Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983
9
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 182. þáttur
Björn Jónsson í Reykjavík
hringdi í mig á dögunum og var
allmikið niðri fyrir. Bað hann
mig oftar en einu sinni að koma
á framfæri hér í blaðinu orðinu
tarfalæðusafi. Ég spurði hver
rækallinn það væri. „Það er
mjólk," sagði Björn. „Hvernig
má svo vera?“ spurði ég. Björn
svaraði: „Tarfalæða er kýr, og
safi hennar er mjólkin." Þetta
er sem sagt ný kenning.
Tilefni alls þessa var það, að
Björn hafði heyrt talað um refa-
læður í útvarpinu. Honum þótti
þetta hið böngulegasta mál og
vildi nefna fyrirbærið tófu eða
þá bara læðu.
Þegar ég fer að hugsa mig
um, er ég ekki viss um að refa-
læða sé svo voðalega vont orð.
Loðdýrarækt er nú orðin nokk-
ur á landi hér, og nýir vinnu-
hættir kunna að krefjast nýrra
orða. Við skulum hugsa okkur
að á sama loðdýrabúi séu bæði
refir og minkar. Mér þætti ekki
óeðlilegt, þó að sagt væri til að-
greiningar t.d. að á búinu væru
2.000 minkalæður og 500 refa-
læður. Ég held því að orðið
refalæða sé ekki að sjálfsögðu
af hinu illa.
Hitt er annað mál, að auðvit-
að reynum við að hafa mál
okkar einfalt og skýrt og nota
þá ósamsett orð, eins og tófa
eða læða, ef við erum viss um
að merkingin komist nákvæm-
lega til skila.
Hyggjum svolítið meira að
orðum um mismunandi kyn
nokkurra dýra sem í almæli eru
höfð. Orðið tófa þarf ekki að
tákna kvenkynið eitt, það getur
merkt tegundina alla. Refur er
alltaf karldýrið, og algengast
mun og skýrast að aðgreina
kynin með orðunum refur og
læða. Annað kemur til greina,
svo sem að nefna kvendýrið
grenlægju.
Læða er ekki aðeins haft um
kvendýr refsins, heldur einnig
minksins, eftir að hann kom
hingað til lands. Á kvendýr
þessarar skepnu ekki annað
nafn, svo að ég viti. Kvendýr
kattarins er ýmist nefnt læða
eða bleyða. Bleyða er dregið af
blauður sem m.a. merkir kven-
kyns. Þegar að kettinum kem-
ur, höfum við sérstök orð um
karldýrið, einkum högni og
fress. Um hund og tík þarf ekki
að fjölyrða, né heldur hana og
hænu.
Karldýr geitarinnar nefna
allir hafur (beygist eins og akur)
og sumum finnst eðlilegt að
nefna kvendýrið sér á parti
geit. I upphafi var það þó teg-
undarheitið, en kvendýrið kall-
að haðna eða huðna. Heyrt hef
ég talað um hafurkið og höðnu-
kið. En orðin haðna og huðna
eru svo að segja týnd, og við
höfum orðið að sætta okkur við
geit sem heiti kvendýrsins.
Látrabjörg Einarsdóttir kvað:
Hnjóskdadalur er herleg sveit,
Hnjóskadals vil ég b> ggja reit,
í Hnjóskadal hrísió sprettur.
í Hnjóskadal sést hafur og geit,
í Hnjóskadal er mörg kindin feit,
Hnjóskadals hæsti réttur ...
Að mörgu er að gæta um
sauðkindina. Algengustu orð,
sem kynjum skipta þar, eru
hrútur og ær. Orðið hrútur lifir
góðu lífi, þótt langt sé síðan
sveinbarn hefur veið skírt svo.
Hrútsi á reyndar mörg önnur
heiti, svo sem blær, og kemur
þar af lýsingarorðið blæsma,
haft um ær sem vilja fá hrút,
myndað svipað og yxna um kýr.
Orðið ær beygist: ær, um á.
frá á, til ær og í flt. ær, um ær,
frá ám, til áa. Von er að þessi
óvenjulega beyging bögglist
fyrir þeim sem ósnjallir eru á
mál, og einkum ef þeir eru líka
óvanir þessum búpeningi. Fer
þá að verða freistandi að grípa
til orðsins rolla, sem allir
kunna að beygja, eða þá hins,
sem krakkar og kaupstaðarbú-
ar höfðu forgöngu um, að kalla
kvendýr sauðkindarinnar bara
kind. En Jónas Hallgrímsson
kvað:
Ærin ber
og bærinn fer
að blómgast þá,
leika sér þar lömbin smá, o.s.frv.
Bágt hefði honum verið að
segja: kindin ber.
Naut er víst núorðið einhaft
um karldýr þess búpenings.
Nautabásinn í fjósinu heima
var öðruvísi en hinir, enda bás
tarfsins. En naut hefur í upp-
hafi sínu vissulega verið teg-
undarheiti, haft jafnt um kýr
sem tarfa. Eru auðfundin dæmi
því til sönnunar í margs konar
bókmenntum og samsettum
orðum, eins og nautgæfur, haft
um hey, einkum stör og fergin,
ef svo var gott, að gefandi væri
kúm.
Sjálft orðið nautpeningur
sýnir þetta einnig. Naut er
vissulega skylt sögninni að
njóta, enda samhljóða þátíð
hennar. Naut er sama sem
nytjadýr, hin notadrjúga
skepna. Þarf ekki að færa að
því mörg rök, svo augljóst sem
það er. Allt frá því kýrin Auð-
humla varð til, hafa tvífættar
verur þessarar jarðar lifað á
kúnum.
Nú er nautið sama sem tarf-
urinn, en var, sem áður sagði,
tegundin öll. Nautið heitir líka
þjór, sbr. Þjórsá á Suðurlandi,
og boli af því að hann getur
baulað hátt og mikið.
Kvendýrið heitir kýr, orðið
beygist öldungis eins og ær, og
verður nú málskussum sami
vandinn og áður. Er þá leitað í
flatneskjuna belja (sú sem belj-
ar) eða þá kusa (kussa) sem
reyndar er rétt myndað af
stofni orðsins kýr.
Hestur er upphaflega teg-
undarheiti, en nú þrásinnis
haft um karldýrið sérlega. Er
og gleymt og glatað orðið marr,
um karldýr hestsins. Það
beygðist: marr, um mar, frá
mari, til mars og í flt. marir, um
mari, frá mörum, til mara. Alveg
samsvarandi þessu er orðið
meri og lifir glatt, þó að hitt sé
týnt. Meri hefur að mestu hald-
ið mynd sinni frá fornmáli,
nema hvað sjálft nefnifallið
merr hefur lagað sig eftir þol-
falli og þágufalli og breyst í það
sem allir segja nú.
Algengasta heiti kvendýrsins
er hryssa, gott orð dregið af teg-
undarheitinu hross, sem virðist
þá líka hafa verið sérhaft um
kvendýrið áður fyrr.
Vendi ég nú kvæði mínu í
kross og kem fram leiðréttingu
á vísu Páls Helgasonar i síðasta
þætti. Mér varð á að fella þar
niður eitt orð, og bið ég Pál
velvirðingar á því. Rétt er vísan
svona:
(>era mér lund óglaða
goslarar vorra blaða.
Amböguhrannir hlaða
hug.sun til meins og skaða.
í flaustri þeir síður fylla
og framleiðslunni svo dilla.
Tel ég þá af því illa,
með „ylhvru máli" spilla.
usava
FLÓKAGÖTU 1
SÍMI24647
Bújarðir óskast
Hef kaupendur af góóum bú-
jöröum.
Rofabær
4ra herb. íbúð á 3. hæö. 3
svefnherb. Suöur svalir. Ákv.
sala.
3ja herb. — bílskýli
3ja herb. íbúö á 2. hæð viö
Hamraborg. Svalir, bílskýli, ákv.
sala.
Ljósheimar
4ra herb. vönduö íbúö í suöur
enda á 2. hæö. Svalir, sér hifi,
sér inng.
íbúö óskast
Hef kaupanda af 3ja herb. íbúö
í steinhúsi sem næst mióbæn-
um.
Eignaskipti
Parhús nærri miöbænum 7
herb. Bílskúr, í skiptum fyrir 4ra
eöa 5 herb. sérhæö með bíl-
skúr.
Selfoss
Hef kaupanda aö raöhúsi á
Seifossi.
Helgi Ólafsson,
lögg. fasteignasali.
Kvöldsimi 21155.
JV0SP
FASTEIGNASALAN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 14 2. hæö
Opið laugardag og
sunnudag frá 13—16.
Höfum kaupendur að 2ja—3ja herb.
íbúðum, ennfremur höfum við kaupend-
ur að sérhæðum á öllu Reykjavíkur-
svæðinu
Fossvogur
í toppstandi 130 fm íbúð ásamt bílskúr i skiptum fyrir eign í Bakka-
seli, Engjaseli, Seljabraut eða Brekkuseli.
p ntl
Askriftcirsíminn er 83033
HÚSEIGNIN
vQJ Sími 28511 fcT'
SKOLAVÖRÐUSTIGUR 18, 2. HÆÐ.
Opið frá 9—19
Vegna aukinnar eftirspurnar undanfarið
vantar allar gerðir fasteigna á skrá.
Einbýli — Garðabæ
Ca. 200 fm einbýli auk 30 fm bílskúrs. Eignin skiptist í 4 svefnherb.,
stóra stofu, gott eldhús, vaskahús þar inn af. Gott baö og gesta-
snyrting. Falleg lóö. Verö tilboö. Nánari uppl. gefnar á skrifstofunni.
Einarsnes — Einbýli
138 fm einbýli auk 50 fm bílskúrs. Húsiö skiptist í hæð: eldhús og
búr, baöherb., 2 svefnherb. og stofu. Kjallari: baöherb., þvottahús
og 3 svefnherb. Nýtt gler. Möguleiki er á 2 íbúðum. Verð
1800—1900 þús.
Garðabær — Einbýli
Glæsilegt nýtt 320 tm einbýli á þremur hæöum auk 37 fm bílskúrs.
Jaröhæö: Þvottahús, bílskúr, sauna og geymsla. Miðhæö: Stór
stofa, boröstota, 3 svefnherb., eldhús, borðstofa og búr. Efsta
hæð: Svefnherb., húsbóndaherb. og baöherb. Verö 3,3 millj.
Hálsasel — Raðhús
Ca. 170 fm fokhelt raöhús auk bílskúrs. Húsiö er tilb. aö utan og
gler komiö í. Verö 1,4 millj.
Borgarholtsbraut — Sérhæö
113 fm sérhæö auk 33 fm bílskúrs í tvíbýli. 3 svefnherb., stofa,
eldhús, baö og þvottahús. Klassainnróttingar. Nýtt gler. Verð
1,6—1,7 millj.
Framnesvegur — Raðhús
Ca. 105 fm í endaraöhúsi á 3 pöllum. 2 svefnherb., stofa, stórt
eldhús, baö og 2 snyrtingar. Þvottahús og geymsla. Bilskúr meö
hita og rafmagni. Verö 1,5 millj.
Byggðaholt Mosfellssv.
143 fm raöhús auk bílskúrs. 4 svefnherb., hol og stofa. Skipti
möguleg á 3ja til 5 herb. íbúö.
í miðborginni stór hæð — íbúðar-
húsnæði — Atvinnuhúsnæði
Stór hæö með stórri vandaöri 4ra herb. rúmlega 130 fm íbúö til
sölu. Auk þess er á hæöinni 40 fm húsnæöi sem nota má undir
rekstur. Möguleikar að stækka húsnæðið í 6 herb. íbúö. Allar
lagnir nýjar. Skipti á minni íbúð koma til greina. Verö tilboö.
Við Laufvang — 5 herb.
128 tm íbúö á 2. hæð. 3 svefnherb., 2 stofur. Þvottahús á hæð.
Verö 1,4—1,5 millj. Bein sala.
Brávallagata — 4ra herb.
Góð 100 fm íbúö á 4. hæö í steinhúsi. Nýjar innréttingar á baði.
Suðursvalir. Sér kynding. Skipti koma til greina á 4ra—6 herb. ibúö
á Reykjavíkursvæðinu.
Laugarnesvegur
4ra herb. falleg 110 fm íbúö á 2. hæö. 3 svefnherb., stofa, hol,
eldhús og baö. Góöir skápar. Nýlegt gler. Ekkert áhvílandi. Verð
1300—1350 þús. Skipti koma til greina á 3ja herb. ibúö m/bílskúr.
Hraunbær — 4ra herb.
Mjög góö ca. 110 fm íbúð á 1. hæö. Stór stofa, 3 svefnherb.,
rúmgott eldhús meö búri og þvottahúsi inn af. Góö teppi, baöherb.
með vönduðum innréttingum, lítið ákv. Skipti koma til greina á
raöhúsi eða einbýli í vesturbæ eöa á Seltjarnarnesi.
Laugavegur — 3ja til 4ra herb.
70 fm íbúð á 2. hæö. Tvö svefnherb., stofa og 10 fm aukaherb. i
kjallara. Verð 700—750 þús.
Álagrandi — 3ja herb.
Ca. 75 fm íbúð viö Álagranda. Innréttingar á bað og í eldhús vantar.
Verö 1100 þús.
Sörlaskjól — 3ja herb.
70 fm íbúö auk 25 fm bílskúrs. 2 saml. stofur, 1 svefnherb., ný
teppi. Verö 1250—1300 þús. Skipti koma til greina á íbúð meö
bílskúr í vesturbæ.
Hringbraut — 3ja herb.
Góö 70 fm íbúð á 4. hæö. 3 svefnherb., stofa, nýtt flísalagt baö,
nýlegt teppi. Tvöfalt gler. Sér kynding. Verö 900—950 þús.
Asparfell — 3ja herb.
95 fm íbúö á 4. hæö auk bílskúrs. 2 svefnherb. og stofa, fataherb.
inn af hjónaherb. Bein sala. Verð 1200—1250 þús.
Eign í sérflokki — Fífusei — 3ja herb.
90 fm íbúö á tveimur pöllum. Topp-innréttingar. Eign í sérflokki.
Verð 1250—1300 þús. Leitið nánari uppl. á skrifstofu.
Fjölnisvegur — 2ja herb.
Ca. 60 fm ibúö í kjallara, lítiö niöurgrafin. Skipti koma til greina á
3ja herb. íbúö. Verö 700 þús.
Úti á landi:
Sumarbústaður Grímsnesi
30 fm finnskt bjálkahús, verönd 17 fm. Landiö er 1,3 hektari aö
stærð. Verð 400 þús. Mynd á skrifst.
Vestmannaeyjar
Höfum fengió til sölu 2 hæðir um 100 fm aö flatarmáli hvora.
íbúóirnar eru í toppstandi í gömlum stíl. Seljast saman eöa sitt í
hvoru lagi. Bein sala. Öll skipti koma til greina. Ath.: Myndir á
skrifstofu.
HUSEIGNIN
J Skólavöröustíg 18,2. hæö — Sími 28511
/ Pétur Gunnlauqsson, lögfræóingur.