Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRUAR 1983 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 26.—27. febníar 1963 Stuðningsmenn Ólafs G. Einarssonar hafa opnaó skrifstofu aö Skeiðarási 3, Garðabæ (húsi Rafboða hf.). Skrifstofan verður opin kl. 17—22 virka daga og kl. 13—19 um helgar. Sími 54555 Handriðin frá G.T. eru líka húsgögn. GT HÚSGÖGN H.F. Smiðjuvegi 6, Kópavogi sími 74666. Opid laugardag frá 10—18 Opið sunnudag frá 14—16 r----------------------------\ Aðalfundur H. f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal HótelSögu mánudaginn 21. mars 1983, kl. 14:00. DAGSKRÁ I. Aðalfundarstörf samkvœmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, aukningu hlutafjár og innköllun eldri hlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. V Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 14. mars. Reykjavík, 15. febrúar 1983. STJÓRNIN. EIMSKIP * AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Haughey — treystir sig í sessi. Doherty — rekinn. anamálinu og haldið völdunum vegna klókinda sinna og mistaka andstæðinganna. Fjölmiðlar spáðu honum falli og „Irish Tim- es“ líkti baráttu hans við síðustu daga Hitlers. En hann var hreinsaður af öllum ásökunum um að hann hefði vitað um hler- anirnar. Sigur hans stafaði m.a. af því að hann hótaði að reka höfuðpaurana, Sean Doherty fv. dómsmálaráðherra og Martin O’Donoghue fv. menntamála- ráðherra, þótt hann fordæmdi þá ekki. Hikandi þingmenn komu til liðs við hann og hann fékk einnig samúð þar sem ráð- izt væri að honum úr öllum átt- um. Haughey hótaði að reka O’Donoghue því að til er hljóð- Haughey sigrar enn C’HARLES HAUGHEY, fyrrverandi forsætisráðherra fra, hefur borið sigurorð af andstæðingum sínum í Fianna Fail í þriðja skipti á einu ári. Öllum á óvart var tillaga um að víkja honum úr stöðu leiðtoga flokksins vegna hlerana þegar hann var forsætisráðherra í fyrra felld á fundi í þingflokki Fianna Fail með 40 atkvæðum gegn 33. Haughey reynir nú að treysta sig í sessi eftir sigurinn og til tíðinda mun draga á þingi flokksins síðar í mánuðinum. Logað hefur í illdeilum í Fi- anna Fail síðan Haughey varð flokksleiðtogi 1979 og hann hef- ur ekki borið gæfu til að sameina flokkinn. Fyrsta tilraunin til að víkja honum frá var gerð í marz í fyrra, skömmu eftir að hann komst til valda öðru sinni, en andstæðingur hans dró sig í hlé. Önnur tilraunin var gerð í október og þótt búizt væri við að hún myndi heppnast var tillaga um vantraust á hann felld með 58 atkvæðum gegn 22. Þó full- yrtu sérfræðingar að hann hefði orðið fyrir „banvænu sári" og áð- ur en þriðja tilraunin var gerð var fullyrt að hann myndi bíða endanlegan ósigur. Þegar úrslit- in lágu fyrir sögðu andstæðingar hans að staða hans væri talsvert veikari en í október, þar sem andstæðingunum í þingflokkn- um hefði fjölgað í 33 og aðeins fjögur atkvæði skorti til að fella hann. Haughey hefur tapað tvennum kosningum á 18 mánuðum og sigraði í hinum þriðju með sam- komulagi við óháða þingmenn. Hrikt hefur í máttarstoðum flokksins vegna hlerananna og annarra undarlegra hneykslis- mála, t.d. máls manns þess sem hafði verið ákærður fyrir tvö morð og var handtekinn í ann- arri af tveimur íbúðum ríkis- saksóknarans í Dyflinni (í tveimur öðrum hneykslismálum komu við sögu kosningastjóri Haugheys og mágur annars ráð- herra úr stjórn hans). Haughey er einn umdeildasti stjórnmálaleiðtogi Ira á síðari tímum, ýmist elskaður eða hat- aður. Hann bakaði sér óvild margra áhrifamanna í langri og strangri baráttu fyrir því að verða forsætisráðherra. Litlu munaði að hann yrði forsætis- ráðherra í stað Sean Lemass, tengdaföður síns, 1966 og þrem- ur árum síðar var hann voldug- asti aðstoðarmaður Jack Lynch. Hann var eftirlæti kaupsýslu- manna og talinn upprennandi leiðtogi á nýjum tíma framfara og auðsöfnunar. Skömmu síðar var hann rekinn úr stjórn og formlega ákærður fyrir smygl á vopnum til kaþólskra manna í Belfast í þvi skyni að gera þeim kleift að verjast mótmælendum. Hann sagðist ekkert vita um þetta smygl og var sýknaður, þótt þrír aðrir sakborningar segðu að ríkisstjórnin hefði sam- þykkt það. Margir töldu að níðzt hefði verið á Haughey og enn gætir beiskju og sárinda út af þessu máli í Fianna Fail. Haughey einangraðist, en hélt ótrauður áfram baráttunni. Hann aflaði sér fylgis í röðum óbreyttra flokksmanna og eyði- merkurgöngu hans lauk þegar hann fékk aftur sæti í ríkis- stjórn 1977. Tveimur árum síðar tryggði hann sér stuðning Sile de Valera og óbreyttra þing- manna Fianna Fail og sigraði gamlan keppinaut, George Coll- ey, með sex atkvæða mun þegar Jack Lynch lagði niður völd. Þeir sem öllu höfðu ráðið í flokknum sættu sig ekki við að missa völd- in til óbreyttu þingmannanna, sem studdu Haughey, og síðan hefur Haughey lítið gert til að jafna þennan ágreining, sem hefur aukizt. Stuðningsmenn hans litu svo á að þeir hefðu hlítt flokksaga í heilan áratug án þess að mögla og andstæð- ingarnir yrðu að sýna sömu trúmennsku. Haughey var aðgerðarlítill forsætisráðherra, gagnstætt því sem búizt var við, hæfileikar hans virtust takmarkast við að ná völdum og halda þeim. Stjórnartíð hans mótaðist af tortryggni og beiskju og hleran- irnar stöfuðu af einkennilegu samsærishugarfari. Hann hefur lagt mikið upp úr trúmennsku, en mistök eða dómgreindarieysi vina hans og stuðningsmanna hafa komið honum illa. Hann hefur þótt minna á Nixon og náði árangri í utanríkismálum eins og hann. Hann vildi ganga langt til móts við Breta til að tryggja sameiningu írlands, m.a. með varnarsamningi, og náði sam- komulagi við Margaret Thatch- er. En samband þeirra rofnaði vegna hungurverkfalla IRA 1981 og Haughey snerist gegn Bret- um. í Falklandseyjastriðinu komust samskipti Breta og íra í mikinn öldudal. Haughey hefur þurft að berj- ast fyrir pólitísku lífi sínu í hler- ritun af samtali þar sem hann hét Ray MacSharry fv. varafor- sætisráðherra verulegri fjár- upphæð ef hann sneri baki við Haughey. Doherty undirritaði opinbera heimild til að hlera síma tveggja blaðamanna. Doh- erty kveðst hafa rætt þetta mál við Haughey fyrir jól og eftir uppljóstranir „Irish Times" í málinu. Haughey segist aldrei hafa spurt Doherty um hleranir. Hann er sagður hafa beitt eig- anda „Sunday Press" þrýstingi til að takmarka stjórnmálaskrif ákveðins blaðamanns. Einnig er sagt að símar brezka sendiráðs- ins, vinstri flokks og ritstjóra tímarits hafi veríð hleraðir. Tveir háttsettir lögreglumenn hafa orðið að segja af sér. Doh- erty og MacSharry voru reknir úr „skuggaráðuneytinu". Vonleysi ríkir í röðum and- stæðinga Haugheys eftir sigur hans og deilt um hverjir hafi svikið hvern. Nú getur Haughey látið kné fylgja kviði, rekið and- ófsmenn og krafizt hollustuyfir- lýsingar hópsins, sem gerði sam- særið. Fyrsta fórnarlambið verður líklega Charles McCreavy þingmaður, sem bar fram van- trauststillöguna í október og innsiglaði örlög sín með því að kalla hann „fasista" og „einræð- isherra" og segja það lán fyrir þjóðina að hún kaus hann ekki aftur. Þingmanninum Ben Briscoe, flutningsmanni síðustu tillög- unnar um brottvikningu Haugh- eys, verður trúlega einnig fórn- að. Briscoe hafði verið eindreg- inn stuðningsmaður Haugheys og kúvending hans var talið áfall fyrir Haughey. Briscoe sakaði Haughey um „stórmennsku- brjálæði" og sagði lýðræði í flokknum í hættu. Vegna um- mælanna hafði fjöldi manns í hótunum við hann í síma og hann og þrír menn aðrir úr Fi- anna Fail urðu að fá lögreglu- vernd. Haughey þarf að endurskipu- leggja „skuggaráðuneyti" sitt og sameina flokkinn, en það getur reynzt erfitt. Beiskjan í flokkn- um hefur aukizt vegna átakanna að undanförnu og ýmsir þing- menn munu eiga erfitt með að styðja hann heils hugar. Búast má við því fyrr eða síðar að völd- um Haugheys verði aftur ógnað, ef hann heldur áfram að hundsa andstæðinga sína og hlusta að- eins á vini sína og stuðnings- menn. Ef hann sýnir sanngirni má hins vegar vera að honum takist að sameina flokkinn, þótt honum hafi ekki tekizt það síðan hann var kjörinn leiðtogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.