Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Minning: Hrefna Jóhannesdóttir frá Hróðnýjarstöðum Fædd 8. nóvember 1912 Dáin 11. febrúar 1983 Um Laxárdalsheiði liggur þjóð- leiðin milli Norður- og Vestur- lands að fornu og nýju. Til hliðar við þráðbeinan akveg nútímans liggja grónar götur fortíðarinnar; þær geyma spor liðinna kynslóða, sem um heiðina fóru á öllum árs- timum, löngu fyrir upphaf bíla- aldar. Sem ég rita þessar línur, sé ég fyrir mér þessa vegfarendur löngu liðins tíma. Þar eru ekki all- ir jafn vel að heiman búnir og það stendur misjafnlega á ferðum þeirra. Þarna eru vermenn úr Norðurlandi á leið út undir Jökul; þegar þeir fara aftur um heiðina að aflokinni vertíð má vera að ein- hverja vanti í hópinn. Gildur bóndi úr Laxárdalnum er á leið til Borðeyrar í kaupstaðarferð; áður en dagur er allur mun hann aftur kominn til síns heima. Ættfaðir minn úr Dölunum, sem þarna er á ferð með konu sína og tvær barn- ungar dætur, á lengri leið fyrir höndum. Hann er að fara norður, þar sem Ameríkuskipið bíður. „Margar leiðir liggja um heim“ segir í fallegu kvæði, sem hér verður ekki rakið frekar, og hið sama má segja um heiðina. Um hana liggja þeir gagnvegir, sem talað er um í Hávamálum og ævinlega verða milli vina. Hrúta- fjörður og Laxárdalur eru þær byggðir, sem næst liggja heiðinni að norðan og vestan; Hrútfirð- ingar og Laxdælingar hafa löng- um kunnað vel að rækja vináttu og frændsemi hvorir við aðra. Sú kona, sem þessi minningar- Kvöldguðs- þjónusta í Saurbæjar- kirkju Á MORGUN, sunnudaginn 20. febrúar, heimsækir Kirkjukór Akraness ásamt sóknarpresti, sr. Birni Jónssyni, Hallgrímskirkju í Saurbæ og flytur þar kvöldguðs- þjónustu kl. 20.30. Minnst verður baráttunnar gegn áfengisbölinu. Kirkjukórinn flytur tónlist eftir Palestrina, J.S. Bach, A. Bruckner, dr. Róbert A. Ottósson, Egil Hor- land og fieiri. Þrír nemendur úr Tónskóla þjóðkirkjunnar annast orgelleik. Söngstjóri Jón Ólafur Guðmundsson. Múlabær til sýnis ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ aldraðra og öryrkja í Múlabæ við Ármúla 34 verður opin áhugafólki til sýnis í dag, laugardaginn 19. febrúar, frá kl. 14 til 17. Reyðarfjörður: Saltfiski skipað út Kcyðarfirði, 11. febrúar. HÉR hefur verið mikið að gera við höfnina, 28 fraktskip eru búin að losa og lesta vörur frá miðjum janú- ar. Frá áramótum eru farin 40 tonn af saltfisk frá söltunarstöðinni GSR. Þá eiga þeir eftir af saltfisk fram- leiðslu 1982 um 50—60 tonn. Þá er til hjá GSR 25-30 tonn af skreið. _ Gréta. orð eru helguð, átti æsku sína og uppvaxtarár í Hrútafirði. í fyll- ingu tímans fluttist hún með bónda sínum vestur yfir heiði og gerðist húsfreyja á föðurleifð hans í Laxárdal. Upp frá þeim tíma átti hún sér tvær heimabyggðir og rækti vel skyldur sínar við báðar. Hrefna Jóhannesdóttir var fædd í Hrafnadal í Hrútafirði 8. nóvember 1912. Voru foreldrar hennar Jóhannes Jónsson bóndi þar og kona hans Guðrún Þor- steinsdóttir í Hrafnadal Helga- sonar. Foreldrar Jóhannesar voru Jón Ólafsson, sem kallaður var læknir, á Hornsstöðum í Laxárdal og kona hans Kristbjörg Berg- þórsdóttir frá Leikskálum í Haukadal Þorvarðarsonar. Hrefna var einkadóttir foreldra sinna og mun hún hafa verið hjá þeim í Hrafnadal fram yfir tví- tugt. Hinn 30. mars 1935 gekk hún að eiga Þorkel Einarsson frá Hróðnýjarstöðum í Laxárdal, en hann hafði þá búið að Kollsá í Hrútafirði frá 1927. Fyrri kona hans var Guðrún Valgerður Tóm- asdóttir frá Kollsá Jónssonar en hún Iést árið 1930, tæplega 35 ára að aldri. Fyrstu tvö hjúskaparár sín bjuggu Þorkell og Hrefna að Kollsá en fluttust þá að Hróðnýj- arstöðum í Laxárdal, þar sem þau bjuggu allt til ársins 1967, að Þorkell brá búi, þá hniginn á efri ár. Eftir það áttu þau heirtia í Búðardal. Þorkell lést 14. nóvem- ber 1974, en fæddur var hann 22. desember 1889. Hrefna andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 11. febrúar sl. Hin unga kona úr Hrútafirðin- um, sem á vordögum 1937 fluttist vestur yfir Laxárdalsheiði átti eft- ir að færa mikla giftu í bú bónda síns, sem nú tók við forráðum á föðurleifð sinni að Hróðnýjarstöð- um. Dóttur hans ungri frá fyrra hjónabandi gekk hún í móðurstað. Foreldrar hans báðir áttu síðustu æviár sín í skjóli hennar, svo og foreldrar hennar. Var á orði haft, hversu nærgætin þau hjón voru við þetta aldurhnigna fólk. Einar á Hróðnýjarstöðum, faðir Þorkels, dó 7. febrúar 1958 og skorti þá að- eins nokkrar vikur í tírætt. Hélt hann góðri heilsu til hinstu stund- ar. Við sem komum reglulega á heimilið síðustu árin, sem hann lifði, hljótum að minnast þess sérsaka og kærleiksríka and- rúmslofts sem umkringdi þennan aldna höfðingja; ekki mun á neinn hallað þótt fullyrt sé, að hér átti húsmóðirin á heimilinu, Hrefna Jóhannesdóttir, drýgstan hlut að máli. Lét og Einar oft á sér heyra, hversu mikils hann mat tengda- dóttur sína. Tvíburasysturnar Erna Inga og Hugrún Björk, dætur Hrefnu og Þorkels, voru afa sínum mikið augnayndi og vörpuðu birtu á spor hans síðustu æviárin. Er mér enn í minni, hvernig athafnir þeirra og ævintýri urðu honum efni í ótelj- andi skemmtilegar frásagnir. Á því heimili féllust æskan og ellin í faðma með eftirminnilegum hætti. í Laxárdalnum fór orð af því að á Hróðnýjarstöðum væri fagur heimilisbragur. Börn Einars og Ingiríðar, sem upp komust, voru níu. Þetta var listrænt og söngvið fólk og nokkrir í hópnum kunnu vel að leika á hljóðfæri, einkum Kristján sem lengi var organleik- ari við Hjarðarholtskirkju. í skemmtilegri drápu, sem Jóhann- es skáld úr Kötlum flutti Einari tengdaföður sínum níræðum, er þessi fallega vísa: ••yggjan í þcim hýra bæ hafdi við sig cinhvcrn blæ, sem cg aldrci oflar fa* upplifad um jörd og sæ. Hrefna Jóhannesdóttir féll vel inn í þetta fagra umhverfi. Það kom í hennar hlut að taka við arf- inum frá gamla Hróðnýjarstaða- heimilinu, varðveita hann og efla um nokkra tugi ára og skila hon- um síðan áfram til næstu kynslóð- ar. Því aðeins tókst henni þetta svo vel sem raun bar vitni, að í skaphöfn hennar sjálfrar var að finna ýmsa hina bestu þætti, sem þessi arfleifð var reist á. Þar má til nefna létta lund, ljúft viðmót og mikla gestrisni, en einkum og sér i lagi mikið æðruleysi á alvörustundum lífsins. Hrefna batt mikla tryggð við Hróðnýj- arstaði. Aðeins nokkrum dögum fyrir andlát sitt fór hún þangað með dóttur sinni í síðustu heim- sóknina — að hitta góða vini, sem nú byggja þann bæ. Hvers konar þjóðlegur fróðleik- ur var Hrefnu mjög hugleikinn. Hún var ættfróð með afbrigðum, vel að sér í skáldskap og kunni mikið af lausavísum. Minnist ég nú með þakklæti margra ánægju- legra samverustunda, þegar þessi hugðarefni hennar bar á góma. Minni hennar var frábært og segja mér Hrútfirðingar að þetta góða minni sé ættarfylgja úr 35 Hrafnadal. Hrefna hafði mikið yndi af ferðalögum og þó að þrá- látur öndunarsjúkdómur bagaði hana hin síðari ár, lét hún slíkt ekki aftra sér frá að hleypa heim- draganum. Auk margra ferða inn- anlands fór hún þrár ferðir til út- landa á allra síðustu árum. Þau Hrefna og Þorkell voru einkar samhent um alla hluti. Sama létta lundin hjá báðum, gestrisnin ein og söm, sama hlýja viðmótið, þegar vini og vandmenn bar að garði. Minnumst við nú að leiðarlokum margra ánægjulegra samverustunda á heimilum þeirra að Hróðnýjarstöðum og í Búðar- dal. Þorkeli og Hrefnu féll mikið barnalán í skaut. Eftir að hún var orðin ekkja var það kannski mesta gleði hennar að sjá frændgarðinn eflast og vaxa. Eins og áður var getið eignuðust þau hjón tvíbura- dætur. Þær eru Erna Inga, gift Haraldi Árnasyni, sýsiuskrifara í Búðardal; eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Hugrún Björk, gift Jökli Sig- urðssyni, kennara og bónda að Vatni í Haukdal; eiga þau 4 börn. Dóttur Þorkels af fyrra hjóna- bandi, Valdísi Guðrúnu — reynd- ist Hrefna sem besta móðir — sem og Valdís henni sem besta dóttir. Maður Valdísar er Haraldur Guð- mundsson, bifreiðastjóri hjá Stjórnarráðinu í Reykjavík og eiga þau eina dóttur barna. í dag verða jarðneskar leifar Hrefnu Jóhannesdóttur færðar til hinstu hvílu frá Hjarðarholts- kikju í Laxárdal. Eins og lífsham- ingjan beið hennar handan Lax- árdalsheiðar fyrir hálfri öld, svo megi friður Drottins bíða hennar handan þeirra leiða, sem hún nú hefur fyrir stafni. Börnum hennar og öllum öðrum ættingjum send- um við Inga innilegar samúðar- kveðjur. Sigurður Markússon Rauöi kross íslands efnir til málþings um mannréttindi og mannúðarlög í Norræna húsinu laugardaginn 19. febrúar kl. 13:15. Dagskrá: Ávarp: Benedikt Blöndal hrl. formaöur RKÍ. Mannréttindayfirlýsing Sameinudu þjóðanna: Guömundur Eiríksson, þjóöréttarfræöingur. Mannréttindayfirlýsing Evrópuráðs: Þór Vilhjálmsson, forseti Hæsta- réttar. Tillögur stjórnarskrárnefndar um mannréttindaákvæði: Dr. Gunnar G. Schram, prófessor. Genfarsáttmálarnir: Dr. Páll Sigurösson, dósent. Staða heilbrigðisstétta á ófriöartímum: Ólafur Mixa, læknir. Amnesty International: Hrafn Bragason, borgardómari. Aö loknum fyrirlestrum veröa almennar umræöur sem Friörik Páll Jónsson fréttamaöur stýrir. Til málþings hefur veriö boöiö fulltrúum ýmissa félaga og stofnana. Öllum er heimill aögangur aö málþinginu. Rauði kross íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.