Morgunblaðið - 19.02.1983, Side 19

Morgunblaðið - 19.02.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Hvert er haldreipið? — eftir Rannveigu Tryggvadóttur Manndómur, áræði, kjarkur, seigla, forsjálni, hófsemi, nægju- semi, bindindissemi, grandvar- leiki, sannkristið hugarfar, að treysta á og leita úrræða hjá sjálf- um sér og að vera öfundlaus. Þetta voru eigindirnar, sem stefna Sjálfstæðisflokksins var sniðin eftir, enda féll hún svo að þjóðar- sálinni að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið langstærstur íslenzkra stjórnmálaflokka frá því hann var stofnaður. Haldreipi sjálfstæðrar þjóðar er þríþætt. Það er í fyrsta lagi Frels- ið. Frelsi þjóðar er æðst allra gæða og forsenda þess að hægt sé að lifa með fullri reisn í landinu. Það að nota heilann til sjálfstæðr- ar hugsunar og að geta látið hugs- anir sínar í ljósi án þess að vera varpað í fangelsi fyrir, það eru að mínu mati hin æðstu gæði. Frels- inu fáum við ekki haldið nema við höfum óhvikula samstöðu með öðrum lýðræðisþjóðum og við skulum ekki láta slóttugum alræð- issinnum og þjónum þeirra, mold- viðrismeisturum fjölmiðlunar, takast að reka fleyg á milli lýð- ræðisþjóðanna í Atlantshafs- bandalaginu, minnug þess að „sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér“. Við eigum svo sannarlega sameiginlegra hagsmuna að gæta þar sem frelsið er. Þeir alræðissinnar, sem lýðræð- inu stafar mest hætta af nú, eru Kremlarherrarnir með hákarls- tennur sínar. Þeir skila engu af því sem þeir eitt sinn hafa hremmt. Þeir tala um frið en fara með ófriði. Mesta víghreiður heims er á Kolaskaga í Sovétríkj- unum og þorparana vantar til- finnanlega bækistöð á Atlantshaf- inu fyrir vígdreka sína, þá er ofan- og neðansjávar sigla og þá er um loftin fara. Næðu þeir landinu okkar á sitt vald í þessum tilgangi, yrði þcim eftirleikurinn auðveldur við að ganga af lýðræðinu dauðu í eitt skipti fyrir öll, lýðræðinu í okkar landi og með öðrum, vest- rænum þjóðum. Málfrelsið yrði þá einskorðað við tóntegund þá sem heyrist þegar sjúklingur opnar munninn að beiðni læknis og seg- ir: „Aaa ...“ Við skulum aldrei veita alræðisseggjum aðstöðu til eins eða neins í landinu. Svo fast samanslungið frelsinu að eigi verður greint í milli er fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar gagnvart öllum öðrum þjóðum. Frelsi er forsenda fjárhagslegs sjálfstæðis og fjárhagslegt sjálf- stæði forsenda frelsis. Svo einfalt er það. Við verðum sem einstakl- ingar og sem þjóð að hverfa frá gegndarlausri eyðslu liðinna ára á annarra þjóða peningum og gera okkur grein fyrir því að auk sparnaðar og þess að sparnaður sé látinn borga sig, þá er ein aðalfor- senda fjárhagslegs sjálfstæðis þjóðar sú að einstaklingurinn fái notið hæfileika sinna í sjálfstæð- um atvinnurekstri sem og í öðru án þess að stjórnvöld séu þar si- fellt með puttana. Við fetum sukkveg sósíalismans í átt til gjaldþrots eins og aðrar þjóðir sem þá stefnu hafa faðmað. Fyrir- hyggjan var ekki höfð með í ferð. „Sósíalisminn er kærleikur", hef ég heyrt áhangendur hans segja. Já, hann er umvefjandi kærleikur kyrkislöngunnar. Hann er líka stöðluð meðalmennska og margt fleira. Þriðji þátturinn í haldreipi frjálsrar og fullvalda þjóðar er heimilin og velferð þeirra. Ef við viljum ekki að talað verði um ís- Kannveig Tryggvadóttir „Hcfjum þaö til vegs sem þjóöinni er fyrir bestu. Hefjum heimilin til fyrri vegs sem griðastaö fjöl- skyldunnar og metum uppeldisstörfin sem þar eru unnin til beinharðra peninga.“ lenzku þjóðina í þátíð eftir eina öld eða svo, þá verðum við að endur- meta gildi heimilanna og heil- brigðs fjölskyldulífs fyrir þjóðar- heildina. Uppeldisstörf heimila eru ekki metin til fjár sem skyldi og því flæmast mæðurnar út á vinnumarkaðinn til að vinna þar oft mun ómerkari störf en móð- urhlutverkið er og ungar stúlkur eru tvístígandi um hvort þær langi til að eignast börn því annað er arðvænlegra. Það skyldi þó ekki vera að þarna sé rót fóstureyð- ingarholskeflunnar að finna? Hvernig fer það með brjóstmylk- ing að vera slitinn frá móður sinni, lítil börn að vera fleygt stað úr stað eða börn og unglinga að vera ein heima hluta dags eins og þriðjungur 7—12 ára barna mun vera hér. Hve feginsamlega myndu margar mæður ekki þiggja það að geta átt þess kost að vera heima hjá börnum sínum í stað þess að vera spenntar fyrir eyðslu- vagn stjórnvalda og börnin oft umönnunarlaus heima. Hver á að örva þau upp, hughreysta og vísa veg eða hefur tíðarandinn ákveðið að börn hafi ekki sál? Hvorki eru uppeldisstörf foreldris launuð né getur það fengið lán til að geta verið heima hjá barni eða börnum, en ákveði það hinsvegar að nema, hversu ómerkilegt kjaftafag sem er í Háskóla íslands t.d., þá stend- ur því lánasjóður opinn þótt þjóð- in hafi jafnvel minna en ekkert gagn af fyrirtækinu og ekki er mér grunlaust um að fé Lánasjóðs ísl. námsmanna sé oft notað til að fjármagna sólarlandaferðir. Kroppasýningar ferðaskrifstofu- manna, er þeir auglýsa upp ferðir sínar, eru fyrirlitlegar og líkastar því að verið sé að falbjóða ungar, íslenzkar stúlkur á sólarströndum en þó er það svo að við megum helzt enga þeirra missa til út- landa, svo fáar eru þær í hlutfalli við piltana. { tölum Hagstofunnar kemur fram, að ókvæntir, íslenzk- ir karlmenn á aldrinum 20—39 ára voru árið 1981 35% fleiri en íslenzkar jafnöldrur þeirra. Varla hefur þessi tala breytzt til hins betra síðan þá. Hefjum það til vegs sem þjóð- inni er fyrir beztu. Hefjum heimil- in til fyrri vegs sem griðastað fjöl- skyldunnar og metum uppeldis- störfin sem þar eru unnin til beinharðra peninga. Það er list- grein að vera gott foreldri, kannski mikilvægasta listgreinin þegar til framtíðarinnar er litið. Vísum öðrum þjóðum veginn, en látum ekki kjánana og illmennin þeirra á meðal ráða ferðinni hjá okkur. Seltjarnarnesi í febrúar 1983, 19 Sviósmynd úr sjónleiknum „Fröken Júlía". Fröken Júlía í Hafnarbíói GRÁNUFÉLAGIÐ svokallað frumsýnir sjónleikinn „Fröken Júlía“ eftir sænska skáldið Agust Strindberg í Hafnarbíói næst- komandi mánudagskvöld klukk- an 20.30. Forsýning verður sunnudag klukkan 14. Leikstjóri er Kári Halldór en leikendur Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Guðjón Pedersen, Kristín Kristjánsdóttir, Þröst- ur Guðbjartsson og Gunnar Rafn Guðmundsson. Þýðandi verksins er Geir Kristjánsson, leikmyndahönnuður Jenný Erla Guðmundsdóttir og lýsing er i höndum Ingvars Björnsson. Strindberg skrifaði sjónleik- inn Fröken Júlíu árið 1888. Þá var hann i sjálfvalinni útlegð vegna ásakana um ósiðlega bersögli og guðlast í verkum sínum. Fröken Júlía var frum- flutt i Svíþjóð árið 1904. »««„„ m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.