Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 19.02.1983, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Minning: Guðlaug Sigríður Sigurðardóttir Tengdamóður minni kynntist ég fyrst fyrir 23 árum. Hún kom til dyra létt á fæti og broshýr, til að bjóða velkomin elsta son sinn og tilvonandi tengdadóttur. Okkur varð strax vel til vina, því í fasi hennar fanst engin hálf- velgja. Hún var glaðlynd, fljót- huga og vinaföst. Það varð mér unun að hlusta á mál hennar, sem var einstaklega skírt og hljómfag- urt, umræðuefnin voru margvísleg og ekki alltaf um hversdagsleg málefni. Sigga, eins og hún var kölluð, var fædd á Sauðárkróki 21. des- ember 1905, dóttir Önnu Guð- mundsdóttir og Sigurður Gunn- laugssonar. Hún var næstyngst af 5 svstkinum, sem upp komust. I þá daga lágu leiðir ungra stúlkna í vistir og Sigga var alls staðar vel látin, svo vel, að enn var gott samband milli hennar og drengs, sem hún passaði, er hún var um tvítugt. Hún fluttist til Siglufjarðar með móður sinni og systrum, eftir lát föður síns. Þar dvaldist hún í nokkur ár, og þar kynntist hún mannsefni sínu, Þorgilsi Pálssyni, bónda á Brúarlandi í Deildardal í Skagafirði. Þangað fluttist hún svo með honum, og þá var hún komin heim, því þar í dalnum höfðu forfeður hennar búið. Þau byrjuðu fljótlega byggingu nýbýlis, þar sem dalurinn er lægstur og áin rennur á fögrum eyrum. Þau nefndu býlið Eyrar- land. Hlutskipti frumbýlingsins var erfitt á árum fyrr, og oft var vinnudagurinn langur hjá sveita- konunni, sem huga þurfti að mörgu, því bóndinn, sem var hag- ur vel, var oft í vinnu utan heimil- is, til þess að drýgja tekjurnar. Þorgils og Sigga eiga sjö börn á lífi, og einn son átti hún fyrir hjónaband, sem þau ólu upp. börn- in eru: Sigurður, kvæntur undir- ritaðri, búa í Reykjavík, Ragn- heiður, gift Jökli Guðmundssyni, búa á Akureyri, Páll, bóndi á Eyr- arlandi, kvæntur Sólrúnu Jóns- dóttur, Haukur, búsettur á Reyð- arfirði, Hreinn, bóndi á Grindum, Anna, gift Jóhanni Steingríms- syni, búa á Akureyri, Guðmundur, kvæntur Sigríði Ólafsdóttur, búa á Akureyri, og Guðfinna, gift Bjarna Kristjánssyni, búa á Bol- ungarvík. Barnabörnin eru 27, langömmubörnin tveir litlir snáð- ar. Börnin urðu fljótt liðtæk við bústörfin, og ekki var stóra systir há í loftinu þegar hún var orðin mömmu sinni stoð og stytta við barnagæslu og innanhússtörf. Heimilið á Eyrarlandi var gestkvæmt, og gestrisnin sat þar í fyrirrúmi, og eftir að börnin fóru að tínast að heiman, og flytjast til annarra landshluta, var það þeirra mesta gleði að komast heim einhvern tíma sumars, að hitta foreldra og systkini. Var þá oft þröngt setinn bekkurinn, en allir voru velkomnir. Það er sumarfagurt á Eyrar- landi, og allt búskaparlag þeirra hjóna bar vott um dugnað og reglusemi. Þar mátti ekkert rask- ast, þar mátti stilla klukkuna eftir vinhu húsmóðurinnar. Öll störf léku i höndum Siggu, hvort sem þau lutu að bústörfum eða fínustu handavinnu, og við hana undi hún sér, er umsvifin við bústörfin minnkuðu. Þegar leið á ævina og kraftarnir þrutu, tók Páll sonur þeirra við búskapnum á Eyrarlandi, en þau fluttu með Hreini syni sínum að Grindum utan í dalnum, en þá jörð höfðu þeir feðgar keypt skömmu áður. Þar höfðu þau minna umleikis og hlökkuðu til að eyða ellinni í rólegheitum, en þá brást heilsan og síðustu árin barð- ist þessi kona, sem alltaf hafði verið hraust, við slítandi veikindi, 37 og var oft á sjúkrahúsi tíinum saman, ýmist á Sauðárkróki eða Akureyri. Hún átti gott athvarf á Akur- eyri þar sem þrjú börn hennar eru búsett, en alltf vildi hún heim í dalinn, og ef henni var fært, fór hún þangað, þar sem hún var drottning í ríki sínu. Ekki áttu öll börnin mín kost á að kynnast ömmu sinni náið. Því miður, þar sem langt var á milli, og varla fært fyrir heilsulausa manneskju að taka á móti stórum hóp, og hún vart ferðafær. Elsti sonur minn og nafni hennar, var hjá henni í sumardvöl sem barn, og honum var það mikil gleði, þeg- ar hann eignaðist fyrsta bílinn, að skreppa norður í heimsókn til ömmu sinnar, þó ekki væri nema um helgi. Tengdamóðir mín andaðist á sunnudagsmorgni, sem oft hefur verið nefndur digurdagur, og er hvíldardagur hinnar kristnu kirkju. Þannig var allt hennar ferðalag hér í þessu lífi. Hver stund til ákveðinna hluta, hver dagur fyrirfram skipulagður, tii hvíldar eða starfa. Efst í huga mínum er þakklæti til hennar fyrir þær allt of fáu stundir, sem við áttum saman. Manni hennar og afkomendum bið ég blessunar. Karlotta Oskarsdóttir Lilja Bóthildur Bjarna- dóttir - Minning I dag er til moldar borin móð- ursystir mín, frú Lilja Bóthildur Bjarnadóttir, Oddabraut 13 í Þor- lákshöfn. Lilja, eins og við frænd- fólkið kölluðum hana jafnan, fæddist að Guðnabæ í Selvogi hinn 9. febrúar 1933 og ólst upp í hópi 5 systkina, en eitt barn var dáið áður, hjá foreldrum sínum þar, þeim Bjarna Jónssyni bónda og sjómanni, sem lézt árið 1964, og Halldóru Halldórsdóttur, sem nú sér á eftir fjórða barni sínu yfir móðuna miklu, 82 ára að aldri og býr í Þorlákshöfn. Að loknu barnaskólanámi stundaði Lilja framhaldsskóla- nám í Flensborgarskóla í Hafnar- firði og útskrifaðist þaðan árið 1949. Árið 1955 stofnaði hún heimili með eftirlifandi manni sínum, Sveini Sumarliðasyni fyrrverandi vörubifreiðarstjóra, en nú starfsmanni hjá Meitlinum í Þor- lákshöfn. Þau Lilja og Sveinn eignuðust 2 börn, Dagbjart, f. 1955, kennara í Þorlákshöfn, sem kvæntur er Ingibjörgu Dagmar og eiga þau 2 dætur, Lilju Dröfn og Lenu Dögg, og Halldóru, f. 1961, sem heitbundin er Herði Jónssyni. Ég man fyrst eftir Lilju móð- ursystur minni frá sunnudags- gönguferðum okkar um miðbæinn í Reykjavík á árunum kringum 1953—54, en þá starfaði Lilja í Reykjavík og var tíður gestur á sameiginlegu heimili foreldra minna og afa og ömmu á Mímis- veginum og þá jafnan í fylgd með Elsu vinkonu sinni, en þær Lilja voru alla tíð óaðskiljanlegar. Ævistarf Lilju var framar öðru bundið heimili hennar og fjöl- skyldu, en auk þess starfaði hún hjá Kaupfélagi Árnesinga í Þorlákshöfn í mörg ár. Aðal- áhugamálið var söngurinn í Söng- félaginu, en það hefur gegnt hlut- verki kirkjukórs í Strandarkirkju og Hjallakirkju. Það hefur líklega verið árið 1975 sem Lilja kenndi fyrst banameins síns. Fimm næstu árin virtist sem hún hefði náð bata, en svo fór að halla undan fæti þar til yfir lauk. I hinum þungbæru veikindum hennar hjálpuðust maður hennar og börn að við að létta henni byrð- ina, svo og læknar og hjúkrunar- fólk, og var þar læknir hennar, Snorri Ingimarsson, fremstur í flokki góðra manna. Mörg orð við andlát Lilju frænku minnar hygg ég að væru henni lítt að skapi, svo sterk kona sem hún var í veikindum sínum, en ömmu minni, Halldóru, Sveini manni hennar og börnum og öðr- um aðstandendum og vinum votta ég dýpstu samúð. Megi guð gefa ykkur styrk. Jóhanna Þórisdóttir t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUDMUNDUR JÓNSSON, Reynimel 68, veröur jarösunginn, mánudaginn 21. febrúar kl. 15.00 frá Foss- vogskirkju. Blóm og kransar vinsamlega afbeöin, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Anna Guömundsdóttir Larsen, Dag Ove Larsen, Jórunn Guömundsdóttir, Daníel Björnsson og barnabörn. t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför, GUDMUNDAR SIGURJÓNSSONAR, Reynimel 96. Sigríöur Ögmundsdóttir, Ragnar Guömundsson. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, ÁSTU GUÐJÓNSDÓTTUR. Margrét Hallgrímsdóttir, Ingigeröur Hallgrímsdóttir, Halla Hallgrímsdóttir, Gestur Hallgrímsson. t Færi óg öllum þeim þakkir er sýndu mór samúö viö andlát dóttur mrnnar, MÖRTU JEPPESEN, hjúrkunarkonu. Biö ég ykkur blessunar Drottins Jesú. Guöný Guöjónsdóttir, Njálsgötu 25, Rvik. Kristinn Anton Gísla- son — Minningarorð Fæddur 3. júlí 1977 Dáinn 13. febrúar 1983. Dáinn horfinn — harmarregn. Hvílíkl orA mig dynur yfir. Kn ég veil aó lálinn lifir l»að er huggun harmi gegn. Það þyrmdi yfir mig, þegar mér barst sú sorgarfregn síðdegis sunnudaginn 13. febrúar að sonur vinkonu minnar væri látinn. Var hann búinn að vera meðvitundar- laus síðan 24. janúar, er hann varð fyrir slysi. Hvers vegna hann, þessi fallegi litli drengur. Við eigum erfitt með að sætta okkur við örlögin, vegir Guðs eru órannsakanlegir og stundum ósanngjarnir að okkar dómi. Kristinn Anton Gíslason var fæddur á Sauðárkróki, yngst- ur þriggja barna foreldra sinna, Snjólaugar Kristinsdóttur og Gísla Sæmundssonar. Með þessum línum fylgja innilegar samúðar- kveðjur frá mér og fjölskyldu minni til foreldra og systranna tveggja, ömmu og afa í Borgarhlíð og Skagafirði og ástvina allra. Drottinn gef þú dánum ró og hinum líkn sem lifa. Hví var þessi bedur húinn harnið k*ra, þér svo skjóll? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauóans nótt. I»að er kveðjan: Kom lil mín. Kristur lók þig heim til sín. I»ú erl hlessuð hans í höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. (Sb. I8H6-B Halld.) Guðný Björg Þorvaldsdóttir David Knowles, Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Einar Jóhannsson. Tónleikar í Egilsstadakirkju Á MORGUN, laugardaginn 19. febrúar, verða tónleikar á vegum tónskóla Fljótsdalshéraðs. Þar koma fram Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona, Einar Jó- hannesson klarinettleikari og Ila- vid Knowles píanóleikari. Þau flytja m.a. aríuna „Parto parto“ úr óperunni La Clemenza di Tito eftir Wolfgang Amadeus Mozart og „Hirðirinn á fjallinu" eftir Franz Schubert. En af fleiri höfundum má nefna Robert Schumann, Sigursvein D. Krist- insson, Ingunni Bjarnadóttur og Árna Thorsteinsson. Tónleikarnir verða í Egils- staðakirkju og hefjast kl. 17.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.