Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 5 Tölvuskóli í Hafnar- firði hefur göngu sína TÖLVUSKÓLI hefur hafið starfsemi í Hafnarfirði. I>að eru tveir ungir menn, Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Alfreð Alfreðsson, sem að rekstri skólans standa, en þeir hafa báðir komið við sögu slíkra nám- skeiða áður hjá Æskulvðsráði Reykjavíkur og Guðmundur sá einnig um að skipuleggja slíkt námskeið fyrir Námsflokka Reykjavíkur. Skoðanakönnun Helgarpóstsins: 2/3 svöruðu ekki eða sögðust ekki kjósa Helgarpósturinn greindi í gær frá niðurstöðum í skoðanakönnun, sem unnin var á vegum blaðsins um síð- ustu helgi. 1400 manns voru spurðir hvað þeir myndu kjósa ef nú færu fram kosningar til Alþingis. Athygl- isvert er, að 65,15% aðspurðra sögð- ust ekki ætla að kjósa, neituðu að svara eða sögðust óákveðnir. í skoðanakönnun DV, sem greint var frá í vikunni, sögðust 53,2% óákveðnir eða vildu ekki svara. Hvað varðar þá, sem sögðust myndu kjósa og tóku afstöðu til ákveðinna flokka eða framboða urðu niðurstöður þessar yfir land- ið samkvæmt könnun Helgar- póstsins, innan sviga sambæri- legar tölur úr könnun DV: Alþýðuflokur 9,6% (5,7%) Framsóknarflokkur 11,6% (22,1%) Sjálfstæðisflokkur 40,7% (40,6%) Alþýðubandalag 15,9% (13,9%) Bandalag jafnaðarm. 11.4% (12,1%) Kvennaframboð 3,1% (3,5%) Önnur framboð 7,7% (2,2%) í vetur mun skólinn bjóða upp á grunnnámskeið, námskeið í BASIC-forritunarmálinu og námsskeið fyrir unglinga 12—16 ára, en næsta haust er ætlunin að bjóða upp á fjölbreyttari nám- skeið og mun sú þekking sem aflað er í vetur koma að góðum notum í þeim námskeiðum að sögn þeirra félaga. Svo dæmi sé tekið af því sem kennt er á grunnnámskeiðinu, þá er þar kennt hvað tölva er, for- rit og aðalforritunarmálin kynnt, og einnig flæðirit, stýrikerfi og notendaforrit. Þá er vélbúnaður- inn kynntur og fjallað um örtölvu- og uppiýsingabyltinguna og áhrif hennar á einstaklinginn og sam- félagið. Tölvuskóli Hafnarfjarðar er til húsa í Brekkugötu 2 (húsi Dvergs). Fyrsta námskeiðið hefst 22. febrú- ar, en skólinn verður opinn al- menningi til sýnis í dag, laugar- dag, milli kl. 13 og 17. ptotgmtftlfiMfr Mrtsölublad á hverjum degi! UM HELGINA — 1983 ÁRGERÐIRNAR OPIÐ: LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00 -17.00 SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00 -17.00 MITSUBISHI C0LT - LANCER F C0RDIA - TREDIA GALANT - SAPP0R0 Sýnum einnig TURBO-lfnuna frá MITSUBISHI MwdSYNING ENGINN BÝÐUR MEIRfl ÚRVAL 4WD - PAJERO 4WD - L 200 4WD - NÝR L 300 4WD L 300 [hIheklahf Laugavegi 170-172 Sími 21240 isífiSít l|M f|Él®fJiKft°' SssS""'’ GENERAL0ELECTRIC VlAllU ÍN G8.A KENWOOD RAFTÆKJADEILD IhIHEKLAHF . I Laugavegi 170 -172 Simi 212 40 KENWOOD Tv&NNf Frá kl-2'5 SOLARLAMPAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.