Morgunblaðið - 19.02.1983, Side 25

Morgunblaðið - 19.02.1983, Side 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakiö. Skattar og skuldir Bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar frá því í ágúst sl. eru dæmigerð fyrir feril hennar allan. í fyrsta lagi spanna þau krukk í gerða kjarasamninga; rýra verð- bætur á laun. í annan stað þýða þau aukna skattheimtu, hækkun vörugjalds, sem telur vöruverð í landinu upp en ekki niður. í þriðja lagi er sá árangur, sem að var stefnt að sögn ráðherra, runninn út í sandinn, áður en Alþingi hef- ur staðfest lögin. Þrátt fyrir bráðabirgðalögin, sem túlkuð vóru sem meiriháttar björg- unaraðgerð í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar, stefnir verðbólgan í 70—75% frá upphafi til loka líðandi árs. Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkur hafa ráðið ferð í ríkisfjármálum frá haustinu 1978. Skattastefna þeirra hef- ur í framkvæmd skilið eftir sig eftirtalinn skattahækkun- arslóða: 1) Hækkun eigna- og tekju- skatta. 2) Hækkun söluskatts. 3) Hækkun vörugjalds. 4) Sér- stakt vörugjald á raforku. 5) 1,5% orkujöfnunargjald á söluskattsstofn, sem nýta átti til að jafna húshitunarkostn- að í landinu, en rennur þó að bróðurparti til annarra hluta. 6) Skattahækkun á benzín. 7) Sérstakt gjald á ferðalög. 8) Sérskatt á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði. 9) Nýtt tollafgreiðslugjald. 10) Skatt á innlánbstofnanir, sem end- anlega bitnar á viðskipta- vinum þeirra. Þessir tíu skattaukar eru enganveginn tæmandi upptalning. Á tímabili núverandi ríkis- stjórnar hafa skattar til ríkisins hækkað um 3,1% af þjóðarframleiðslu, sem jafn- gildir 960 m.kr. á verðlagi fjárlaga 1983, en það sam- svarar 28 þúsund krónum á hverja fimm manna fjöl- skyldu í landinu. Þessi aukna skattheimta kemur harðar niður fyrir þá sök að þjóðar- framleiðsla dregst saman: um 1,7% 1981 og um 3,5% 1982 - með óhjákvæmilegum afleið- ingum á rekstrarstöðu at- vinnuvega og lífskjör almenn- ings. Verðlagsþróunin innan- lands, gengisstýring og við- varandi kaupmáttarrýrnun hefur síðan kallað á óeðlilega almenna eftirspurn, vegna þess að það er illskárra að kaupa það sem kaupa þarf í dag en á morgun. Afleiðingar: 1) Samdráttur í sparifjár- myndun, sem nálgast hrun. Innlendur sparnaður nam, 25% af þjóðarfram- leiðslu fyrir 2 árum en er nú kominn niður fyrir 19% og stefnir enn niður á við. 2) Innflutningur hefur vaxið og verið meðvirkur í er- lendri skuldasöfnun, en völtu atvinnustigi í þjóðar- búskapnum er í dag haldið uppi að hluta til með er- lendum lánum. Aukinn innflutningur, þ.e. viðskiptahallinn, hefur síðan gefið ríkissjóði miklar um- framtekjur í aðflutnings- gjöldum, sem gefur fjármála- ráðherra Alþýðubandalagsins tilefni til að hreykja sér af stöðu ríkissjóðs! Sú skatta- og skuldastjórn, sem nú logar í innbyrðis átök- um, hefur og tapað starfhæf- um meirihluta á alþingi. Hún leikur nú lokakafla tilveru sinnar með gagnkvæmum ásökunum ráðherra, hvers í annars garð. Eftir að hafa svikið öll stefnumið í stjórn- arsáttmála sínum svíkja þeir nú hver annan. Að þessu leyti hefur hún verið samkvæm sjálfri sér. Endalok hennar verða í fullu samræmi við upphafið. Fargjöld SVR Tvær stefnur vóru uppi í verðlagningu fargjalda með SVR. Annarsvegar að hækka far- gjöldin strax í upphafi árs, til samræmis við fyrirsjáanlega fármagnsþörf fyrirtækisins, og halda verði síðan óbreyttu út árið. Þessi stefna hafði tvo meginkosti. 1) Árshækkun fargjalda varð minni, vegna þess að kom- ið var í veg fyrir annars fyrirsjáanlegan tapauka fyrri hluta árs, sem fól í sér hækkun fjármagns- kostnaðar og meiri verð- hækkunarþörf síðari hluta ársins. 2) Kom á heildina litið betur út fyrir viðskiptavini strætisvagnanna. Hin leiðin var að dreifa verðhækkun á árið, í sam- ræmi við vísitöludæmi stjórn- valda, sem þýddi bæði meiri hækkanir á ársgrundvelli, vegna fjármagnskostnaðar SVR, og lægri verðbætur á laun, þar eð fargjöld SVR hafa áhrif á vísitölugrunninn. Fyrri leiðin var hagur Reyk- víkinga. Síðari leiðin þjónar aðeins hlutverki í vísitölu- kómedíunni. Sú nauðvörn af hálfu borg- arinnar, að hætta sölu af- sláttarkorta, þýðir síðan að farþegar greiða 10% hærra verð en verið hefði með upp- haflegri fargjaldahækkun. Meginmálið er, að borgar- yfirvöld eiga að stjórna mál- efnum borgarstofnana. Ríkis- valdið sýnist eiga nóg með að leysa heimaverkefni sín. Geir Hallgrímsson rœðir um sjálfhelduna á þingi, kjördœmamálið, bráðabirgðalögin, vísitölufrumvarpið, sýndarmennsku og upplausn auk þess sem hann leggur dóm á stöðu Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins eftir stjórnarsetuna „Það hefur verið stjórnarkreppa í landinu síðan bráðabirgðalögin voru sett í ágúst. Við sjálfstæðismenn brugðumst strax við þessari stöðu með því að krefjast þingrofs og kosninga eftir tafarlausa afgreiðslu á kjördæmamálinu. Ríkisstjórnin hafnaði þessu og hélt málum í sjálfheldu á Alþingi í von um að það tækist að róa í stjórnarandstöðuþingmönnum og fá ein- hþern þeirra til að veita málum brautargengi í neðri deild. Á meðan þær sérkennilegu manna- veiðar stóðu yfir varðist ríkisstjórnin falli með því að láta ekki á nein ágreiningsefni reyna, þau hafa hrannast upp í aðgerðarleysinu. Þeg- ar stjórnin taldi vonlaust að halda fast í þrá- teflið sneru þeir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, og Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sér til okkar formanna stjórnarandstöðuflokkanna og leituðu fyrir sér um það, hvort vilji væri til að ljúka störfum þingsins með einhvers konar samkomulagi um framgang nauðsynlegustu mála, enda yrði kjördagur ákveðinn fyrir apríl- lok. Á þetta féllst Sjálfstæðisflokkurinn," sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. Kjördæmamálið — Er kjördæmamálið komið í höfn? „Ef svo fer fram sem horfir standa allir flokkar að samkomulagi um kjördæmamálið. Þetta er sögulegt samkomulag, því að aldrei fyrr hafa Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur, Álþýðubandalag og Framsóknarflokkur staðið saman að breytingum á ákvæðum stjórnar- skrárinnar um kjör til Alþingis. Frumvarp um breytingu á stjórnskipunarlögunum verður væntanlega lagt fram á mánudag og í greinar- gerð þess verður að finna frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum til að hrinda stjórnarskrárbreytingunni endanlega í fram- kvæmd að kosningum loknum." — Það verður sem sé engin breyting gerð á kosningalögum fyrir næstu kosningar til dæm- is á úthlutun uppbótarþingsæta? „Nei, eins og mál standa nú verður kosið samkvæmt óbreyttu kerfi." — Hvaða sjónarmið réðu mestu um þá niður- stöðu, sem fengist hefur í málinu að þessu sinni? „Breytingin miðar að því að þingstyrkur stjórnmálaflokkanna sé í sem mestu samræmi við vilja kjósenda og einnig er stigið skref til að draga úr misvægi atkvæða eftir búsetu manna. Segja má, að jafnvægi sé tryggt milli flokka en eins og margsinnis hefur verið bent á af öllum þeim sem að lausn málsins hafa unnið, þá er því miður ógerlegt að ná samstöðu um að leið- rétta misvægið milli kjósenda að fullu. Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína, að stefna beri að þeirri skipan sem skýrð hefur verið með orðunum „einn maður, eitt atkvæði", en þeirrar niðurstöðu verða menn enn að bíða.“ — Nú hafa þeir sem standa fyrir skoðana- könnun manna á meðal um jafnan kosninga- rétt hvatt ykkur þingmenn til að bíða eftir niðurstöðu hennar. Hvað vilt þú segja um þau tilmæli? „Ég fagna framtaki þessara ágætu manna og hef aldrei efast um hug íbúa í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi í þessu máli. En til fleiri hluta þarf að líta. Ég er andvígur því að bíða með afgreiðslu þessa máls nú, biðin eftir full- um jöfnuði yrði löng og ég tel skynsamlegra að Stjórnar- kreppu breytt í áróðursstríð ná þessum áfanga á leiðinni til fulls jafnaðar eins og málum er háttað. Við verðum að átta okkur á því, að stærra skref mundi leiða til næsta harðvítugra átaka milli fulltrúa þéttbýl- is og dreifbýlis, síst af öllu finnst mér skyn- samlegt að kveikja það bál, raunar á aldrei að ganga þannig fram í málum og alls ekki þegar landsstjórnin er trausti rúin og efnahagsmálin svo illa komin sem nú. Ef mál ganga eftir eins og hér hefur verið lýst, verður unnt að kjósa að nýju í vor sam- kvæmt hinni nýju skipan." Tvennar kosningar — Þér finnst ekki óráðlegt að stefna að tvennum kosningum í vor? „Miðað við allar aðstæður má auðvitað segja, að slíkt kunni að vera óráðlegt. En lítum á stöðuna eins og hún er: Tvennar kosningar tefja í raun ekki fyrir því að gerðar verði nauð- synlegar ráðstafanir í efnahagsmálum. Með því að stuðla að afgreiðslu bráðabirgðalaganna náðist ekki einungis fram niðurstaða í kjör- dæmamálinu heldur einnig ákvörðun um það, að efnt yrði til kosninga í sfðasta lagi 23. aprfl. Án þeirrar málsmeðferðar sem samkomulag tókst um hefði ríkisstjórnin getað þráast við að sitja aðgerða- og úrræðalaus fram á næsta haust. Með niðurstöðu í kjördæmamálinu erum við að skapa forsendur fyrir því að skynsam- lega verði tekið á stjórn landsmála. Felldur verður dómur yfir ríkisstjórninni og tækifæri gefst til að kjósa að nýju eftir réttlátari skip- an.“ — Ertu þeirrar skoðunar, að kjósa megi aft- ur til dæmis fyrir júnílok? „Sé vilji til þess eru engin tæknileg atriði því til fyrirstöðu. Um tvennar kosningar var samið við kjördæmabreytinguna 1959.“ Bráðabirgðalögin — Réð það úrslitum um afstöðu þingflokks sjálfstæðismanna til bráðabirgðalaganna, að með framgangi þeirra var kjördæmamálinu komið í þetta horf og kjördagur ákveðinn? „I ágúst strax eftir að þessi margræddu bráðabirgðalög höfðu verið gefin út kröfðumst við þess að þing yrði kallað saman, kjördæma- málið afgreitt, bráðabirgðalögin felld og síðan gengið til kosninga. Þetta hefði allt mátt gera með þeim hætti, að ný stjórn hefði getað gripið til efnahagsráðstafana fyrir 1. desember en þungamiðja bráðabirgðalaganna var 7,74% kjaraskerðing 1. desember. Á þessa málsmeð- ferð vildi ríkisstjórnin alls ekki fallast í ágúst þótt bæði Steingrímur Hermannsson og Svavar Gestsson hafi síðar lýst því yfir, að hún hefði verið skynsamlegust. Síðan hófust hinar ein- kennilegu mannaveiðar ríkisstjórnarinnar í neðri deild sem ég gat í upphafi samtals okkar. Þegar þær reyndust árangurslausar sneru þeir Steingrímur og Svavar sér til okkar og spurðu hvort við værum tilbúnir til að semja um af- greiðslu nauðsynlegra mála og standa að kosn- ingum í apríl. Þá fyrst þegar fyrir lá, að allir þingflokkar voru sameinaðir um kosningar í apríl var knúin fram formleg ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um kjördag." — Tildrög þessa samkomulags voru þau, að formenn Framsóknarflokksins og Álþýðu- bandalagsins sneru sér til ykkar í stjórnar- andstöðunni? „Já, þeir sneru sér til okkar eftir að þeir sáu að það var orðið vonlaust fyrir þá að láta eins og ríkisstjómin gæti hjálparlaust staðið af sér eigin gjörningaveður." — Nú hljótið þið í þingflokki sjálfstæð- ismanna að hafa áttað ykkur á því að þið tókuð pólitíska áhættu eftir allt sem á undan var gengið með því að stuðla að framgangi bráða- birgðalaganna. Hvaða önnur pólitísk rök getur þú fært fyrir þessari stefnubreytingu? „Auðvitað er hér um pólitískt áróðursstríð að ræða. Það er til dæmis ekkert annað en áróður, að bráðabirgðalögin breyti einhverju um þróun efnahagsmála: verðbólgan æðir áfram, kjörin rýrna, skuldir hrannast upp í útlöndum og verðgildi krónunnar fellur. Verðbólgustigið nú er jafn hátt og Þjóðhagsstofnun spáði að það mundi verða, ef bráðabirgðalögin kæmu ekki til. Eftir að bráðabirgðalögin náðu fram þarf enginn að vera í vafa um, þegar gengið er til kosninga eftir nokkrar vikur, að ríkisstjórnin hefur fengið vilja sinn fram við stjórn efna- hagsmála. Ef stjórnarandstaðan hefði fellt bráðabirgðalögin nú, þegar þau eru komin til framkvæmda með jafn hörmulegum afleiðing- um og raun ber vitni, hefðu ráðherrar og stjórnarsinnar staðið upp og hrópað: Sögðum við ekki, efnahagslífið er í rúst af því að bráða- birgðalögin voru felld! Stjórnmálamenn og aðr- ir er íhuga landsmál hljóta að íhuga þetta mál á þessum forsendun, þegar ekkert er eftir af því annað en áróðursstríðið og kosningar á næsta leiti þar sem mestu skiptir að verk ríkisstjórn- arinnar verði undanbragðalaust lögð undir dóm kjósenda." V ísitölufrumvarpið — En verður ekki tekist á um vísitölumálin í næstu kosningum eftir að forsætisráðherra hefur lagt fram vísitölufrumvarpið sitt sem stjórnarfrumvarp. Eða er þar aðeins um áróð- ursleik að ræða? „Ég tel að vísitölufrumvarpið sé lagt fram í örvæntingu og sýndarmennsku. Þetta er gert á síðustu dögum þingsins þegar með öllu er von- laust að þingmönnum gefist færi á að taka. efnislega afstöðu til málsins. Málsmeðferðin er auk þess svo óhöndugleg að til þess að frum- varpið þjóni tilgangi sínum þarf að greiða at- kvæði um það á þingi sömu daga og vitað var, að þing Norðurlandaráðs fer fram. f þrjú ár hafa ráðherrar haft þetta mál til úrlaugnar, um það er ákvæði í sáttmála ríkis- stjórnarinnar. Fyrir rúmu ári gaf ríkisstjórnin út hátíðlega yfirlýsingu um að tekið yrði til við vísitölumálið. Enn var lýst yfir sama ásetningi við útgáfu bráðabirgðalaganna í ágúst. Þá átti hin nýja skipan að taka gildi strax eftir 1. desember 1982. Stjórnarandstaðan hefur marg- sinnis spurt hvað málinu liði. Stjórnin hefur aldrei gefið nein svör fyrr en frumvarpið var svo skyndilega lagt fram á mánudag og þá var ekki betur um hnúta búið í stjórninni en að svikabrigslin hafa gengið á víxl síðan. Hvað er þetta annað en örvænting og sýndarmennska?" — Hvað viltu segja um efni vísitölufrum- varpsins? „Það er eðlilegt að neyslugrunnur vísitölunn- ar sé endurskoðaður eftir nær tuttugu ár. Hins vegar á það auðvitað að vera samningsmál milli launþega og vinnuveitenda hvernig verð- bótum á laun er háttað. Löggjafinn á ekki að grípa inn í þessi mál nema í ýtrustu neyð. Það hefur alls ekki verið sýnt fram á það af ríkis- stjórninni í þessu máli, að nauðsynlegt sé að þvinga fram breytingu með lögum. Hins vegar hefur stjórnin sýnt dæmalausa klaufsku j sam- skiptum sínum við aðila vinnumarkaðarins, launþega og vinnuveitendur í málinu. Stjórnmálamenn eiga að beita áhrifum sín- um til að laða hina stríðandi aðila til sam- komulags um skynsamlega lausn en ekki beita lögþvingunum fyrr en einsýnt er að annað dug- ar ekki. Þetta er kjarninn í stefnu Sjálfstæð- isflokksins þegar þessi mál ber á góma, að aðil- ar beri sjálfir ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera um kaup og kjör, og nú hefur sá flokkur sem ætlar sér stóran hlut í stjórnmál- unum í nafni nýjunga, Bandalag jafnaðar- manna, lýst eindregnum stuðningi við þennan mikilvæga þátt í stefnu Sjálfstæðisflokksins." Upplausn á þingi — Stafar upplausnin á Alþingi af sjálfheld- unni sem þar hefur ríkt eða er stjórnmálakerf- ið tekið að riðlast svo mjög að þingið sýnist næstum óstarfhæft? „Fjölmiðlar gefa oft á tíðum alltof einfalda mynd af því sem á þingi gerist, og það er í raun út í bláinn að sjónvarpa þaðan nær skýringa- laust atkvæðagreiðslu um flókið og mikilvægt mál. En stjórnmálamennirnir geta sjálfum sér um kennt að ýmsu leyti. Hverjum sómakærum alþingismanni er raun af því hvernig störfum þingsins hefur verið háttað í vetur. Menn gátu þó varla búist við öðru eins og ástandið er orðið á stjórnarheimil- inu.“ — Hvað er þessu til staðfestingar? „Til dæmis fréttin sem þið birtuð á baksíðu Morgunblaðsins í gær um að fjármálaráðherra hefði svarað fyrirspurn Halldórs Blöndal um lánsfjáráætlunina fyrir árið 1983 á þann veg, að enn væri óljóst hvað í henni ætti að standa. f lögum er skýrt fram tekið að þessa áætlun eigi ríkisstjórnin að leggja fram í upphafi þings á haustin. Þetta er aðeins eitt dæmi en af því má ráða, að þingið hefur verið aðgerðar- laust vegna stjórnarkreppunnar. Ríkisstjórnin hefur ekki einu sinni getað lagt þau mál fram sem henni er skylt lögum samkvæmt. Nú og svo eru það ágreiningsefni stjórnar- herranna. Álmálið kemur á dagskrá reglubund- ið svo að stjórnarsinnar geti gert upp sakir sín á milli og nú er iðnaðarráðherra farinn að saka forsætisráðherra um samningssvik eftir að framsóknarmenn hafa verið úrskurðaðir „landsölumenn". Ríkisstjórnin hefur engin tök á þessu mikilvæga máli og það rekur á reiðan- um eins og flugstöðvarmálið og fleiri slík sem of langt er upp að telja. Allt ber að sama brunni. Hver sá stjórnmála- maður sem mæti eigin stöðu af hreinskiptni og með hliðsjón af framgangi mála í ljósi þjóðar- hags hefði sagt skilið við ríkisstjórnina. En forsendur stjórnarsamstarfsins eru einkenni- legar, svo ekki sé meira sagt. Við megum ekki heldur gleyma því að á meðan ríkisstjórnin lafir komast ráðherrarnir hjá því að gera upp sakir hver við annan auk þess sem þeir fresta dómi kjósenda." Staða stjórnarflokkanna — Hver finnst þér staða Alþýðubandalagsins vera nú þegar það hefur setið svo að segja samfleytt í ríkisstjórn síðan haustið 1978? „Þriggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar á dögunum var tilefni mikils fagnaðar í Þjóðvilj- anum af því að stjórnin hefði setið svona lengi. Engri vinstri stjórn hefði tekist það áður. Það er greinilega einhver sálræn nauðsyn fyrir ráðamenn Alþýðubandalagsins að þeim takist að sitja sem lengst í sömu ríkisstjórninni, hvort þeir hafa flokkssamþykktir sér til fulltingis veit ég ekki, þeim hefur að minnsta kosti ekki verið hampað. En fyrir liggja hástemmdar samþykktir Al- þýðubandalagsins um hina ýmsu málaflokka og séu þær bornar saman við störf ríkisstjórnar- innar er ljóst að þar ber nokkuð á milli. I ráðherrastólum svífast alþýðubandalagsmenn einskis við kjaraskerðingar og þeir fella gengið hraðar en aðrir, þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu við hvorttveggja á kosningafundum. Nú fara þeir ekki úr ríkisstjórn þótt þeir segi að forsæt- isráðherra stjórnarinnar hafi brotið málefna- samning hennar með frumvarpi að kaupráns- lögum! Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa á hinn bóginn verið iðnir við að koma sínum mönnum fyrir í kerfinu, eins og sagt er. í úttekt á stjórnarþátttöku Alþýðubandalagsins í Þjóð- viljanum var fögnuðurinn mestur yfir kerfis- mennsku flokksins. Staðreynd er að blíðmælgi flokksbrodda Al- þýðubandalagsins í garð launþega byggist á því, að án stuðnings þeirra í kosningum getur hin nýja stétt flokksins ekki hreiðrað um sig í kerfinu. En hvenær telur hún sig hafa náð þeim tökum á kerfinu, að kjósendur skipti ekki leng- ur máli?“ — Finnst þér Framsókn hafa styrka stöðu við upphaf þessarar kosningabaráttu? „Framsóknarflokkurinn er nú ekki stefnu- fastari en svo að yfirleitt eru það aðrir sem leiða hann í meginmálum, hann fylgir straumnum ef svo má að orði komast en sækir þó jafnan til vinstri. Framsóknarmenn eru haldnir einkennilegri minnimáttarkennd gagn- vart Alþýðubandalaginu, sem hefur valið í hentug trúnaðarstörf ýmsa brottrekna fram- sóknarmenn. Framsóknarflokkurinn vill sækja atkvæði á sömu mið og Alþýðubandalagið. Þetta sást greinilega í stjórnarmyndunarvið- ræðunum sumarið 1978. Þá kúventu framsókn- armenn og hétu krötum og kommúnistum stuðningi við að setja „samningana í gildi". Ólafur Jóhannesson varð forsætisráðherra og síðan hafa framsóknarmenn verið á sífelldum flótta undan yfirlýstri stefnu sinni. Á þriggja mánaða fresti telja þeir í sig kjark og heimta aðgerðir. Þá hvín í Alþýðubandalaginu og síðan dettur allt í dúnalogn. Framsóknarmenn hafa alls ekki nýtt þau tækifæri sem þeim hafa gef- ist og þar með skapað trúnaðarbest gagnvart stuðningsmönnum sínum og öðrum. Saga niðurtalningarstefnu Framsóknar- flokksins væri skopleg ef hún hefði ekki reynst þjóðinni jafn dýrkeypt og raun ber vitni." Bj-Bj. Mikið um það að fólk hringi og lýsi ánægju sinni með útvarpið Tímabundnar útvarpsstöðvar í skólum: — segja ungir útvarpsmenn „Utvarp Hamrahlíð, útvarp llamrahlíð, klukkan er að verða tíu. Þið sem enn bælið bólin ykkar, takið nú á honum stóra ykkar og rísið upp við dogg. Fyrsti dagskrárliðurinn hjá okkur í dag er morgunleikfimin sem hefst ... nú!“ „Góðan daginn gott fólk. Við byrjum með léttri upphitunaræf- ingu til að koma blóðinu á hreyf- ingu. Teygið fram hægri höndina, já svona, þetta er gott, aðeins lengra kannski, fínt, mjög gott. Grípið þéttingsfast með vísifingri og þumalputta um hljóðtakka við- tækisins og HÆKKIÐ á útvarp- inu. Mjög gott.“ Um þessar mundir ber nokkuð á tímabundnum útvarpsstöðvum í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega var Menntaskólinn við Sund með útsendingar á árlegri Þorravöku þeirra, og nú í þessari viku starfræktu tveir skólar út- varpsstöð, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ. „Þetta er mest tónlist, en inn á milli erum við með þætti sem teknir voru upp fyrirfram, svo sem leikrit og kynning ýmis kon- ar, og svo höfum við átt viðtöl við nemendur og kennara í skólan- um,“ sögðu útvarpsmenn í MH í spjalli við Morgunblaðið í gær. „Nú standa yfir svokallaðir „Lagningardagar" í skólanum, en þá er kennsla lögð niður, og nem- endur leggja annað fyrir sig en hefðbundið nám, en kennarar leggja sig einfaldlega. Við lögðum Litið inn í stúdíó 6 í MH. Fjórmenningarnir í aftari röð heita frá vinstri talið. Tómas Gíslason, Magnús Snorri Halldórsson, Kinar Sveinbjörnsson og Kggert Jónsson. Sitjandi eru Pétur Benedikt Júliússon (t.v.) og Sigurður Köðvarsson, en þeir fóru ekki leynt með Fögnuð sinn yfir komu Ijósmyndarans. Morgunblaðið/Kristján Kinarsson. fyrir okkur útvarpsrekstur og sendum út á FM 91.5. Hefur það virkilega farið fram hjá þér?“ í Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ voru menn engu að síður hressir. Þegar Morgunblaðsmenn bar að garði voru útvarpsmenn önnum kafnir við að taka upp við- talsþátt um kynþáttafordóma á íslandi. En þar eins og í Hamra- hlíð var tónlistin mest áberandi í dagskránni, en auðvitað voru fastaliðir eins og fréttir og morg- unleikfimi. „Þetta hefur mælst vel fyrir hjá fólki. Það er mikið um það að fólk hringi og lýsi ánægju sinni með útvarpið. Annars rekum við þessa útvarpsstöð í tengslum við menn- ingarviku sem er í skólanum núna.“ Báðir skólarnir fengu sendi og loftnet lánað hjá Pósti og síma, en það er útvarpsráð sem úthlutar tíðni og veitir leyfi. Þaó var líf í tuskunum í útvarpsstöð fjölbrautanema í Garðabæ. I’lotusnuðurinn Tryggvi Guðmundur Árnason er að skipta um skífu, en að baki honum er annar diskótekari, Jón Loftsson (í miðið), en honum til beggja hliða eru tveir tækni- menn og alnafnar, heita báðir Gísli og eru Gíslasynir. Stúlkurnar þrjár á myndinni voru að vinna að þa-tti um kynþáttamisrétti á íslandi, en þær heita Hulda Hjálmarsdóltir, í kattarpeysu, Ylfa Pétursdóttir, sitjandi og Klinborg Morgunblaðið/Kristján Kinarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.