Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983
Hitunarkostnaöur -
áhugaleysi ráðherra
Ljósm: Gunnar Hjaltanon.
Vcrölaunahafarnir með verðlaunagripina. Frá vinstri: Garðar, Guðrún og
Laufey.
Hlutu viðurkenningu
fyrir diskaskreytingar
Keyðarfirði, II. Tebrúar.
í TENGSLUM við listsýn-
ingu Bing & Gröndahl postu-
línsverksmiðjanna sl. sumar,
var haldinn hugmyndasam-
keppni á vegum verksmiðj-
unnar.
Fékk fólk pappadiska til að
teikna á sinar hugmyndir. Voru
diskarnir síðan sendir út og
dómnefnd þar lagði blessun sína
yfir skemmtilegustu hugmynd-
irnar.
^/^skriftar-
síminn er 830 33
Verzlun Fis hér á staðnum
sem selur vörur frá Bing &
Gröndahl-verksmiðjunum út-
hlutaði þessum pappadiskum til
allra þeirra sem áhuga höfðu á
að taka þátt í þessum skemmti-
lega leik.
Nú fyrir skömmu voru verð-
laun veitt fyrir skemmtilegustu
hugmyndirnar og voru 3 verð-
laun veitt.
1. verðlaun hlaut 13 ára piltur
héðan, Garðar P. Jónsson, 2.
verðlaun hlaut Guðrún M. Kjer-
úlf, Reyðarfirði, 3. verðlaun
hlaut 13 ára stúlka frá Neskaup-
stað, Laufey Þórðardóttir.
Gréta.
— eftir Birgi ísl.
Gunnarsson
Að undarförnu hafa þingmönn-
um borist bænaskjöl og áskoranir
víðsvegar að af landinu frá fólki,
sem er að sligast undan upphitun-
arkostnaði á húsum sínum. Eink-
um er það frá svæðum, þar sem
rafmagn er notað til upphitunar.
Um þetta hafa einnig birst grein-
ar í blöðum með upplýsingum um
að sumsstaðar noti menn allt að
helmingi tekna sinn til húshitun-
ar.
Niðurgreiðslur
vandmeðfarnar
Um þetta hafa einnig farið fram
umræður á Alþingi. Þar greinir
menn oft á um það, hversu langt
eigi að ganga í því að jafna með
niðurgreiðslum einstaka þætti í
lífskjörum fólks eftir búsetu.
Náttúruaðstæður eru mismunandi
á hinum ýmsu stöðum á landinu
og ekki má einblína á afmarkaða
þætti í búsetuskilyrðum. Allir
staðir hafa eitthvað sér til ágætis,
sem dregur fólk þangað til búsetu.
Fá þarf heildarmynd af lífskjör-
um eftir landshlutum áður en
gripið er til niðurgreiðslu í stórum
stíl og slík ráð eru reyndar alltaf
vandmeðfarin og hafa hættu í för
með sér.
Húshitunarkostnaðurinn
Þrátt fyrir þetta hafa menn ver-
ið nokkuð sammála um það á Al-
þingi, að húshitunarkostnaður sé
svo þungbær víða um land, að þar
þurfi samfélagið að koma nokkuð
til aðstoðar.
Birgir ísl. Gunnarsson
Af þessari ástæðu var það sam-
þykkt á Alþingi í apríl 1980 að
leggja á nýjan skatt, svokallað
orkujöfnunargjald, sem eins og
nafnið bendir til, skyldi notað til
að jafna orkukostnað í landinu.
Þetta gjald var 1% söluskattstig
og söluskattur því hækkaður sem
þessu nam.
Gjaldið tekið í annað
Það kom þó fljótlega í ljós að
ríkisstjórnin hafði lítinn áhuga á
að nota gjaldið í sinn upprunalega
tilgang. Samkvæmt fjárlöguin
1982 gaf gjald þetta í tekjur 192
millj. kr. og var einungis um 90
millj. varið til „orkujöfnunar" og
þó næst sú tala aðeins með því að
tína saman ýmsa liði, sem vafa-
samt er að telja til orkujöfnunar,
eins og t.d. athugun á setlaga-
rannsóknum, athugun á orkufrek-
um iðnaði o.fl. slíkt.
Samkvæmt fjárlögum þessa árs
nemur þetta gjald 315 millj. kr. Af
því fjármagni er nú sáralítið ætl-
að til orkujöfnunar. Gjaldið fer að
stærstum hluta í eyðsluhít ríkis-
sjóðs. Það vekur því furðu að for-
ystumenn Alþýðubandalagsins
skuli nú hafa uppi tillögur um það
að leggja nú aftur á nýjan skatt í
þessu sama skyni.
Svik
Auðvitað eru það svik og ekkert
annað að fá samþykkt á Alþingi
sérstakt orkujöfnunargjald vorið
1980 og taka síðan peningana til
annarra nota. Það eru fyrst og
fremst svik við það fólk, sem
treysti á það að nú væri í vændum
lausn á því mikla vandamáli sem
hinn mikli húshitunarkostnaður
er á vissum landsvæðum.
Við afgreiðslu fjárlaga undan-
farin ár hafa þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins ávallt flutt breyt-
ingartillögur við fjárlög þess efn-
is, að orkujöfnunargjaldið færi til
þeirra nota, sem ætlað var og nafn
þess bendir til. Þær tillögur hafa
alltaf verið felldar af stjórnarlið-
inu.
Það fólk, sem nú stynur undan
háum hitareikningum víðs vegar
um landið á ekki við aðra að sak-
ast í þessu efni en ríkisstjórnina.
Það er áhugaleysi hennar, sem
veldur nú þessum vanda. Orku-
jöfnunargjaldið, sem innheimt er
af öllum landsmönnum verður 315
millj. kr. á þessu ári. Þeir pen-
ingar eru teknir í annað.
Aukin þjónusta Olis
íGarðabæ
ábehmilínu
Olís hefuropnaðglæsilega bensínstöð við
Hafnarfjarðarveg í Garðabæ. Stöðin er í
beinni aksturslínu milli Hafnarfjarðar,
Garðabæjar og Reykjavíkur.
Á Olís stöðinni í Garðabæ færðu bensín
og díesel olíu úr hraðvirkum dælum.
1. flokks smurolíur frá B.P. og Mobil.
Auk þess allskyns bílavörur og aðrar vörur.
Verid velkomin í nýju
Olís stödina í Gardabæ, —
bensínstöd í beinni aksturslínu.
Stööin
Garóabæ
Sími: 5 10 10