Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 15
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 15 Fyrsti maöurinn, sem kaupir miða í Byggingahappdrætti Búnaðarsambands Suðurlands, er Sveinbjörn Dagbjartsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Hann er annar frá vinstri og tekur við miðanum úr höndum Kjartans Ólafssonar, garðyrkuráðunauts. Aðrir á myndinni eru, við hlið Sveinbjarnar Stefán Jasonarson, formaður BS, Hjalti Gestsson, framkvæmdastjóri BS og Steinþór Runólfsson, nautgriparæktunarráðunautur BS. Bifreiðin, sem mennirnir standa við, er einn af mörgum vinningum í happdrættinu, Subaru árgerð 1983, frá Ingvari Helgasyni. Morgunblaöið/Emilía. Búnaðarsamband Suðurlands efnir til byggingahappdrættis BÚNAÐARSAMBAND Suðurlands er 75 ára á þessu ári. í tilefni af afmælisárinu hefur stjórnin ákveðið að leggja sérstaka áherslu á upp- byggingu tilraunastöðvarinnar á Stóra-Armóti í Hraungerðishreppi, en það höfuðból gáfu systkinin Jón Árnason og Ingileif og Sigríður Árnadætur Búnaðarsambandinu, svo þar mætti rísa tilraunastöð til styrktar íslenskum landbúnaði. Verður m.a. efnt til happdrættis, Byggingahappdrættis Búnaðarsam- bands Suðurlands, og mun allur ágóði af happdrættinu renna óskipt- ur til byggingar tilraunafjóss á Stóra-Ármóti. Eru framkvæmdir þegar hafnir við fjósbygginguna og verður stefnt að því að gera bygging- una fokhelda á þessu ári. Hið fyrirhugaða tilraunafjós er gert fyrir 75 kýr. Auk mjaltabása og heygeymslu verður í fjósinu vinnusalur þar sem aðstaða verð- ur til að sérvikta fóður í hvern einasta grip. Þar verður einnig rannsóknastofa með 6 básum til sérstakra nákvæmnistilrauna. Meðal vinninga í Bygginga- happdrættinu er Subaru-bifreið frá Ingvari Helgasyni, árgerð 1983; sólarlandaferð fyrir tvo frá Samvinnuferðum/Landsýn; fjögur hestefni, fædd 1979 og hestfolald, fætt 1983. Verð hvers miða er 100 krónur, en dregið verður síðasta sumardag 1983. Nýr söngvari Tónlíst Jón Ásgeirsson Maurice Stern, tenórsöngvari frá Bandaríkjunum, kom og hljóp í skarðið fyrir rúmenskan söngvara, sem átti að syngja Turiddu i Cavelleria Rusticana eftir Mascagni. Maurice Stern er góður söngvari, með nokkuð þunga rödd sem nýtur sín vel í þeim átakssenum, sem gerir þessa óperu með erfiðari söng- stykkjum óperubókmenntanna. Samleikur hans við Ingveldi Hjaltested var á köflum áhrifa- ríkur. Það er ýmislegt við þessa sýningu, sem ekki batnar við að sjá hana öðru sinni, eins og t.d. hvernig dauði Turiddu tengist illa öllu leikverkinu. Það hlaupa allir frá líkinu inn á svið og svo æpir einhver kona eins og hún hafi séð eitthvað á sviðsgólfinu. Á þeirri sýningu, sem undirrit- aður sá, var baksviðskórinn svo falskur að trúlega er vandfund- inn áhugamannakór sem ekki hefði skilað þessu betur. Það er hreint frálegt þegar verið er að leggja fé í eins dýrt fyrirtæki og eina óperu, að ekki sé vandað til vals í kór, bæði hvað snertir raddfjölda og hæfni manna. Séu erfiðleikar á að fá fólk, er eitt ráðið að kaupa til starfsins sér- Maurice Stern staka söngvara. Prófun í kórinn þarf að vera svo ströng að það teljist eftirsóknarvert að vera í Þjóðleikhúskórnum. Maurice Stern er sem sagt góður sem Turiddu og Ingveldur var á köfl- um mjög sannfærandi en sem fallegur ljósgeisli var rödd Sig- ríðar Ellu, er til hennar heyrð- ist að tjaldabaki. Jón Ásgeirsson. A HÁLFRAR ALDAR afmæS Vörukynning vöruúrval ■ nýjungar - notagildi dagana>€^27. og 28. maí 1983 — dagskráin á morgun: JÁRNKONST 'HEFUR RÁD UNDIR HVERjU RIFI" vordandi LÝSINGU hager Skrifar: LÆKKUN Á RAFLAGNA- KOSTNADI med stórum stöfum á Kxfei 7"rÆ'— KVEIKJUM LjÓSIÐ MEÐC® Kabeldon tengibúnadur HLEKKUR í ORKUKEDJUNNI 1 1 HLEYPA af STOKKUNUM nýjum gerttum a/ RAFSTGKKUM Dag/kl. 27/5’83 10.00 10.00 kynningá: Sýning opnar og er opin til kl. 19.30. - 1 Ljóstækni-skrifstofulýsingu. - 14.00 16.00 17.00 17.00 1 Ljóstækniogumhverfi. ----------------------------- 4 Endabúnaði fyrir kraftstrengi-götudreifiskápum.--- 3 2 Rafbúnaði og innlagnaefni frá ELKO, HAGER, m.m. 5 Rafstokkumfyrirhíbýliogsjúkrahús-stöðluðu--------- loftlýsingakerfi-lýsingu fyrir skrifstofur. markmið: Kynna vöruúrval JR fyrir viðskiptavinumog öðrum. Lýsing á skrifstofum með tilliti til staðsetningar á tölvuskjám. Staðlaður loft- og Ijósabúnaður. Fá almennar umræður um lýsingu og áhrif hennar á vinnustað. Kynna nýjunar og sýna notkun. Verklegar æfingar. Kynna nýjungar og leiðbeina um meðferð á helsta raflagnaefni semávallt ertil íbirgðumJR. - Sýna notagildi rafstokka á breiðari grundvelli - lýsing á skrifstofum m.m. meðtilliti til tölvuskjás og vinnustaðar. Viðbót við dagskrá 27/5 - kl. 10.00 - kynning á háspennustreng/plaststreng: Nýjungar Á morgun 28. maí er opið hús og hér fá foreldrar tækifæri til þess að tala við fagmenn okkar og sérhæfða tæknimenn meðan börnin horfa á Tomma og Jenna. Góðfúslega munið að tilkynna þátttöku í síma 84000. .Jf'RÖNNING Sundaborg. simi 84000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.