Morgunblaðið - 19.02.1983, Síða 36

Morgunblaðið - 19.02.1983, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Finnborg S. Jóns dóttir - Minning Fædd 15. september 1924 Dáin 11. febrúar 1983 Finnborg Salome hét hún Sissa og var dóttir Jóns Sveinbjarnar Steinþórssonar f. 22.8.1892, Stein- þórs Erlendar Jónssonar bónda í Dalshúsum í Valþjófsdal í Önund- arfirði f. 26.8. 1848, d. 5.2. 1925 og konu hans Margrétar Jóhannes- dóttir, f. 27.9.1857, d. 17.3.1925. 24. sept. 1916 var systrabrúð- kaup á Suðureyri í Súgandafirði. Þann dag gengu í hjónaband tvær dætur af átján börnum Kristjáns Albertssonar á Suðureyri f. 19.1. 1851, d. 22.7. 1909. Þær hétu Finnborg Jóhanna Kristjánsdóttir f. 23.11. 1895, d. 10.12. 1918 sem þá gekk að eiga Örnólf Valdemarsson og Helga Soffía Kristjánsdóttir f. 12.1. 1897, d. 13.5. 1939, sem gekk að eiga Jón Sveinbjörn Steinþórs- son frá Dalshúsum. Þær systur voru tólfta og þrettánda barn Kristjáns Albertssonar og seinni konu hans Guðrúnar Þórðardótt- ur, f. 6.1. 1860, d. 18.12. 1934, en áttunda og níunda barn móður sinnar. Fyrri kona Kristjáns Al- bertssonar og móðir fjögurra fyrstu barna hans var Kristín Guðmundsdóttir f. 1854, d. 17.7. 1887. Jón og Helga bjuggu á Suður- eyri og þar fæddust börnin þeirra tvö Steinþór Erlingur og Finnborg Salome, sem bar nafn móðursyst- ur sinnar sem lést svo ung og Helga systir hennar tregaði hana alla ævi. Jón faðir hennar kvæntist aftur 24.10. 1942 Kristínu Guðmunds- dóttur f. 14.6. 1911, d. 17.7. 1979. Þau eignuðust tvö börn, Sesselju, f. 10.2. 43, sem stendur fyrir búi með föður sínum á Grettisgötu 45, og Grétar, f. 23.4. 1945, sem býr ásamt konu og börnum í Ástralíu. Þessum hálfsystkinum sínum og Stínu stjúpu reyndist Sissa tryggðartröll en minning móður hennar var heilög og hennar sæti alltaf autt. Albróðir hennar Steinþór Erl- ingur er kvæntur Svanborgu Kristvinsd. sem er kona líkrar gerðar og Sissa var og sýndi í verki þegar mest á reyndi og verð- ur aldrei þakkað sem skyldi hvernig hún reyndist mágkonu okkar og fjölskyldu hennar, þar til yfir lauk. Hún Sissa var 15 ára þegar hún missti móður sína og það sumar fór hún til vinafólks að Skálpa- stöðum í Borgarfirði og kallaði það alltaf síðan Skálpastaðasum- arið sitt góða. Svo fór hún vestur til föðursystur sinnar Maríu Steinþórsdóttur seinni konu Kristjáns Jóhannessonar bónda í Ytri-Hjarðardal í Önundarfirði. Þar átti hún miklu ástríki að fagna og var enginn munur gerður á henni og einkasyni þeirra hjóna, Steinþóri, sem hún leit alltaf á sem bróður sinn og saknaði hans sárt er hann lést af slysförum á Breiðadalsheiði. Sonur hennar ber nafn hans. í ársbyrjun 1947 var ég stödd heima hjá móður minni, við vorum einar í húsinu þegar kvatt var dyra. Þá sáum við Sissu í fyrsta sinn. Hún stóð þarna í gættinni þessi stóra stúlka með þetta mikla síða glóbjarta hár. Hún vildi ekki koma inn, hún ætl- aði bara að finna hann Friðrik bróður minn, en hann-'var ekki heima. 24. sept. 1947 giftu þau sig og veislan var haldin heima hjá mér og það var mikil gleði, íhald, krat- ar og kommar (framsókn, hvað var nú það?), goodtemplarar, stór- templarar og ekki templarar — allir glöddust saman og þar steig t.d. blessaður vinur okkar Marselí- us Bernharðsson sín fyrstu dansspor — beint áfram eða aftur á bak — en aldrei út hlíð, trúr sínum lífsstíl. Ekki dettur mér í hug að segja að síðan hafi alltaf verið rjóma- iogn í því hjónabandi. Enda hvarflar oft að mér þegar ég les í eftirmælum að hjónum hafi aldrei sinnast, alltaf hugsað og hagað sér sem einn maður, hvort aldrei hafi verið leiðinlegt í þeim hjónabönd- um. Þegar Sissa giftist bróður mín- um eignuðumst við systkinin aðra mágkonu okkar, foreldrar okkar sína fyrstu sameiginlegu tengda- dóttur og sjálf eignaðist hún tengdaforeldra og tólf mága og mágkonur — ellefu kveðjum við hana nú með söknuði sem ekki slævist meðan minnið bregst okkur ekki. Hún Sissa var stór og sterk bæði andlega og líkamlega. Kvart- anir og kveinstafir um eigin hag fundust ekki í hennar orðabók. Það var sama hve þjáð hún var að meðan hún hafði rænu til, spurði hún mig alltaf hvernig öðrum liði sem henni voru tengdir eða skyld- ir og áttu við eitthvað að stríða, þótt það væri smátt samanborið við hennar stríð. Já, ég sagði að hún hefði verið andlega sterk og líklega hefur aldrei reynt meira á það en um áramótin 1961. Bóndi hennar var nýkominn heim af sjúkrahúsi eftir sitt fyrsta hjartaáfall. Ekkert okkar gerði sér í raun og veru þá grein fyrir hve alvarlegur sjúkdómur það var. Og um miðjan gamlársdag hafði Helgu Maríu, fallegu, vel gefnu, rauðhærðu dóttur þeirra, sem komin var þrjá daga á eilefta árið, ímynd lífsorku og æskugleði, blætt út á einni klukkustund. Einhversstaðar seg- ir að dýpstu sár verði líka ör, en þetta sár varð aldrei og verður aldrei bara ör. Ég veit að ekki er hægt að bæta jafn elskað barn og Helga María var, en þau áttu aðra dóttur, Bjarndísi, og að svo miklu leyti sem hægt er að bæta dótturmissi, þá hefur hún gert það. Um það þarf ekki fleiri orð. Þetta vita allir sem til þekkja. Börnin þeirra eru: Jón Björn, Bjarndís, Guðmundur Atli, Stein- þór og Helgi Mar. Þrjú barnabörn áttu þau hjónin, augasteininn Kristján Inga, son Bjarndísar og tvær sonardætur, Nínu dóttur Jóns Bjarnar, móðir hennar er Margrét Molitor, þýsk að ætt og litlu Söndru Dís dóttur Steinþórs og unnustu hans Berg- lindar. Báðar þessar góðu konur glöddu hana meira en þær kannski grun- ar með þeirri hugulsemi og hlýju sem þær sýndu með tíðum heim- sóknum með litlu sonardæturnar sem hún elskaði og fyrir það skulu þeim fluttar innilegar þakkir. Við lítum á læknishjálp og hjúkrun sem sjálfsagðan hlut, sem hann líka er. En okkur gleymist svo oft að þakka fyrir það sem veiku manneskjunni er tíðum meira virði en vökvagjöf í æð eða önnur umhirða, en það er hið persónu- lega samband og trúnaður sem myndast milli þessara aðila þegar bros eða hlýleg orð eru meira virði en lyfjagjöf. Okkar vegna þakka ég ykkur öllum sem önnuðust hana Sissu. Ekkert heimili þekki ég sem eins hefur staðið um „þjóðbraut þvert" og heimili þeirra Sissu og bróður míns, alveg sama hver í hlut átti, skyldfólk, vinir, kunn- ingjar eða heil knattspyrnulið og það er líka eina heimilið sem ég hefi kynnst þar sem lykillinn stendur alltaf í skránni utanvert, þótt enginn sé heima, enda aldrei spurt hvenær við kæmum eða með hve marga með okkur — gerið þið bara svo vel. Jóhannes föðurbróðir hennar dvaldi hjá þeim hjónum í áratugi og var „afinn á heimilinu" þar til hann lést á síðastliðnu ári. En það er ekki matmóðirin og búkonan sem mér er minnisstæð- ust nú og ég veit að sumurin fyrir 35 árum voru hvorki lengri né bjartari þá, það vorum bara við sem vorum öðruvísi, ungar hraust- ar og glaðar. Mín Sissa var svo yndislega laus við að láta hvers- dagslega smámuni hindra sig í neinu, hún vissi að alltaf var hægt að taka .til í skápum og ryksugan fór ekki í verkfall, en laxinn gat bitið á hjá öðrum og berjatíminn var stuttur. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Gönguför úr Hjarðardal út í Dalshús þar sem Óli föðurbróðir hennar spilaði á orgelið og sungið var langt fram á bjarta sumarnóttina og síðan sof- ið í hlöðunni. Ferð úr Engidal um Þóruskarð og í brekkunum Álfta- fjarðarmegin, þá braust búkonan í henni upp, fjallagrasabreiðurnar endalausar, bundið var fyrir erm- ar á jökkum og peysum og troðið í og þegar við komum niður bar bróðir minn löngu kominn og far- inn á þeim vegarspotta sem þá var bílfær í Álftafirði og ungum kon- um sem ætluðu sér ekki af varð leiðin löng og harðsperrurnar sár- ar útí Súðavík, þaðan sem Áki Eggertsson skutlaði okkur á jepp- anum út á ísafjörð. Hún er í minningunum um sól- arlagið í Arnardal og berjalaut- irnar í Engidal og í bröttum hlíð- um Súgandafjarðar. Hún er í öll- um hljóðu kvöldunum sem við stóðum við gluggann í stofunni hennar og horfðum yfir bæinn okkar þar sem er kvöldfegurst og lognsælast á íslandi. Hvenær sem ég kom heim var hún alltaf tilbúin að koma með mér í gönguferð um bæinn í leit að einhverjum stað sem malbikið og menningin var ekki búin að eyði- leggja. Að lokinni einni slíkri gönguför sáum við fyrir neðan hvíta pakkhúsið og vorum langt komnar úr Campari-pelanum sem hún var með í töskunni. Talið barst að málum sem mér voru við- kvæm, þá sagði hún rólega og yfir- vegað: „Gunna mín, þú hefur einn svakalegan ókost, þú ert alltof langrækin." Þetta varð okkur ekki að sundurþykkju enda hafði hún lög að mæla, en oft hefur þessi hógværa gagnrýni hennar orðið mér umhugsunarefni síðan. Hún Sissa var forvitin um fólk, ekki af hnýsni um einkahag þess, slíkt var fjarri henni, en hún var þungt haldin af þeirri þjóðarveiki Islendinga að vilja vita „hvaðan æð er runnin." Nú berast ekki lengur árvissu bláberjasendingarnar frá henni Sissu og ekki kæsta skatan fyrir Þorláksmessu eða súru lunda- baggarnir. Þessa er ekki saknað af matarást. Mér eru öll systkini mín mjög náin og ekki síst sá bróðir minn sem nú á um sárast að binda. Hann og börnin þeirra, faðir hennar og systkini og við öll horf- um með trega á sætið autt. Hún Sissa hefur staðið upp og kvatt. f faðmi fjalla blárra átti hún heima og faðmur fjalla blárra hlú- ir nú að henni. Ég ætla að kveðja hana með orðum ungs bróðurson- ar míns: „Það verður skrýtið að koma á ísafjörð, Sissulausan." Guðrún Þorbjörg Bjarnadóttir Nú er víkingurinn lagstur — loksins," sagði maður með gott andlit rétt áður en kistulagning hennar hófst síðastliðinn þriðju- dagsmorgun, í Fossvogskapellu. Orð að sönnu um Finnborgu Sal- óme Jónsdóttur að vestan, sem um síðir varð að gefast upp fyrir þeim, sem engu eirir, hvorki harð- geru fólki og tápmiklu,“að vestan" né venjulegu fólki. Finnborg sál- uga háði hart og langt stríð við dauðann og gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana og hugrekkið brást henni ekki fremur en endra nær. Hún var vön því að takast á við svo margt eins og svo margir fyrir vestan. Það er ekki einvörðungu, að þar um slóðir fyrirfinnist margt harðgert fólk og jafnframt vel af guði gert, heldur er þetta fólk margt gætt reisn í mannleg- um siðalögmálum sem dugar í baráttu lífsins og skapar því sjálfsvirðingu. Ung að árum giftist hún harð- duglegum manni, Friðriki Bjarna- syni, málarameistara á ísafirði, sem áður hafði stundað sjóinn frá unglingsárum. Þau hjónin eignuð- ust sex börn — öll mannvænleg. Eitt misstu þau kornungt af slys- förum, og var þungur harmur að kveðinn, en sorginni sökkva marg- ir Vestfirðingar í dagsins önn og á sinn hátt og hafa jafnan gert — vol og væll er þeim ekki að skapi og hæfir ekki sönnu vestfirsku geðslagi, enda þótt sann-mannleg- ar tilfinningar séu virtar af slíku fólki, en oft og einatt án skýringa og getur slíkt því stundum valdið misskilningi. Sissa sáluga og Diddi voru vinir þess, sem þetta ritar, hvernig sem á því stóð. Þá er áð var fyrir vest- an æ ofan í æ undanfarin ár og stundum dvalist þar til lengri tíma til þess að viðhalda mann- dómi og trú á jákvæða þáttu lífs- ins. Skutu þau hjón þrásinnis skjólshúsi yfir gestkomandi, sem raunar var tengdur fjölskyldunni að fornum sið. Alltaf var maður eins og heima hjá sér hjá þessum eðlilegu góðu manneskjum og margar minningar rifjast upp, þá þetta er ritað. Sissa var alltaf starfandi, ýmist í fiskvinnu eða við húshaldsstörf heima hjá sér á stóru heimili. Hún gekk jafnaðar- lega að verki eins og vestfirskir að sjósókn í misjöfnum veðrum, sló aldrei af. Alltaf hafði hún kraft- gefandi góðan mat á borðum og alltaf var heimilið í lagi eins og allt verður að vera í réttu horfi á bát sem sækir á miðin út af fjörð- unum. Nýi Fríkirkjupresturinn í Reykjavík, síra Gunnar Björns- son, áður þjónandi klerkur þeirra Bolvíkinga, annaðist prestverk við kistulagningu auk þess sem hann lék á selló í byrjun athafnar. Hann sagði m.a. „Það er gott á ísafirði", og hann sagði líka: „Það er víða gott fólk fyrir vestan". Og hvernig hann sagði það, orkaði eins og ljóðrænn tónn úr cellóinu hans. Fjölskyldan hans Didda mágs og vinar á Horninu á nú um sárt að binda eftir fráfall hennar Sissu. Hún var raunar sami vík- ingurinn og allir strákarnir henn- ar og dóttirin Bjarndís, málara- meistari, og sami víkingurinn og hann Diddi maðurinn hennar, en með þeim stórlyndu hjónum ríkti jafnræði að gömlum sið. Þar á þeirra heimili hefur aldrei verið hræsnað í einu eða neinu — vin- skapur frá því fólki því fölskva- laus, ef hann er gefinn á annað borð og lífsorka og kraftur í við- móti eins og sjórinn og seltan á Vestfjörðum. stgr Sissa er dáin. Fregnin flaug næstum hljóðlaust í klökku hvísli frá borði til borðs í flúorlýstum sal frystihússins. Hljóðskrafið þagnaði en þagnaði þó ekki. Eitt andartak var eins og vinnuvélarn- ar hefðu stansað og ljósin í borð- unum dofnað. Eitthvað óendan- lega sárt nísti hjörtu okkar. Við vorum svo undarlega tómar. Dáin! Nokkrar okkar vildu ekki trúa; aðrar reyndu að skilja og sumar vissu að nú bæri að þakka, en gátu það ekki. Allar vissum við um veikindi hennar, en samt. Við söknum Sissu svo mikið, hún skil- ur eftir svo óendanlega stórt skarð. Fæstar okkar skynjuðu það fyrr en helfregnin barst. Finnborg Salóme Jónsdóttir fæddist 15. september 1924 í Súg- andafirði. Foreldrar hennar voru Jón Steinþórsson og Helga Krist- jánsdóttir. Hún giftist Friðriki Bjarnasyni málarameistara 27. september 1947. Börn þeirra eru: Jón Björn, Helga María, sem lést af slysförum aðeins 10 ára gömul, Bjarndís, Guðmundur Atli, Stein- þór og Helgi Mar. Svop ótal margt fallegt væri hægt að skrifa um Sissu, en það var hún ævinlega kölluð. En engin okkar er fær um að koma því á blað sem Sissa skrifaði sjálf í hug okkar og hjörtu. Lífsgleði, dugnað, ósérhlífni og sanngirni áttu fáir í jafn ríkum mæli. Sissa fann eitt- hvað gott í öllum mönnum. Að tala illa um manneskju var langt fyrir neðan hennar virðingu. Sissa gat endalaust gefið og fundið jákvæðu hliðarnar í lífinu. Lífs- hlaup hennar var langt í frá að vera eilífur dans á rósum; hún fékk sannarlega sinn skerf af beisku bitunum. Kannski þess vegna elskaði hún lífið og þótti vænt um alla menn. Erindi Magn- úsar Markússonar á mjög vel við Sissu, þar sem segir m.a.: „(>löð meö glööum varstu göfg og irjac á braul þreyttra byröi barstu blíö í hverri þraut. Oft var öröugt sporiö aldrei dimmt í sál sama varma voriö viökvæm lund mál.“ Við starfssystur hennar í íshús- félagi ísfirðinga erum eins ólíkar og hugsast getur, bæði hvað aldur og bakgrunn snertir. En Sissa var okkar allra, hún var jafningi okkar allra. I daglegum háttum var Sissa ekki baráttumanneskja, en skoðanir sínar sagði hún af- dráttarlaust. Hún beindi sjónum okkar hiklaust og ákveðið að al- vöru lífsins, skammaði okkur, kenndi okkur; krafðist af okkur að virða lögmál lífsins, þakka það sem okkur er gefið, berjast fyrir hinu góða, en beygja okkur undir það, sem á okkur er lagt og enginn fær breytt. Ungar sem aldnar leituðum við til Sissu. Hjá henni fundum við móðurina, konuna, manneskjuna. Engin var glaðari í góðum hópi. Trúlega skildi hún ekki orðið „kynslóðabil", hún gaf öllum hlutdeild í sjálfri sér. Við fundum allar stóra, hlýja hjartað hennar. Orðvana leitum við til andans manna og erindi Matthíasar Joch- umssonar vildum við gera að okkar þegar við hugsum til Sissu: „Án efa fáir, þaö er mín trú, sér áttu göfujjra hjftrta en þú, þaö vakti mér löngum lotning; í örbirgö mestu þú auöugust varst og allskyns skapraun og þrautir barst sem værir dýrasta drottning.“ Elsku Diddi, Jón Björn, Bjarn- dís, Gummi Atli, Dúi, Helgi Mar og Kristján litli, Sandra Dís og Nína. Það dýrasta sem þið áttuð, dvelur nú hjá Helgu Maríu litlu. Megi minning þeirra beggja styrkja ykkur og gefa ykkur kraft til að brosa enn á ný mót hækk- andi sól. Hvíl, þín braut er búin; burt meö hryggö og tár. Launaö traust og trúin, taliö sérhvert ár. Fögrun vinafundi friöarsunna skín; hlý aö hinsta brunni helgast minning þín. (M.M.) Starfssystur í íshúsfélagi ísfirðinga ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minningargreinar verða að berast blaöinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síöasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.