Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983
17
Fáskrúðsfirðingar veittu frönsku þyrlunni mikla athygli. Mbi. Aibert
Frönsk þyrla á
Fáskrúösfiröi
Fáskrúdsfírdi, 25. febrúar.
ÖNNUR franska þyrlan hafði
hér viðkomu í ferð sinni um
Norður-, Austur- og Suðurland,
og þótti bæjarbúum mikið til
hennar koma.
Þyrlan flaug hér um fjörð-
inn með fulltrúa almanna-
varnanefndar, björgunar-
sveita og líknarfélaga, og þá
var einn félagi í björgun-
arsveitinni, Helgi Ingason,
látinn síga niður úr þyrl-
unni.
Þyrlan athafnaði sig á
íþróttavelli hér í kaupstaðn-
um.
Albert
Helgi Ingason á leið um borð f
frönsku þyrluna á Fáskrúðsfirði.
Frá unglingaráðstefnunni sem haldin var í veitingahúsinu Óðinn og Þér í Kópa-
vogi sl. laugardag. Þar þinguðu unglingar sjálfír um málefni sín.
Unglingar í Kópavogi
þinga um eigin málefni
TÆPLEGA 200 unglingar í Kópavogi
héldu ráðstefnu sl. laugadag í veitinga-
húsinu Óðinn og Þór í Kópavogi um
„unglingavandamáliö" svokallaða, eða
kannski réttara sagt, málefni unglinga í
Kópavogi. Tildrög þessarar ráðstefnu
voru þau, að Félagsmálastofnun Kópa-
vogs réði í desember þrjá starfsmenn til
að gera úttekt á því hvaða leiðir væri
best aö fara til að bæta aðstöðu unglinga
í Kópavogi. Voru einkum þrjá hugmynd-
ir uppi: (I) setja upp félagsmiðstöð í svip-
uðum stíl og Fellahellir og Ártún, (2)
koma á fót útideild, (3) koma upp ungl-
ingaathvarfi, og þá fyrst og fremst fyrir
þá unglinga sem verst eru settir.
Ráðstefnan á laugardaginn var
haldin að frumkvæði starfsmannanna
þriggja, en þeir vildu fá fram sjón-
armið unglinganna sjálfra.
Einn starfsmannanna, Ásdís Skúla-
dóttir, sagði í samtali við Morgunblað-
ið, að ráðstefnan hefði farið þannig
fram, að unglingarnir hefðu flutt
framsöguerindi um ákveðin mál, en
síðan var þeim skipt í vinnuhópa sem
höfðu það verkefni að skila saman-
þjöppuðu áliti. Þau málefni sem voru
á dagskrá voru eftirfarandi: (1) Stræt-
isvagnar Kópavogs og Hallærisplanið,
(2) Félagslíf í skólum, (3) Skiptistöðin
í Kópavogi, (4) Viðhorf unglinga til
fullorðinna og öfugt, (5) Fagrabrekka
— félagsmiðstöð, (6) Unglingaathvarf
og útideild.
Ásdís sagði að það væri staðreynd
að um hverja helgi færu um 200—300
unglingar úr Kópavogi niður á Hall-
ærisplan eða Hlemm. „Þessir ung-
lingar eru oft að þvælast úti fram eft-
ir nóttu og komast því ekki heim með
strætisvagni. Þeir verða því að labba
heim eða húkka sér far,“ sagði Ásdis
til skýringar á því hvers vegna Stræt-
isvagnar Kópavogs og Hallærisplanið
voru sett undir einn hatt. „Ung-
lingarnir töldu að bæta ætti við
nokkrum strætisvagnaferðum á nótt-
unni um helgar." Ásdís sagði enn-
fremur: „En það er ekki aðeins
Hallærisplanið sem unglingarnir í
Kópavogi sækja sina helgarskemmtun
til. Skiptistöðin í Kópavogi eða göngin
undir Digranesvegi, er vinsæll sam-
komustaður unglinga. Þetta er heldur
óvistlegur staður að mínu mati, en
unglingarnir una þarna vel. Þeir telja
að þó að til kæmu tvær nýjar félags-
miðstöðvar mundi Skiptistöðin alltaf
vera stunduð í einhverjum mæli. Þess
vegna er það þeirra tillaga að þarna
verði gert örlítið vistlegra, málað,
settir inn fleiri bekkir og öskubakkar
o.fl í þeim dúr.
1 sambandi við unglingaathvarf og
útideild töldu unglingarnir ekki nauð-
synlegt að koma slíku á, nema þá í
tengslum við félagsmiðstöð. En fé-
lagsmiðstöð vildu þau fá, og það fleiri
en eina. Nú hafa bæjaryfirvöld sam-
þykkt að í kjallara leikskólans við
Fögrubrekku skuli unglingar hafa að-
stöðu og er nú verið að vinna að inn-
réttingum þar. En unglingarnir telja
þetta ekki nóg. Þeir hafa augastað á
gamla Sjálfstæðishúsinu, en það hús
er í eigu bæjaryfirvalda. Telja ung-
lingarnir að þetta hús sé mjög heppi-
legt sem félagsmiðstöð og vilja fá að
taka þátt í því að innrétta húsið ef
þessi draumur þeirra verður að veru-
leika,“ sagði Ásdís Skúladóttir að lok-
um.
HUOMBÆR
HUÐM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUT/EKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
ÚTSÖLUSTAÐIR: Portiö. Akranesi — KF Borgf. Borgarnesi — Stálbúöin, Seyöisfiröi — Skógar. Egilsstööum — Djúpiö. Djúpavogi —
Verls. Inga, Hellissandi — Patróna. Patreksfirði — Sería. (safiröi — Hornbær. Hornafiröi — KF. Rang. Hvolsvelli — MM. Selfossi —
Sig. Pálmason. Hvartimstanga — Álfhóll. Siglufiröi — Cesar. Akureyri — Eyjabær, Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn. Grindavík —
Radíóver, Húsavík — Paloma, Vopnafiröi — Ennco, Neskaupsstaö — Fataval, Keflavík.
• Þessa einstæöu samstæöu er nú
hægt aö eignast meö aöeins 4.000 kr.
útborgun og afganginn á næstu 6 mán.
Verö kr. 18.500. stgr.
Plötuspilari sem spilar
Ijóðrétt af plötunni.
r1.000 kr. afsláttur
AF ÖLLUM MOKKAFATNAÐI í EINA VIKU
VERÐ ÁOUR 5.990.
VERÐ NÚ 4.990.
VERÐÁÐUR 7.450.
VERÐ NÚ 6.450.
VERD ÁÐUR 7.590.
VERÐ NÚ 6.590.
M0KKAJAKKAR
KÁPUR
FRAKKAR