Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 ______________________________________» 'W? rr»M S»n4ltlll tiég kona bilnum inn i’ btlskórinn,en '€g \Jarh oÍ> fvura. I gegnum eldhúsib-" HÖGNI HREKKVÍSI O -A__. „ HypjAPU P'G 8URT to Víða frekari þörf fyrir gönguljós Ingi Ú. Magnússon, gatnamála- stjóri skrifar: „Vegna fyrirspurnar um gangbrautarljós á Kleppsvegi er birtist í „Velvakanda" Morgun- blaðsins 16. þ.m., skal eftirfarandi tekið fram: Hér er um að ræða gangbraut á móts við Laugarásbíó. Há- markshraði umferðar á þessum stað er 50 km á klst. og gott eftir- lit er með honum frá lögreglunnar hendi. Þrenn umferðarljós eru á Kleppsvegi — Elliðavogi og í ráði er að setja upp gangbrautarljós á móts við Klepp, einkum vegna skóladagheimilisins. Fjölgun ljósa á þessari miklu umferðaræð rýrir enn frekar flutningsgetu hennar. Þá mun og vera víða frekari þörf gönguljósa, þar sem umferð gang- andi er meiri og einkum þar sem skólabörn eiga hlut að máli. Virðingarfyllst." Svo afleitir er- um við Svcinbjörn Einarsson skrifar: „Velvakandi. Fjármálaráðherra sagði í sjón- varpsumræðum þann 15. þ.m. að kaupskerðing landsmanna gæti ekki talist óeðlileg eins og ástæður væru í þjóðfélaginu nú um sinn, og bætti við: „En við viljum ekki láta kné fylgja kviði." Tæplega mun það teljast til út- úrsnúninga, þótt þessi hugsun sé örlítið lengd í báða enda, en þá þó ekki gæti hún orðið á þessa leið: — Við höfum vissulega verið harðir í horn að taka og náð kverkatökum á launþegum og haft þá undir, en svo afleitir erum við þó ekki, að við viljum láta kné fylgja kviði eins og hinn parturinn af ríkis- stjórninni vill. — Viðbótin beggja vegna talshátt- arins kann að vera sennileg til- gáta um hugsun sem þarf að vera dulin af praktískum ástæðum." Bréf frá Noregi Dagný Sveinsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég sit uppi með bréf frá Noregi, sem haldið var að ég ætti. Það er áritað til Dagnýjar Sveinsdóttur, líklega í Hafnarfirði. Sendandinn er: May-Kristin Vesteng, Heste- skoen 21, 2150 Árnes. Eigandi bréfsins getur haft samband við mig í síma 92-1441. Með þökk fyrir birtinguna." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Lengi var barist, og kenndu nvorir hinum um upptökin. Rétt væri: ... og kenndu hvorir öðrum um upptökin. Munum að við eigum gott land — erum rík Árni llelgason, Stykkishólmi, skrifar: „Nýverið átti ríkisstjón lands vors 3 ára afmæli. f tilefni þess heiðraði okkar ágæta blað hana með því að rifja upp og birta 10 atriði sem ekki höfðu gengið fram á kjörtímabilinu. Mættu margar ríkisstjórnir undan- farinna, ára vera hreyknar af að eiga ekki nema 10 atriðum ólokið, þegar að leiðarlokum dregur. Og þó er ekki öll nótt úti enn. Það er vitað að í upphafi setja allar ríkisstjórnir sér takmkörk í fjölda liða, það eru þau verkefni sem talin eru brýn og til bóta horfa. Margt tekst að fram- kvæma, annað ekki. Kóngur vill sigla, byr hlýtur að ráða og margt mætir sem ekki var séð fyrir og tor- veldar framkvæmd. Allar ríkis- stjórnir skila þannig af sér til þeirr- ar næstu í mörgum liðum. Má því ríkisstjórn vor vera sæmilega ánægð þegar upp er staðið. En mitt ágæta blað tíundar ein- ungis erfiðu hliðina. Lítur framhjá því sem vel er gert og vel hefir tekist og er það blaöamennska út af fyrir sig. Margir spyrja. Hvað hefir blaðið gert sjálft til að fleiri og betri áfang- ar hafi náðst og fleiri góðum málefn- um yrði þokað í rétta átt til gagns landi voru og þjóð. Það væri þess virði að fá svar við þeirri spurn. Mörgum finnst að blaðið hafi verið fundvísara á dökku hliðarnar í þjóð- félaginu, meðan sólskinsblettirnir hafa orðið að bíða og jafnvel ekki komist inn í svartnættið. Því miður er of margt til í þessu. í blaðinu er oft spurt hvað ríkisstjórnin geri til að skapa atvinnutækjum þennan og þennan rekstrargrundvöll. Þar sér maður stórar fyrirsagnir um að rekstur hingað og þangað um landið velti á þvi að ríkisstjórnin komi til aðstoðar og svo á næsta leyti blasir við: Ríkisafskipti eru orðin svo mikil að þau eru að sliga atvinnuvegina. Ríkisstjómin eigi að hætta að skipta sér af þessu og þessu. Þessu á almenningur erfitt með að átta sig á þegar hvað rekur sig á annars horn. Allt svona lamar áhuga manna á að bjarga sér sjálfir og orð- takið: Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur, fer dvínandi að merkingu, þegar þessar raddir eru margendurteknar í aðalmálgagni landsins, dregur virkilega úr mörg- um kjarkinn. Þetta er léleg sjálf- stæðisstefna. Lítið fer svo fyrir nokkru jákvæðu hjá blessaðri stjórnarandstöðunni okkar og finnst flestum að risminni hefði hún ekki getað verið. Hún heimtar meiri framkvæmdir, aukn- ingu atvinnu, meiri kröfur eru gerð- ar. Á sama tíma undrast hún yfir hækkandi fjárlögum. Það á að byggja mörg stóriðjuver, auðvitað allt með lánsfé. Og svo er undrast yfir erlendri skuldasöfnum. Ekki kemur þetta rétt vel heim og saman. Þingflokksformaður vor sá rautt þegar bráðabirgðalögin komu fram í haust sællar minningar. Krafist var að þing kæmi saman, voði á ferðum og allt eftir því. Svo komu yfirlýs- ingarnar: Þau verða felld og ekkert átti að spara til þess. Svo leið tím- inn. Þá er boðið upp í dans. Við skul- um þoka málunum í gegnum þingið ef stjórnin vill láta okkur vita hve- nær hún hugsi sér kosningar. Ein- hvern tímann hefði verið haft orð á verslun með samvisku og sannfær- ingu. Enn á að fella. Svo kemur að atkvæðagreiðslu. Þá er lýst yfir að ef lögin verði felld þá komi strax til kosninga. Og þá setja þeir allir hendur í skaut, sitja hjá í „mikil- vægasta málinu". Þá lá ekkert á að kjósa. Það er margt skrýtilegt í kýrhausnum sagði karlinn. Ef Reyk- nesingar eru hrifnir af svona pólitík, þá hefir þeim farið verulega aftur. Staksteinahöfundar hafa dregið í efa einlægni mína sem sjálfstæð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.