Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983
Afstaðan til bráðabirgðalaganna:
Þingstörf, þinglok
og nýiar kosningar
— eftir Friðrik
Sophússon, varafor-
mann Sjálfstœðis-
flokksins
Á Alþingi íslendinga hefur ríkt
þrátefli allt frá því Ijóst var, að
ríkisstjórnin missti meirihluta
sinn í neðri deild þingsins. Þrá-
teflið lýsir sér í því, að stjórnin
getur ekki komið fram ágrein-
ingsmálum án samkomulags við
stjórnarandstöðuna og stjórnar-
andstaöan getur ekki fellt ríkis-
stjórnina. Stjórnarandstaðan
getur heldur ekki breytt stjórn-
arfrumvörpum — aðeins fellt
þau, samþykkt eða látið
afskiptalaus.
Allt frá upphafi síðasta árs til
ágútsloka beið þjóðin eftir að-
gerðum stjórnvalda í efna-
hagsmálum. Loksins birtust
efnahagsúrræðin í formi marg-
umræddra bráðabirgðalaga. En
áður en þau voru sett hafði einn
fyrrum stjórnarmanna lýst yfír
andstöðu við ríkisstjórnina.
Stjórnin ákvað samt að sigla
fleyi sínu út í óvissuna — án
þess haffærnisskírteinis sem
nauðsynlegur þingmeirihluti
getur einn gefíð út.
Um hvað fjölluðu
bráðabirgðalögin ?
í bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar var gert ráð
fyrir, að laun yrðu skert um
7,7% 1. desember 1982 til við-
bótar við 2,18% skerðingu
Ólafslaga á sama tíma og 2,9%
skerðingu, sem launþegasam-
tökin létu yfir sig ganga 1. sept.
með kjarasamningum. Þessari
kjaraskerðingu undu forystu-
menn launþegasamtakanna og
mótmæltu aðeins að forminu
til.
í annan stað var vörugjald
hækkað verulega til að ná tekj-
um í ríkissjóð, sem að hluta til
var dreift aftur til fólks í formi
svokallaðra láglaunabóta, en
gengu að öðru leyti til annarra
útgjalda ríkissjóðs.
I þriðja lagi var í lögunum
fjallað um ráðstöfun gengis-
munar vegna 13% gengisfell-
ingar, sem var mikilvægur
þáttur í ráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar.
Ríkisstjórnin lét hins vegar
undir höfuð leggjast að taka á
öðrum þáttum efnahagsmál-
anna og hundsaði algjörlega
aðvaranir Seðlabankans í pen-
ingamálunum, þegar á það var
bent, að sparnaður hefði aldrei
dregist jafn hratt saman.
Hver voru mark
miðin?
í yfirlýsingu, sem fylgdi
bráðabirgðalögunum sagði svo
um markmiðin:
„Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
mótast af eftirfarandi fjórum
meginmarkmiðum:
í fyrsta lagi að draga veru-
lega úr viðskiptahalla, þannig
að á næstu tveimur árum megi
í áföngum ná hallalausum
viðskiptum við önnur lönd.
í öðru lagi að treysta undir-
stöður atvinnulífsins með að-
gerðum til að auka framleiðni
og framleiðslugetu þjóðarbús-
ins og tryggja þannig öllum
landsmönnum næga atvinnu.
í þriðja lagi að verja lægstu
laun, eins og unnt er, fyrir þeim
samdrætti, sem orðið hefur í
þjóðartekjum.
í fjórða lagi að veita viðnám
gegn verðbólgu."
Hver er árangurinn?
Með hliðsjón af markmiðun-
um er rétt að skoða árangurinn
eins og hann blasir við sam-
kvæmt nýjustu upplýsingum:
• í fyrsta lagi var viðskipta-
hallinn á sl. ári yfir 11% af
þjóðarframleiðslunni og spáð
er, að hann verði yfir 8% af
yfirstandandi ári, þrátt fyrir
samþykkt bráðabirgðalaganna,
ef ekkert verður frekar að gert.
Eyðsluskuldir erlendis af þeim
sökum einum verða meiri en
nemur öllum tekju- og eigna-
skatti landsmanna (fyrirtæki
meðtalin).
• í annan stað er ljóst, að at-
vinnulíf landsmanna er í stór-
hættu. Framleiðsla og fram-
leiðni fer minnkandi vegna
rangrar efnahagsstjórnar og
ákvarðana, sem eru íþyngjandi
fyrir fyrirtækin.
• í þriðja lagi er spáð 6% lækk-
un kaupmáttar og gjörsamlega
hefur mistekist að verja kjör
þeirra, sem minnst mega sín,
enda eru láglaunabætur aðeins
lítill hluti þeirrar skattahækk-
unar, sem láglaunabótaþegar
hafa þegar þurft að greiða í
formi hækkaðs vörugjalds á
ýmsa vöruflokka, þ.á m. mat-
væli og aðrar nauðsynjar.
• í fjórða lagi veður verð-
bólgan áfram og stefnir í
70—80% á árinu, ef ekki verður
tekið í taumana.
Árangur efnahagsaðgerð-
anna í bráðabirgðalögunum er
lítill, þótt hann hafi nú verið í
gildi nánast allt það tímabil,
sem þau ná til (þ.e. 28. febrúar).
Hvað hefði gerzt, ef
lögin hefðu fallið?
Stjórnarandstaðan átti þess
kost að fella lögin fyrr í þessum
mánuði. Ýmsir hafa velt fyrir
sér efnahagslegum og stjórn-
málalegum afleiðingum þess.
Friðrik Sophusson, alþingismaður.
frá þeim degi, sem lögin féllu,
þannig að laun hefðu hækkað
yfir 20% 1. marz nk. Hins vegar
hefðu fjölmargar vörutegundir
stórlækkað í verði mjög skyndi-
lega, vegna þess, að allt vöru-
gjaldið (ekki aðeins ágúst-
hækkunin) var innifalið í
bráðabirgðalögunum. Ráðherr-
ar lýstu því yfir, að við svo búið
myndi stjórnin rjúfa þing þá
þegar og setja ný bráðabirgða-
lög með sams konar verkunum
og þau, sem felld hefðu verið.
Stjórnmálalegar afleiðingar
af falli bráðabirgðalaganna
hefðu fyrst og fremst verið þær
að knýja fram nýjar kosningar.
Andstaða stjórnarandstöðunn-
ar við bráðabirgðalögin byggð-
ist því fyrst og fremst á því að
fá fram kosningar eða ná
samningum um þingstörf og
þinglok ella.
Hver var afstaða Sjálf-
stæðisflokksins til
bráðabirgðalaganna?
Afstaða Sjálfstæðisflokksins
til bráðabirgðalaganna varð
ljós strax í ágúst, þegar þing-
flokkurinn lýsti yfir andstöðu
við lögin, en þá lá fyrir að
stjórnin hefði misst starfhæfan
meirihluta á þingi. Þingflokk-
urinn gerði kröfur til að þing
yrði kallað saman þá þegar,
gengið yrði frá nauðsynlegum
málum (þ.á m. kjördæmamál-
inu) og efnt til nýrra kosninga,
þannig að ný stjórn með nægan
þingstyrk að baki sér gæti tekið
við tímanlega til að gera nauð-
synlegar ráðstafanir fyrir 1.
desember.
Þessari sjálfsögðu kröfu var
ekki ansað og þing ekki kallað
saman fyrr en á venjulegum
tíma, um miðjan október. Síðan
hafa formenn stjórnarflokk-
anna lýst því yfir, að það hafi
verið mistök að fara ekki að
ráðum stjórnarandstöðunnar.
Slík viðurkenning er eðlileg,
þegar þess er gætt, hve haldlítil
bráðabirgðalögin eru í barátt-
unni við verðbólguna. Síðbúin
játning um mistök ráðherranna
breytir ekki þeirri staðreynd,
að stjórnin hundsaði kröfur um
hraða afgreiðslu, en ákvað að
sitja án þess að geta stjórnað.
Þau mistök hafa orðið þjóðinni
dýr, skapað upplausn og öng-
þveiti í efnahagsmálum og van-
trú á getu stjórnmálamanna til
að leysa þau verkefni, sem þeim
eru falin.
Jafnvel þeir, sem sögðu það
ábyrgðalaust að lýsa strax yfir
andstöðu við bráðabirgðalögin,
sjá nú, að margir mánuðir hafa
farið til spillis vegna þrásetu
ríkisstjórnarinnar.
Hvers vegna lá stjórn-
in á frumvarpinu?
Það vakti athygli, hve langur
tími leið, þar til frumvarpið
kom fram á Alþingi. Ástæðan
fyrir þeirri seinkun var ágrein-
ingur um svokölluð fylgifrum-
vörp einkum vísitölumálið, sem
loks var lagt fram á Alþingi í
Lionsklúbb-
ur Akureyrar
selur blóm
NÆSTKOMANDI sunnudag 20.
febrúar (konudag) munu félagar í
Lionsklúbbi Akureyrar knýja dyra
hjá Akureyringum og bjóða blóm-
vönd til kaups. Þessi siður er orðinn
fastur liður í bæjarlífinu og er ein
aðal tekjuöflun klúbbsins og verður
hagnaði af sölunni nú varið til Sól-
borgar eins og svo oft áður.
Um leið og við heitum á bæj-
arbúa að bregðast vel við blóma-
sölunni, viljum við koma hér á
framfæri alúðarþökkum til bæj-
arbúa fyrir margvíslegan stuðning
við þau málefni, sem klúbburinn
hefur barist fyrir og þá sérstak-
lega þeim, sem veittu okkur lið við
síðasta framtak okkar, sem var
fjölskyldubingó í Sjallanum 10.
október sl., en afraksturinn af því
nam í líknarsjóð kr. 42.536.- og
hefur L.kl.AK. afhent með bréfi
dagsett 10. desember kr. 20.000,-
til áframhaldandi uppbyggingar
sjúkraþjónustu við aldraða í
Systraseli. Þá fóru 4.044,15 kr. í
jólagjafakaup til vistfólks á Sól-
borg, en líknarnefnd hefur með
höndum áætlanir um ráðstöfun
þess fjár, sem eftir stendur í líkn-
arsjóði. Blómasölumenn munu
verða á ferðinni milli kl. 10.00 og
12.30. FrétUtilkynning.
Verðandi stórmeistarar?
Á ÞRIÐJUDAG tók Skákskóli Friðriks OLafssonar til starfa í húsnæði
skólans að Laugavegi 51. Hér eru Friðrik, Guðmundur Sigurjónsson og
Margeir Pétursson ásamt fyrstu nemcndunum, sem eru á bilinu 7 til 10
ára — verðandi stórmeistarar. Á fyrstu önn skólans eru 160 nemendur
og komust færri að en vildu.
MorgaablaðiA/ÓI.K.M.
■l