Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Lausafjárstaða viðskipta- bankanna versnaði um 927 milljónir króna á liðnu ári Staðan gagnvart Seðlabanka versnaði um 1.060 milljónir króna GENGISÞRÓUNIN VIKURNAR 3I.JAN-4 FEB OG 7-11. FEBRÚAR 1983 Danska krónan og þýzka markið tóku kipp í síðustu viku DOLLARAVERÐ hélzt óbreytt í lið- inni viku, en sölugengi Kandaríkja- dollars var skráð 19,080 krónur í upphafi vikunnar og breyttist ekk- ert. Frá áramótum hefur dollaraverð því hækkað um 14,59%, en í ársbyrj- un var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 16,650 krónur. BREZKA PUNDIÐ Brezka pundið lækkaði um 1,2% í verði í síðustu viku, en við upp- haf hennar var sölugengi þess skráð 29,944 krónur, en sl. föstu- dag var sölugengið skráð 29,593 krónur. Frá áramótum hefur verð á brezka pundinu hækkað um 10,29%, en í upphafi árs var sölu- gengi þess skráð 26,831 króna. DANSKA KRÓNAN Danska krónan tók mikinn kipp upp á við í síðustu viku og hækk- aði um 2,63%. Sölugengi dönsku krónunnar var í upphafi viku skráð 2,1959 krónur, en var sl. föstudag skráð 2,2537 krónur. Frá áramótum hefur danska króna því hækkað um 13,53%, en í ársbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. VESTUR-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið tók enn meiri kipp upp á við en danska krónan í síðustu viku og hækkaði um 3,38% í verði. Sölugengi vestur-þýzka marksins var í upp- hafi vikunnar skráð 7,7029 krónur, en sl. föstudag var það skráð 7,9236 krónur. Frá áramótum hef- ur vestur-þýzka markið síðan hækkað um 13,69% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. LAUSAFJÁRSTAÐA viðskiptabankanna var neikvæð um 724 milljónir króna um síðustu áramót, en var til samanburðar jákvæð um 203 milljónir króna um áramótin 1981—1982. Lausafjárstaða þeirra hefur því versnað um 927 milljónir króna á síðasta ári. Þó skánaði staðan töluvert, þegar skuldbreyt- ingarlaun útgerðarinnar gengu í gegn á síðustu mánuðum ársins, þannig að staðan væri í raun mun verri, ef þau hefðu ekki komið til. Staða viðskiptabankanna gagn- vart Seðlabanka Islands var neikvæð um 923 milljónir króna um sl. áramót, en var til saman- burðar jákvæð um 137 milljónir króna um áramótin 1981—1982. Staða þeirra gagnvart Seðlabanka 58,71% á síðasta ári. I'au voru sam- tals að upphæð 65.662 milljónir króna á árinu 1982, borið saman við 41.372 milljónir króna á árinu 1981. í desembermánuði einum saman jukust ávísanaviðskipti um 51,87%, en þau voru upp á 7.979 milljónir króna í fyrra, borið saman við 5.254 milljónir króna á sama tíma árið 1981. Mánaðarmeðaltal í fyrra var 5.472 milljónir króna, borið sam- an við 3.447 milljónir króna á ár- inu 1981. Mánaðarmeðaltalið var eins og áður sagði 7.979 milljónir króna í desember sl., borið saman við 5.254 milljónir í desember ár- ið 1981. Tékkafjöldi jókst um 15,71% á síðasta ári. í fyrra var fjöldi tékka samtals 11.218.000, borið saman við 9.695.000 á árinu 1981. Tékkafjöldinn í desember sl. var 1.150.000, borið saman við 1.030.000 í desember 1981. Þar er aukningin milli ára 11,65%. Meðalupphæð tékka hækkaði um 37,17% á síðasta ári. Var 5.853 krónur í fyrra, borið saman við 4.267 krónur á árinu 1981. Meðalupphæð tékka í desem- bermánuði sl. var 6.938 krónur, borið saman við 5.101 krónu í des- ember 1981. Hækkunin milli ára íslands hefur því versnað um 1.060 milljónir króna á síðasta ári. Bundnar innistæður viðskipta- bankanna hjá Seðlabanka íslands voru um sl. áramót 2.293 milljónir króna, borið saman við 1.433 miilj- ónir króna um áramótin er því 36,01%, eða aðeins undir ársmeðaltalshækkuninni. 1981—1982. Innistæðurnar hafa því aukizt um 60% milli ára. Staða einstakra viðskiptabanka er mjög mismunandi. Lausafjár- staða Landsbanka íslands og Út- vegsbanka íslands er áberandi verst. Var neikvæð um 504 millj- ónir króna hjá Landsbankanum um áramót og neikvæð um 222 milljónir króna hjá Útvegsbank- anum. Skýringin á því er sú, að þessir tveir bankar fjármagna að langstærstum hluta útgerðina, sem hefur átt í gríðarlegum rekstrarerfiðleikum á síðasta ári. Búnaðarbanki íslands var með jákvæða lausafjárstöðu upp á 29 milljónir króna um áramótin. Staðan var síðan neikvæð um 3 milljónir króna hjá Iðnaðarbank- anum, neikvæð um 7 milljónir króna hjá Verzlunarbankanum, jákvæð um 5 milljónir króna hjá Samvinnubankanum og neikvæð um 22 milljónir króna hjá Alþýðu- bankanum. Viðskiptabankarnir voru allir með jakvæða lausa- fjárstöðu um áramótin 1981—1982 nema Verzlunarbankinn, sem var með neikvæða stöðu upp á 4 millj- ónir króna. Sala á smjöri og ostum jókst verulega á sl. ári Avísanaviðskipti: Tékkafjöldi jókst um 15,71% í fyrra Meðalupphæðir hækkuðu aðeins um 37,17% milli ára ÁVÍSANAVIÐSKIPTI jukust um Nýtt stjórnskipulag í tæknideild Eimskips NÝTT stjórnskipulag í tæknideild Eimskipafélagsins tók gildi um síóustu áramót, að því er segir í fréttabréfi félagsins. Tekur hið nýja skipulag mið af þeim breyt- ingum, sem orðið hafa samfara gildistöku ,,skipstjórnarkerfisins“ nú um áramótin. Þótt skipstjórn- arkerfið komi fyrst í stað aðeins til framkvæmda á fjórum skipum fé- lagsins mun tæknideild félagsins vinna eftir því kerfi gagnvart öll- um skipunum, eftir því sem við verður komið. Tæknideild Eimskips er skipt í fjórar megineiningar, sem eru skipaeftirlit, flutningatækni- deiid, verkstæði og öryggismál. Deildin er ábyrg fyrir öllum tæknilegum atriðum í rekstri fé- lagsins, öruggu og hagkvæmu viðhaldi allra skipa og tækja, auk húseigna í eigu félagsins. Deildin er auk þess ábyrg fyrir þjálfun og fræðslu starfsmanna á sjó og landi varðandi tækni- legan rekstur skipa og tækja. í höndum tæknideildar er yfir- stjórn yfir öllum verkstæðum fé- Iagsins og þeirri vinnu og við- haldi, sem þar er framkvæmd. í tæknideild er einnig unnið að ýmsum þróunar- og rannsóknar- verkefnum á sviði flutninga- tækni og skiparekstrar. Eftirlitsmenn tæknideildar eru þrír, og hefur hver þeirra eftirlit með ákveðnum skipum.' Áður voru eftirlitsmennirnir tveir, og hafði annar umsjón með vélum og tilheyrandi bún- aðij en hinn með þilfari. Ábyrgðarsvið skipaeftirlits- manna eru einkum að annast dagleg samskipti og ráðgjöf við skipstjórnarmenn, hvað varðar tæknileg atriði, innkaup, viðhald og olíukaup. Munu þeir auk þess aðstoða skipstjórn við gerð við- haldsáætlana og vera helztu tengiliðir milli aðalskrifstofu og skipanna auk flutningadeilda. Verkefni og þjónustuhlutverk tæknideildar hafa aukizt veru- lega að undanförnu, og hefur verið aukið við starfslið deildar- innar í því skyni að veita skipum og deildum félagsins svo og viðskiptamönnum örugga og skjóta þjónustu, segir í frétta- bréfinu. Aukningin í smjöri og smjörva SALA á smjöri og smjörva frá Osta- og smjörsölunni jókst um 29% á síðasta ári í magni talið. Ef miðað er við landið í heild er söluaukning- in á milli ára þó heldur minni eða 22,7%. Alls voru seld 1.434 tonn af þessum vörum í landinu árið 1982, samanborið við 1.168 tonn árið á undan. Þessar upplýsingar koma fram í nýjasta hefti Sambands- frétta. Þá jókst ostasala um 13,7% hjá Osta- og smjörsölunni, en sé mið- að við alla ostasölu í. landinu, þá varð aukningin rétt um 10%. All- margar nýjar ostategundir komu á markaðinn á árinu, sem neyt- endur tóku vel, og á það sinn þátt í þessari aukningu, segir ennfrem- ur. Á síðasta ári jókst mjólkur- framleiðsla í landinu hins vegar aðeins um 1,6% og varð um 104,5 milljónir lítra. Hinn 1. febrúar sl. voru mjólkurvörubirgðir tiltölu- lega litlar, enda er framleiðslan raunar í lágmarki núna yfir vetr- armánuðina. Næstu mánuðina verður útflutningsþörf fyrir um 22,7% og um 10% í ostum mjólkurvörur því fyrirsjáanlega í lágmarki. Þá kemur það einnig fram að ostasala héldi áfram að aukast og í því sambandi er bent á, að aukn- ingin í janúarmánuði sl. hafði ver- ið um 11%. Atvinnuleysi mun aukast enn frekar í Hollandi í ár HOLLENDINGAR gera ráð fyrir, að atvinnutækifærum muni fækka um liðlcga 100.000 á þessu ári, sem er um 25.000 atvinnutækifærum meira, en fækkaði á síðasta ári. Atvinnulausir Hollendingar voru liðlega 650.000 um áramótin, eða um 15% vinnufærra þar í landi. Er þetta mesta atvinnuleysi í Hollandi um langt árabil. —L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.