Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 Ásmundarsalur í dag: Steingrímur sýnir 70 ný málverk STEINGRÍMUR Sigurðsson opnar í dag klukkan 15 málverkasýningu í Ásmundarsal á Skólavörðuholti. Þetta er 51. málverkasýning lista- mannsins „heima og erlendis" eins og segir í sýningarskrá. Á sýning- unni eru 70 myndir, og eru flestar þeirra til sölu, olíumyndir, pastel- og vatnslitamyndir. „Mótífin eru mörg frá Stokkseyri, einnig héðan úr Reykjavík, og svo fólk sem ég hef mætt á förnum vegi,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgun- blaðið í gær. Sýningin verður opnuð sem fyrr segir klukkan 15 í dag, og i þrjár klukkustundir mun hljómsveitin Bergmenn leika „ljúfa tónlist". „Það verður vonandi hátíðablær yfir opnuninni," sagði Steingrím- ur. Sýningin stendur til 1. mars næstkomandi. Ljósm: Kagnar Axelsson. Steingrímur Sigurðsson listmálari við nokkur verkanna á sýningunni í Ás- mundarsal, sem hann opnar klukkan 15 í dag. Aukatón- leikar Menningardeild franska sendiráðsins hefur bætt við þriðju tónleikum frönsku vísnasöngkonunnar And- réu og verða þeir í Norræna húsinu í kvöld. Undirleikari er Claude Vence. ymm Þarna eru nokkrir aðstandendur Iönaðarsýningarínnar sem Fjölbrautaskólinn í Garðabæ gengst fyrir í dag. Lengst til hægri á myndinni er formælandi nemenda í iðnaðarhópnum, Erlingur Davíðsson, en við hlið hans er Bjarni Guðlaugsson deildarstjóri viðskiptasviðs, en hann hafði umsjón með þessum vinnuhópi. Morgunblaðið/Kristján Einarsson. Menningarvika í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ: Atvinnuvegum á íslandi mismunað — er niðurstaða starfshóps sem vann að verkefninu Iðnaður á íslandi V..: ^ —v 'J-, >. ■ r,^y.»*ke‘»c\cy ct ís i \fMth W»A*u 2 ,v:x rwt Unnið að því að hengja upp veggspjöld um íslenskan iðnað. í ÞESSARI viku stóð yfir menn- ingarvíka í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Þeir 250 nemendur sem stunda nám í skólanum skiptu sér í 10 hópa, og vann hver hópurinn um sig að sérstöku verkefni. Með- al efna sem tekin voru til umfjöll- unar voru skólamál, kynþáttafor- dómar, eiturlyf, hvalfriðunarmál, útivist og tölvukennsla í skólum. { einum hópnum var unnið að verkefninu Iðnaður á íslandi. Þessi hópur hefur komið upp sýningu á iðnaðarframleiðslu 7 fyrirtækja á íslandi og er hún opin öllum almenningi í dag. Einn nemandi skólans, Erlingur Davíðsson, sagði að markmið sýningarinnar væri fyrst og fremst það að gefa fólki kost á að kynna sér íslenska iðnaðar- framleiðslu, en einnig að sýna fram á að atvinnugreinum á ís- landi væri mjög mismunað. „Við höfum hengt upp veggspjöld með áletrunum þar sem við rökstyðjum þessa skoð- un okkar,“ sagði Erlingur og vís- aði um leið á tvö mergjuð veggspjöld sem báru yfirskrift- ina „Þjóðarátak" og „Röng stjórnun“. Þau eru svohljóðandi: Þjóðarátak „Gengið á að vera nk. örygg- isventill fyrir alla atvinnuvegi landsins. I frjálsu hagkerfi er því ætlað að síga ef allir atvinnu- vegir standa illa, því að þar sem allt hækkar við gengissig, er þetta þjóðarátak til viðreisnar atvinnulífinu.“ Röng stjórnun „Velgengni í iðnaði er gerð háð vangengni í sjávarútvegi, með því að gengið er ekki skráð frjálst heldur miðað við þarfir sjávarútvegsins. Það skerðir samkeppnisaðstöðu iðnaðarins þannig að ef vel gengur í sjávar- útvegi þá hækkar gengisskrán- ingin og innfluttar vörur verða ódýrari en innlend framleiðsla. En ef illa gengur hjá sjávarút- veginum þá lækkar gengisskrán- ingin og innfluttar vörur verða dýrari en innlend framleiðsla. Það sér því hver maður að það er ekki rétt hagkerfi sem gefur bara einum atvinnuvegi tæki- færi til þess að blómstra í einu.“ Myndverk Magnús ar Kjartanssonar Myndlíst Bragi Ásgeirsson Myndlistarmaöurinn Magnús Kjartansson sýnir um þessar mundir og fram á sunnudagskvöld um fimmtíu myndir blandaðrar tækni, ásamt svonefndum leirverk- um, í Listmunahúsinu að Lækjar- götu 2. Magnús, sem er aðeins 33 ára að aldri, hefur löngu áunnið sér nafn sem einn af dugmestu myndlist- armönnum af yngri kynslóð. Hann tók út þroska í Myndlista- og handíðaskólanum á þeim ár- um, sem poplistin var í hvað mestum blóma í heiminum, en þá var hann niðursokkinn í hvers konar formrænar tilraunir á myndfleti. Eftir traust nám hér heima hélt hann utan og nam hjá hinum nafntogaða danska málara Richard Mortensen við listahá- skólann í Höfn. Mortensen kunni Magnús vel að meta þótt ekki yrði hann fyrir beinum áhrifum frá lærimeistaranum. Hin seinni ár hefur Magnús hneigst að ýmsum tilraunum, er voru á oddinum á tíma popp-listarinnar bæði í mál- verki, skúlptúr og blandaðri tækni, — um tíma í samvinnu við Árna Pál Jóhannsson, en þeir fé- lagar fengu starfslaun ríkisins fyrir tveim árum. Verkin á sýningu Magnúsar í Listmunahúsinu eru flest unnin á sl. ári og eru gerð með vatns-, þekju- og akryl-litum sem og ljósnæmum efnum og tækni frá bernsku Ijósmyndarinnar. Þær geta því með réttu kallast myndir blandaðrar tækni. Magnús er einn þeirra lista- manna, er lætur einna best að vinna á afmörkuðu myndsviði hverju sinni og rannsaka mynd- efnið út í ystu æsar og af miklu meinlæti. Að þessu sinni eru myndefni Magnúsar aðallega haki, krókur, málningarrúlla, krani, pokar og grisjuáferð og minnir fyrir margt á tilraunir hinna velþekktu amerísku mynd- listarmanna, Joe Tilson og Jim Dine. Rétt að það komi fram, að þessi tækni er enn í fullu gildi sem nútímalegur listmiðill. Áður fyrr vann Magnús á svip- aðan hátt í samklippum og sáld- þrykki en hefur hér dýpkað tæknisvið sitt. Þetta eru fyrir margt hrifmikil myndverk og Magnús kemur sterkur frá sýningunni. Þó að myndefnið sé í senn hversdagslegt og lítið upplífgandi fyrir augað, er í þeim neisti artistans, — það er meira en sagt verður um myndir fjölda annarra listamanna, sem byggðar eru út frá óvæntum og spennandi sjónarhornum. Slíkar myndir tapa ósjaldan við nánari kynni, á meðan myndir hvunn- dagsins kunna að vinna á, séu þær gæddar lífrænum tilfinningum fyrir innri víddum myndflatarins. Myndirnar á sýningunni eru yf- irleitt mjög vel unnar og jafngóð- ar, næsta um of, en þó sitja fáein- ar öðrum fremur í minni mínu eftir nokkrar heimsóknir á sýn- inguna, svo sem nr. 5. „Liðin stund“, „Dögun" (12), „Skjóla" (14) og svo hinar léttu og artist- ískt útfærðu myndir í klukku- formi „Tímasetning" (37) og „Klukkur" (39). í tveim síðast- töldu myndunum er máski meira af Magnúsi sjálfum en í nokkrum öðrum myndum á sýningunni því að hér leyfir hann sér að vera ungur og leika sér, — skáskýtur ekki augunum til meitlaðrar list- ar erlendra manna. Þrátt fyrir Magnús Kjart- ansson við eitt verka sinna. meðbyr hjá ýmsum fræðingum, er það mikill misskilningur að menn verði meiri listamenn ef þeir hag- nýti sér sjónreynslu annarra á þröngu sviði. Menn rannsaki ein- ungis list viðkomandi listamanna í kjölinn og þá blasir fjölbreytnin við. Rauðleirsverkin höfða ekki til mín á sama hátt og tvívíðu mynd- irnar, og þóttu mér fyrri tilraunir listamannsins í skúlptúr öllu meira krassandi, — þetta minnir mig dálítið á listiðnað í hand- bragði. Að öllu samanlögðu er þetta sýning, sem óhætt er að mæla með við alla þá, er gæddir eru myndrænum tilfinningum og vilja vera með á nótunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.