Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 39 fólk í fréttum Lyf gegn áfengissýki + Sovéskir vísindamcnn hafa framleitt lyf, sem auðveldar mjög áfeng- issjúklingum að sigrast á lönguninni. Frá þessu segir í Trud, blaði sovésku verkalýðssamtakanna, og fylgdi það fréttinni, að lyfið yrði sett á markaðinn á næsta ári. Trud hefur það eftir Yuri V. Burovoy, eðlisfræðingi við lyfja- fræðideild sovésku vísindaakademíunnar, að lyfið, sem kallast Inmekarb, hafi engar aukaverkanir í för með sér, sé „hvorki sætt né súrt“ og að taka verði það fimm sinnum á dag í um mánaðartíma. Þá bregði svo við, að áfengissjúklingurinn finni ekki til sömu löngunar í eitrið og áður. Blaðið hafði það einnig eftir Yuri, að engar tölur væru til um fjölda áfengissjúklinga í Sovétríkjunum. Blaðið bað hann að giska og sagði hann þá, að þeir væru „fleiri en 100.000“. Jon í miðju stökki. Æfir skfðastökk innan í bíl -t- Jon Denney, 22ja ára gamall, bandarískur skíðastökkvari, hefur fundið upp á sérkennilegri aðferð við að bæta stökkstflinn. Hann æfir sig innan í sérsmíðuðum bfl. Bíllinn er þannig gerður, að hann er opinn í báða enda eins og sumir, nokkurs konar svelgur, sem magnar upp loftstrauminn. Jon hangir í gormi fremst í bílnum og þegar faðir hans, sem er bílstjór- inn, er kominn upp í 80 km hraða þá lyftist Jon upp eins og sjá má á myndinni. Hver „flugferð" stendur aðeins í sex sekúndur í senn en Jon notar tímann vel til að finna hinn sanna tón í stökkinu. Þannig gengur það fyrir sig hvað eftir annað og Jon segir, að klukkutíma æfing í bílnum sé á við 1000 æfingastökk af palli og auk þess miklu ódýrari. -I- Leikkonan Jane Fonda gaf ný- lega út bók með sérstökum leikflmi- æflngum og njóta þessar æflngar sérstakra vinsælda hjá konum á öll- um aldri. Hún segir: „Æflngarnar fjarlæga ekki freknurnar á þér og minnka ekki fæturna eða gera aug- un í þér stærri og fallegri, en þú verður örugglega ánægðari með sjálfa þig ef þú ferð eftir þeim.“ -I- Ameríski soul-söngvarinn, Lionel Ritchie hefur hætt 14 ára samstarfl við hljómsvcitina Commodores og ætlar að gefa út sína fyrstu sólo- plötu á næstunni. „Ég hef samið lög fyrir Kenny Rogers og Diana Ross komst efst á vinsældalista með lagið mitt „Endless Love", og nú ætlað ég að semja fyrir mig sjálfan og ég er mjög spenntur að sjá árangurinn," sagði Lionel Ritchie. + Lynne Frederick, ekkja Peter Sellers og fyrrverandi eiginkona David Frost, ætlað að setjast að í Bandaríkjunum ásamt núverandi eiginmanni sínum, hjartalækningum Barry llnger. Þau giftu sig um jólin síðastliðin og hyggjast nú búa í villu þeirri í Beverly Hills, sem Lynne fékk í arf eftir Peter Sellers. Trú- lega vantar ekki aurana á þeim bæ. VILTU HJÁLPA SATT — að auka atvinnu- möguleika tónlistar- manna — hjálpa þeim að koma upp eigin húsnæði undir starfsemi sína — opna sjónvarpið fyrir r íslensku tónlistarefni — kynna ísl. tónlist er- lendis Þaö gerir þú með því aö kaupa miöa í bygginahappdrætti SATT — dregiö 20. febrúar. Þú getur pantaö miöa í síma 15310 Gallery Lækjartorg, og viö sendum þér miöa um hæl — sendingarkostnað greiðum við. Þú getur li'ka fyllt út formið hór aö neöan og sent okkur í pósti. Ath. þarf aö hafa borist okkur fyrir mánaöarmót, en þá veröa innsigluö vinningsnúmer birt opinberlega. Óska eftir að kaupa í byggingarhappdrætti SATT fjöldi — verð m. kr. 45. Nafn _______________________________ Staður ____________________________ Póstnr__________....._....... sími .............................._....._..... Ath. þú lætur kr. 45 fylgja fyrir hvern miða sem þú pantar. Viljir þú gerast áhugameölimur í SATT, merktu þá í reitin hér til hliöar, og við sendum þér um hæl nánari upplýsingar. Óska eftir að gerast áhugameölimur i SATT □ EFLUM LIFANDI TÓNLIST I I I I I I t I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Hópferðir — einstaklingsferðir boumo83 8 _i4 Munich apríl ’83 20. ALÞJÓÐA BYGGINGARTÆKNISÝNINGIN. Sýnt verður meöal annars: flutningatæki, vélar og tæki til steinsteypu-, gyps-, sand- og grjótvinnslu. Skurðgröfur, kranar, mælitæki, vinnupallar, þrýstiloftsbúnaöur og marqt fleira. — syningin 13.-20. apríl ’83 Hannover ALÞJÓOLEG SÝNING á hvers kyns vélum og tækjum. Meðal annars: tölvur og tölvubúnaður. Ljós og Ijósaút- búnaður og þungavinnuvélar. Kynning á tækninýjungum og iðnaðarrannsóknum. Mót, byggingarvélar. M Leipzig 13.-19. mars ’83 ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING. j Húsbúnaður, fatnaður, gjafavörur, \ þungavinnuvélar og matvæli. KÚLN 6.-10. Æ maí ’83 ALÞJÓOLEG SÝNING á húsgagnaframleiðslu. Bólstrun, viður, viðarklæöningar, hurðir, gluggakarmar, viðargólf og loft, veggklæðnaður, gluggatjöld, áklæði, festingar og innanhúss skreytingar. Hönnun og arkitektúr. VÓRUSÝNINGAR — SÉRGREIN FERÐAMIÐSTÖÐVARINNAR Farmiðar, aðgöngumiðar á sýningarnar, hótelpantanir. Upplýsingabæklingar fyrirliggjandi. Skipuleggjum hópferðir. PANTIÐ TIMANLEGA! a i i i ■ i i i ■ i i i i i i J1 -í ■ ;< I J | ! l i l l l l l l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.