnframt á orðin, er ekki
grófust undir öskulagið og
standa skráð á boganum yfir
sáluhliði Vestmanneyinga, er
Jesús sagði: „Ég lifi og þér
munuð lifa.“
Verötrygging veitir vörn gegn verðbólgu — en hefur þú hugleitt
hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arösemi
þína?
Yfirlitið hér aö neöan veitir þér svar viö því.
VEROTRYGGÐUR SPARNAÐUR - SAMANBURÐUR A ÁVOXTUN
Verðtrvgging m. v. lánskjara v i sitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjöldi ára til að tvöf raungildi hofuöstols Raunaukning höfuöst eftir 9 ár
Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100%
Sparisk. ríkissj. 35% 3.7% 19ár 38 7%
Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4%
S:|í spariskirteini rikissjóðs
'l 38.7% I
í: Verðtryggöur
ijS sparisjóösreikningur
9A%
Veröbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins hefur víötæka reynslu í
veröbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráögjöf og miöar þeirri þekk-
ingu án endurgjalds.
GENGIVERÐBRÉFA
23. JANÚAR 1983:
VERDTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi
pr. kr. 100.-
VEÐSKULDABREF
MED LÁNSK JARAVÍSITÖLU:
1970 2. flokkur 10.526.80
1971 1. flokkur 9.198.61
1972 1. flokkur 7.976.10
1972 2. flokkur 6.759,44
1973 1. flokkur A 4 850,42
1973 2. flokkur 4 467.69
1974 1. flokkur 3 084,35
1975 1. flokkur 2.534.93
1975 2. flokkur 1.909,79
1976 1. flokkur 1.810,03
1976 2. flokkur 1.445,77
1977 1. flokkur 1.341,35
1977 2. flokkur 1.120,10
1978 1. flokkur 909,45
1978 2. flokkur 715,54
1979 1. flokkur 603,16
1979 2. flokkur 466,25
1980 1. flokkur 348,54
1980 2. flokkur 274,07
1981 1. flokkur 234.72
1981 2. flokkur 174.31
1982 1. flokkur 158,54
1982 2. flokkur 115.78
Sölugengi nafn- Ávöxtun
m.v. vextir umlram
2 afb./ári (HLV) verötr.
1 ár 96,49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2'/i% 7%
4 ár 91,14 2 v*% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7V.%
7 ár 87,01 3% 7V.%
8 ár 84,85 3% l'h%
9 ár 83,43 3% IV,%
10 ár 80,40 3% 8%
15 ár 74,05 3% 8%
VEROTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
Medalávöxtun umfram verðtryggingu
3,7—5,5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVERÐTRYGGD:
Sölugengi m.v. nafnvexti
(HLV)
RÍKISSJÓÐS Sölugengi pr. kr. 100.-
B — 1973 3.266.14
C — 1973 2.777,76
D — 1974 2.403,13
E — 1974 1.808.03
F — 1974 1 808.03
G — 1975 1.198.59
H — 1976 1.142,08
I — 1976 869.00
J — 1977 808.57
1. fl. — 1981 161.50
12% 14% 16% 18% 20% 47%
1 ár 63 64 65 66 67 81
2 ár 52 54 55 56 58 75
3 ár 44 45 47 48 50 72
4 ár 38 39 41 43 45 69
5 ár 33 35 37 38 40 67
Ofanskráð gengi er m.v. 5% ávöxtun
p.á. umfram verðtryggingu auk vinn-
ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef-
in út á handhafa.
Verðbréfamarkaður
Fjá rfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavík
lönaóarbankahúsinu Simi 28566
.íltð lUltflð .U~l