Morgunblaðið - 23.01.1983, Side 23
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983
23
pltrgi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið.
Idag eru tíu ár frá því að
eldgosið í Heimaey
hófst.
Eldgos eru ekki ný af
nálinni á Islandi, en aldrei
fyrr hafði svo fjölmennt
byggðarlag fléttast inn í ís-
lenzka eldfjallasögu.
Eyjaflotinn flutti 5.500
manns á einni nóttu til
fastalandsins. Fjögur
hundruð af tólf hundruð
húsum í kaupstaðnum fóru
undir hraun eða eyðilögð-
ust með öðrum hætti í
fimm mánaða gosi. At-
vinnulíf Eyjanna, stærstu
verstöðvar landsins, lamað-
ist, en eitt fyrirtæki,
Fiskimjölsverksmiðjan hf.,
hóf loðnuvinnslu meðan
eldfjallið gaus enn í næsta
nágrenni. Það segir sína
sögu, sem og sú staðreynd,
að Vestmanneyingar
stunduðu áfram sjósókn
frá öðrum verstöðvum
meðan hraunflóðið hjó
skörð í heimabyggð þeirra.
Vestmanneyingar og
hjálparlið úr landi héldu
uppi björgunarstarfi í
kaupstaðnum, sem engin
orð ná að lýsa sem vert
væri, og þar var gripið til
nýjunga, m.a. til að hægja
á hraunstraumnum, er
heppnuðust að vissu marki.
Landsmenn allir sem og
vinveittar nágrannaþjóðir
fylgdust gjörla með frétt-
um af gosinu og varnar-
viðbúnaðinum — og víða að
bárust framlög og aðstoð,
er sýndu velvild og hlýhug.
Enginn, sem ekki upp-
lifði þessa atburði í Vest-
mannaeyjum, getur til fulls
gert sér í hugarlund þau
áhrif sem gosið hafði á við-
komandi fjölskyldur og ein-
staklinga, flýtisflutninga
þúsunda á einni nóttu í ný
heimkynni og þá lífs-
reynslu sem í kjölfar
fylgdi.
Sagan af eldgosinu í
Heymaey reis ekki hæst
með gosmekkinum, sem
steig til himins upp úr
tveggja kílómetra gos-
sprungunni, heldur í við-
reisninni, er Vestmanney-
ingar endurbyggðu kaup-
staðinn, atvinnulífið og
samfélag sitt. Hraunhita-
veitan í Vestmannaeyjum,
sem nýtir gosið, eða þá
viðbót við Heimaey sem
það gaf, sem orkugjafa, ber
vott um hyggindi og hag-
sýni þessarar viðreisnar.
Eyjaskeggjar hafa jöfnum
höndum lagt sig fram um
að græða upp land, at-
vinnulíf og það sérstæða
samfélag, sem Vestmanna-
eyjar eru, og náð undra-
verðum árangri.
Vestmannaeyjar eru í
dag, eins og þær hafa löng-
um verið, einn stærsti inn-
leggjandi verðmæta í ís-
lenzka þjóðarbúið. Að baki
þeirrar staðreyndar býr
mikil afrekssaga, frá gosi
fram á líðandi stund, er ber
vitni um einstæðan dugnað,
framtak og framsýni. At-
vinnulíf þar á að vísu í vök
að verjast, eins og annars
staðar í landinu, en orsök
þess á ekki rætur í gos-
sprungunni í Heimaey,
heldur hjá mýraljósum
pólitískrar stjórnsýslu á
fastalandinu, en það er
önnur saga.
Gossaga Eyjanna er ekki
fullsögð nema munað sé
eftir því áfallinu, sem e.t.v.
var stærst fyrir byggðina í
Eyjum. Af 5.500 manns,
sem fóru frá Vestmanna-
eyjum gosnóttina fyrir tíu
árum, sneru 1700 ekki af-
tur. Til þessa liggur efalítið
margþætt orsök, m.a. það
tjón sem eldgosið olli á
húsakosti kaupstaðarins.
Þessi staðreynd var ávinn-
ingur fyrir fjölmörg byggð-
arlög, sem fengu dugandi
þegna, en Vestmannaeyja-
kaupstað mikill missir.
Eldgosið í Vestmanna-
eyjum minnti okkur öll á
þá viðvarandi staðreynd að
við lifum í landi elds og ísa,
harðbýlu landi á mörkum
hins byggilega heims.
Tækniþróun, þekking,
menntun og gjörbreyttar
þjóðlífsaðstæður gera
okkur, sem þreyjum þorr-
ann og góuna á líðandi
stund, betur í stakk búin til
að mæta kenjum náttúr-
unnar og þeim aðstæðum
sem hnattstaða landsins
býður upp á. En þetta land
á jafnframt ærinn auð, ef
þjóðin kann að nýta hann
réttilega, gróðurmoldina,
fiskimiðin og orkuna í fall-
vötnum og jarðvarma.
Mestur er þó auðurinn í
mannfólkinu sjálfu, fram-
taki þess, -menntun og
þekkingu. En það þarf engu
síður að nýta þann auð rétt
en auðlindir lands og lagar.
Viðreisnin í Vestmanna-
eyjum er mikil reynslu-
saga, sem fjallar ekki sízt
um þann mannauð, sem að
framan getur. Vestmann-
eyingar hafa í verkum sín-
um skrifað þann hluta
þjóðarsögunnar á sl. ára-
tug, sem væntanlega þykir
merkilegastur og lærdóms-
ríkastur á ókominni tíð.
Viðreisnin í
V estmannaeyj um
Bréf og kort í jólapóstinum
mínum minntu ónotalega á fólk,
sem er að gleymast umheimin-
um, hímandi í flóttmannabúðum
eða hrakið fram og aftur milli
stríðandi herja. Bréfin þau komu
frá Thailandi, þangað sem 570
þúsund manns flúðu eftir 1975
undan kommúnistastjórnunum í
Laos, Kambodíu og Viet Nam, en
aðeins 380 þúsund hafa fengið
varanlegt hæli í þriðja landinu.
Á árinu, sem nú var að kveðja,
voru enn innan flóttamannabúða
við landamæri Thailands og
Kambodíu 190 þúsund vegalaus-
ir flóttamenn og lítil von um
lausn. Þó hefur enginn, sem
komið hefur eftir 1981, fengið
inni í flóttamannabúðunum eða
er gjaldgengur til annars lands.
Það fólk hrekst bara á landa-
mærunum fram og aftur undan
stríðandi herjum, og hörmungar
þess fara vaxandi einmitt þessa
dagana með aukinni sókn Víet-
namhersins í Kambodíu á hend-
ur PolPots-liðinu og þjóðfrels-
isher Kambodíumanna.
Eitt eru tölur um þúsundir af
hröktu fólki og annað persónuleg
frásögn af litlu barni í einka-
bréfi. Eins og t.d. frásögnin af
honum Vanna litla, sem kom til
hennar Ruth Ache 8—9 mánaða
gamalt strá upp á 5,9 kíló. Átta
ára bróðir hans kom nær dag-
lega með hann á mjöðminni, eða
hangandi yfir öxlina, til að fá
hjúkrun. Hjálparfólkið kallaði
Vanna „litla öldunginn" af því
andlitið var eintómir pokar og
hrukkur. Eftir 7 mánuði, nú um
jólaleytið, vó hann orðið 8 kg.
„Og hrein unun að sjá hann veita
móður sinni eðlileg viðbrögð og
skríkja við Heurt bróður sínum,"
segir Ruth. En hvað býður svo
litla Vanna? Og allra hinna?
Sem betur fer er þarna enn
gott fólk, sem gefur — ekki bara
fé, svo mikilvægt sem það er, af
sjálfu sér. Nú er ég ekki að tala
um þá sem fara til hjálparstarfa
fyrir hærri laun og meiri hlunn-
indi en þeir geta fengið heima
hjá sér, þótt þeirra hjálp komi
vissulega að gagni, heldur fólk á
borð við þessa ungu bresku
stúlku, Ruth Ache, sem leggur
einfaldlega fram hluta úr æfi
sinni. Eins og öll hennar fjöl-
skylda hefur raunar gert. Byrj-
aði þegar móðir hennar sá 1966 á
sjónvarpsskjánum svipaða mynd
þeirri, sem dóttirin nú hefur, þ.e.
umhyggjusaman dreng með lít-
inn bróður sinn dröslandi í
flóttamannastraumnum í Viet
Nam, búnir að týna foreldrun-
um. Og prestskonan Marion
Ache sagði: Ef við gætum þótt
ekki væri nema bjargað einu
barni! Og hún og maður hennar
urðu svo upphafið að heilli
hreyfingu fólks, sem búin er að
bjarga þúsundum barna á þessu
stríðshrakta svæði í gamla Indó-
kína. í þeirra hópi sem lagt hafa
óspart lið í flóttamannabúðum
Kambodíu, er ein upprunnin frá
íslandi, Erna Grant frá Akur-
eyri, sem búið hefur fjöldamörg
ár í Thailandi.
Ef til vill verða þessar myndir,
sem upp eru dregnar af þessum
slóðum, meira lifandi í mínum
huga, af því ég hefi verið þarna
og séð hörmungarnar eigin aug-
um. En undarlega er samt orðið
hljótt um þetta bjargarlausa
fólk í heimspressunni og umtali
hérna megin á hnettinum. Sam-
úðin eða hneykslunin — hvort
sem fólk nú kaus sem hæst hafði
fyrrum — hefur að mestu snúist
yfir á aðrar og nýrri hörmungar,
helst í Mið-Ameríku og Líbanon.
Jafnvel samúðin fylgir straum-
um tísku, þess herra sem sann-
arlega lætur hlýða sér. Tískan
sveiflast líka þarna sem annars
staðar eftir nýjungum og er
stjórnað markvisst og skipulega.
Og alltaf er auðveldast að láta
fylgjast með straumnum.
Nú berast fréttir af harðari
átökum við landamærin, þar
sem vietnamska herliðið í
Kambodíu nýtir þurrkatímann
til að herja á skæruliða svokall-
aðrar þjóðfrelsisfylkingar, er
hefur skjól af frumskóginum í
fjöllunum. Bætist því enn við
hörmungar þessa fólks, sem
hrekst í skjól í Thailandi, þegar
harðnar. Undir leika stórveldin,
Vanni með móður sinni.
sem þarna berjast um áhrifin,
Sovétríkin með Víetnömum og
veita þeim vopn, og Kínverjar
með Rauðu Khmerunum og
kambodísku þjóðfrelsisfylking-
unni með kröfu um að Víet-
namher verði burtu úr landinu.
Fólkið sjálft hrekst frá einni
ógnuninni til annarrar undan
fjöldamorðum landa sinna
Rauðu Khmeranna og nú undan
erlendum her Víetnama í landi
þeirra.
Víða á þessari plánetu okkar
eru hungur og hörmungar. Af
gefnu tilefni í jólabréfi, vek ég
athygli á þeim sem eru að
gleymast þarna. Við vorum
minnt á það í jólamánuðinum af
Hjálparstofnun kirkjunnar, að á
hverri klukkustund deyja 4000
manns úr hungri víðs vegar um
heiminn. Tilefni söfnunarher-
ferðar Hjálparstofnunarinnar,
sem er að ljúka nú í mánaðarlok,
í þeim tilgangi að veita obbolitla
aðstoð úr okkar velmegun. Safn-
ast hafa 2,3 milljónir króna, sem
verður framlag íslendinga. Og
enn er tækifæri í viku til að
bæta við. í jólahefti Kirkjurits-
ins, sem helgað er þróunaraðstoð
í þriðja heiminum, fjallar Mar-
grét Jónsdóttir, fréttamaður hjá
útvarpinu, einmitt um fréttir frá
þriðja heiminum og fréttamat og
finnst að bæta megi upplýs-
ingastreymið, sem yrði eflaust
til að eyða tortryggni, misskiln-
ingi og vanmati. En í þessu riti
er líka fjöldi fjölbreyttra greina
er veita mjög gott yfirlit yfir
hjálparstarf okkar Islendinga og
þörfina á aðstoð.
Það sem kannski ýtti seinni
hlutanum af þessum gárum af
stað, var líklega strætisvagna;
ferð í ófærðinni um hátíðarnar. í
einum vagninum, nr. 4, hafði
Hjálparstofnunin límt upp plak-
at sitt með áletruninni: „Veist
þú að á hverri mínútu deyja 20
börn úr hungri. Getur þú hjálp-
að. Landssöfnun á jólaföstu.
Gíró 2000.“ Og yfir tært andlitið
á hungruðu barni, eins og honum
Vanna litla, hefur svo einhver
límt auglýsingu fyrir jólamynd-
ina „Komdu að sjá ET í Laugar-
ásbíói." Til að þurfa ekki að
horfa framan í eymdina líklega.
Það er auðveldara. En í heimi,
sem dregst hratt saman og er
orðinn svo lítill að við horfum í
stofunni okkar á hungrað fólk
hinu megin á hnettinum, er
ógerlegt að skjóta sér bak við að
maður viti ekki. Ekki börn eða
unglingar í strætó heldur.
„í heiminum er svo margt
hungrað fólk, að guð getur ekki
birst því nema í formi brauðs,"
sagði sá spaki Ghandí. Og jafn-
virði eins og eins brauðs ættum
við að geta séð af — þótt yið
séum hér öll á vonarvöl á ís-
landi, sem vart fer framhjá
nokkrum manni og við þegjum
ekki yfir. En svo ég grípi enn til
dönsku ljóðabókarinnar á nátt-
borðinu mínu og hirði þar vel við
eigandi grúkku eftir hann Piet
Hein:
Hvad ragor det den
som er sikker pá sit
at restan af verden
er ude af tritt.
Reykjavíkurbréf
Laugardagur 22. janúar
Mor>funbladid/ÓI.K.M.
Þráinn og
Jónas
Þráinn Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Framsóknarflokks-
ins, lét nýlega af starfi hjá flokki
sínum eftir 36 ára þjónustu. Af því
tilefni átti Tíminn viðtal við hann.
Þráinn lýsir þar meðal annars
kynnum sínum af Jónasi Jónssyni
frá Hriflu þegar hann var skóla-
stjóri Samvinnuskólans og því að
hann yfirgaf skólann „með nokkuð
sviplegum hætti" og hóf störf
fyrir Framsóknarflokkinn. Þráinn
Valdimarsson segir:
„Það hafði verið nokkur óvissa
um það þarna í skólanum, hvort
nemendum skyldi leyft að halda
áfram að halda skemmtanir sínar
þarna í skólanum.
Jónas var hræddur um það að
þangað kæmist inn „fólk utan af
götunni," eins og hann orðaði það,
sem mundi spilla heilbrigðri
skemmtan nemenda en skólinn
var þá í Sambandshúsinu við
Sölvhólsgötuna, eins og ég minnt-
ist á. Aldrei hafði það þó átt sér
stað að slíkt gerðist og ef ein-
hverjir gamlir nemendur komu á
skemmtanir, þá var reglusemin
eftir sem áður algjör, það var ekki
einu sinni reykt á þessum sam-
komum. Fannst okkur þetta held-
ur hart, þar sem nemendafélagið
var að safna fé, til þess að geta
farið í skemmtiferð að prófum
loknum. Höfðum við enda lofað að
það skyldi ekki koma fyrir að skól-
inn þyrfti að hafa neina vanvirðu
af þessum samkomum og eftir-
litsmenn nemenda voru jafnan
viðstaddir.
Þá var og annað ágreiningsefni
og var það viðvíkjandi því að til
orða hafði komið að vísa einum
eða tveimur nemendum úr skólan-
um, vegna þess að þeir þóttu
sækja illa tíma.
Út af þessu öllu var haldinn sér-
stakur fundur. Ég hafði einsett
mér að skipta mér ekkert af fé-
lagsmálum í Samvinnuskólanum,
— hafði fengið mig fullsaddan af
félagsmálastarfi í þrjú ár á Laug-
arvatni. En einhvern veginn fór
það nú svo að formaður hætti ekki
fyrr en ég gaf eftir og hét að hafa
framsögu um þessi mál af hálfu
nemenda. Jónas hélt svo aðra
ræðu. Samdi ég fyrri partinn af
þessari ræðu og á hann enn í fór-
um mínum, en síðari hlutann
flutti ég upp úr mér. Skal ég að
vísu viðurkenna að í dag hefði ég
ekki flutt þennan ræðustúf, en þó
var ég ekki svo tannhvass að ég
teldi mig geta átt von á því frá
Jónasi, sem ég svo mátti reyna.
Risu öldur all hátt á fundinum, en
þó ekki hærra en svo að þegar
fundi lauk fannst mér sem sættir
væru komnar á, því Jónas sagði í
lok sinnar ræðu að vafalaust hefð-
um við báðir sagt hitt og annað
sem betur hefði verið ósagt, en
stæðum þó nær því að skilja hvorn
annan en í upphafi, þetta fannst
mér vera sáttaboð og flutti eitt-
hvað hliðstæða tölu á eftir.
En þegar ég kem í tíma daginn
eftir, þá bregður svo við að nær
allur kennslutíminn fór í það hjá
honum að hann reyndi að ná sér
niður á mér og segja eitt og annað
sem mér þótti miður gott að
hlusta á. Ég hafði vit á að þegja,
en spyr um leið og hann lýkur
kennslustundinni hvort ég megi
segja við hann nokkur orð. „Alveg
sjálfsagt, Þráinn," segir Jónas þá,
afskaplega hlýlega og vingjarn-
lega, tekur undir handlegginn á
mér og leiðir mig út að glugganum
við stigann. Þá sagði ég orð sem ég
hefði ekki átt að segja, en skapið
var nú ekki þjálla í þá daga: „Ér-
indið við þig var nú nánast að
spyrja hvort ég ætti að vænta
framhalds á þessum fræðslutím-
um um mig í kennslustundum?"
Við þessi orð varð Jónas ákaflega
reiður, hrinti mér niður stigann
hvað þá annað, og kallaði á eftir
mér að ég skyldi ekki láta sjá mig
í skólanum framar. Það hafði
hann að vísu sagt þrívegis á fund-
inum kvöldið áður.
Eftir þetta þóttist ég sjá að það
mundi verða ómögulegt fyrir mig
að vera í skólanum áfram. En Jón-
as hafði líklega einhvernveginn
fengið það inn í sig, sem ég fæ
aldrei skilið, því ég var einlægur
aðdáandi hans, að ég væri sendur
inn í Samvinnuskólann af Ey-
steini og Hermanni, til þess að
gera uppistand. Um þetta leyti var
skilið á milli flokksins og Jónasar.
Hefur hann eflaust hugsað sem
svo að með því móti ætti ég að
vinna að því að hann yrði settur af
sem skólastjóri. Ég þekkti hvorki
Hermann né Eystein þá og einu
stjórnmálamennirnir sem ég
þekkti eitthvað og hafði óbilandi
dálæti á og hef enn, voru Jónas og
Bjarni skólastjóri á Laugarvatni,
einlægur fylgismaður hans.
Guðlaugur Rósinkrans var yfir-
kennari um þetta leyti og hann
bað mig eindregið að halda áfram
í skólanum og hætta við þessa
fyrirætlun. „Þú mátt alls ekki
taka skólastjórann alvarlega,"
sagði Guðlaugur, „því hann getur
gert svona í reiðikasti. Hann kann
að sjá eftir þessu og verða þér
þakklátur, ef hér gæti gróið um
heilt." En það var komin í þetta
stífni og vist minni í skólanum var
lokið.“
Albert
og Jónas
I bókinni Albert sem út kom
fyrir hátíðirnar lýsir Albert Guð-
mundsson kynnum sínum af Jón-
asi Jónssyni frá Hriflu og segir, að
hann hafi boðið sér að koma í inn-
tökupróf í Samvinnuskólann. Hafi
Jónas tekið sig í nokkra einkatíma
og ráðlagt sér að fara í aukatíma
og svo í prófið. Segist Albert hafa
farið að hans ráðum og staðist
inntökuprófið í Samvinnuskólann.
Þar var Albert að eigin sögn
„gerður að nokkurs konar forystu-
sauð í félagslífi".
Þá segir Albert:
„Kynnin við Jónas frá Hriflu og
Samvinnuskólann gerðu það að
verkum, að mér varð hlýtt til sam-
vinnuhreyfingarinnar. Sú hreyf-
ing og Samvinnuskólinn eru ekki
eitt og hið sama og Framsóknar-
flokkurinn. Það eru vissulega
tengsl á milli, en ég varð aldri var
við neinn pólitískan þrýsting í
skólanum. Þar voru margir efni-
legir menn utan af landi, en flestir
sem í skólanum sátu, voru þar af
sömu ástæðu og ég. Þeir voru að
missa af þeim möguleika að læra.
Þetta var yfirleitt fólk um tvítugt
og komið yfir „eðlilegan" skólaald-
ur.
Við Jónas urðum svo góðir vinir.
Hann heimsótti mig til út-
landa...“
Og enn segir Albert Guð-
mundsson:
„Ætli það megi ekki taka svo til
orða, að félagsstörf mín hafi gert
mig að félagshyggjumanni. En
pólitíska lífsskoðun valdi ég ekki
fyrr en ég kom út úr heimi íþrótt-
anna. Þá var ég orðinn þrjátíu og
þriggja ára gamall og það var víst
nánast tilviljun hvar ég lenti í
flokki, ef þannig er litið á málið.
Ég hafði ekki hugsað mér að
fara út í stjórnmál. Þó hafði verið
talað við mig, bæði frá Framsókn-
arflokknum og Alþýðuflokknum.
En ég hafnaði allri stjórnmála-
þátttöku. Svo æxluðust mál þann-
ig, að þeir nýju félagar sem ég
eignaðist eftir að ég kom til lands-
ins kringum 1955, voru margir í
Sjálfstæðisflokknum.
Upphafið var þannig, að nokkrir
menn úr Framsóknarflokknum
vildu tala við mig um framboð
fyrir flokkinn. Ég man nú ekki
hverjir þetta voru, nema að Ey-
steinn Jónsson var þarna.
Þeir ræddu við mig um þátttöku
í stjórnmálum og um framboð hér
í Reykjavík. Ég hlustaði á þá, en
sagðist ekki hafa hugsað mér
stjórnmálaafskipti. Ég sagði hins
vegar vini mínum, Jónasi, frá
þessu. Jónas sagði að það væri
ekki við hæfi, að ég færi í framboð
fyrir Framsóknarflokkinn: „Úr
því að þú valdir það að lífsstarfi
að gerast heildsali," sagði Jónas,
„þá er það ekki við hæfi, að þú
gangir í Framsóknarflokkinn."
Svo sat hann nokkra stund hugsi,
leit á mig og sagði: Ég tek af þér
loforð um, að þú farir aldrei í
framboð fyrir Framsóknarflokk-
inn.“
Hin beiðnin um framboð var
ekki eins dramatísk. Það voru
nokkrir kunningjar mínir úr Al-
þýðuflokknum, sem komu að máli
við mig og spurðu, hvort ég hefði
áhuga á að fara í framboð fyrir
þann flokk.
Ég sagði bara nei.
Þessi neikvæðu svör til þessara
flokka stöfuðu ekki af andstöðu
minni við þá. Ég hafði einfaldlega
ekki hugsað mér að fara í pólitík.
Ég hugsaði ekki um stjórnmál á
meðan ég var íþróttamaður. Ég
hugsaði ekki heldur um stjórnmál
fyrst eftir að ég kom heim, eftir
náms- og íþróttaferil."
Aftar í bókinni segir svo Albert
Guðmundsson enn:
„Ég þekkti Jónas Jónsson mjög
vel. Hann var afskaplega frjór.
Hann var bæði hugsjónamaður og
athafnamaður, fróður um margt.
Ég var svo heppinn að kynnast
honum vel, en ég held að hann hafi
ekki haft nein áhrif á mig; ég gekk
ekki heldur í Framsóknarflokkinn.
Kannski hafði Jónas helst áhrif á
mig sem hinn góði kennari sem
hann var.“
Áminning Gunnlaugur
Jóns Óskars og öryggið
Fyrir skömmu vakti Jón Óskar,
skáld, máls á því í Lesbók Morg-
unblaðsins, að við þyrftum að
gæta okkar á þeim útlenskuhreimi
sem gerist æ áleitnari hjá út-
varps- og sjónvarpsmönnum, en
megineinkenni þessa framandi
hreims er það, að talað er uppá
við, eins og Jón Óskar orðar það.
Þessi áminning hans er svo
sannarlega tímabær og oftar en
einu sinni hefur því verið hreyft
hér í Morgunblaðinu, meðal ann-
ars í forystugreinum, að nauðsyn-
legt sé að hlúa að framburði ís-
lenskunnar ekki síður en stafsetn-
ingu og málfræðireglum. Þegar
Jón Óskar rökstyður aðfinnslur
sínar vegna útlenskuhljóms í fjöl-
miðlum segir hann meðal annars:
„Vil ég þar sérstaklega tiltaka
þá sem senda útvarpinu þýðingar
úr erlendum blöðum gegnum
síma. Ég veit ekki hvernig menn-
irnir eru valdir, en ég hlýt að
spyrja: hvar er hitt fólkið sem
kann að tala móðurmálið sitt? Af
hverju flytur það okkur ekki frétt-
irnar, ef við þurfum að fá þær með
dósahljóði gegnum síma eða þó
það væri á segulbandi? Heyra má
þó á sumum þessum frétta-
mönnum, að þeir geta talað ís-
lensku."
Hér er fast kveðið að orði en
með hógværum hætti. Menning-
arlegar kröfur sem menn gera til
ríkisútvarpsins eru svo sannar-
lega miklar. Frumskylda þessarar
stofnunar er sú að allra dómi, von-
andi, að hún hafi ekki slævandi
áhrif á málkennd manna og afbaki
hugmyndir þeirra um það, hvernig
móðurmálið skuli fram borið.
Ætli núlifandi kynslóð að láta af
varðstöðu um þennan mikilvæga
þátt er svo sannarlega fokið í flest
skjól.
í fróðlegu samtali hér í blaðinu
fyrir viku kynntust lesendur við-
horfum Gunnlaugs Péturssonar,
fyrrum borgarritara, sem hefur
lagt málefnum þjóðarinnar lið
sem embættismaður bæði utan
lands og innan. Hann var meðal
annars fastafulltrúi íslands hjá
Atlantshafsbandalaginu, þegar
þetta merka friðarbandalag var að
slíta barnsskónum. Nú þegar hann
lítur til baka er honum efst í huga,
að starfsmenn íslensku utanríkis-
þjónustunnar eigi ekki síður að
fylgjast með hernaðarlegu sam-
starfi innan NATO en hinu póli-
tíska. Gunnlaugur sagði einnig:
„Við höfum eignast víðfeðma
efnahagslögsögu, sem við verðum
vandlega að gæta. Við eigum sjálf
að annast öryggisgæslu landsins,
einsog frekast er kostur. Vitan-
lega verða þeir íslendingar, sem
fást við þessi störf, að starfa undir
lögboðnum aga ... Nú er kominn
upp umræða hér heima um þessi
mál. Ég held að þjóðinni liði betur
að vinna þessi öryggisstörf sjálf.
Við erum hvort eð er sjálf ábyrg
fyrir öryggi okkar."
Undir orð þessa reynslumikla
manns skal tekið, en um leið á það
minnt, að með því varnarsam-
starfi sem við nú eigum við
Bandaríkin er okkur tryggð su
besta vernd sem fáanleg er. Við
hljótum að meta aukna aðild að
eigin vörnum með hliðsjón af því,
en innan ramma samstarfsins í
Atlantshafsbandalaginu ætti svo
sannarlega að vera unnt að auka
hlut okkar sjálfra í öryggisgæsl-
unni — ekki síst á hafi úti með
eðlilegri samvinnu Landhelgis-
gæslunnar við flota annarra
NATO-ríkja. Að þessu máli þarf
að huga samhliða því sem áhersla
er lögð á eigið mat okkar sjálfra á
öryggishagsmununum.
V