Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 13 Einræði — eftir Birgi ísl. Gunnarsson í viðtali við þýska tímaritið Stern 1973 sagði Brezjnef: „Við höfum einn flokk, einn ríkjandi flokk. Til hvers þurfum við stjórnarandstöðu? Menn tala stöðugt um frelsi. Hvað er það?“ Þessi tilvitnun er yfirskrift þess kafla í bók Michael Wolsenskys, NOMENKLATURA sem fjallar um alræði herrastéttarinnar. Þar gerir hann grein fyrir helstu valdastofnunum í Sovétríkjun- um og sýnir fram á haldleysi þess áróðurs, að ríki sósíalism- ans séu „alþýðulýðveldi". Allt vald sé í höndum herrastéttar- innar. Valdastofnanir Uppspretta valdsins í Sovét- ríkjunum er miðstjórn kommún- istaflokksins. Valdamestu stofn- anirnar á hennar vegum, sem þó eru hvergi nefndar í stjórnar- skránni, eru pólitíska skrifstof- an (politbyrá) og aðalskrifstofa kommúnistaflokksins. Ríkis- stjórnin sjálf er ekki nærri eins valdamikil, hún hefur fyrst og fremst framkvæmdavald. „Æðsta ráð“ Sovétríkjanna hef- ur ennþá minni völd. Höfuðverk- efni þess er að koma fram útá- við. Aðalritari miðstjórnarinnar er æðsti maður NOMENKLAT- URA og hefur mikil völd. Lenin og Stalin höfðu þó mun meiri völd en Krusjeff og Brezjnef. Þeir tveir síðarnefndu voru mun háðari vilja NOMENKLATURA. En hinir tveir. Völd aðalritarans „Ekkert einræði fær staðist án voldugrar lögreglu. Þar sem lítill minnihluti ræður yfir miklum meirihluta þjóðarinnar verður að styðjast við vel skipu- lagða lögreglu, sem hefur pólitískt vald.“ eru ekki síst háð því, hversu mörgum af sínum mönnum hann getur komið í ýmsar lykilstöður. Valdabaráttan Valdabaráttan innan NOM- ENKLATURA er hörð og óvæg- in. Hún fer hins vegar ekki fram eins og í vestrænum ríkjum, meira og minna fyrir opnum tjöldum. í baráttunni austan tjalds er læðst með veggjum og klíkustarfsemin þar er af svo hárffnum toga spunnin, að vest- rænir stjórnmálamenn geta varla gert sér hana í hugarlund. Á æðsta stiginu er valdabarátt- an í grófum dráttum alltaf á milli tveggja hópa. Annar hóp- urinn er í kringum aðalritarann, sem er við völd. Hinn hópurinn eru þeir af stuðningsmönnum síðasta aðalritara, sem enn eru við völd. Þetta er ekki barátta um hugsjónir eða mismunandi skoðanir — ekki barátta milli „herskárra og friðsamra" eða „íhaldsmanna og frjálslyndra" eða „áhangenda hersins og tæknimanna“, eins og stundum er haldið fram í vestrænum blöðum. Þetta er fyrst og fremst barátta um valdastöður. Þrátt fyrir þetta valdabrölt er sam- staðan út á við mikil og reynt að halda öllum upplýsingum sem lengst frá almenningi. KGB Ekkert einræði fær staðist án voldugrar lögreglu. Þar sem lítill minnihluti ræður yfir miklum meirihluta þjóðarinnar verður að styðjast við vel skipulagða lögreglu, sem hefur pólitískt vald. Slík lögregla er voldug í ríkjum sósíaiismans. Hún er mikilvægur þáttur í því að við- halda vöidum herrastéttarinnar. KGB er sú stofnun, sem þessu hlutverki gegnir nú, en það er skammstöfun fyrir nafnið: ör- yggisnefnd ríkisins. Yfirmenn KGB mynda eina af mikilvægustu stoðum NOM- ENKLATURA og ráðamenn þar tilheyra að sjálfsögðu allir herrastéttinni. A Vesturlöndum ímynda menn sér KGB-menn sem snjalla njósnara og leyni- lögreglumenn — einhvers staðar á milli Sherloch Holmes og Jam- es Bond. Það á ekki við rök að styðjast. KGB-menn eru alla jafna íhaldssamir skrifræðis- menn, vel launaðir og áhuga- samir um að halda stöðum sín- um og aðstöðu. Og eins og allir nomenklaturistar leita þeir eftir öryggi og vilja tryggja að NOM- ENKLATURA-valdið vari að ei- lífu. Aróðursstarfsemi Einn mikilvægur þáttur í við- leitni NOMENKLATURA til að viðhalda stöðu sinni er um- fangsmikil áróðursstarfsemi. Það skiptir miklu máli að breiða hugsjóna-hjúp yfir allt svínaríið. Takmarkið er að móta skoðanir fólks og telja almenningi trú um að hann sé þátttakandi í því hugsjónastarfi að byggja upp fyrirmyndarríki. Algeng aðferð er því að takmarka alla pólitíska umræðu við einföld slagorð, sem ganga auðveldlega í fólk og létt er að tileinka sér í hinni daglegu umræðu. Hér á landi hafa engir náð lengra í slíkri tækni en Alþýðu- bandalagið. Flókin mál eru brot- in niður í einföld slagorð: „Samningana í gildi“, „slétt skipti", „íslensk atvinnustefna", „að sigra eða semja af sér“, „samningar eru svik“. Slagorðin eru framleidd í höfuðstöðvunum og liðsmennirnir látnir hamra á þeim úti um allt. Fyrirmyndin leynir sér ekki. Feróahömlur Hömljr á ferðalög til útlanda er mikilvægur þáttur í valda- kerfi NOMENKLATURA. Fyrir hverja og eina ferð til útlanda verða menn aö fá sérstakt leyfi og sérhver umsókn fær ítarlega og flókna meðferð. Henni má skipta í þrjú aðalstig: 1. Að verða sér úti um erindi, sem veitir rétt til slíkra ferðalaga, en rík ástæða verður að vera til utanlandsferða. 2. Athugun á umsókninni og ákvörðun. 3. Af- hending vegabréfs með áritun ásamt ferðagjaldeyri og farseðli Umsókn verða að fylgja mörg tilgreind fylgiskjöl, t.d. vottorð um hvert erindið sé, æviferils- skýrsla, læknisvottorð og and- litsmynd í 6 eintökum. Ef farið er til sósíalistalands þurfa öll gögn að hafa borist 30 dögum fyrir ferð, en annars 45 dögum. Umsóknin fær því ítarlega með- höndlun og ekki má gleyma því, að fá þarf umsögn KGB, ef fara á til einhvers kapitalistaríkis. Það er víðtekin regla að leyfi til slíkra ferðalaga er ekki veitt fyrr en á síðustu stundu, jafnvel ekki fyrr en nokkrum klukku- stundum áður en flugvélin á að fara. Mörgum er líka neitað um fararleyfi. Þrátt fyrir þessar hömlur, sem lagðar eru á ferðafrelsi manna, hafa Sovétríkin ekki hikað við að undirrita alþjóðasamning um óheft ferðafrelsi borgaranna. Allt er þetta kerfi sett upp til að koma í veg fyrir að Sovétborgar- ar yfirgefi landið. ógley manlegur glæsileiki líðandi stundar 09 liðinna tfma Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.