Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 48
^Vskriftar- síminn er 830 33 tfgtmliltifelfr Ruslastampar fyrir bæjarfélög & fyrirtæki. akta 85005 SlÐUMULA 27 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Vorum heppnir að sleppa við skerin Morgunblaðið heiðrar afreksmenn í íþróttum MORGUNBLAÐIÐ heiðradi í gær átta afreksmenn í íþróttum, sem sköruðu fram úr í sínum greinum á síðastliðnu ári, en blaðið hefur veitt viðurkenningar af þessu tagi um árabil. Afhending verðlaun- anna fór fram í hófi að Hótel Loft- leiðum, þar sem m.a. voru við- staddir leiðtogar íþróttafélaga við- komandi íþróttamanna. Á mynd- inni, sem tekin var að lokinni af- hendingunni, eru verðlaunahafarn- ir ásamt forráðamönnum félag- anna. í fremri röð eru (f.v.) Oddný Árnadóttir frjálsíþróttakona úr ÍR, Guðrún Fema Ágústsdóttir sund- kona úr Ægi, Haraldur Sveinsson framkvæmdastjóri Morgunblaðs- ins og Kristín Uorleifsdóttir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd bróður síns, Sigurlás Þorleifssonar knattspyrnumanns úr ÍBV, sem var markakóngur síðasta fs- landsmóts ásamt Heimi Karlssyni, Víkingi. í efri röð eru (f.v.) Árni Sveinsson knattspyrnumaður úr ÍA, sem varð stigahæstur í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins, Heim- ir Karlsson markakóngur, Víkingi, Alfreð Gíslason KR markakónur síðasta fslandsmóts í handknatt- leik og Kristján Sigmundsson, Vik- ingi, leikmaður síðasta fslands- móts í handknattleik. MorgunbladiÖ/Kristján örn Elíasson. Morgunbladið/Arnór Gunnarsson. bifreiðir LÖGREGLAN í Kópavogi hefur ákveðið að vera með mikið eftirlit nú um helgina með bifreiðum, scm eru ekki Ijósaskoðaðar og mun hún stöðva bifreiðir, sem virðast grun- samlegar og kanna ástand þeirra. Samkvæmt upplýsingum lögreglunn- ar gerir hún þetta annað slagið, en herferð verður sem sagt nú um helg- ina. - segir Jón Haukur Hauksson, skipstjóri „VIÐ vorum að byrja á að keyra inn ósinn þegar vélin stöðvaðist skyndilega og bátinn bar hratt und- an vindi í átt að Þinganesskerjum. Það var vissulega óskemmtileg til- finning þegar við stefndum beint á skerin og ekki tími til að huga að vélinni, en við vorum svo heppnir að sleppa við þau, þó bátinn tæki aðeins niðri við þau. Eftir það vor- um við úr allri hættu og rak í ró- legheitum upp í sandfjöruna austan óssins," sagði Jón Haukur Hauks- son, skipstjóri á Akurey SF 52, 86 tonna báti, sem strandaði við Hornafjarðarós um hádegi í gær, í samtali við Morgunblaðið. Níu manna áhöfn bjargaðist og bátur- inn er iítt skemmdur. „Við vorum að koma úr róðri þegar óhappið varð og það var suðsuðvestan kaldi og nokkur sjór. Báturinn liggur í fjörunni með stefnið að hálfu í átt að landi og hallar upp í fjöruna. Það er ætlunin að ná bátnum á flot með aðstoð Goðans eins fljótt og unnt er og hefja síðan róðra að nýju. Þá vil ég koma þakklæti á framfæri við björgunarmenn og áhafnir skipanna Skógeyjar og Þinganess," sagði Jón Haukur. Guðmundur Jóhannsson er formaður björgunarsveitar Hornafjarðar og að hans sögn var haft samband við hann um klukkan 12.40. Hann kallaði þeg- ar út björgunarsveitir, sem fóru á strandstaðinn á bátum og bíl. Er þeir komu að Akureynni lá hún í fjörunni og var nær þurrt á milli lands og skips. Þeir aðstoð- uðu skipverja við að komast í land og var því lokið um klukkan 13.30. Björgunarmenn hafa stað- ið vakt við skipið og jarðýta hef- ur verið notuð til að koma í veg fyrir að skipið hreyfðist mikið. Lögreglan skoðar Geir Hallgrímsson í samtali við Morgunblaðið um vísitölufrumvarpið: Frumvarpið lagt fram í ör- væntingu og sýndarmennsku Aðilar eiga sjálfir að bera ábyrgð á samningum um kaup og kjör „ÉG TEL aó vísitölufrumvarpió sé lagt fram í örvæntingu og sýndar- mennsku. Þetta er gert á síðustu dögum þingsins þegar meó öllu er vonlaust að þingmönnum gefist færi á aó taka efnislega afstööu til málsins. Málsmeð- feróin er auk þess svo óhöndugleg aö til þess aó frumvarpið þjóni tilgangi sínum þarf að greiða atkvæði um það á þingi sömu daga og vitað var, að þing Norðurlandaráðs fer fram,“ segir Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, í samtali sem birtist á miðopnu Morgunblaðsins í dag. Þar er auk vísitölumálsins fjallað um sjálffhelduna á Alþingi, kjördæmamálið, bráða- birgðalögin og lagður dómur á stöðu Alþýðubandalags og Framsóknarflokks eftir stjórnarsetuna. Um efni vísitölufrumvarpsins og afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þess segir Geir Hallgrímsson: „Það er eðlilegt að neyslugrunn- ur vísitölunnar sé endurskoðaður eftir nær tuttugu ár. Hins vegar á það auðvitað að vera samningsmál milli launþega og vinnuveitenda hvernig verðbótum á laun er hátt- að. Löggjafinn á ekki að grípa inn í þessi mál nema í ýtrustu neyð. Það hefur alls ekki verið sýnt fram á það af ríkisstjórninni í þessu máli, að nauðsynlegt sé að þvinga fram breytingu með lögum. Hins vegar hefur stjórnin sýnt dæmalausa klaufsku í samskipt- um sínum við aðila vinnumarkað- arins, launþega og vinnuveitendur í málinu. Stjórnmálamenn eiga að beita áhrifum sínum til að laða hina stríðandi aðila til samkomulags um skynsamlega lausn en ekki beita lögþvingunum fyrr en ein- sýnt er að annað dugar ekki. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæðis- flokksins þegar þessi mál ber á góma, að aðilar beri sjálfir ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera um kaup og kjör, og nú hefur sá flokkur sem ætlar sér stóran hlut í stjórnmálunum í nafni nýjunga, Bandalag jafnaðarmanna, lýst eindregnum stuðningi við þennan mikilvæga þátt í stefnu Sjálfstæð- isflokksins."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.