Morgunblaðið - 23.01.1983, Síða 24

Morgunblaðið - 23.01.1983, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 Kæmi að fullum notum í innanbæjarakstri „Útaf fyrir sig er ekkert því til fyrirstöðu að við gætum tekið rafmagnsbíla í notkun hér á landi nú þegar, ef áhugi væri á því að draga úr innflutningi á benzíni," sagði Gísli. „Góður rafmagnsbíll kemur samkvæmt minni reynslu að fullum notum í innanbæjar- akstri — hann getur ekið 50—100 kílómetra milli þess sem hann er hlaðinn, sem er mun meira en það sem einkabil er ekið innanbæjar flesta daga ársins. Ég bý t.d. í Hafnarfirði og á því 13 kílómetra leið í vinnu. Samkvæmt skrán- ingu, sem ég gerði í heilt ár áður en ég fékk rafmagnsbílinn, er dag- legur akstur minn 30—40 km langflesta daga ársins, og að und- anskildum utanbæjarferðum var mestur daglegur akstur minn 88 kílómetrar. Rafmagnsbíllinn gæti þess vegna þegar gegnt því hlut- verki að vera annar bíll hjá fjöl- grein fyrir þessu máli með ýtar- legri greinargerð, enn þó situr allt við það sama. Þess vegna get ég ekki annað sagt en að stjórnvöld virðast hafa heldur lítinn áhuga á að stuðla að því að innlendar orkulindir verði hagnýttar til aksturs hér á landi." Rekstrarkostnaður lítils rafbíls En hvernig myndi rekstur raf- magnsbíls koma út ef þungaskatt- ur fengist lækkaður til samræmis við þyngd hans og rafmagnið fengist á næturtaxta? „Þar sem lítill rafmagnsbíll er um eitt tonn að þyngd mætti hugsa sér að sanngjarnt væri að greiða af honum 15 aura á hvern ekinn kílómetra. Að viðbættu raf- orkuverði (16 aurar á km) mundi hver ekinn kílómetri þannig kosta 31 aur. Stór hiuti kostnaðar við rekstur RAFMAGNSBÍLAR Ræít við Gísla Jónsson prófessor Rafmagnsbílar gerast nú æ algengari í nágrannalöndum okkar þótt enn sem komið er hafi þeir ekki verið teknir í notkun hér á landi. Margir velta því eflaust fyrir sér hversu hagkvæmir rafmagnsbílar séu miðað við aðra bíla og hvort ekki sé tími til kominn að þeir verði teknir í notkun hérlendis. Árið 1979 festi Verkfræðistofnun Háskóla Islands kaup á rafmagnsbíl og hefur Gísli Jónsson prófessor gert könnun á hagkvæmni hans við íslenzkar aðstæður. Þá hefur Gísli fylgzt náið með framþróun rafmagnsbíla erlendis og er nú nýkominn af alþjóðlegri ráðstefnu um rafmagnsbíla í Hollandi. Ég fór fram á viðtal við Gísla um þessi mál og spurði hann fyrst, hvort rafmagnsbílar stæðu enn öðrum bílum það langt að baki að þeir gætu ekki talizt samkeppnisfærir við þá. Rafmagnsbílar við hleðslupósta f Þýskalandi. skyldum og fyllilega staðið fyrir sínu. Ahugi stjórnvalda á rafknúnum ökutækjum virðist ekki mikill. Upphaflega fór ég af stað með þessar rannsóknir mínar á mögu- leikum á notkun rafmagnsbila vegna þess að þáverandi raforku- málaráðherra, Dr. Gunnar Thor- oddsen, var mjög áhugasamur um að þær yrðu framkvæmdar og kannað hversu mikla möguleika innlendir orkugjafar hefðu við þetta verkefni. Síðan hefur iðnað- arráðuneytið sýnt málinu lít- inn áhuga, sem hefur beinlínis gert það að verkum að þetta mál hefur ekki fengið þann skrið sem æskilegt væri. Þó má nefna að samkvæmt tillögu Hjörleifs Gutt- ormssonar iðnaðarráðherra 1979 samþykkti ríkisstjórnin að gefa eftir aðflutningsgjöld af tilrauna- bíl fyrir Háskóla íslands, sem varð til þess að skólinn eignaðist rafbíl." Vilja stjórnvöld ekki missa tekjurnar af benzínsölunni? „Stundum hvarflar jafnvel að manni að stjórnvöld vilji helzt ekki missa þær tekjur sem þau hafa af benzínsölunni — það er hart að þurfa að segja þetta, en svo virðist sem ráðamenn hafi lítinn áhuga á að kanna möguleika á notkun raforku á þessu sviði. Almenningur hefur hins vegar sýnt rafbílnum mikinn áhuga. Ymsir einkaaðilar hafa stutt til- raunir með rafbílinn — við höfum fengið á hann ókeypis ryðvörn, ókeypis snjóhjólbarða og ókeypis tryggingu, og svo allskyns fyrir- greiðslu sem hefur komið sér vel.“ En hvað er að segja um hag- kvæmni rafmagnsbíla miðað við benzínbíla? „Þetta er eiginlega fremur spurning um fjárhagslegt atriði en tæknilegt. Til að átta sig á þessu er bezt að líta á þrjá að- greinda þætti. í fyrsta lagi eru rafmagnsbílar dýrari en aðrir bílar. Stafar það fyrst og fremst af því að raf- magnsbílar eru ekki fjöldafram- leiddir sem slíkir enn sem komið er svo til allir þeir rafmagnsbílar sem nú eru framleiddir eru benz- ínbílar sem breytt hefur verið í rafbíla, sem veldur því að rafbílar eru töluvert dýrari en þeir þyrftu annars að vera. Ofan á þennan breytingakostnað koma svo þau háu aðflutningsgjöld sem eru á bílum hér á landi." Rafmagnstaxti og þungaskattur „I öðru lagi er algjör óvissa um rafmagnsverð til rafmagnsbíla og nokkur óvissa um endingu raf- geyma. Það skiptir t.d. miklu máli hvort greiða þyrfti fyrir rafmagn á rafmagnsbíla samkvæmt venju- legum heimilistaxta eða nætur- taxta. Þetta er einfalt reiknings- dæmi. Heimilistaxtinn hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur er núna 1,80 kr. hver kílówattsstund (kwst.) en eyðsla lítils rafmagnsbíls er um 0,6 kwst. á hvern kílómetra — hver ekinn kílómetri kostar því 1,08 kr. eða 108 kr. á 100 km. Þetta er álíka (og bensínkostnaður smá- bíls) sé miðað við 8 lítra á 100 km. Benzínverðið er nú 13,80 kr. hver lítri og kostnaðurinn, miðað við áðurnefnda eyðslu, því um 110 kr. á 100 km. Ef hins vegar er reiknað með næturtaxta, sem er 26 aurar á kwst. er kostnaðurinn aðeins 15,6 aurar á hvern km eða um 16 kr. á 100 km — sem er um 14 prósent af benzínkostnaði. í þriðja lagi er þungaskatturinn hér á landi þannig upp byggður, að hann kemur mjög illa út fyrir litla bíla sem ekið er tiltöiulega lítið. Hægt er að velja um hvort greitt er fast árgjald eða ákveðið gjald á hvern ekinn kílómetra. Argjaldið kemur mjög illa út fyrir rafmagnsbíla þar sem þeim er ek- ið tiltölulega lítið — trúlega innan við 10.000 km á ári í flestum til- fellum. Fastagjaldið var 1982 9.864 kr. á ári — sem er þá tæp króna á hvern ekinn kílómetra, eða nærri jafn mikið og benzínkostnaður sambærilegs smábíls." „Hinn kosturinn kemur lítið betur út þar sem lægsta þunga- skattsstigið sem til er hér á landi miðast við bíla sem eru 4 til 5 tonn, og er 52 aurar á hvern ekinn kílómetra. Þó litlir rafbílar séu um eitt tonn að þyngd verður því að borga af þeim þunga- skatt eins og af vörubílum sem eru allt að fimm tonn. Fyrir löngu gerði ég fjármálaráðuneytinu rafmagnsbila eru rafgeymarnir. Lauslega má áætla að þeir kosti um 30 þúsund krónur og þeir end- ast um þrjú til fimm ár. Ef reikn- að er með að þeir endist í þrjú ár, þá þýðir það um eina krónu á hvern ekinn kílómetra. Hver ek- inn kílómetri á rafmagnsbíl myndi þannig kosta 1,31 kr. — sem er örlítið meira en benzín- kostnaður venjulegs lítils fólks- bíls. Reynslan hefur hins vegar sýnt að viðhald rafbíla er mun minna en benzínbíla. Rafmagnsbílar eru töluvert dýr- ari en aðrir bílar eins og áður get- ur. Úr þessu mætti nokkuð bæta ef stjórnvöld lækkuðu hlutfall að- flutningsgjalda þannig að greidd væru í krónutölu svipuð gjöld af rafmagnsbíl og sambærilegum benzínbíl — það er að segja að ríkið gæfi eftir að hagnast á því að rafmagnsbílar eru ennþá dýrari en benzínbílar. Þannig gæti ríkið stuðlað að aukinni notkun inn- lendrar orku.“ Hægt að framleiða raf- magnsbíla hér á landi „Eins væri hugsanlegt að breyta benzínbílum í rafmagnsbíla hér á landi á meðan þeir eru ekki fjölda- framleiddir erlendis. Eins og ég kom að áðan eru svo til allir raf- magnsbílar enn sem komið er smíðaðir upp úr venjulegum bíl- um. Það væri þannig miklu ódýr- ara að flytja partana inn og breyta bílunum hér heima — til þess þarf engar sérstakar vélar eða verkfæri. Með þesssu móti þyrftum við ekki að greiða að- flutningsgjöld bifreiða af rafbún- aðinum og breytingarvinnunni, og er hugsanlegt að rafmagnsbílar gætu með þessu móti orðið sam- keppnisfærir við aðra bíla í verði.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.