Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983
„Hafréttarmálin hafa þó alltaf verið einskon-
ar „hobbý“ hjá mér í ráðuneytinu og það var
verst hvað ég gat lítið stuðst við handbækur
þegar ég samdi lögin og greinargerðina.“
okkar í þeim efnum. Með sáttmálanum eru
landhelgislög okkar frá 1979 bjargföst."
— Þú hefur haldið þig utan pólitískra
deilna um þessi viðkvæmu mál. En ég hef séð
vitnað til ræðu sem þú fluttir í útvarp fyrir
Stúdentafélag Reykjavíkur 1. desember 1970
með þeim hætti, að þar hafir þú tekið afstöðu
gegn sjónarmiðum þeirra, sem þá voru að
hefja baráttu gegn útfærslunni í 50 mílur.
Hvað viltu segja um það?
„Eins og kom fram hér að ofan var haf-
inn undirbúningur að því 1970 hjá Samein-
uðu þjóðunum að kalla saman þriðju haf-
réttarráðstefnuna. Ég gerði grein fyrir
stöðu hafréttarmála í þessu útvarpserindi
og tók mið af því, að þá var fiskveiðilög-
saga okkar íslendinga 12 mílur í samræmi
við þann mikla meirihlutavilja þjóðanna
sem áður er getið, en í stað 10 ára umþótt-
unartíma hafði 1961 verið samið við Breta
um 3 ára umþóttunartíma og jafnframt
voru grunnlínur færðar mjög út á nokkr-
um stöðum. I þeim samningi voru einnig
hin umdeildu ákvæði um að Bretar gætu ef
þeir sættu sig ekki við þá ákvörðun okkar
að færa út fyrir 12 mílur skotið málinu til
Alþjóðadómstólsins. I ræðunni 1. desem-
ber 1970 sagði ég: „Má óhikað fullyrða að
núgildandi reglur íslenskar á þessu sviði
ganga eins langt og nokkur möguleiki var
fyrir, þegar þær voru settar og stendur
enn við það.“
Það var alltaf ætlunin að fylla út í
rammann sem settur var með land-
grunnslögunum með hliðsjón af þróun al-
þjóðalaga. Og þess vegna var okkur svo
mikið kappsmál að hafa áhrif á þróun
þjóðaréttar eins og hér hefur lýst. Þegar
ég mælti þessi orð 1970 var það mitt mat,
að alþjóðalög væru á þann veg sem ég lýsti
en nýtt tímabil væri að hefjast. Vestur-
Þjóðverjar og Bretar stefndu okkur fyrir
Alþjóðadómstólinn vegna útfærslunnar í
50 mílur og staðfesti dómstóllinn skoðun
mína á því, hver væru alþjóðalög á þessum
tírna."
— En um útfærslurnar að öðru leyti viltu
segja eitthvað um þær?
„Ég lít á málið allt sem samfellda bar-
áttu fyrir því að brjóta af okkur hlekki
sem öftruðu okkur að ráða sjálfir yfir
dýrmætustu auðlind þjóðarinnar. Það lá
alltaf fyrir, að þetta myndi ekki gerast
átakalaust. Við reyndumst hafa rétt fyrir
okkur og getum glaðir við unað.“
— Telur þú liklegt að nú muni ríki færa sig
upp á skaftið og sölsa undir sig sifellt meiri
réttindi til dæmis innan 200 mílnanna?
„Það er búið að afgreiða sáttmálann.
Nokkur ríki héldu því til streitu fram á
síðasta dag, að landhelgin sjálf ætti að
vera 200 mílur. Er 200 mílna landhelgi
stjórnarskrárbundin í sumum Suður-
Ameríkuríkjum svo að töluvert var í húfi
fyrir þau. Þessi krafa var afgreidd með
þeim hætti, að ríkin eiga að gefa skýringar
sem miðast að því að túlka þeirra eigin
löggjöf á þann veg að hún sé í samræmi
við hafréttarsáttmálann, að öðrum kosti
geta ríkin ekki staðfest hann.
Fyrir okkur íslendinga er um að gera að
gæta þess vel sem við höfum.
— Hvað um Reykjaneshrygginn og Rock-
all-svæðið? Þú komst hingað nú til að ræða
þau mál í utanríkismálanefnd Alþingis.
„Ég gaf nefndinni skýrslu um þessi mál
11. janúar síðastliðinn. Málið er tiltölulega
einfalt varðandi Reykjaneshrygginn. Sam-
kvæmt hafréttarsáttmlanum á strandríki
fullveldisrétt yfir landgrunninu innan 200
sjómílna efnahagslögunnar og einnig utan
þeirra marka allt að útjaðri landgrunns-
brekkunnar. Samkvæmt 76. grein sáttmál-
ans eigum við hafbotnsréttindi á Reykja-
neshrygg allt að 350 sjómílum eftir honum
endilöngum og í hlíðum hans eftir nánar
tilteknum reglum. Við tökum sjálfir
ákvörðun um mörkin á landgrunninu utan
200 mílna í samráði við sérstaka landa-
mæranefnd. Hér er um það að ræða að
draga mörk milli landgrunns strandríkis
og alþjóðahafsbotnssvæðisins.
Öðru máli gegnir um Rockall-svæðið því
að fleiri en við gera tilkall til þess. Sam-
kvæmt 83. grein sáttmálans um afmörkun
Hans G. Andersen
með greinargerðina
um landhelgismálið
sem prentuð var og
dreift sem trúnaðar-
máli í ársbyrjun 1948.
Hún hefur aldrei verið
birt með öðrum hætti.
Morgunblaðið/KÖE.
landgrunns milli ríkja ber að leita samn-
inga um yfirráðin þar. Könnunarviðræður
hafa þegar byrjað við Breta, Færeyinga og
íra. Þetta mál er flókið og erfitt. Svæðið er
lítt kannað en rökin í málflutningi okkar
byggjast á jarðfræðilegum og jarðeðlis-
fræðilegum atriðum. Við þær aðstæður er
meðal annars tekið mið af jarðefnum í
setlögum á hafsbotni. Tel ég rétt að við
sækjum þetta mál og setjum fram óskir
um sameiginleg yfirráð á svæðinu í svip-
uðum anda og samið var við Norðmenn
vegna Jan Mayen. En þetta mál er á við-
kvæmu stigi og ekki skynsamlegt að rekja
það nánar.“
— Að lokum Hans. Hvaða atvik sækir
oftast á hugann þegar þú hugsar um þessa
baráttu?
„Mér er minnisstæðastur atburður sem
gerðist eftir atkvæðagreiðsluna í 6. nefnd
1949 þar sem Bretar urðu undir. Að henni
lokinni gengu fundarmenn fram í anddyri
ráðstefnuhússins. Þá kom kunningi minn
með Sir Gerald Fitzmaurice til mín, ætlaði
að kynna okkur en spurði fyrst hvort við
þekktumst. Þá sagði Sir Gerald aðeins:
„We have just crossed swords.“ Og það má
til sanns vegar færa að þá hafi íslendingar
og Bretar fyrst brugðið bröndum."
Bj-Bj.
Staöur:
UNDIRRITUÐ(AÐUR) ÓSKAR EFTIR EFTIRTÖLDU:
Nafn:
Heimili:
Póstnr.:
□ Playboy almanak 1983, stœrð 68 x 99 cm.
Verð 98 kr.
□ Mótorhjóla almanak 1983. stærð 68x99 cm.
Verö 98 kr.
VER8 AM PÖS7K ROfUXOSTNABAR
____stk. upphengilistar-hvítir68cm. Verð 18 kr.
____stk. upphengilistar- svartir 68 cm.
Verð 18 kr.
Þeir sem ekki vilja klippa úr blaðinu geta sent
pöntun með því að skrifa hana á blaö.
Aðeins fáanleg
á þennan hátt
Sendist til:
PÓSTVERSLUNIN SF.
Box 146 - 220 Hafnarfirði
PLAYBOY almanakíð 1983
MÓTORHJ ÓLA almanakið 1983
RAFVIÐGERÐIR HF.
Sími 83901
Endumýjun og breytingar
á eldri raflögnum.
NÝLAGNIR
Heimilistækjaviðgerðir.
Alltefni til raflagna.
Herradeild
skyrtur, undirföt, sokkar, peysur
Allt seit fyrir ótrúlega lágt verð.
Egill Jacobsen
Austurstræti 9