Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983
19
Breytingar á yfirstjórn fræðslumála í Reykjavík:
Breytingarnar alfar-
ið á valdi borgarinnar
— segir borgarstjóri
BORGARf?TJÓRN Keykjavíkur samþykkti á fundi sínum á fimmtudags-
kvöld fyrir sitt leyti samning á milli menntamálaráðuneytisins og borgarinn
ar um breytt fyrirkomulag fræðslumála í borginni, en eins og kunnugt er
hefur menntamálaráðherra neitað að staðfesta samkomulagið, þrátt fyrir að
þrír embættismenn ráðuneytisins hafi undirritað hann.
Ýmsir aðstandendur sumarskemmtunar Stúdentafélags Reykjavíkur f Háskólabíói, þar sem Victor Borge mun m.a.
koma fram. Á myndinni eru (f.v.) Guðmundur Magnússon rektor Háskóla íslands, Gunnar Kvaran sellóleikari,
Sigríður Ella Magnúsdóttir söngvari, Júlíus Vífill Ingvarsson söngvari, Emil Guðmundsson hótelstjóri á Hótel
Loftleiðum, Kristinn Ragnarsson arkitekt, Hulda Ólafsdóttir og Ólafur Oddsson menntaskólakennari og formaður
Stúdentafélagsins. Morgunblaðið/Emilía Björg Björnsdóttir.
Victor Borge á einstakri
skemmtun í Háskólabíói
„ÞARNA ER um einstakan viðburð að ræða og það eru allir velkomnir í
Háskólabíó meðan húsrúm leyfir," sögðu þeir Olafur Oddsson og Jónas
Elíasson í Stúdentafélagi Reykjavikur er þeir kynntu blaðamanni skemmtun
félagsins til styrktar Háskólasjóði í Háskólabíói næstkomandi laugardag, 28.
maí. Á skemmtuninni kemur fram auk annarra danski grínistinn Victor
Borge, sem að sögn Ólafs og Jónasar, kemur fram fyrir vinsamlega ábend-
ingu forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur.
„Þetta er sérstakur atburður
vegna þess að þar kemur heims-
frægur skemmtikraftur fram
ásamt nokkrum af okkar beztu
skemmtikröftum og allir þeir
listamenn og skemmtikraftar, sem
fram koma, hafa sýnt málefninu
þá vinsemd að koma fram án
endurgjalds," sögðu ólafur og Jón-
as.
Á skemmtun Stúdentafélagsins,
sem stendur öllum almenningi
opin, koma fram auk Victors
Elorge, félagar úr íslenzku
hljómsveitinni, einsöngvararnir
Sigríður Ella Magnúsdóttir og
'Júlíus Vífill Ingvarsson, við undir-
leik ólafs Vignis Albertssonar,
Gunnar Kvaran og Gísli Magnús-
son, sem leika saman á selló og
píanó, félagar úr íslenzka dans-
flokknum og Ómar Ragnarsson.
Kynnir verður Þorgeir Ástvalds-
son.
Allur ágóði af skemmtuninni,
sem aðeins verður haldin einu
sinni, rennur í stofnsjóð Háskóla-
sjóðs. Háskólasjóður var stofnað-
ur að Bessastöðum 1. desember sl.
og er markmið hans að styðja ým-
is verkefni Háskóla íslands, svo og
stúdenta við skólann.
„Stúdentafélagið, sem nú er að
verða 112 ára, hefur hingað til
starfað aðallega sem þjóðmálafé-
lag. En eins og allir þekkja er orð-
ið erfitt nú til dags að halda fundi,
og því hefur félagið ákveðið að
leggja út á nýjar brautir. Við er-
um að reyna að finna nýjan
starfsgrundvöll á þeim akadem-
íska vettvangi sem félagið hefur
alltaf starfað á. Við væntum mik-
ils af Háskólasjóði, sem rekinn
verður í samráði við Háskólarekt-
or, og þess vegna vonum við að góð
aðsókn verði að skemmtuninni,
svo framlag félagsins í sjóðinn
geti orðið sem myndarlegast,"
sögðu ólafur Oddsson, sem er
formaður Stúdentafélagsins, og
Jónas Elíasson.
í bókun sem fylgdi samþykkt-
inni segir, að borgarstjórn sé efn-
islega samþykk samningsdrögum
þeim sem fyrir liggja og felur
borgarstjóra að hrinda i fram-
kvæmd nauðsynlegum breytingum
í samræmi við þau. Samningurinn
var samþykktur með 13 atkvæðum
sjálfstæðismanna og fulltrúa Al-
þýðuflokks, en gegn 8 atkvæðum
fulltrúa Alþýðuflokks, Framsókn-
arflokks og kvennaframboðs.
Davíð Oddsson borgarstjóri
sagði á fundinum að það væri und-
arleg málsmeðferð menntamála-
ráðherra, einkum gagnvart full-
trúum hans í samninganefndinni
sem undirrituðu samninginn, að
neita að staðfesta hann. Þá benti
Davíð á að það væri ekki eðlilegt
að ríkisstarfsmaður hefði með
höndum yfirstjórn um 700 borg-
arstarfsmanna. Hann sagði að
málið væri ekki lengur í þeim far-
vegi sem gert væri ráð fyrir í sam-
komulaginu, þar sem mennta-
málaráðherra hefði tilkynnt að
hann myndi ekki staðfesta samn-
inginn í dæmalausu plaggi, sem
hann hefði líklega samið sjálfur.
Gagnrýndi Davíð ódrengskap ráð-
herra gagnvart embættismönnum
sínum, að neita að undirrita plagg
sem hann hafði áður gefið þeim
leyfi til að undirrita og sagði sárt
að horfa upp á ráðherra taka ær-
una með þessum hætti af embætt-
ismönnum sínum.
Varðandi afstöðu borgarinnar
eftir að hin nýja afstaða ráðherra
kom fram, sagði Davíð, að breyt-
ingar þessar væru alfarið á valdi
borgarinnar og ekki kæmi annað
til greina en að halda sínu striki í
málinu.
Markús Örn Antonsson, for-
maður fræðsluráðs sagði, að
samninganefnd borgar og ríkis
hefði frestað fundum sínum um
tíma vegna þess að fulltrúar ríkis-
ins í nefndinni hefðu þurft að bera
málið undir ráðherra. Aldrei hefði
annað legið fyrir, en að ráðherra
myndi samþykkja samninginn.
í máli Sigurjóns Péturssonar,
eins fulltrúa minnihlutans kom
fram að ástæða þessara breytinga
væri ekki áhugi meirihlutans á
breytingum fræðslumála til bóta í
borginni, heldur vegna þess að
menntamálaráðuneytið hefði skip-
að aðra manneskju í stöðu
fræðslustjóra, en meirihlutanum
var þóknanlegur. Væru önnur
sjónarmið höfð að leiðarljósi í
málinu en ættu að vera.
Á fundinum kom fram frávísun-
artillaga frá Alþýðubandalaginu
vegna þessa máls og frestunartil-
laga frá kvennaframboði, en hvor-
ug þeirra hlaut stuðning.
„Bannfærð sjónarmið"
eftir Hannibal Valdimarsson
NÝLEtíA er komin út hjá Bókaútgáfu
Arnar og Örlygs bókin BANNFÆRÐ
SJÓNARMIÐ eftir Hannibal Valdi-
marsson. Alþýðusamband íslands
hafði frumkvæði að útgáfu bókarinn-
ar í tilefni af áttræðisafmæli Hanni-
bals hinn 13. janúar sl.
Ásmundur Stefánsson forseti
ASt ritar formála bókarinnar og
segir þar m.a.: „Fáir menn eiga jafn
langa sögu í fremstu víglínu í bar-
áttunni fyrir bættum heimi, í for-
ustu íslenskra verkalýðssamtaka og
á vettvangi stjórnmálanna. Saga
Hannibals er samofin sögu ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar og
stjórnmálasamtaka vinstri manna."
Bókin Bannfærð sjónarmið fjall-
ar um viðskilnað tslendinga við
Dani á sínum tíma og deilur manna
um hvernig það skyldi bera að.
Skiptust menn í tvo hópa, lögskiln-
aðarmenn og hraðskilnaðarmenn.
Prófessor Ólafur Björnsson ritar
inngangsorð bókarinnar og gerir
þar grein fyrir baráttu lögskilnað-
armanna og afstöðu hraðskilnað-
armanna. Segir hann þar m.a.:
„Þegar deilurnar um sambandsmál-
ið hófust fyrir alvöru sumarið 1942
var við völd minnihlutastjórn
Sjálfstæðisflokksins undir forsæti
Ólafs Thors. Hefir það án efa haft
sín áhrif á afstöðu Olafs og annarra
forystumanna Sjálfstæðisflokksins
til skilnaðarmálsins að þeir hafi
talið, að það myndi varpa ljóma yfir
flokkinn ef það gæti komið í hlut
ríkisstjórnar hans að standa fyrir
stofnun lýðveldis sumarið 1942.“
Hannibal Valdimarsson
Hannibal Valdimarsson byrjar
frásögn sína á þessum orðum:
„Sjaldan eða aldrei hygg ég, að orð-
ið hafi þrengra um skoðanafrelsi á
íslandi, en meðan skilnaðarmálið
við Dani var á dagskrá." Hannibal
finnur þessum orðum sinum stað
víðsvegar í bókinni og er ekki að efa
að efni hennar mun koma mörgum
á óvart.
Alþýðusamband íslands efndi til
áskriftarsöfnunar að bókinni og er
fremst í henni á heillaóskaskrá
nöfn þeirra sem gerðust áskrifend-
ur. Bókin fæst einnig í lausasölu í
verslun forlagsins að Síðumúla 11.
Bannfærð sjónarmið er unnin í
prentsmiðjunni Hólum.
(Frétutilkynning.)
Franskur og belgískur
sparifatnaður barna
Vandaöur fatnaður
Glæsilegt úrval
Vörtimarkaðiirinnhf.
sími 86113.