Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 3 Frá aðalfundi Arnarflugs í gærdag. Ijósmynd Mbl Ol.K.M Heildartekjur Amarflugs jukust um 82% á árinu 1982: Eiginfjárstaðan jákvæð um 8,3 milljónir króna Rekstrartap félagsins um 12,8 milljónir króna Skattskráin 1982 í Norðurlandsumdæmi vestra: 58,4% hækkun skatta milli ára HEILDARÁLAGNING beinna skatta á einstaklinga í Norðurlandskjördæmi vestra árið 1981, nam 112.603.954 milljónum, sem er 58,4% hækkun milli ára, en skattskrá fyrir framtalsárið 1982 liggur nú frammi. Á skrá eru 7.054, en þar af greiddu tekjuskatt 3.555, samtals 49.746.850 milljónir, hækkun milli ára 57,5%. Eignaskatt greiddu 1.211 aðilar 2.657.275, sem er 76,8% hækkun og útsvar greiddu 6583 aðilar, samtals 50.870.513 milljónir, hæækun HEILDARTEKJUR Arnarflugs á síðasta ári námu rúmlega 287 millj- ónum króna og höfðu aukizt um rúmlega 82% frá árinu á undan. Sem fyrr voru erlend verkefni burðarás- inn í rekstri félagsins og námu tekj- ur af þeim um 86,5% af heildartekj- um. Dessar upplýsingar komu fram í ræðu Agnars Friðrikssonar, fram- kvæmdastjóra Arnarflugs, á aðal- fundi félagsins í gærdag. Heildargjöld félagsins námu tæplega 300 milljónum króna og höfðu hækkað um 96% frá árinu 1981. Þannig varð tap á rekstri ársins 1982 um 12,8 milljónir króna. Þá hefur verið tekið tillit til afskrifta, sem námu um 13,8 milljónum króna, og fjármagns- gjalda, sem höfðu aukizt verulega vegna mikillar eignaaukningar fé- lagsins á árinu, sem að hluta var fjármögnuð með lánsfé. Niðurstöðutölur efnahagsreikn- ings hækkuðu um rúmlega 98% í um 118,1 milljón króna. Munaði þar mestu um kaupin á hluta af eignum íscargó, alls 29 milljónir króna, og kaupin á Boeing 707—320C-vörufiutningaþotu, en bókfært verð hennar nam í árslok 15,7 milljónum króna. Þrátt fyrir taprekstur ársins 1982 var eigin- fjárstaða félagsins í árslok jákvæð um rúmlega 8,3 milljónir króna. Yfir háannatímann á síðasta ári var Arnarflug með tíu vélar í rekstri, tvær Boeing 707-fraktþot- Cjaldeyrisdeildir lokaöar: 20% trygg- ingarfé tekið af þeim gjald- eyri sem af- greiddur er „VEGNA opinbcrra umræðna um breytingar á gengi íslenzku krónunn- ar í tengslum við yfirstandandi við- ræður um stjórnarmyndun, er talið nauðsynlegt að fella niður gengis- skráningu frá og með deginum í dag og þangað til annað verður ákveðið." segir m.a. í frétt frá Seðlabanka Is- lands í gærdag. „Til að draga úr óþægindum vegna þessarar ráðstöfunar, munu gjaldeyrisviðskiptabankarnir ann- ast yfirfærslur fyrir þá, sem nauð- synlega þurfa á erlendum gjaldeyri að halda, en munu þá taka 20% tryggingarfé. Slíkar yfirfærslur verða síðar gerðar upp á nýju gengi, þegar skráning hefur verið tekin upp að nýju. Ennfremur munu bankarnir kaupa erlenda seðla og ferðatékka af ferðamönnum miðað við síðast skráða gengi," segir ennfremur í frétt Seðlabanka Is- lands. ur, eins Boeing 720-farþegaþotu, eina Boeing 737-farþegaþotu, eina Lockheed Electra-vöruflutninga- vél og til innanlandsflugsins voru notaðar tvær Twin Otter-vélar, ein Piper Cheyenne-vél, ein Piper Chieftain-vél, sem síðan var skipt fyrir nýja Cessna 402-flugvél, og loks ein Cessna Counquest-skrúfu- þota. 56,4%. 368 lögaðilar eða fyrirtæki eru á skrá í Norðurlandskjördæmi vestra. Heildarálagning á þá nam 27.752.718 milljónum og er það hækkun um 62,8% frá síðasta ári. Þar af greiddu 83 tekjuskatt 4.319.304 milljónir, hækkun milli ára 82,8%. 172 greiddu eignaskatt 2.990.693 milljónir, sem er 67,9% hækkun. Skattar voru lagðir á 360 börn alls 431.873 þúsund, sem er 45% hækkun frá fyrra ári. Tekjuskattur af þeirri upphæð nam 311.990 þús- undum, sem er 43,6% hækkun. Út- svar greiddu 244, samtals krónur 118.180, sem er hækkun um 48,1%. Hæsti skattgreiðandi einstakl- inga í Norðurlandskjördæmi vestra er Bjarni Þorsteinsson, fiskverk- andi, Siglufirði, með 329.065 þús- und. 2. Sigurður Jónsson, apótekari Sauðárkróki, 270.557 þúsund 3. Erlendur Hansen, iðnrekandi, Sauðárkróki, 262.814 þúsund. 4. Guðjón Sigtryggsson, skipstjóri, Skagaströnd 229.800 þúsund. 5. Sigursteinn Guðmundsson, læknir, Blönduósi, 223.109 þúsund. Lögaðilar. 1. Kaupfélag Skagfirðinga 2.681.099 milljónir. 2. Þormóður rammi, Siglufirði 1.717.084 milljón. 3. Húseiningar hf. Siglufirði 1.649.363 milljón. 4. Síldarverksmiðjur ríkisins, Siglufirði 1.544.155 milljón. 5. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga, 1.024.583 millljón. 6. Kaupfélag Austur-Húnvetninga 846.728 þúsund. Siglingaáætlun frá frá frá Lissabon Leixoes Bilbao M.s. MÚLAFOSS 14/5 16/5 18/5 M.s. MÚLAFOSS 9/6 10/6 06/6 M.s. SKEIÐSFOSS 4/7 5/7 7/7 M.s. SKEIÐSFOSS 18/8 19/8 22/8 Nánari upplýsingar í meginlandsdeildinni. Ný lönd og nýjar hafnir í beint samband við ísland Nú hafa tvö ný lönd til viðbótar bæst í hóp reglubundinna viðkomustaða Eimskips. Siglt verður mánaðarlega til Lissabon og Leixoes í Portúgal og til Bilbao á Spáni. Sérstök þjón- ustuhöfn verður einnig starfrækt í Barcelona og um leiðeröruggog reglubundin flutnings- þjónusta milli Islands, Spánar og Portúgal orðin að veruleika. Þannig opnum við ís- lenskum inn- og útflytjendum stóraukin tæki- færi til nýrraog hagkvæmra viðskiptasambanda. Umboðsmaður í þjónustuhöfn Barcelona Comercial Combalia - Sagrera S.A. Via Layetana 15 Barcelona - 3 Simi: 319 0712 Telex: 54704 E Umboðsmenn í áætlunarhöfnum Lissabon Leixoes Bilbao Keller Maritima Lda., Praca D. Luis, 9 - 3, P-B. 2665, Lisbon. Sími: 669 156/9 Telex: 12817 P Burmester & Co. Lda., Rua da Reboleira, 49, Porto. Leixoes. Sími: 21789 Telex: 22735 P Centramares S.L., J. Ajuriaguerra, 9-6, Bilbao Simi: 445 8600 Telex: 32015 E Flutningur er okkar f ag EIMSKIP Sími 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.