Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 33 Á sauðburði í húsum Vilhelms Sveinbjörnssonar á Dalvík. Dalvík og Svarfaðardalur: Sauðburður gengur allvel þrátt íyr- ir erfitt tíðarfar villandi. Mannvirki á borð við skotpalla fyrir eldflaugar verða vart dulin í þéttbýli Vestur- Evrópu og þaðan af síður gífurleg- ar vegalagnir í Utah-fylki fyrir farartæki, sem áttu að aka milli skotbyrgja með eldflaugar, og hefðu valdið gífurlegri röskun á náttúru þar. Enda risu ekki aðeins mormónar í Utah til mótmæla heldur umhverfisverndarmenn og friðarsinnar um gjörvöll Banda- ríkin. Skotmörk Sú spurning hlýtur að vakna, hvers vegna Björn eyðir svo mikl- um tíma og rúmi til að kveða niður það sem hann kallar kjarn- orkubóluna á íslandi sumarið 1980, sérílagi þegar lesendur, sem af einskærri þrautseigju hafa bar- ist í gegnum alla greinina, standa í nákvæmlega sömu sporum og umrætt sumar. Skyldi hann vera að leiða athyglina frá þeirri ugg- vænlegu þróun, sem herstöðvar Bandaríkjanna hérlendis hafa tekið á undanförnum áratugum án þess að íslensk stjórnvöld virðist hafa skeytt því nokkru. Sú þróun er mjög áþekk því sem orðið hefur á herstöðvum Bandaríkjanna í Grænlandi og rakin er í nýlegri bók Paul Claesson „Grönland, Middelhavets Perle". Þar eru leidd rök að því að þar hafi líkt og hér herstöðvarnar þróast í það að verða stjórnstöðvar í hugsanlegri kjarnorkuárás á Sovétríkin. Dönsk stjórnvöld bæði núverandi og fyrrverandi hafa verið gagn- rýnd ótæpilega m.a. í þarlendum ríkisfjölmiðlum og litlu getað svarað. Það er þessi þróun sem gerir herstöðvar hérlendis að skotmörkum í átökum risaveld- anna. Ekki það hvort hér séu að staðaldri, annað veifið eða kannski aldrei kjarnorkuvopn. Að sagði í Tímanum að þessi ummæli „væru hin merkustu, þar sem Lell- enberg væri fyrsti háttsetti emb- ættismaður Bandaríkjastjórnar sem svaraði spurningu um kjarn- orkuvopn og ísland svo afdráttar- laust, af því að Bandaríkjastjórn hefði þá stefnu að játa hvorki né neita tilvist kjarnorkuvopna", eins og sagði í grein minni í Morgun- blaðinu dags. 31. mars 1983. Það var ekki „aðstoðarvarnarmálaráð- herra“ heldur einn af aðstoðarut- anríkisráðherrum Bandaríkjanna sem sat fyrir svörum á sjón- varpsskermi hér á landi. Svör hans breyta hvorki yfirlýsingu Jon L. Lellenberg, mati Gunnars Gunnarssonar á henni né stefnu Bandaríkjanna. 8) Sú röksemdafærsla stenst ekki að varnir tslands kalli á árás á landið. Þessi rökvilla er kjarn- inn í boðskap Samtaka herstöðva- andstæðinga. 9) Það dugar ekki fyrir Guð- mund Georgsson að skjóta sér á bak við 20 ára gamalt mat dr. Ág- ústs Valfells, sem byggðist á allt öðrum aðstæðum en nú og síst af öllu á rökvillu herstöðvaandstæð- inga. 10) I bréfi sem Bulganin, þáver- andi forsætisráðherra Sovétríkj- mati norskra fræðimanna, Björns Kirkerud og Sverre Lodgaard, yrðu tilsvarandi stöðvar í Noregi skotmörk í upphafi átaka milli risaveldanna. Það er vafalaust þess vegna sem Almannavörnum ríkisins er tjáð af bandamönnum í NATO að haga viðbrögðum sínum á þann veg að Keflavíkurflugvöll- ur verði tvímælalaust fyrir kjarn- orkuárás í átökum risaveldanna. Mér finnst það móðgun við lesend- ur Morgunblaðsins að halda að þeir séu svo andlega bágbornir, að Björn skuli bera það á borð fyrir þá, að ummæli herstöðvaandstæð- inga beini eldflaugum Sov- étríkjanna að íslandi. Ekki var það til umræðu, þegar Ágúst Val- fells taldi 75% lýkur á því að ís- land yrði fyrir árás i upphafi styrjaldar í skýrslu sem hann tók saman fyrir dómsmálaráðherra 1%3. Enda þótt þessi umræða hafi verið og verði ófrjó, á meðan ís- lensk stjórnvöld hafa ekki aðstöðu til eða hirða ekki um að fylgjast með því hvort hér séu eða fari um kjarnorkuvopn, þá hefur ýmislegt komið fram í henni sem er fagnað- arefni. Þannig virðist fullljóst að allir flokkar séu andvígir því að hér séu kjarnorkuvopn. Þess ber því að vænta að ekki skorti þá hugmynd fylgi að binda það atriði í samningum sem njóti viðurkenn- ingar Sameinuðu þjóðanna og al- þjóðaréttar, að á íslandi verði ekki kjarnorkuvopn á friðar- eða stríðstímum og flutningur slíkra vopna um landið, landhelgi og lofthelgi þess algjörlega bannað- ur Reykjavík, 9. maí 1983. Cudmundur Georgsson, læknir, er í forystu fyrir Samtökum her- stöðraandstæðinga. anna, ritaði Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra íslands, í árs- byrjun 1958 sagði, að það setti „ís- lensku þjóðina í hættu, sem engan veginn er smávægileg" að koma mætti kjarnorkvopnum fyrir á fs- landi. Hættan fólst í því eins og í bréfinu segir, að væru kjarnorku- vopn í landi byggi það við hættu á kjarnorkugagnárás frá Sovétríkj- unum. Á þessa sovésku hótun setja herstöðvaandstæðingar allt sitt traust í hræðsluáróðri sínum. Á íslandi eru engin kjarnorku- vopn nema samkvæmt uppskrift Samtaka herstöðvaandstæðinga, eins og lýst er í grein Guðmundar Georgssonar. Hafi þessi uppskrift áhrif á Sovétmenn eins og hún gerir samkvæmt áróðri Novosti, fréttaþjónustu sovéska sendiráðs- ins í Reykjavík, og grein Belski ofursta í málgagni sovéska hers- ins, Rauðu stjörnunni, hefur Sam- tökum herstöðvaandstæðinga tek- ist að skapa Sovétríkjunum átyllu til að grípa til þeirra ráða sem Bulganin lýsti í bréfinu frá 1958. Þetta er þjóðhættuleg afleiðing af iðju herstöðvaandstæðinga undir forystu Guðmundar Georgssonar. Hvað kemur mönnum til að kalla slíka hættu yfir eigin þjóð er með öllu óskiljanlegt. Dalvík, 19. maí. Á DALVÍK og í Svarfaðardal er sauðburður vel á veg kominn og sums staðar lokið. Þrátt fyrir erfiða tíð og mikil snjóalög hefur sauðburð- ur gengið allvel enda þótt fé hafi orðið að bera á húsum. Eftir langa innistöðu eru van- höld ekki meiri en í venjulegu ári og frjósemi fjárins með betra móti. Frá fjárskiptum hefur riðu- veiki farið ört vaxandi hér um slóðir og má segja að fáir bæir hér í sveit hafi sloppið við þann vágest því sífellt verður vart við veikina á nýjum stöðum. Ef ekki bregður til betri tíðar má búast við að heyleysis fari að gæta þegar kemur fram í seinni hluta júnímánaðar. Borgarfjörður eystri: Fannir í fjöllum og hvergi grænt gras Horgarfirði eystra, 24. maí. SAMKVÆMT dagatali eru nú liðnar fimm vikur af sumri og enn er það ekki komið til okkar hér á norðausturhorni landsins. Enn ríkir sama austan- og norðaustanáttin, með eins til tveggja stiga hita dag eftir dag. Miklar fannir í fjöllum og víða snjór niðri við sjávarmál. Þar sem jörð er auð er hún algerlega gróðurlaus og hvergi sést grænt gras. Á þessum harðbalatíma eru sumargestir okkar, farfuglarnir, hnípnir og hljóðir, þar sem þeim veitist erfitt að finna auðan vatnsstað. Og nokkrar kindur með lömbin sín nvborin leita árangurslítið að grænni grasnál, enda gjöf, og lengstum í húsi um nætur. Hér á Borgarfirði má þó segja son. Heyrst hefur að hann ætli að að sé næg atvinna, aðallega við frystihúsið. Að vísu eru heimabát- ar fáir, en hingað flyst togarafisk- ur til vinnslu neðan af Reyðar- firði, þegar bílfært er um Vatns- skarð. En að nafninu til mun nú fært, a.m.k. jeppum, yfir skarðið, en þungatakmörkun er vegna aur- bleytu. Sl. laugardag var grunnskóla Borgarfjarðar slitið. í vetur voru nemendur aðeins 19, fastakennar- ar 2 og 2 stundakennarar. Undan- farin þrjú ár hefur verið hér skólastjóri Auðunn Bragi Sveins- hætta hér í haust og mun þeim sem bera hag nemenda fyrst og fremst fyrir brjósti þykja það slæmt, því við höfum haft allt of mikið að segja af of tíðum skóla- stjóraskiptum, sem hljóta óhjá- kvæmilega að koma sér illa fyrir nemendur. Auk þess veit maður hverju maður sleppir, en ekki hvað maður hreppir. Og fari svo að Auðunn Bragi hætti hér sem skólastjóri í haust, þá þakka ég honum mjög góða samvinnu þessa tvo vetur sem við höfum starfað saman hér í skólanum. Sverrir. Karlakór Reykja- víkur og Kristján Jóhannsson á hljómleikum HIMR árlegu tónleikar Karlakórs Reykjavíkur fyrir styrktarfélaga kórsins verða haldnir í Háskólabíói 1., 3. og 4. júní nk. Kristján Jóhannsson, óperu- söngvari, verður einsöngvari með kórnum að þessu sinni og mun hann syngja meðal annars ítalskar og franskar aríur, auk íslenzkra laga. Stjórnandi Karlakórs Reykja- víkur er Páll Pampichler Pálsson og píanóleikari Guðrún A. Krist- insdóttir. Nokkrir aðgöngumiðar verða seldir við innganginn á alla tónleikana. KRÓNURÚT Philips gufugleypar. MEÐ KOLASiU EÐA FYRIR OTBtÁSTUR VIÐ ERUM SVEIGJANLEGIR I SAMNINGUM. Heimílístækl hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI0-15655 rwn 2000 KRÓNUR ÚT Philips sólarium. UÓSALAMPI TIL HEIMILISNOTA. VH) ERUM SVEIGJANLEGIR I SAMNINGUM. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8- 15655 VOLTA ELECTRONIC hún gerist ekki BETRI Kraftmikil og iipur. Sænsk gæðavara. Hag- stætt verð — Vildarkjör. EINAR FARESTVEIT í. CO HF. BERGSTADASTRATI I0A - SlMI 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.