Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983
í DAG er laugardagur 19.
febrúar, ÞORRAÞRÆLL,
50. dagur ársins 1983. Átj-
ánda vika vetrar. Árdegis-
flóð kl. 10.13 og síödegis-
flóö kl.22.42. Sólarupprás í
Reykjavík kl.09.08 og sól-
arlag kl. 18.16. Sólin er í
hádegisstað í Reykjavík kl.
13.42 og tunglið í suöri kl.
18.40. (Almanak Háskól-
ans.)
Hver sem tekur ekki
sinn kross og fylgir mér,
er mín ekki verður. (Matt
10,37.)
KROSSGÁTA
I 2 3 4
6 7 8
LÁRÉTT: — l. pylsan, 5. kusk, 6.
nióurganginn, 9. svifdýr, I0. bord-
hald, II. samhljódar, 12. kona, 13.
mæla, 15. saurga, 17. bors.
LÓÐRÉTT: — I. strídií, 2. yfirhörn,
3. mánuö, 4. gata í Reykjavík, 7.
hygKja, 8. lík, 12. ílát, 14. á frakka,
16. rykkorn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTIJ:
LÁRÉTT: — 1. elgs, 5. nóll, 6. króa,
7. kr., 8. fatan, 11. Í.K., 12. rás, 14.
fróm, 10. lasinn.
LÖÐRÉTT: — I. erkifífi, 2. gnótt, 3.
sóa, 4. stór, 7. kná, 9. akra, 10. armi,
13. sýn, 15. ós.
ÁRNAÐ HEILLA
HJÓNABAND. í Bústaða-
kirkju voru Refin saman Haf-
dís Kristinsdóttir og Sveinn
Konráósson. Heimili J)eirra er
á Irabakka 25, Rvík. (Stúdíó
Guðmundar.)
FRÉTTIR
l'AD var enn frostlaust i lág-
lendi um land allt í fyrrinótt, en
allvíóa hafði hitinn þó farið
niAur að frostmarki. Uppi á há-
lendinu hafði verið eins stigs
frost. í veðurfréttunum í gaer-
morgun sagði Veðurstofan að
veður myndi fara hratt kólnandi
og draga til norðanáttar. Hér í
Reykjavík var 2ja stiga hiti í
fyrrinótt í rigningu, sem mældist
5 millim. eftir nóttina, en mest
varð úrkoman í Haukatungu, 16
millim. Þessa sömu nótt í fyrra
var veðri háttað mjög á sama
veg. í gærmorgun var 14 stiga
frost í Nuuk, höfuðstað Grten-
lands.
DÝRALÆKNIR. í tilk. frá
landbúnaðarráðuneytinu í
Lögbirtingi segir að ráðuneyt-
ið hafi veitt Ólafi Jónssyni leyfi
til að stunda dýralækningar
hér á landi.
A
fyrir 25 árum
ÞESSI fyrirsögn var
yfir þvera forsíðu Mbl.:
„Gul bók“ ríkis-
stjórnarinnar í hús-
næðismálum. Ríkis-
einkasala fasteigna —
einokun íbúðarleigu?
Minni íbúðir Reykvík-
inga og lán veitt til
opinberra bygginga í
stað einkaíbúða.
„Misnotkun þess
fjármagns sem í fast-
eignum liggur í
Reykjavík og nágrenni
hennar", meinsemd að
dómi sérfræðinga rík-
isstjórnarinnar.
KVENSTÍJDENTAFÉL. íslands
heldur aðalfund sinn í dag,
laugardag, kl. 12.30, en þetta
er jafnframt hádegisverðar-
fundur og verður hann í Arn-
arhóli. Að fundarstörfum
loknum ætlar Þórunn Sigurð-
ardóttir að ræða um leikverk
sitt um Guðrúnu Ósvífursdótt-
ur.
KAFFISALA Kirkjunefndar
kvenna Dómkirkjunar er á
morgun, sunnudag 20. febrúar,
og verður að vanda á Hótel
Loftleiðum, Víkingasal, og
hefst kl. 15 að lokinni síðdeg-
ismessu í Dómkirkjunni. Farið
verður með vagni frá kirkju-
dyrum og þangað verður ekið
aftur frá Loftleiðahótelinu kl.
16.
KVENFÉLAG Háleigssóknar
ætlar að minnast 30 ára af-
mælis síns hinn 24. febrúar
með hófi á Hótel Sögu. Eru
félagsmenn beðnir að tilk.
væntanlega þátttöku til þess-
ara kvenna: Unnar, sími 40802,
Rutar, sími 30242, Láru, sími
16917, eða til Oddnýjar í síma
82114.
f STJÓRNARRÁÐINU. í til-
kynningum frá tveim ráðu-
neytum í nýju Lögbirtinga-
blaði segir frá því að forseti
íslands hafi skipað frú Guð-
rúnu M. Skúladóttur til þess að
vera deildarstjóri í iðnaðar-
ráðuneytinu. f samgönguráðu-
neytinu hefur Ragnhildur
Hjaltadóttir verið skipuð í
stöðu löglærðs fulltrúa.
GRÆNLANDSFARAR sumarið
1982 efna til dansimik nk.
laugardag, 26. þ.m., í Norræna
húsinu og eru Grænlandsfar-
arnir beðnir að tilkynna þátt-
töku sína þar í síma 10165 á
mánudaginn kemur, 21. þessa
mánaðar.
RÆÐISMENN. f tilk. frá utan-
ríkisráðuneytinu í nýlegu
Lögbirtingablaði segir frá
skipan tveggja ræðismanna í
Danmörku. I bænum Helsing-
ör hefur Hugo Brammer verið
skipaður kjörræðismaður og í
bænum Horsens hefur Leif
Hede Nielsen, verið skipaður
kjörræðismaður. Báðir voru
áður varakjörræðismenn í
heimabæjum sínum.
FRESTUR til að skila athuga-
semdum við aðalskipulagstil-
kögu Keflavíkur, Njarðvíkur og
Keflavíkurflugvallar er miðað-
ur við 1. mars næstkomandi
segir í tilk. frá bæjarstjóran-
um í Keflavík, en Skipulag
ríkisins hefur heimilað þetta
og hefur bæjarstjórn Kefla-
víkur samþykkt að notfæra ,
sér þennan frest.
FRÍKIRKJUPRESTURINN í
Reykjavík, sr. Gunnar Björns-
son, hefur viðtalstíma í kirkj-
unni við Fríkirkjuveg alla
rúmhelga daga vikunnar milli
kl. 17 — 18 nema mánudaga.
Síminn er 14579.
REFABÚ. f blaðinu Suðurland
er sagt frá því í fréttum að
nýlega hafi verið sett á stofn 6
refabú í Ölfusinu og eru þau á:
Kirkjuferju, Bræðrabýli, Ing-
ólfshvoli, Kvíárhóli og í Lamb-
haga. Fyrir eru á Suðurlandi 5
refabú og þá hefur verið stofn-
að refabú í Vestmannaeyjum
og segir Suðurland að á Suður-
landi séu í refabúum 610—620
refir alls.
SAMVERKAMENN Móður
Teresu hér halda mánaðar-
legan fund sinn í Stigahlíð 63
á mánudagskvöldið kemur, 21.
febrúar, kl. 20.
FRÁ HÖFNINNI
í FYRRAKVÖLD lagði Detti-
foss af stað úr Reykjavíkur-
höfn til útlanda. f gær kom
togarinn Arinbjörn af veiðum
og Dísarfell fór á ströndina. f
gær var danska eftirlitsskipið
lngolf væntanlegt.
Nú ættum viö líka aö geta boöiö Grænfriöungum upp á þaö besta!!!
Kvöld-, nætur- og helgarþjonusta apótekanna i Reykja-
vík dagana 18. febrúar til 24. febrúar, aö báöum dögun-
um meðtöldum er í Laugavegs Apóteki. Auk þess er
Holts Apótek opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema
sunnudag.
Ónæmisaðgerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriöjudögum kl.
16.30—17.30. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini.
Læknastofur eru lokaðar á laugardögum og helgidögum.
en hægt er aö ná sambandi viö lækni a Göngudeild
Landspítalans alla virka daga kl 20—21 og á laugardög-
um frá kl. 14—16 sími 21230. Göngudeild er lokuö á
helgidögum A virkum dögum kl.8—17 er hægt aö ná
sambandi viö neyöarvakt lækna á Borgarspítalanum,
sími 81200, en því aöeins aö ekki náist i heimilislækni.
Eftir kl. 17 virka daga til klukkan 8 aö morgni og frá
klukkan 17 a föstudögum til klukkan 8 árd. A mánudög-
um er læknavakt i síma 21230. Nánari upplýsingar um
lyfjabuðir og læknaþjónustu eru gefnar í simsvara 18888
Neyóarvakt Tannlæknafélags Islands er i
Heilsuverndarstööinni viö Barónsstig á laugardögum og
helgidögum kl. 17—18.
Akureyri. Uppl. um lækna- og apóteksvakt i simsvörum
apótekanna 22444 eöa 23718
Hafnarfjöröur og Garöabær. Apótekin i Hafnarfirói.
Hafnarfjaröar Apótek og Noróurbæjar Apótek eru opin
virka daga til kl. 18.30 og til skiptist annan hvern laugar-
dag kl. 10—13 og sunnudag kl. 10—12. Uppl. um vakt-
hafandi lækni og apóteksvakt i Reykjavik eru gefnar i
simsvara 51600 eftir lokunartima apótekanna.
Keflavik: Apótekió er opiö kl. 9—19 mánudag til föstu-
dag Laugardaga, heigidaga og almenna fridaga kl
10—12. Simsvari Heilsugæslustöövannnar, 3360, gefur
uppl um vakthafandi lækm eftir kl. 17
Selfoss: Selfoss Apótek er opió til kl. 18.30. Opiö er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10—12. Uppl. um
læknavakt fást i simsvara 1300 eftir kl. 17 á virkum
dögum, svo og laugardögum og sunnudögum.
Akranes: Uppl um vakthafandi lækni eru i simsvara 2358
eftir kl. 20 á kvöldin. — Um helgar, eftir kl 12 á hádegi
laugardaga til kl. 8 á manudag. — Apótek bæjarins er
opió virka daga til kl 18 30, á laugardögum kl. 10—13 og
sunnudaga kl. 13—14.
Kvennaathvarf, opió allan sólarhringinn, simi 21205.
Húsaskjól og aóstoó fyrir konur sem beittar hafa veriö
ofbeldi i heimahúsum eóa orðiö fyrir nauógun. Skrifstofa
samtakanna. Gnoóarvogi 44 er opin alla virka daga kl.
14— 16, simi 31575. Póstgírónúmer samtakanna 44442-1.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálió, Síöu-
múla 3—5, simi 82399 kl. 9—17. Sáluhjálp í viðlögum
81515 (símsvari) Kynningarfundir í Sióumúla 3—5
fimmtudaga kl. 20. Silungapollur sími 81615.
Foreldraráögjöfin (Barnaverndarráö Islands) Sálfræöileg
ráógjöf fyrir foreldra og börn. — Uppl. i síma 11795.
ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000.
Akureyri simi 96-21840. Siglufjöróur 96-71777.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartimar, Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og
kl 19 til kl. 19.30. Kvennadeildin: Kl. 19.30—20 Sæng-
urkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15—16. Heimsók-
artimi fyrir feöur kl. 19.30—20.30. Barnaspítali Hrings-
ins: Kl. 13—19 alla daga. — Landakotsspítali: Alla daga
kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 til kl. 19.30. — Borgarspítalinn í
Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30
og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl
15— 18 Hafnarbúóir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. — Hvít-
abandió, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga
Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16—19.30 —
Laugardaga og sunnudaga kl. 14—19.30. — Heilsu-
verndarstöóin: Kl. 14 til kl. 19. — Fæóingarheimili
Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. —
Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til
kl. 19.30. — Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. —
Kópavogshælió: Eftir umtali og kl. 15 til kl 17 á helgidög-
um. — Vífilsstaóaspítali: Heimsóknartími daglega kl.
15—16 og kl. 19.30—20.
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Safnahúsinu vió Hverfisgötu:
Lestrarsalir eru opnir mánudaga til föstudaga kl. 9—19
og laugardaga kl. 9—12. Utlánssalur (vegna heimlána) er
opinn kl. 13—16, á laugardögum kl. 10—12.
Háskólabókasafn: Aóalbyggingu Háskóla Islands. Opió
manudaga til föstudaga kl. 9—19. Utibú: Upplýsingar um
opnunartíma þeirra veittar i aóalsafni, sími 25088.
Þjóóminjasafnió: Opió þriójudaga, fimmtudga, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 13.30—16.
Listasafn íslands: Opiö sunnudaga, þriójudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 13.30 til 16. Sérsýning: Manna-
myndir i eigu safnsins.
Borgarbókasafn Reykjavíkur: AÐALSAFN — UTLANS-
DEILD, Þingholtsstræti 29a, sími 27155 opiö mánudaga
— föstudaga kl. 9—21. Einnig laugardaga í sept —apríl
kl. 13—16. HLJÓÐBÓKASAFN — Hólmgaröi 34, sími
86922. Hljóöbókaþjónusta viö sjónskerta. Opiö mánud.
— föstud. kl. 10—16. AOALSAFN — lestrarsalur, Þing-
holtsstræti 27. Sími 27029. Opiö alla daga vikunnar kl.
13—19. laugardaga 9—18, sunnudaga 14—18. SÉRUT-
LÁN — afgreiösla í Þingholtsstræti 29a, sími aöalsafns.
Bókakassar lánaöir skipum, heilsuhælum og stofnunum.
SÓLHEIMASAFN — Sólheimum 27. simi 36814. Opiö
mánudaga — föstudaga kl. 9—21. Einnig laugardaga
sept.—apríl kl. 13—16. BÓKIN HEIM — Sólheimum 27,
simi 83780. Heimsendingarþjónusta á prentuðum bókum
viö fatlaöa og aldraða. Simatími mánudaga og fimmtu-
daga kl. 10—12. HOFSVALLASAFN — Hofsvallagötu 16,
sími 27640. Opiö mánudaga — föstudaga kl. 16—19.
BÚSTAÐASAFN — Bústaóakirkju, sími 36270. Opiö
mánudaga — föstudaga kl. 9—21, einnig á laugardögum
sept.—apríl kl. 13—16. BÓKABILAR — Bækistöó í Bú-
staöasafni, sími 36270. Viðkomustaóir víösvegar um
borgina.
Árbæjarsafn: Opið samkvæmt umtali. Upplýsingar í síma
84412 milli kl. 9 og 10 árdegis. SVR-leió 10 frá Hlemmi.
Ásgrímssafn Bergstaöastræti 74: Opió sunnudaga,
þriöjudaga og fimmtudga frá kl. 13.30—16.
Tæknibókasafnió, Skipholti 37: Opió mánudag og
fimmtudaga kl. 13—19. Á þriðjudögum, miövikudögum
og föstudögum kl 8.15—15.30. Sími 81533.
Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar viö Sigtún er
opið þriójudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 2—4.
Listasafn Einars Jónssonar: Opiö mióvikudaga og
sunnudaga kl. 13.30—16.
Hús Jóns Siguróssonar í Kaupmannahöfn er opió mió-
vikudaga til föstudaga frá kl 17 til 22, laugardaga og
sunnudaga kl. 16—22.
Kjarvalsstaðir: Opiö alla daga vikunnar kl. 14—22.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3—5: Opió mán —föst.
kl. 11—21 og laugard. kl. 14—17. Sögustundir fyrir börn
3—6 ára föstud. kl. 10—11 og 14—15. Síminn er 41577.
SUNDSTAÐIR
Laugardalslaugin er opin mánudag til föstudag kl.
7.20—19.30. Á laugardögum er opiö frá kl. 7.20—17.30.
A sunnudögum er opiö frá kl. 8—13.30.
Sundlaugar Fb. Breióholti: Manudaga — föstudaga kl.
07.20—10.00 og aftur kl. 16.30—20.30. Laugardaga kl.
07.20—17.30. Sunnudaga kl. 08.00—13.30. Uppl. um
gufuböó og sólarlampa í afgr Sími 75547.
Sundhöllin er opin mánudaga til föstudaga frá kl.
7.20— 13 og kl. 16— 18.30. A laugardögum er opið kl.
7.20— 17.30, sunnudögum kl. 8.00—13.30. — Kvenna-
timi er á fimmtudagskvöldum kl. 21. Alltaf er hægt aö
komast í bööin alla daga frá opnun til kl. 19.30.
Vesturbæjarlaugin er opin alla virka daga kl.
7.20— 19.30, laugardaga kl. 7.20—17.30 og sunnudag kl.
8.00—13.30. Gufubaöiö í Vesturbæjarlauginni: Opnun-
artima skipt milli kvenna og karla. — Uppl. í sima 15004.
Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánudaga til föstu-
daga kl. 7.00—8.00 og kl. 17.00—18.30. Laugardaga kl
14.00—17.30. Saunatimi fyrir karla á sama tíma. Sunnu-
daga opió kl. 10.00—12.00. Almennur tími i saunabaói á
sama tíma. Kvennatímar sund og sauna á þriójudögum
og fimmtudögum kl. 17.00—21.00. Saunatími fyrir karla
miövikudaga kl. 17.00—21.00. Simi 66254.
Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga — fimmtudaga:
7.30—9, 16—18 30 og 20—21.30. Föstudögum á sama
tima, til 18.30. Laugardögum 8—9.30 og 13—17.30.
Sunnudaga 9—11.30. Kvennatimar þriójudaga og
fimmtudaga 20—21.30. Gufubaóió opió frá kl. 16 mánu-
daga—föstudaga, frá 13 laugardaga og 9 sunnudaga.
Síminn er 1145.
Sundlaug Kópavogs er opin mánudaga—föstudaga kl.
7—9 og frá kl. 14.30—20. Laugardaga er opiö 8—19.
Sunnudaga 9—13. Kvennatimar eru þriójudaga 20—21
og mióvikudaga 20—22. Siminn er 41299.
Sundlaug Hafnarfjaröar er opin mánudaga—föstudaga
kl. 7—21. Laugardaga frá kl. 8—16 og sunnudaga frá kl.
9—11.30. Bööin og heitú kerin opin alla virka daga frá
morgni til kvölds. Sími 50088.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga—föstudaga kl.
7—8, 12—13 og 17—21. Á laugardögum kl. 8—16.
Sunnudögum 8—11. Simi 23260
BILANAVAKT
Vaktþjónusta borgarstofnana. vegna bilana á veitukerfi
vatns og hita svarar vaktþjónustan alla virka daga frá kl.
17 til kl. 8 i síma 27311. I þennan síma er svaraó allan
sólarhringinn á helgidögum. Rafmagnsveitan hefur bil-
anavakt allan sólarhringinn i sima 18230.