Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983
31
Atridi úr Járnhausnum í uppfærslu Ungmennafélags Biskupstungna. Á mynd-
inni eru Sigurjón Kristinsson, Guómundur Gíslason og Magnús Kristinsson
í hlutverkum sínum.
Ungmennafélag Biskupstungna:
Járnhausinn frum-
sýndur í Aratungu
aö seiða til sín presta. Síðasti
liður kvöldvökunnar voru þrjár
stuttar sögur frá Mjóafirði
eystra sem Sigurður Kristinsson
las. Þeirri stund var vel varið
sem fór í að hlusta á kvöldvök-
una, kvöldvakan stendur fyrir
sínu þó langt sé nú liðið á tuttug-
ustu öldina.
Klukkan níu um kvöldið var
sýndur í sjónvarpinu klukkutíma
þáttur frá danskeppni í Duis-
burg í Þýskalandi á liðnu ári.
Þar var háð heimsmeistarak-
eppni áhugamanna í samkvæm-
isdönsum og var þar hrífandi
tónlist og tilkomumiklir dansar
og öryggið mikið enda dansaði
enginn upp úr skónum.
Sunnudagur
13. febrúar:
Bryndís Schram tók við
„Stundinni okkar" í sjónvarpinu
þennan sunnudag af þeim Ásu
og Þorsteini og ég býð hana vel-
komna til starfa. Ekki vil ég
gera uppá milli þátta Bryndísar
og Ásu og Þorsteins en tel þó að
þættir Bryndísar höfði frekar til
eldri aldurshópa. Fyrsti þáttur
hennar eftir fríið var ágætur
nema hvað unglingahljómsveitin
„Englabossar" spilaði greinilega
rammfalskt, og þeir átu svo yfir
sig af rjómabollum eins og aðrir
krakkar sem voru gestir Bryn-
dísar.
Sinfóníuhljómsveit Islands lék
Vínartónlist fyrir sjónvarps-
áhorfendur í hálftíma fyrir
dagskrárlok og mér líkaði vel sú
tónlist sem sveitin flutti. Stjórn-
andinn, Páll Pampichler Páls-
son, stóð á palli frammi fyrir
hljómsveitinni eins og herforingi
og gaf skipanir í allar áttir og
Sieglinde Kahman sem hefur
ágæta rödd söng nokkur lög við
góðar undirtektir á mínu heim-
ili.
Mánudagur
14. febrúar:
Mikið var um að vera á alþingi
íslendinga þennan mánudag og
meirihluta kvöldsins var útvarp-
að og sjónvarpað beint frá al-
þingi, frá atkvæðagreiðslu um
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn-
ar. Ráðherrar og einstaka þing-
menn böðuðu sig í sviðsljósinu
og sumir reyndust miklir
skemmtikraftar, ég nefni engin
nöfn. Leiðtogar Alþýðubanda-
lagsins stóðu við myndina af
Jóni Sigurðssyni forseta líkt og
þeir hefðu einkarétt á að standa
þar og horfðu yfir sviðið, litu
starandi augnaráði á forsætis-
ráðherra sem sat svipbrigðalaus
á sínum ráðherrastól og leit
hvorki til hægri né vinstri.
Spennan var í hámarki rétt fyrir
klukkan tíu og ég vissi ekki hvar
þetta ætlaði að enda, þegar Ingvi
Hrafn Jónsson stóð með hljóð-
nemann í hendi og lýsti atburð-
um í alþingishúsinu eins og
íþróttakeppni. Skyndilega og
óvænt var fyrsta þætti lokið og
annar þáttur hófst þar sem
bráðabirgðalögin voru samþykkt
og ég sá ekki betur en að þing-
flokksformaður Alþýðubanda-
lagsins réði sér ekki fyrir kæti.
Hann varð eitt sólskinsbros.
Aðrir auglýstir dagskrárliðir
fóru úr skorðum. „Þjóðþing",
þáttur í umsjón Stefán Jóhanns
Stefánssonar fréttamanns sem
fluttur var skömmu fyrir dag-
skrárlok í útvarpi fjallaði um al-
þingi og störf þess og Helgi Selj-
an, sá ágæti hagyrðingur, fór
með vísur eftir sig og nokkra
samþingmenn sem eru bæði.
skáld, söngvarar og leikarar.
Þriðjudagur
15. febrúar:
Umræðuþátturinn „Kjarabót
láglaunamanna — kaupauki há-
tekjumanna" í beinni útsendingu
í sjónvarpi seint á þriðjudags-
kvöld i umsjá Ernu Indriðadótt-
ur og Rafns Jónssonar, frétta-
manna við útvarpið, var líflegur.
í fyrri hluta þáttarins mættu
tveir verkalýðsforingjar og hag-
fræðingar og fjölluðu um fram-
kvæmd láglaunabótastefnunnar
og í seinni hlutanum sátu fyrir
svörum þrír alþingismenn og svo
fjármálaráðherra og spjölluðu
um pólitískar forsendur
láglaunabótanna þ.e.a.s. það
grundvallarsjónarmið sem lá að
baki. Þátturinn var fróðlegur og
ég hafði gaman af því er einn
þingmanna sagði fjármálaráð-
herra leika Hróa hött í
fjármálaráðuneytinu, það var
nefnilega ekki vitlaus samlíking.
Miðvikudagur
16. febrúar:
„Alsjáandi augu“ heitir ástr-
ölsk sjónvarpskvikmynd sem var
á dagskrá klukkan hálfníu um
kvöldið. í upphafi myndar var
einhverjum furðuhlut skotið út í
geiminn af jörðu niðri og kom
svo síðar í ljós að það var gervi-
hnöttur. Rakin var saga njósna.
Myndavélar voru snemma á öld-
inni festar neðan á loftbelgi,
frumstætt var það en hefur
sjálfsagt komið að góðum not-
um. Njósnir stórveldanna komu
við sögu og ítarlega var rakið
hvernig þau njósr.a hvert um
annað. Yfir njósnastarfsemi er
einhver ævintýrablær og mér
var hugsað til herra James Bond
á meðan á útsendingu stóð, allt-
af hafði hann nóg af peningum á
milli handa og hóp af einstak-
lega fögru kvenfólki sem elti
hann hvert sem hann fór.
Olafur Ormsson
Ungmennafélag Biskupstungna
frumsýnir gamanleikinn „Járnhaus-
inn“ eftir Jónas Árnason og Jón
Múla Árnason í Aratungu sunnudag-
inn 20. febrúar kl. 21.00.
Leikstjóri er Jón Júlíusson og
leikmynd eftir Gunnar Bjarnason.
Yfir 20 manns leika í leikritinu
auk 3ja hljóðfæraleikara, en alls
hafa 30—40 manns unnið að þess-
ari uppsetningu.
Önnur sýning verður í Aratungu
á mánudagskvöld kl. 21.00.
Ungmennafélag Biskupstungna
er 75 ára nú í vor og er uppfærsla
Járnhaussins upphafið á miðs-
vetrarvöku félagsins í tilefni af-
mælisins.
Líkams- og heilsuræktin
P—V # • A A V ^ A
Borgartúni 29, sími: 28449
Arnold Schwarzen-
egger 7-faldur hr.
Olympía segir:
„Persónulega finnst
mér World Class
tækin bestu ælinga-
tæki sem völ er á.
Viö bjóöum bjartan og rúmgóöan
æfingasal meö hinum fullkomnu World
Class æfingatækjum, ásamt gufuböðum,
vatnsnuddpottum, Ijósabekkjum,
barnagæslu, kaffistofu o.fl.
Opiö sem hér segir:
mánud. til fimmtud. frá kl.
07.00—23.00, föstud. frá kl.
07.00—21.00, laugard. og sunnud
frá kl. 10.00-16.00.
Agústa Jóhannsdóttir, Finnur Karls
son o.fl.
Helga Helgadóttir sér um teygjuæf-
ingar.
Allir velkomnir.
Leiðbeinendur