Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI FÖSTUD Þessir hringdu . . . Velkominn í dýrðina Sveinbjörn Helgason hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hringi vegna greinar Vestmannaey- ingsins í dálkunum hjá þér í gær. Hann hefur allt á hornum sér varð- andi okkur hér á suðvesturhorninu og er alveg dolfallinn yfir því, að við skulum hugsa og tala eins og annað fólk. Hins vegar segir hann, að við gerum okkur alls ekki grein fyrir öll- um þeim lúxus, sem við höfum hérna. Þetta virðist benda til að maðurinn sé eitthvað óánægður úti í Eyjum og því liggur beinast við að bjóða manninn velkominn í dýrðina, til að taka þátt í gleðinni með okkur. Auðvitað hlýtur honum að vera frjálst að flytjast hingað. Honum ofbýður hvað hitaveitan okkar er ódýr, en hitaveitan í Vestmannaeyj- um dýr. Er þetta ekki þeirra eigin hitaveita, Vestmannaeyinga. Að minnsta kosti höfum við Reykvík- ingar lagt okkar hitaveitu sjálfir og greitt allan kostnað af henni. Þar hafa engir aðrir nærri komið. Ef ég þekki Vestmannaeyinga rétt, þá tal- ar þessi maður ekki fyrir munn þeirra. Þeir eru menn til að standa fyrir sínu og una glaðir við sitt úti í Eyjum. Það var ekki einu sinni hægt að koma þeim þaðan með eldgosi. Vildi að þing- menn fengju dagsbrúnarkaup Sigurður Jónsson, Hátúni 10B, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langaði til að vekja athygli á djarfri og einlægri ræðu sem Einar J. Gíslason, fyrrverandi útgerðarmaður og sjómaður en nú- verandi forstöðumaður Fíladelfíu- safnaðarins, flutti á sunnudaginn var, við messu sem útvarpað var. Þar kom m.a. fram, að Einar vildi fækka þingmönnunum niður í þrjátíu og það væri nóg að þeir hefðu dags- brúnarkaup. Undir þetta vil ég taka heils hugar. Því lægra kaup sem þeir hafa, þeim mun fyrr skynja þeir á sjálfum sér afleiðingar gerða sinna. * I opinberum erindagjörðum? GJ. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þeir eru að segja, að Valli víðförli sé horfinn frá Rifi. Getur ekki átt sér stað, að hann sé í opinberum erindagjörðum í Dana- veldi? A.m.k. held ég, að tryggast væri, að menn þar ytra hvesstu sjón- ir út í þarabrúkið á Kaupinhafnar- fjöru, í tíma, svo að hann verði ekki af fluginu heim. Hvaða hugsun býr að baki? Níundi bekkur grunnskólans á Hvammstanga hafði samband við þáttinn og bað fyrir eftirfarandi at- hugasemd: — Við vorum að ræða fötlun á málfundi í skólanum okkar. Kom þar m.a. til umræðu grein í Morgunblaðinu frá 13. febrúar, þar sem sagt var frá bágum aðstæðum fyrir fötluð börn í Hliðaskóla. Okkur langar til að vita, hvaða hugsun get- ur búið að baki því hjá borgaryfir- völdum að kaupa gervigras á íþróttavöllinn í Laugardal, meðan börnin í Hlíðaskóla búa við lyftu- leysi, en þurfa þó að komast á milli hæða. Við viljum minna á, að fötluð börn eru ekki dauðir hlutir. Við krakkarnir í níunda bekk hér á Hvammstanga lýsum fyllsta stuðn- ingi okkar við þau og skorum á borg- aryfirvöld að greiða sem fyrst úr þessum vanda. Illa fariö að afgreiða málið þannig Snorri Steinarsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fyrir jól lögðu nemendur, sem búsettir eru í Garðabæ en stunda nám í Reykja- vík, beiðni fyrir bæjarstjórn Garða- bæjar, um að þeir fengju styrk úr bæjarsjóði vegna strætisvagnaferða. Þeirri beiðni hefur nú verið synjað. Finnst mér það illa farið að afgreiða málið þannig, þar sem fargjaldið kostar nú orðið um 22 kr., hver ferð niður í bæ, og með tilliti til þess að bæði Hafnfirðingar og Kópavogsbú- ar fá 80—100% námsmannastyrk vegna ferðakostnaðar með strætis- vögnum. Ég get ekki skilið, hvers vegna bæjarstjórn Garðabæjar sá sér ekki fært að fara eins að. í leiðinni langar mig til að senda þakkir til nemandanna í Garðaskóla, sem standa fyrir útvarpssendingum þessa dagana. Starf þeirra hefur tekist með ágætum og þeir hafa ver- ið með mikið og gott lagaúrval. „Mættu margar ríkis.stjórnir undanfarinna ára vera hreyknar af að eiga ekki nema 10 atriðum ólokið þegar að leiðarlokum dregur... Má því ríkisstjóm vor vera sæmilega ánægð þegar upp er staðið." ismanns og lái þeim hver sem vill. Aðstaðan gefur ekki tilefni til ann- ars, enda sami tónninn, sem þeir verða að blása út. Þar er fátt um fína drætti annað en að koma sem mestu svörtu í dálkana. Engan skyldi því undra þótt með svona áframhaldi mættu þeir búast við að verða stakir steinar í eyðimörkinni sem fjöldinn æki framhjá. Að maður tali nú ekki um vindinn frá Sauðárkróki. Ekki hleypir hann sólskininu í bæinn. Enda eitthvað það afkáralegasta sem blásið hefir um íslenskt þjóðlíf svo ekki sé meira sagt. Kuldinn yfirgnæfandi og ekki farið í grafgötur með hvað skuli gera við þá sem ekki falla í kramið og láta ekki flokksræðissvipuna buga sig. Litið til þessara dæma, þá er það vafasamur heiður að vera sjálfstæð- ismaður, eins og þeir hugsa það. Ég hélt nefnilega að sjálfstæðis- stefnan væri fólgin í að auka mann- gildi, trú manna á landi og þjóð, efla guðstrú og góða siði og vinna sínum flokki á þeim akri gagn og þjóðinni okkar um leið. Nýta vel besta landið í heiminum, auka trú á það, en ekki ráðast á þá sem vilja að hverjum og einum gefist kostur á að vinna landi sínu og þjóð það gagn sem hann má. Ekki að ráðst á þá ef þeir skyggðu á þá sem ekki skilja annað en þeir séu ævikjörnir og eigi flokkinn með húð og hári, séu hættulegir vissum sjón- armiðum í flokknum og þá þarf flokksvélin að fara í gang og gæta þess að litríkið verði ekki of mikið — halda í skefjum. Það er engin sjálf- stæðisstefna. Ég tel mig sjálfstæð- ismann og skyldu mína að auka sól- skinið í íslensku þjóðlifi, reyna að gera mitt til að hér ríki í framtíðinni fagurt mannlíf. Munum að við eigum gott land, erum rík. Við skulum þakka guði fyrir það þegar við lítum til annarra landa.“ Ný söngkona í Töfraflautunni SÚ BREYTING er orðin á hlut- verkaskipan í Töfraflautunni aö Elísabet F. Eiríksdóttir hefur tekið við hlutverki fyrstu hirðmeyjar næturdrottningarinnar af Sieg- linde Kahman. Elísabet tók við hlutverkinu á 34. sýningu íslensku óperunnar í gærkvöldi. Námskeið fyrir for- eldra sykursjúkra barna SAMTÖK sykursjúkra, Reykjavík munu á næstunni efna til námskeiðs fyrir foreldra sykursjúkra barna. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða læknir, félagsráðgjafi og matarfræðingur. Takmark námskeiðs sem þessa, er að veita leiðbeiningar og fræðslu um meðferð sykursýki, rétt mataræði, og félagsleg vanda- mál sem henni fylgja. Stjórnandi námskeiðsins verður Sævar Berg Guðbergsson félags- ráðgjafi. Tilhögun námskeiðsins verður nánar kynnt á fundi sem Samtök sykursjúkra halda í Holtagörðum þriðjudaginn 22. febrúar nk. Finnsk listiðnaðarsýn- ing í Norræna húsinu í DAG, laugardaginn 19. febrúar, vcrður opnuð sýning í sýningarsölum Norræna hússins á finnskum listiðnaði. Hér er um að ræða hóp úr samtökum handiðnaðarmanna í Ilelsinki Artisaani. Á sýningunni eru leirvörur ýmiss konar, skartgripir úr silfri og bronsi, þrykktir og ofnir textílar, prjónavörur og glermunir. Samtökin Artisaani voru stofn- uð 1974 af 13 félögum í Ornamo, félagi finnskra hönnuða. Félags- menn eru nú um 80, hvaðanæva úr Finnlandi. Flestir þeirra eru text- ílhönnuðir og leirlistamenn. Sam- tökin settu á stofn verslun í Hels- inki árið 1975. Þar er á boðstólum fjölbreytt úrval listiðnaðar: leir- vörur, skartgripir úr silfri og bronsi, leður- og trévörur, textílar, föt, prjónavörur og glermunir. Stjórn Artisaani velur nýja fé- laga úr hópi umsækjenda, sem verða að hafa atvinnu af listiðn sinni og verða verk þeirra einnig að standast kröfur Artisaani um listrænt gildi. Sl. ár sóttu 6 iista- menn um inngöngu, en aðeins 3 voru valdir. Sífellt bætast nýir fé- lagsmenn í hópinn, en einnig eru alltaf einhverjir sem hætta, t.d. ef þeir hefja störf við hönnun fyrir iðnaðarframleiðslu. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 14—19 til 1. mars nk. Hluti sýningarmunanna á sýningunni í Norræna húsinu. Hótel Loftleiðir: Arni Elvar á „Jazzbrunch“ Sunnudaginn 20. febrúar verður „Jazzbrunch" í Blómasal Hótels Ijoftleiða í hádeginu. Tríó Steina Steingríms leikur og Árni Elvar kemur sem gestur og leikur á básúnu. Gestir geta valið um rétti á kalda borðinu í Blómasal auk rétta af morgunverðarborði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.