Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Endurskodun stjórnarskrárinnar 6. grein: Þjóðaratkvæði — eftir Gunnar G. Schram prófessor Er ástæfta til þess að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um mikilvæg mál? Margir munu svara þeirri spurningu játandi. En engin ákvæði um slíkan rétt þjóð- arinnar eru nú í stjórn- arskrá landsins. Það er í fullu samræmi við leikreglur lýðræðisins að þjóðin sé spurð álits áður en ákvörðun er tekin í viðurhlutamiklum málum, sem framtíð hennar geta skipt miklu. Af þeirri ástæðu leggur Stjórnarskrárnefnd til í skýrslu sinni að upp verði tekið nýtt ákvæði í stjórnarskrá landsins um þjóðaratkvæða- greiðslur. Kjósendum falin ákvörðun Ákvæðið er þess efnis að fjórðungur kjósenda geti óskað eftir því að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um ein- stök málefni. Hér er með öðrum orðum gert ráð fyrir því að það sé tiltekinn minnihluti kjósenda, sem geti krafist þjóðaratkvæða- greiðslu. Sú spurning vaknar í þessu efni hvort fara hefði átt þessa leið eða heimila minnihluta þingmanna þess í stað að krefj- ast þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er í raun handhægari leið, en þá má búast við því að miklu oftar myndi koma til slíkrar atkvæða- greiðslu en ella væri. Hér hefur sú leið verið valin að leggja það í dóm kjósenda sjálfra hvort þeir telja mál það mikilvægt að þeir vilji leggja út í þá fyrirhöfn að safna undir- skriftum fjórðungs allra kjós- enda, sem þarf til þess að til þjóðaratkvæðagreiðslu komi. Svo sem að líkum lætur er það ekkert áhlaupaverk. Fjórðungur kjósenda er um 35.000 manns. Það tekur meira en eina eða tvær dagstundir að safna svo mörgum undirskriftum, sem að líkum lætur. Þó fer því fjarri að það sé óvinnandi vegur. Fyrir nokkrum árum átti sér stað í landinu undirskriftasöfnun á vegum félagsins „Varið land“. í það skiptið tókst að safna yfir 50.000 undirskriftum og voru þó kjósendur allnokkru færri en nú. Krafan um það að fjórðungur kjósenda verði að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu kemur í veg fyrir að rokið sé upp til handa og fóta af litlu tilefni. Ekki er líklegt að almennt fylgi fáist við slíka kröfu, nema þar sé stórmál á ferðinni, sem almenn- ingur metur sem slíkt. Spurning- in er raunar sú, hvort markið sé hér sett of hátt, of erfitt gert um vik til þess að fá fram slíka at- kvæðagreiðslu. Það var skoðun fulltrúa Alþýðubandalagsins í nefndinni, en þeir lögðu til að nægilegt skyldi vera að fimmt- ungur kjósenda óskaði eftir því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. Önnur leið hugsanleg Hin leiðin, sem til greina kom varðandi þjóðaratkvæðagreiðsl- ur, er sú leið sem farin hefur verið í Danmörku. Þar þarf ekki að koma til viljayfirlýsing tiltek- ins hluta þjóðarinnar, heldur getur þriðjungur þingmanna krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp, sem þingið hefur afgreitt, og er þá skylt að láta hana fara fram. Þessi leið er vitanlega miklum mun fyrirhafnarminni, en hún er bundin við þjóðaratkvæða- greiðslu um samþykkt lagafrum- varp. Það er hinsvegar ákvæðið í skýrslu Stjórnarskrárnefndar ekki. Það tekur jafnt til mála utan Alþingis sem innan og er því þar um miklu víðtækari heimild að ræða. í Danmörku verður þessi til- tekni minnihluti þingmanna að bera fram kröfu sína innan þriggja daga frá því lagafrum- varp það, sem þeir eru andstæð- ir, var samþykkt. Skal atkvæða- greiðslan síðan fara fram á 12. til 18. degi frá því hún var aug- lýst. Til þess að frumvarpið telj- ist fellt í atkvæðagreiðslunni þarf einfaldur meirihluti þeirra, sem í henni taka þátt, að greiða atkvæði gegn því. Jafnframt að 30% allra atkvæðisbærra manna hafi greitt atkvæði gegn því. Er það skilyrði sett til að tryggja lágmarksþátttöku í kosningunni. Öllum lagafrumvörpum, sem danska þingið hefur samþykkt, ef unnt að skjóta til þjóðarat- kvæðagreiðslu, með nokkrum undantekningum þó. Ekki er unnt að láta þjóðar- atkvæðagreiðslu fara fram um fjárlög, lög um laun og skatta, eignarnám eða samninga við önnur ríki. Til þjóðaratkvæðis hefur nokkrum sinnum komið í Dan- mörku samkvæmt kröfu minni- hluta þings. Hafa þá nokkrum sinnum verið felld lagafrumvörp sem þingið hafði áður samþykkt, m.a. lög um lækkun kosninga- aldurs og jarðalög. Nytsemd þessa ákvæðis hefur á þann hátt komið glöggt fram: Þjóðin hefur verið annarrar skoðunar en þingið og vilji hennar náð fram að ganga. Bindandi atkvæða- greiðsla eða ráðgefandi? Danska ákvæðið um þjóðar- atkvæði heyrir til undantekn- inga. Yfirleitt eru þjóðarat- kvæðagreiðslur aðeins ráðgef- andi. Þó eru úrslit atkvæða- greiðslanna bindandi, sem fram fara í hinum einstöku ríkjum Bandaríkjanna og Sviss. í hinni nýju sænsku stjórn- arskrá er atkvæðagreiðslan að- eins ráðgefandi og hér á landi er gert ráð fyrir sama hætti. Rökin fyrir því eru þau að við búum við fulltrúalýðræði. Alþingismenn eru kjörnir til þess að setja þjóð- inni lög. Þess vegna er eðlilegt að þeir fari með það vald — en þjóðinni gefist þó kostur á að láta álit sitt uppi, þegar stórmál eru á ferðinni. Því er ekki að leyna að ýmsir telja réttara og skynsamlegra að niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslu sé bindandi, en ekki að- eins ráðgefandi. Að þeirra dómi samræmist slíkt betur reglum þeirrar lýðræðisstjórnar sem við búum við. Þjóðin sjálf eigi að taka mikilvægustu ákvarðanirn- ar í málum sínum, ef hún óskar eftir því. Niðurstaðan í umræð- um nefndarinnar varð hins veg- ar sú, sem hér hefur verið lýst, og er sá háttur miklu algengari þar sem slík ákvæði eru í stjórn- arskrá. Hér má bæta því við að þótt atkvæðagreiðslan verði aðeins ráðgefandi eru allar líkur á að Alþingi fari eftir vilja þjóðar- innar sem þar birtist, en virði hann ekki að vettugi. Það sýna dæmin úr okkar eigin sögu. Þrisvar sinnum hefur Alþingi ákveðið með sérstakri ályktun að spyrja þjóðina álits á mikils- verðum málum. í fyrsta sinn var ■_ LANDSVIRKJUN Steypustöð til sölu Landsvirkjun áformar aö selja, ef viðunandi tilboö berast, steypustöö sem smíöuö var hjá Krupp- Dalberg í V-Þýskalandi áriö 1966, og notuö í upphafi viö Búrfellsvirkjun. Stööin var flutt áriö 1975 aö Sig- öldu þar sem hún var síðast í rekstri áriö 1980. Lýsing: 4 fylliefnahólf, einangruö og meö lögnum fyrir upp- hitun, stærö samtals 100 m3. 2 sementsgeymar, stærö samtals 240 tonn. 3 sjálfvirkar vogir fyrir sement, vatn og fylliefni. Skammtadæla fyrir íblöndunarefni. Hrærivél, tegund Fejmert S-1500, blandar 1,5 m3 í hræru. Afköst um m3á klukkustund. Sjálfvirkur vogarbúnaöur, tegund Pfister-Waagen, fyrir sement og fylliefni. Handstýrður vogarbúnaöur fyrir vatn og íblöndun- arefni. Minni fyrir 11 mismunandi steypuforskriftir. Sjálfvirkur prentari skráir vegiö efnismagn í hverri hræru, dagsetningu og tíma. Gufuketill 800 Mcal/klst. Væntanlegum bjóöendum veröur gefinn kostur á aö taka þátt í skoöunarferö aö Sigöldu þar sem stööin er nú. Þátttöku þarf aö tilkynna eigi síöar en 25. þ.m. Nánari upplýsingar gefur Sveinþjörn Sveinbjörnsson, byggingardeild Landsvirkjunar, Grensásvegi 13, Reykjavík, sími 83058. JMtogmiirlfKfeft Askriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.