Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983
Spjallað um útvarp og sjónvarp
„Hann varð eitt
sólskinsbros“
Samkvæmt áreiðanlegum
fréttum mun vera til hugmynd
hjá háttvirtu fjármálaráði
Ríkisútvarpsins sem gerir ráð
fyrir 50% lækkun á ráðstöfun-
arfé Lista- og skemmtideildar,
samanborið við árið 1982. í al-
vöru er stefnt að stórfelldum
niðurskurði til þeirrar deildar
sem mest þarf að hlynna að og á
þeim tímum þegar þjóðin hefur
mátt þola erfiða veðráttu, afla-
leysi til sjávar, skammdegi, dug-
lausa ríkisstjórn en jafnframt
óvenju mikla grósku í menning-
arlífi og listum. Takist háttvirtu
fjármálaráði að koma fram
hugmyndum sínum verður ekki
lengur hægt að brosa að neinu í
dagskrá ríkisfjölmiðlanna nema
auglýsingunni frá Háskóla-
happdrættinu þar sem kunnur
leikari dregur stóran fisk upp úr
baðkeri með veiðistöng, jú, og
kannski verður hægt að brosa
þegar Trausti veðurfræðingur
segir fréttir af víðáttumikilli
lægð suður af Grænlandi. Þessi
atlaga að Lista- og skemmtideild
má ekki takast. Við skulum vona
að háttvirt fjármálaráð sjái að
sér í tíma, forði þjóðinni frá
andlegum þrengingum og geti
svo fagnað með okkur sem borg-
um afnotagjöldin, hækkandi sól
þegar vorið er nú skammt undan
þrátt fyrir allt.
Eru menn hættir að nema
lögfræði við Háskólann? Eða er
það framtaksleysi af hálfu sjón-
varpsins að sá merki þáttur,
„Réttur er settur", sem Orator,
félag laganema, hefur séð um
undanfarna vetur, er ekki lengur
á dagskrá? Ég sakna þáttarins
sem var bæði skemmtilegur og
fróðlegur fyrir þá sem ekki eru
að sér í klækjum lögfræðinnar.
Fimmtudagur
10. febrúar:
Mikið var gaman að hlusta á
útvarpið eftir síðari kvöldfréttir.
Jörundur Guðmundsson og Þór-
hallur Sigurðsson (Laddi)
brugðu sér í allra kvikinda gervi
og fjölbreytnin meiri en oftast
áður, kostulegt þegar um er að
ræða meistara skopsins og mikið
má læra af þeim í Hollywood þar
sem Laddi hefur setið á skóla-
bekk, og við munum eiga von á
góðu þegar hann er útskrifaður.
Þáttur þeirra félaga, „Oft má
saltkjöt liggja", verður hálfs-
mánaðarlega á dagskrá fram á
vor. í þessum fyrsta þætti var
grátbroslegt grín um útvarpið og
einstaka dagskrárliði fyrir norð-
an og sunnan heiða. í eina fjóra
daga eftir að útvarpsþættinum
lauk hefur verið frostlaust, þíða
og hið besta veður. Húmor
þeirra Jörundar og Ladda hefur
unnið bug á skemmdarstarfsemi
veðurguðanna sem áður höfðu
sent okkur hvert óveðrið af öðru.
Föstudagur
11. febrúar:
Ragnheiður Davíðsdóttir og
Tryggvi Jakobsson sáu um þátt í
útvarpi klukkan fimm er fjallaði
um umferðarmál og heitir „Með
á nótunum" og er vikulega á
dagskrá. Leikin var létt tónlist
og spjallað við Sigríði Gísladótt-
ur, fullorðna konu sem varð fyrir
þeirri reynslu að lenda í bílslysi
en hefur sem betur fer náð sér.
Hún kvað tillitssemi í umferð-
inni af skornum skammti, öllum
lægi þessi ósköp á. Umsjónar-
maður þáttarins hringdi til Ak-
ureyrar og spjallaði við lögregl-
una á staðnum sem sagði þær
fréttir að daginn áður hefðu ver-
ið fjórtán árekstrar á götum
bæjarins. í lok þáttarins var
fluttur athyglisverður pistill um
umferðarmál af Sigrúnu Helga-
dóttur. Þáttur um umferðarmál
er nauðsynlegur í útvarpi á þess-
um árstíma og raunar allt árið
um kring.
Ég missti af bresku maura-
hljómsveitinni „Adam and the
Ants“, sem Þorgeir Ástvaldsson,
poppsérfræðingur kynnti í sjón-
varpi eftir fréttir og veðurfregn-
ir, og Kastljósi. Horfði á nýja
Páll P. Pálsson
þýska sjónvarpskvikmynd síðar
um kvöldið sem heitir „Grandi-
son-fjölskyldan“ og var bæði
langdregin og leiðinleg. Þó bar
við augu fallega akra, fögur tún,
fagrar konur og fagurt landslag,
en efniviðurinn var lítið áhuga-
verður og leikur ekki til að hrópa
húrra fyrir. Myndin styðst við
sögulegar heimildir frá árinu
1814. í stuttu máli sagt, þá fjall-
ar myndin um yfirheyrslur
rannsóknardómarans í Heidel-
berg yfir Rósu Grandison og við-
leitni hans til að fá hana til að
vitna gegn eiginmanni sínum
sem er grunaður um að hafa
auðgast á gripdeildum. I lokin
endar þessi harmleikur með því
að hin unga og myndarlega kona
sviptir sig lífi. Þessi mynd fær
ekki einu sinni stjörnu í minni
gagnrýni.
Laugardagur
12. febrúar:
Það var baðstofustemmning
þegar Kvöldvakan hófst í út-
Bryndís Schram
varpi klukkan 8.30 um kvöldið.
Ég kveikti á kertum þegar fyrsti
liður kvöldvökunnar byrjaði og
hefði getað hugsað mér fullt trog
af þorramat úr Naustinu á borð-
um, Hallgerður Gísladóttir sagði
frá þróun eldhúsa. Kallaði hún
erindi sitt „Eldhús á miðöldum“
og hafði tínt til mikinn fróðleik.
Annar liður kvöldvökunnar var
erindi Þorsteins frá Hamri,
„Kúgaðu fé af kotungi". Þor-
steinn sagði frá Birni Péturssyni
sem var sýslumaður á Bursta-
felli frá 1695—1720. Steini sagði
skemmtilega frá karlinum og er-
indið ákaflega fróðlegt. Gaman
var að heyra af slagsmálum
Björns og Jóns biskups Vídalíns
í stofu heima hjá Birni.
Erindi, sem Sigríður Schiöth
tók saman og flutti að loknum
þætti Þorsteins frá Hamri og
hét. „Af hákörlum" var tengt
frásögunum af hákarlaveiðum
eftir Guðmund G. Hagalín og
Jakob Thorarensen og frásögun-
um af tröllskessum sem reyndu
raðauglýsingar
raðauglýsingar
raðauglýsingar
tilkynningar
Þjónustumiöstöö
aldraöra og öryrkja
Múlabær, viö Ármúla 34, veröur opin áhug-
afólki til sýnis í dag, laugardaginn 19. febrú-
ar, frá kl. 14 til 17. Stjórnin
Auglýsing
um styrki Evrópuráösins á sviði læknisfræöi
og heilbrigðisþjónustu fyrir áriö 1984.
Evrópuráöiö mun á árinu 1984 veita starfs-
fólki í heilbrigðisþjónustu styrki til námsferöa
í þeim tilgangi aö styrkþegar kynni sér nýj-
ungar í starfsgreinum sínum í löndum
Evrópuráðsins og Finnlandi.
Styrktímabiliö hefst 1. janúar 1984 og lýkur
31. desember 1984. Um er aö ræöa greiöslu
feröakostnaöar samkvæmt nánari reglum og
dagpeninga, sem nema 161 frönskum frönk-
um á dag.
Ráðuneytið vekur athygli á, að ákveðið hefur
veriö forgangsverkefni fyrir áriö 1984 „áhrif
langvinns atvinnuleysis á heilsu manna“. Þeir
sem óska eftir styrk til þessa verkefnis njóta
aö ööru jöfnu forgangs aö styrkjum geti þeir
sinnt því á fyrri helmingi ársins, þannig aö
sérfræöinganefnd, er aö þessu vinnur geti
hagnýtt sér niðurstöður viö gerö tillagna sem
sendast eiga Evrópuráðinu fyrir árslok 1984.
Umsóknareyöublöö fást í skrifstofu land-
læknis og í heilbrigöis- og tryggingamála-
ráðuneytinu og eru þar veittar nánari upplýs-
ingar um styrkina.
Umsóknir skulu hafa borist ráöuneytinu fyrir
18. mars nk.
Heilbrigðis- og tryggingamáiaráöuneytiö,
18. febrúar 1983.
Tilkynning til finnskra
ríkisborgara á íslandi
Utankjörstaðakosning erlendis, vegna kjörs kjörmanna fyrir Alþing-
iskosningar í Finnlandi, fer fram dagana 28/2—12/3 1983. Kjörstaður
á islandi er: Flnnska sendiráöiö, Hótel Saga Reykjavik sími-
29900/513.
Kjörstaður er opinn 28/2—6/3 1983, klukkan 10—16.
Atkvæðisrétt við kosninguna hafa finnskir ríkísborgarar sem hafa náö
18 ára aldri fyrir árslok 1982, án tillits til búsetu. Kjósanda ber að
sanna rétt sinn með framvísun vegabréfs, nafnskírteinis, ökuskírteinis
eöa annarra skilríkja með mynd.
LJpplysingar um utankjörstaöakosningar veitir sendiráö Finnlands i
Reykjavík, Ariel Rimón sendiráösritari og Barbro Skutnás deildar-
s,ion- Reykjavik 14/2 1983
Finnska sendirádió.
Ilmoitus Koskien Kaikkia
Suomen Kansalaisia
Kansanedustajain vaalien ennakkoáánestys ulkomailla tapahtuu 28/2
1983 ja 12/3 1983 válisená aikana.
Ennakkoáánestys Islannissa járjestetáán Suomen suurláhetystössá
Reykjavíkissa, osoite Hotel Saga, puh. 29 900/513.
Aánestyspaikka on avoinna 28/2—6/3 1983 kl. 10—16.
Áánioikeutettu vaaleissa on asuinpaikkaan katsomatta jokainen Su-
omen kansalainen, joka vuoden 1982 loppuun mennessá on táyttányt
18 vuotta. Áánestáján tulee esittáá áánestyspaikassa valokuvalla var-
ustettu todistus henkilöllisyydestáán (esim. passi, ajokortti tms.).
Ennakkoáánestystá koskeviin tiedusteluihin Suomen suurláhetyst-
össá Reykjavíkissa vastaavat láhetystösihteeri Ariel Rimón ja osast-
osihteeri Barbro Skutnás.
Reykjavikissa. 14/2 1983
Suomen Suurlahetystö.
Meddelande till alla
finska medborgare
Förhandsröstningen utomlands i förbindelse med riksdagsmannaval-
et i Finland áger rum under tiden 28/2—12/3 1983.
Röstningsplatsen i Island ár: Finlands ambassad, Hotel Saga, Reykja-
vik, tel. 29 900/513. Vallokalen ár öppen 28/2—6/3 1983 kl. 10—16.
Röstberáttigad vid valet ár oberoende av bostadsort, före utgángen
av ár 1982 18 ár fylld finsk medborgare.
Den röstande bör bevisa sin identited med pass, legitimationskort,
körkort eller nágot annat med forografi försett bevis.
Information om förhandsröstningen ger vid Finlands ambassad i
Reykjavík, ambassadsekreterare Ariel Rimón ock avdelningssekret-
erare Barbro Skutnás.
Reykjavik, den 14. februari 1983
Finlands ambassad.
Útgerðarmenn —
Skipstjórar
Eigum fyrirliggjandi þorskanet. Garn nr. 15
og 15, færaefni, hagstætt verö.
Upplýsingar í símum 1700 — 1750.
bilar
J
Sérleyfisb. eða hóp-
ferðabílar til sölu
Benz 1113 árg. 1972 42 farþ.
Benz 1113 árg. 1974 32 farþ.
Benz 309 árg. 1977 25 farþ.
Upplýsingar gefur Haukur Helgason hjá
Sérlb. Helga Péturssonar hf., Smiöjuveg 40,
Kóp., sími 72700.
m
co lO CD Bladií) sem þú vakruir við!