Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 t ÁRNI MAGNÚSSON, verkstjórj, Goðabyggð 7, Akureyri, andaöist 7. mars. Aldía Björnsdóttir. + Faðir okkar, EIRÍKUR KR. GÍSLASON, lést í hjúkrunardeild Hrafnistu þann 9. mars sl. Guðmundur Eiríksson, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Lilja Eiríksdóttir, Höröur Eiríksson, Nanna Eiríksdóttir. + Eiginmaöur minn, BJÖRGVIN JÓNSSON, Blönduhllð 29, lést í Landspítalanum 9. mars Þórunn Björnsdóttir. Útför t HERSILÍU SVEINSDÓTTUR frá Mælifellsá, veröur gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. mars kl. 15.00. Sveinfríöur Sveinsdóttir. + Móöir okkar, BALDRÚN LAUFEY ÁRNADÓTTIR frá Hrísey, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 11. mars kl. 13.30. Mikael Sigurðsson, Björg Siguröardóttir, Guðný Sigurðardóttir. Maríus Ólafsson frá Eyrarbakka Kveðja frá bindindishreyfingunni Föstudaginn 4. mars sl. andað- ist aldursforseti okkar félaga í stúkunni Einingunni nr. 14, Mari- us ólafsson, skáld okkar. Hann var fæddur á Eyrarbakka 28. október 1891 og var því á öðru ári yfir nírætt. Hann gat að vísu ekki sóft fundi okkar í vetur en þar lét hann sig ekki vanta meðan hann var ferðafær. Ég kann ekki að rekja ævisögu Maríusar. Ég veit að hann var Eyrbekkingur og þar var faðir hans söðlasmiður en auk þess að stunda iðn sína stundaði hann flutninga á hestvögnum milli Reykjavíkur og Eyrarbakka. Skáldskapur Maríusar ber því vitni hve mikill Eyrbekkingur hann var. „Vtó fínnum þaó best þegar Bakkans er getid, hve blódid til skyldunnar örvandi snýr, og hugur vor gleóst, er það manntak er metið, sem mótast þar befur og vegi sér býr, því mannsálin sköpuð úr minningum er, og myndir frá æskunni í hjartanu ber.“ Það var aila tíð þrá hans og fögnuður: ..að hlusta á niðinn sem hafaldan ber og hittast að nýju á ströndinni hér.“ Minningar frá bernskunni á Bakkanum urðu honum löngum yrkisefni beint og óbeint og ís- lenskri þjóðmenningarsögu er fengur að þeim skáldskap. Hann orti um frátök og gæftir og fjöl- margt annað. En öðrum stendur nær að minnast þess. Þegar Maríus ólafsson gekk til liðs við templara með því að ger- ast félagi í stúkunni Einingunni 1944, hafði hann lengi verið versl- unarmaður í Reykjavík en var þá orðinn starfsmaður Reykjavíkur- borgar við gjaldkerastörf og því hélt hann það sem eftir var starfstímans. Maríus var félagslyndur maður og alvörumaður í trúmálum. Sögu- skilningur hans var sá að: „Trú á guð í mann.sinH mætti, miskunnsemi og bræðralag — hjartakuldans bölið bætti — bendir fram á nýjan dag.“ Á grundvelli þessarar lífsskoð- unar spurði hann: „Og er ekki gleðin sú himninum hærri að hlúa að þeim gróðri, sem kringum oss býr?“ Hann vissi að tvöfeldni og óheil- indi tefja framsókn okkar í við- leitni að bæta heiminn og því kvað hann: „Þó víða sjáist merki um viljann til að bæta úr vandamálum öllum og sefa þjóðaharm, þá stendur varla nærri að endi þessi þræta, ef þarf ei nokkur maður að líta í eigin barm.“ Þetta var trú og lífsskoðun Maríusar Ólafssonar að mannúð og góðvild væru guðlegrar ættar og leiðin fram á við til meiri þroska og fegurra mannlífs væri sú að líta í eigin barm, gera kröfu til sjálfs sín fyrst og fremst. Á þetta er nú bent af því að þar eru forsendur þess hve mikill og tryggur templar Maríus varð. Maríus var ekki fæddur bind- indismaður og sem gleðimaður og góður félagi prófaði hann að eigin raun sannindi þess að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. Hann orti Bakkusi lof og sagði þar m.a.: „Þegar ég er þreyttur, kaldur, þjakaður á Iffí og sál, lyftirðu mér í Ijóssins veldi langt fyrir ofan svik og tál.“ En reynslan kenndi honum að taka þessi orð til endurskoðunar og sýndi skáldinu að það var höf- uðvilla að fría vínguðinn við svik og tál. Það munu vera áhöld um það hvort meira gæti sem yrkis- efna hjá Maríusi, Eyrarbakka og upprunans þar eða félagsskapar templara og hugsjóna hans og stefnu. Það var rökrétt afleiðing þeirr- ar lífsskoöunar og trúar. Sem fyrr er getið að Maríus orti á aldar- afmæli góðtemplarareglunnar: „Þeir vinna heitið: Mannsins böl að bæU og byggja rfki Drottins hér á jörð því bróðir eigi bróður síns að gæta og bróðurást að halda um lífíð vörð. Og voldug trúin, von og kærleiksandi þeim vitrun gaf: Að frelsist löndin öll, en þverri böl, sem göfgi mannsins grandi, og grafí undan mannfélagsins böll.“ Þá vissi skáldið að svik og tál Bakkusar grafa undan höll mann- félagsins. Og Marius Ólafsson vann af fullum heilindum gegn því sem hann vissi að var hættulegt mannlegri hamingju. Maríus Ólafsson og Karólína Andrésdóttir kona hans sóttu fundi Einingarinnar flestum betur meðan heilsan leyfði. Maríus naut þess að vera á fundum með templ- urum og honum entist fjör og hugsun og söngrödd uns hann var níræður. Félögum hans svo sem 20 árum yngri, sem þóttust finna á sér ýms ellimörk, var huggun að hugsa til þess að samkvæmt reynslu hans kynnu þeir að eiga framundan 20 gleðirík ár í góðum félagsskap. Það er vafasamt að nokkur fé- laga okkar hafi tekið Marfusi fram í hvetjandi áhuga. Fram til hins síðasta var hann óþreytandi að eggja til dáða samkvæmt því sem segir í einu tækifærisljóði hans: „Hve fagnandi sjáum vér framtíðarbraut með fækkandi slysum og tárum, er áfengisvilhinnar þungbæra þraut fer þverrandi á komandi árum. Vér heitum á alla að hefja það starf, sem hamingju þjóðinni leggur í arf.“ Og annars staðar í hvatninga- ljóðum hans er þetta: „Oklur hhitverk er *ð vekja íslendinga uf svefni í dag, bölid mesta burtu hrekja, benda á sannan þjóðarhag, heita á alla að hietU að gæla heimsku og spilling þjóðar vió svo aó heilbrigð megi mtela minning, trú og stefnumió." Vildu menn hætta að gæla við heimskuna og spillinguna yrðu vímuefnamálin viðráðanleg. H.Kr. + Jaröarför hjartkærrar eiginkonu minnar, GUORÚNAR PÁLSDÓTTUR, Rauöholti 11, Salfoaai, fer fram frá Selfosskirkju, laugardaglnn 12. mars kl. 14.00. Egill Guöjónaaon, börn, tangdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, sonur, faöir, tengdafaölr og afi, HELGI T.K. ÞORVALDSSON, skóamiöamaiatari, Langageröi 54, veröur jarösunginn fró Bústaöakirkju föstudaginn 11. marz kl. 15.00. Ólafía Hrafnhildur Bjarnadóttir, Kristín Súsanna Elíasdóttir, Elín Kristin Helgadóttir, Benedikt Garöarsson, Anna Svandís Helgadóttir, Snæbjörn Stefénsson, Erla Hrönn Helgadóttir, Margrét Helgadóttir, og barnabörn. Svavar Pétursson — Minningarorð Fæddur 20. janúar 1905 Dáinn 13. febrúar 1983 Sunnudaginn 13. febrúar kvaddi afi minn og vinur þennan heim og hélt á brott frá okkur. Þó að hann sé horfinn af sjónarsviðinu þá er hann ekki horfinn úr hug okkar og hjarta. Við finnum öll til sárs saknaðar og um hugann líða minningar, myndir liðinna sam- verustunda er við höfum öll átt með honum. Hann var sonur hjónanna Pét- urs Péturssonar bónda Grímstöð- um Svartárdal, f. 17. september 1872 d. 21. október 1954, og konu hans Sigríðar Benediktsdóttur f. 25. ágúst 1880 d. 28. júní 1953. Þau skildu síðar. Sfðar giftist Sigríður Hannesi Kristjánssyni frá Haf- grímsstöðum og ólst Svavar upp hjá þeim. Bjuggu þau í Hvamm- koti og víðar. Við afkomendur hans getum þakkað forsjóninni það hversu lengi við fengum að njóta návistar hans og læra af lífsskoðunum hans og framkomu. Hann trúði því að sú orka sem býr í öllum mönnum væri stærsta auðlind mannkynsins og hana bæri hverj- um manni að rækta og virkja. Síð- astliðið ár var mér ljóst að dregið hafði af honum. Ljósið ljómaði ekki eins skært og áður, en stöðugt brá fyrir þeim neista glettni og gamansemi sem jafnan einkenndi hann. Síðasti mánuðurinn varð honum erfið raun sem hann þó bar með þolgæði og æðraðist ekki þótt svo væri komið líðan hans að dauðinn varð honum sannkölluð líkn. Gott var því að hann fékk hvíldina og þurfti ekki að líða meiri þjáningar en orðið var. Hann hélt fullri andlegri heilsu fram til síðasta dags, fylgdist með þjóðmálum og gladdist yfir hverju því sem til framfarar horfði 1 þjóðfélaginu. Jákvæðar hliðar fann hann ævinlega á hverju máli + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andiát og útför + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin- LOFT8 ÞÓROARBONAR konu minnar og móöur okkar, fré Vestmannaeyjum, GUDRÚNAR GUDMUNDSDÓTTUR, Eyjabakka 11, Hlíöarvegi 80, Ytri-Njarövfk. sem lézt 20. febrúar í Landakotsspítala. Jaröarförin hefur fariö Skarphéöinn Jóhannason, fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þórdfs Skarphéöinsdóttir, Vandamenn. Alfheiöur Skarphéöinsdóttir, Jensa S. Skarphéöinsdóttir. og hafði frekar orð á því sem vel var gert en hinu sem miður fór. Ógleymanlegar stundir áttum við öll með þeim afa og ömmu jafnt fyrr sem síðar. Ein þessara stunda var á 50 ára hjúskapar- afmæli þeirra, þegar við vorum saman komin og gerðum okkur glaðan dag þann 8. ágúst 1981. Þessi stund og margar aðrar verða okkur minniststæðar um ókomin ár. Afi fékk notið einstakrar um- hyggju ömmu sem stundaði hann af dæmafárri fórnfýsi til hinstu stundar. Elsku amma sem misst hefur mikið, ég bið góðan Guð að styrkja hana og styðja á þessum erfiðu tímum, einnig börn og barnabörn. „Far þú f friði friður gués þig bletwi hafAu þökk fyrir alll og allt.“ Blessuð sé minning hans. Sigríður Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.