Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 KA sigraði Gróttu og vann 2. deildina KA tryggöi sér sigur í 2. deild ís- landsmótsins í handknattleik meö því aö sigra Gróttu, meö einu marki, í æsispennandi leik á Akureyri í gærkvöldi. Úrslitin urðu 20:19 fyrir KA, en í hálfleik var staðan 9:8 fyrir Gróttu. Noröanmenn gengu vasklega til leiks og komust í 5:1 eftir 10 mín- útna leik. En þá skoruöu þeir ekki mark í 17 mínútur og Seltirningar jafna 6:6, og komust síöan í 7:6 og KA 20 Grótta 19 Koch setti tvö heimsmet AUSTUR-þýzka hlaupadrottn ingin Marita Koch setti tvö heímsmet á einni helgi á frjálsíþróttamóti í Seftenberg í heimalandi sínu. Hljóp hún 60 metra á 7,08 sekúndum og 200 á 22,63. í ööru sætí í 60 metra hlaupinu varð Marlies Göhr á 7,13 sek. Hún vann síöan óvenjulega keppnisvega- lengd, 100 stiku hlaup, á 10,34 sek. En Koch var ekki ein um aö setja met, því landa hennar, Anke Vater, setti heimsmet í fimmtarþraut innanhúss, náöi 4,654 stigum, en ekki fylgir sögunni hvaöa greinar voru í þrautinni. Góöur árangur náö- ist í 60 metra grindahlauþi kvenna, sem Bettina Jahn hljóp á 7,93 sekúndum, og Andreas Oschkenat náöi öðrum bezta tíma heims í ár í 60 metra grindahlaupi karla er hann hljóp á 7,71. Aðeins finnski grindahlauparinn Arto Brygg- are er betri í ár. —ágás Ashford sigr- aði Göhr TVÆR fljótustu konur heims mættust í keppni í Inglewood í Kaliforníu fyrir skömmu. Lyktaöi viöureigninni með því að Evelyn Ashford Bandaríkj- unum vann austur-þýzku stúlkuna Marlies Göhr í 60 stiku hlaupi innanhúss. Ash- ford kom heilum metra á und- an Göhr í mark, hljóp á 6,55 sekúndum og var því aðeins einn hundraðasta frá heims- meti sínu frá í fyrra. Göhr hlaut 6,69 sekúndur og banda- ríska stúlkan Jeanette Bolden 6,73 sek. Á mótinu náði bandaríski hlauparinn Doug Padilla bezta heimstímanum í ár í tveimur enskum mílum, hljóp á 8:24,68 mínútum. — ágás héldu síðan eins marks forskoti í hálfleik. Jafnt var síöan á öllum tölum í seinni hálfleik og skiptust liöin á um forystuna. Þegar ein mínúta var til leiksloka var jafnt, 19:19, en norðanmenn fengu þá knöttinn, héldu honum vel og Flemming skoraöi síöan úrslitamarkiö þegar 10 sekúndur liföu af leiktímanum. Mörk KA: Flemming Bevensee 5, Friöjón Jónsson 3, Kristján Óskarsson 3, Erlingur Kristjánsson 3, Erlendur Hermannsson 2, Kjeld Mauritsen 2, Guðmundur Guö- mundsson 1 og Jakob Jónsson 1. Mörk Gróttu: Siguröur Sigurös- son 5, Gunnar Þórisson 5, Jóhann Pétursson 4, Jón Hróbjartsson 3 og Sverrir Sverrisson 2. AS. ÍHTM Frá leik Hauka og Þórs frá Akureyri. Dakarsta Webster i Haukalíöinu gnæfir upp yfir vörn Þórs og skorar örugglega. ------------------- Morgunblaöið/Kristján Einarsson. Haukar unnu Þór með 30 stiga mun Haukar lögöu Akureyrarþórsara auöveldlega aö velli í 1. deildinni í körfubolta í Hafnarfiröi í gær- kvöldi, og eru því efstir í deildinni meö 20 stig eftir 12 leiki. Stúdent- ar eru í ööru sæti með 18 stig og Þór í þriðja meö 14 stig eftir 10 leiki. Lyktaði leiknum í gærkvöldi með 30 stiga sigri Hauka, sem skoruðu 114 stig gegn 84. Maöur vallarins var Pálmar Sigurösson, Haukum, sem skoraöi 50 stig. Leikurinn var jafn framan af, staöan 10-10 á sjöttu mínútu. En þá tóku Haukarnir mikinn sprett og komust i 30—16, og síðan 45—20, en í hálfleik var staöan 55—36 fyrir Hauka. Jafnræöi var einnig í stigaskor- inu fyrstu mínúturnar í seinni hálf- leik, staöan 64—47 á þeirri fjóröu, Haukar 114 Þór Ak. 84 en þá hófu Haukarnir flugiö á ný, og þegar sex mínútur voru til leiksloka rufu þeir 100 stiga múr- inn, komust í 100—76. Eins og áöur segir var Pálmar Sigurösson yfirburöamaöur á vell- inum. Sennilega hafa fjölmargir áhorfendur komið tii aö sjá hinn snjalla Robert McField hjá Þór, en Pálmar stal senunni. McField er af- buröa snjall leikmaöur og skoraöi 41 stig úr alls kyns færum, en hittnin var þó slæm á köflum. Þaö sem réöi úrslitum í þessum leik var sterk liösheild Haukanna. Hjá Þór voru McField og Eiríkur þeir einu sem eitthvaö höföu aö gera í Haukana. Stig Hauka: Pálmar Sigurösson 50, Dakarta Webster 23, Hálfdán Markússon 18, Kári Eiríksson 9, Ólafur Rafnsson 6, Jón Halldór Garöarsson 4 og Bogi Hjálmtýsson 4. Stig Þórs: Robert McField 41, Eiríkur Sigurðsson 14, Jón Héð- insson 11, Björn Sveinsson 6, Konráö Óskarsson 4, Guömundur Björnsson 2, Valdimar Júlíusson 2 og Þórarinn Sigurösson 2. Góöir dómarar leiksins voru Davíð Sveinsson og Jóhann Björnsson. IHÞ. Framúrskar- andi íþrótta- konur Tvær konur voru i hópi átta af- reksmanna í íþróttum sem Morg- unblaðiö heiöraði í gær fyrir frammistööu þeirra í íþrótt sinni í fyrra. Meðfylgjandi mynd tók Kristján Örn Elíasson, Ijósmynd- ari, af Guðrúnu Femu Ágústsdótt- ur, sundkonur úr Ægi (t.v.) og Oddnýju Árnadóttur, frjálsíþrótta- konu úr ÍR, er þær höfðu veitt viö- urkenningum sínum móttöku. Guörún Fema og Oddný náðu báðar stórgóöum árangri á síð- astliðnu ári og settu fjölda is- landsmeta. Báöar eru í góöri æf- ingu og líklegar til enn frekari af- reka á þessu ári. Júdómót á Akureyri JÚDÓFÉLAG Akureyrar gengst fyrir opnu júdómóti í íþróttahúsi Glerárskóla á morgun, sunnu- dag, klukkan 14,30. Margir beztu júdómenn landsins, þ.á m. Bjarni Friöriksson og Hall- dór Guöbjörnsson, veröa meö- al þátttakenda, sem alls veröa um 40. Breið- holtshlaup ÍR-INGAR gangast fyrir svoköll- uöu Breiöholtshlaupi í dag, en þaö er um 19 kílómetra hlaup og fór fram í fyrsta sinn í fyrra. Hlaupnir eru tveir hringir um hverfin öll í Breiöholti. Hefst hlaupiö viö sundlaugina í efra Breiöholti klukkan 13. Vænt- anlegir þátttakendur eru beönir aö mæta tímanlega til skrán- ingar. Meist- aramót í frjálsum Meistaramót Islands 14 ára og yngri í frjálsum íþróttum fer fram um næstu helgi, 26. og 27. febrúar nk. Mótiö hefst í Hafn- arfirði laugardaginn 26. febr. kl. 13 og verður þá keppt í Ingstökki án atrennu og há- stökki í pilta-, telpna-, stelpna- og strákaflokkum. Á sunnudag, 27. febrúar, veröur keppt í Baldurshaga í sömu flokkum í 50 m hlaupi og langstökki. Þátttökutilkynningar þurfa aö berast til Siguröar Haralds- sonar í sima 52403 í síðasta lagi þriöjudaginn 22. febrúar. Þátttökugjald er 15 kr. á grein. Borð- tennismót Víkings Víkingsmótiö í borötennis veröur haldiö í Laugardalshöll, aöalsal, á morgun, sunnudag. Mótiö er opið punktamót í öll- um flokkum karla og kvenna. Keppt er um keramikbikara frá Glit. Húsiö opnar kl. 13 fyrir upp- hitun. Mótiö hefst kl. 14 í 2. flokki karla og 1. flokki kvenna, kl. 15 í 1. flokki karla og kl. 16 í mfl. karla og kvenna. Leikinn er einfaldur útsláttur í 1. og 2. flokki karla, 2—3 lotur, í mfl. karla einfaldur útsláttur, 3—5 lotur. I mfl. kvenna og 1. flokki kvenna leika allir viö alla 2—3 lotur. Verðlaun veröa auk bikara fyrir 1. sætiö í hverjum flokki gjafir frá Dunlop-umboöinu, Austurbakka hf., spaöar og fleira. Auk þess verölaunapen- ingar fyrir 3 efstu sætin. Verö- launaafhending veröur sama dag kl. 21 í Víkingsheimilinu viö Hæöargarð. Bikarglíma íslands BIKARGLÍMA Glímusambands íslands fer fram í dag klukkan 18.00 í Vogaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.