Morgunblaðið - 23.01.1983, Síða 32

Morgunblaðið - 23.01.1983, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 Fræg knattspyrnufélög IFK—Gautaborg I>EGAR tekinn er fyrir greinaflokkur um fræg knattspyrnufélög má sjálfsagt deila um það hvaða félög það eru sem þar eiga heima. Sum knattspyrnufélög hafa á bak við sig langa sögu og merka. Öðrum skýtur hratt uppá stjörnuhimininn. Sum félög vinna óvænt afrek sem enginn á von á. Það sem flest hinna frægu félaga byggja á eru miklir peningar. l»au eru öll sterk fjárhagslega og geta því keypt tii sín þekkta leikmenn. í greinarflokknum höfum við fjallað lítillega um Tottenham, Benfica, Bayern Miinchen, Flamengo, Liv- erpool og Real Madrid. Flestir eru sjálfsagt sammála um að þessi knattspyrnufélög eigi heima í greinaHokki um fræg félög. Og á eftir munu fylgja lið eins og FC Barcelona, Manchester United, Juventus og fleiri lið. En í dag fjöllum við um lið frá Norðurlöndunum. Það má sjálfsagt deila um það hvort liðið eigi heima í greinaflokki um fræg knattspyrnufélög. Liðið er frá Norðurlöndunum og hefur unn- ið stór afrek og komið á óvart með getu sinni. Það er jú alveg lágmark að kynna eitt lið frá Norðurlöndunum í þessum greina- flokki. Liðið sem fjallað er um í dag er IFK Gautaborg. Úrslit í síðustu UEFA-keppni í knattspyrnu eru sjálfsagt mörgum knattspyrnuáhugamanninum enn í fersku minni, en sænska liðið Gautaborg, sem Þorsteinn Ólafsson lék um skeið með, gerði sér lítið fyrir og sigraði örugglega í keppninni. Urslitaleikurinn sjálfur var minnisstæðastur, en þá mætti liðið vestur-þýska stórliðinu Hamburger SV. Fyrst var leikið í Gautaborg við erfið skilyrði og urðu úrslitin óvænt, eða 1—0 sigur Gautaborgar. Útileikurinn var eftir og þeir þýsku kokhraustir með afbrigðum. En hvað gerðist? Jú, sænska liðið gersigraði HSV fyrir framan 60.000 tryllta, þýska áhorfendur. 3—0 urðu lokatölurnar og fór Gautaborg létt með. Nú hefur sænska knattspyrnulandsliðið stundum reynst hið frambæri- legasta, en aðeins einu sinni áður hafði sænskt lið komist svo langt í Evrópukeppni félagsliða. Það var Malmö FF sem lék þá til úrslita um Evrópubikar meistaraliða gegn Nottingham Forest og tapaði, 0—1, í hrútleiðinlegum ieik. En margir knattspyrnusérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að lið Gautaborgar sé óumdeildanlega lið ársins 1982, og eftir árangur liðsins bæði heima fyrir og í Evrópu- keppni er erfitt að bera á móti því. Það væri því ekki úr vegi að skyggnast aðeins á bak við tjöldin og kynnast þessu merkilega sænska knattspyrnufélagi eilítið nánar. Gífurlegur fögnuður ríkti i herbúðum IFK-Gautaborg þegar liðið hafði sigrað í UEFA-keppninni á síðasta ári. Hér sést einn af leikmönnum liðsins lyfta verðlaunagripnum hátt á loft eftir sigurinn. í baksýn má sjá aðdáendur liðsins sem fjölmenntu frá Svíþjóð á leikinn. inni það árið og snardró úr áhorf- endafjölda við það. Meðan best gekk hjá félaginu á síðasta keppnistímabili og sigur- gangan lengdist bæði í UEFA- bikar og deildarkeppninni, átti lið- ið í stökustu vandræðum vegna þess að félög út um alla Evrópu reyndu að næla í bestu leikmenn þess. Há peningatilboð komu í sterkustu leikmennina og vissu- lega var erfitt, þrátt fyrir allt, fyrir hálf fjárvana félagið að hafna boðunum. En bæði leik- menn og forráðamenn liðsins átt- uðu sig æ betur á því er á leið, að ýmsir möguleikar voru fyrir hendi í UEFA-keppninni, þó svo að bjartsýnustu menn reiknuðu ekki með þeim árangri sem náðist. Þess vegna var samstaða um það hjá forráðamönnum og leikmönnum að enginn skyldi seldur fyrr en keppnistímabilið væri búið. Sá leikmaður liðsins sem mestu athyglina vakti var auðvitað Tor- björn Nilson. Anders Bernmar, stjórnarformaður IFK, var sá sem fyrstur kom auga á Nilson er hann lék með 3. deildarfélaginu Jons- ered. Og þegar kappinn gafst upp á atvinnumennsku hjá PSV Eind- hoven árið 1977 lagði hann net IFK fyrir hann og veiddi gripinn. Síðan nefur Nilson verið í hópi bestu framherja Evrópu, en ekki viljað reyna fyrir sér í atvinnu- mennsku fyrr en nú, er honum finnst loks vera kominn tími til. Þjálfari liðsins á blómaskeiðinu sem nú stendur yfir er Sven Göran Erikson. Hann var samningsbund- Knattspyrnufélagi IFK Gauta- borg var stofnað árið 1904 og er því 78 ára gamalt. Margir af fræg- ustu knattspyrnumönnum Svía hafa leikið með félaginu og nægir að geta þeirra Ove Kinvall og Ralf Edström. Á keppnistímabilinu 1969—1970 hailaði svo undan fæti hjá félaginu, að fall í 2. deild var óumflýjanlegt. Lék liðið í þeirri deild allt til 1976. En félagið er líklega það vinsælasta í Svíþjóð og sem 2. deildar félag fékk það að öllu jöfnu fleiri áhorfendur á leiki sína en 1. deildar liðin. Ekki dró úr aðsókninni eftir að liðið kom aftur í 1. deildina og þá með vísi að því liði sem nú er telft fram. Gauta- borg er eins og Manchester Utd. Svíþjóðar, allir vilja komast í lið þegar leika á gegn Gautaborg og öll lið leggja sig fram um að sigra liðið. Rígurinn er einkum mikill í sjálfri Gautaborg. En þar geta önnur knattspyrnufélög varla keppt við IFK og taka það nærri sér. Örgryte leikur þar í 1. deild og spjarar sig þokkalega, en Hacken, Vestra Frölunda og GÁIS leika í 2. deild. Gautaborg hefur því óum- deilanlega vinninginn, en sérstak- lega var gaman að heyra gorgeir- inn í Örgryte-mönnum í fyrra er þeir náði að merja sigur gegn Gautaborg í bikarleik. „Við erum besta lið Gautaborgar," gall þá við úr herbúðum Örgryte og kímdu menn góðlátlega að öllu saman. En slík úrslit eru svo mikilvæg fyrir lið eins og Örgryte, sem stendur í skugganum, að því verð- ur varla með orðum lýst. Sérstak- lega þegar að er gáð, að áhorfend- ur voru 30.000 talsins. Talað hefur verið um að í sænsku knattspyrnunni ríki svo- kölluð hálfatvinnumennska. And- ers Bernmar, einn af stjórnarfor- mönnum IFK, leggur ekki þann skilning í kerfið hjá félaginu. Hann segir: „Það er full mikið sagt að við séum hálfatvinnu- menn. Undir venjulegum kring- umstæðum eru æfingar fjórum sinnum í viku og þá síðdegis. Ef þörf krefur hefur félagið aðstöðu og möguleika á því að auka við frítíma leikmanna sem fer í fjöl- skyldur þeirra og knattspyrnuna. Dagana 26. júlí til 13. ágúst kaupir félagið leikmenn lausa frá vinnustöðum til þess að þeir geti Eina liðið frá Norðurlöndum sem unnið hefur Evrópukeppni — komu mest á óvart á síðasta ári í knattspyrnuheiminum helgað sig knattspyrnu og fjöl- skyldum sínum. Þetta kostar fé- lagið 175.000 krónur." Sigrar í bikarkeppninni sænsku árið 1979 og 1981 auk sigursins glæsilega í UEFA-keppninni í vor hafa verið vatn á myllu leikm- anna, þeir hafa gefið sig meira að knattspyrnunni, verið áhugasam- ari og í kjölfarið á því sigursælli. Þjálfari liðsins þessi síðustu vel- gengnisár, Sven Göran Erikson, sem nú er farinn til Benfica, segir þó: „Ef félagið ætlar að halda stöðu jjeirri sem náðst hefur, þarf það að færa út kvíarnar. Það þýðir ekki að láta leikmenn liðsins vera í fastri vinnu sem tek- ur 75 prósent af tíma þeirra. For- ráðamenn félagsins verða að öngla saman nægu fé til þess að geta haft leikmennina á föstum laun- um að minnsta kosti 6 mánuði árs- ins.“ Og Erikson er ekki í vafa hvernig hala má inn slíkt fjár- magn. „Eftir slíka velgengni er ekki nokkur vafi að ná má miklu meira fé út úr auglýsingum. Hverju breytir það svo sem þó fé- lagið heiti til dæmis IFK Volvo Gautaborg, ef það tryggir nægt fjármagn á annað borð?“ UEFA-ævintýrið færði Gauta- borg 6 milljónir sænskra króna í budduna, hinn mikli áhorfenda- fjöldi, auglýsingar og svo sala markaskorarans Torbjörns Nils- ons til Kaiserslautern. En þar með er ekki öll sagan sögð, því megnið af þeim peningum fór í að rétta úr kútnum eftir fjárhagslega afleitt gengi frá keppnistímabilinu á undan, er félagið styrkti lið sitt með því að kaupa þá Thomas Wernerson, Stig Frederikson og Hakon Sandberg. Félagið byrjaði auk þess ekki vel í sænsku deild- 'l'orbjörn Nilsson (t.v.) var aöalmarkaskorari IFK-Gautaborg. Hann vakti mjög mikla athygli í V-Þýskalandi og fékk mörg atvinnumannatilboö. Landi hans, markvöröurinn frægi Ronnie Hellström, sem leikiö hefur í mörg ár meö Kaiserslautern fékk hann til liösins. Hér má sjá þá kappa saman í búningi Kaiserslautern. inn til ársins 1983, en í samning- um hans var grein þess eðlis að ætti hann möguleika á því að kom- ast á mála hjá erlendu liði, gæti hann fengið sig lausan hjá IFK áður en samningurinn væri allur. Erikson kom til IFK árið 1979, var áður hjá Degerfors. Hann tók við af Hassa nokkrum Karlson. Til að byrja með var ekki sérlega mikil ánægja með kappann, því mönn- um þótti engu líkara en hann ætl- aði að fórna „kampavínsknatt- spyrnu" félagsins fyrir kerfis- knattspyrnu. Erikson svaraði um hæl: „Hvað er á því að græða að leika áferðarfallega knattspyrnu ef stöðugleika og leikskipulag vantar." Hann hafði margt til síns máls, því hann bar slíkan mann- skap í höndunum að jafnvel þó hann innleiddi skipulag og leikk- erfi hjá IFK þá lék liðið skemmti- legustu knattspyrnu Svíþjóðar. Og liðið fór nú að vinna titla. Eiríkson segir um UEFA-sigur- inn: „í fyrstu umferðum UEFA- keppninnar datt engum okkar í hug að við myndum standa uppi sem sigurvegarar. En í febrúar, rétt áður en við lékum fjórðungs- úrslitaleiki okkar gegn Valencia, lékum við æfingarleik gegn South- ampton. Þeir sigruðu okkur 2—0, en um tíma léikum við þá sundur og saman og 4—4 hefði gefið rétt- ari mynd af gangi leiksins. Eftir þennan leik vissi ég, og leikmenn mínir einnig, að við værum full- færir um að vinna keppnina." Og þannig fóru leikar, Gauta- borg sigraði HSV samtals 4—0 og milljónir sjónvarpsáhorfenda gátu hæglega haldið að „Englarn- ir“, gælunafn IFK, hefðu notið að- stoðar frá æðri máttarvöldum, því þeir þóttu sannarlega leika eins og englar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.