Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 3 Gunnar Thoroddsen á fundi með erlendum blaðamönnum: íslendingar hafa sömu af- stöðu til NATO og Danir Frá Ib Björnbak, Kaupmannahöfn í gær. GUNNAR Thoroddsen forsætisráðherra sagði á fjölmennum fundi með blaðamönnum úr austri og vestri að hann og Poul Schluter forsætisráð- herra hefðu skipzt á upplýsingum um pólitísk og efnahagsleg vandamál íslands og Danmerkur. Gunnar Thoroddsen sagði að andstætt því sem væri upp á ten- ingnum annars staðar á Norður- löndum væri mikil verðbólga á íslandi, en ekkert mikið atvinnu- leysi. íslendingar ættu við út- flutningsvandamál að stríða — þorskafli hefði brugðizt í ár og afli verið minni þrátt fyrir út- færslu landhelginnar. Hann gæti þó ekki gefið Schluter góð ráð til lausnar atvinnuleysi á tíma útflutningserfiðleika, góð ráð væru ekki íslenzk útflutn- ingsvara. Hann sagði að íslendingar hefðu áhuga á samvinnu í fisk- veiðum við Grænlendinga, Fær- eyinga og Kanadamenn, einn helzta keppinautinn á Banda- ríkjamarkaði. Þrátt fyrir minnkandi afla hefði íslend- ingar haldið hlut sínum á Bandaríkjamarkaði, en Nígeríu- menn gætu minna keypt af skreið. Heimsblöðin höfðu áhuga á viðhorfinu til NATO. Forsætis- ráðherra sagði að íslendingar litu eins og Danir á NATO sem varnarbandalag, sem stuðlaði að varðveizlu friðar í Evrópu. Lönd- in væru kjarnorkuvopnalaus og afvopnun von beggja. 60% al- þingismanna væru fylgjandi að- ild að NATO og stefnunni í varn- armálum og það endurspeglaði viðhorf þjóðarinnar. í hádegisverðarboði hjá Ingi- ríði drottningu sagði Schluter forsætisráðherra að bæði íslend- ingar og Danir hefðu valið þann kost að láta aðildina að NATO vera grundvöli stefnunnar í ör- yggismálum. Löndin hefðu mikla hernaðarþýðingu vegna legu sinnar, þótt þau væru smá, og því væri samvinna nauðsynleg við aðrar þjóðir með sama þjóðfélagslega og menningarlega arf. „Þess vegna eru Danir sér þess alltaf meðvitandi hve mikla þýðingu stefna fslendinga í ör- yggismálum hefur á ástandið á Norður-Atlantshafi." Lennart Ljung, yfirhershöfðingi. Sænski yfir- hershöföing- inn heimsæk- ir Island LENNART Ljung, yfirmaður sænska heraflans, er væntanlegur hingað til lands í næstu viku á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Mun hann flytja fyrirlestur á vegum þeirra um hervarnir í Svíþjóð, laug- ardaginn 26. febrúar. Á meðan sænski yfirhershöfð- inginn dvelst hér hittir hann m.a. Ólaf Jóhannesson, utanríkisráð- herra, og Geir Hallgrímsson, for- mann utanríkismálanefndar Al- þingis, að máli. Þetta er í fyrsta sinn sem yfir- maður sænska heraflans sækir ís- land heim, hins vegar hafa nem- endur í sænska varnarmálaháskól- anum nokkrum sinnum haft hér viðdvöl á námsferðum sínum. 1981 flutti yfirmaður norska her- aflans erindi á vegum Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs og um þetta leyti fyrir ári kom yf- irmaður danska heraflans hingað í sömu erindum. Gunnar Thoroddsen á fundinum með blaðamönnum í gær. Til hægri er Guðmundur Benediktsson ráðuneytis- stjóri. Símamynd/Nordfoto Þetta er ekki fyrir hálfum flugfarseðli — segir Eggert Guð- mundsson listmálari og hafnar lista- mannalaununum „ÉG HEF ákveðið að taka ekki við þessum svokölluðu listamannalaun- um,“ sagði Eggert Guðmundsson listmálari í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, en hann var einn þeirra sem úthlutunarnefnd listamannalauna gerði tillögu um að fengi laun í ár. „í fyrra var ég tekinn út af listamannalaunum," sagði Egg- ert, „sjálfsagt í tilefni árs aldraðra, svo nú hlýt ég að vera nógu ungur til að vera án launanna áfram. Þessi upphæð er líka svo lág, að hún skiptir engu máli. Það er lítið hægt að gera fyrir 7.500 krónur, þetta er ekki einu sinni fyrir hálf- um flugfarseðli til útlanda, en áð- ur notaði ég yfirleitt listamanna- launin til að ferðast aðeins og sjá mig um. Eg mun því ekki taka við þessu Eggert Guðmundsson listmálari. fé, þeir hljóta að geta látið ein- hvern annan hafa það, ef einhver vill það,“ sagði Eggert að lokum. Tveir ökumenn grun- aðir um lyfjanotkun TVEIR árekstrar urdu t Reykjavík a fimmtudag, þar sem jfrunur leikur á að ökumenn hefi verið undir áhrifum lyfja, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá lögreglunni í gær. Atvik voru þau að árekstur varð á Miklubraut, austan Lönguhlíðar, á milli Fíat-bíls og bifreiðar af Volkswagengerð. Ökumaður Fíatsins er grunaður um lyfjanotkun. Bílarnir skemmdust lítið og ekki urðu meiðsli á fólki. I hinu tilfellinu varð árekstur á horni Tryggva- götu og Kalkofnsvegar, þar sem lentu saman Mazda-bíll og Opel og liggur ökumaður Mözdunnar undir grun um að hafa verið und- ir áhrifum lyfja við aksturinn. Hinir grunuðu ökumenn voru báðir fluttir í lyfjaprófun, en niðurstöðu úr því prófi er ekki að vænta fyrr en að tveimur vikum liðnum, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. NÖTAÐIR QG NYIR Qpið i dag til 1<14 SAAB- eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan -eöa seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHH SAAB UMBOÐtÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMAR 81530-83104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.