Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 7 ✓ | Lærið vélritun | Ný námskeiö hefjast miövikudaginn 2. júní n.k. Vélritunarskólinn, Suöurlandsbraut 20, sími 85580. v__________________________________/ V__________________________________ Karlmannaföt frá kr. 1.795,00 kr. 474,00 kr. 315,00 og <5,00 kr. r" & Terylenebuxur, nýkomnar Gallabuxur Flauelsbuxur Gallabuxur, kvensnið Stretch- og gallabuxur Regngallar o.m.fl. ódýrt. Andrés, herradeild, Skólavöröustíg 22, sími 18250. kr. kr.þ kr Útgerðarmenn — skipstjórar TOGVÍR fyrirliggjandi. Ýmsir sverleikar allt frá 11 mm. Hagstætt verö. Jónsson & Júlíusson, Ægisgata 10, sími 25430. Pelsar og leðurfatnaður Greiðsluskilmálar Minkapelsar í úrvali Verið velkomin. PELSINN Kirkjuhvoli -sími 20160 Valdastefna Alþýðubanda- lagsins ' ','a ihaldsins Þeb W»PU ‘“‘ verki há 6ttieun6"S. Uppgjöfin skýrð I nafnlausri skýringargrein í Þjóðviljanum í gær segir Svavar Gestsson frá því, hvers vegna hann gafst upp á hinni von- lausu stjórnarmyndunartilraun sinni á laugardag. Skellir hann „skuldinni" auðvitað á viöræðuaöila og Sjálfstæðis- flokkinn. Staðreyndin er hins vegar sú, að frá upphafi lá Ijóst fyrir að Svavar Gestsson gat aldrei myndaö ríkisstjórn. Skýr- inguna er aö finna í stefnu Alþýöubandalagsins eins og rakiö er í Staksteinum í dag. Sé sUTnuskrá Alþýöu- bandalagsins lesin kemur í ljós, að flokkurinn stefnir að sósíalísku þjóðskipulagi hér á landi að pólskri eða sovéskri fyrirmynd. Leið Alþýðubandalagsins að þessu markmiði er vald- beiting ef allt annað þrýtur eða eins og segir í stefnu- skrá þess: „Helstu valdamiðstöðv- arnar í nútíma auðvalds- þjóðfélagi mynda eina samfellda heild og því verður aldrei til langframa stjórnað samtímis eftir tveim andstæðum megin- reglum. Á fyrsta stigi getur því hin sósíalíska hreyfing smátt og smátt komið sér upp stofnunum og aflað sér valdaaöstöðu. sem gerir henni kleift að takmarka og skilorðsbinda á ýmsan hátt verkanir þeirra lög- mála er ríkja { auðvalds- skipulaginu. En þegar hún kemst svo langt að geta í verulegum mæli sett eigin sjónarmið og viðmiðunar- gildi í stað hinna borgara- legu verður hún líka að vera þess albúin að stíga skrefið til fulls og ná úr höndum borgarastéttarinn- ar helstu valdamiðstöðvum þjóðfélagsins. Með hverj- um hætti þessu markmiði verður náð er auðvitað ekki undir hreyfingunni einni komið, en hún getur unnið að því að það gerist friðsamlega. Til þess eru að sjálfsögðu því meiri lík- ur sem lýðræðishefð á sér dýpri rætur og aðstaða yfir- stéttar til beinnar valdbeit- ingar er erfiðari.“ Lesiö í textann Stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins er rituð á sér- kennilegu tungumáli, enda er hún ekki fyrir alþýðuna til aflestrar heldur hina nýju stétt og „gáfumenn** hennar, hugmyndasmiðina miklu, hina sönnu arftaka Marx og Engels. En hver er boðskapurinn í þeim kafla stefnuskrár Alþýðu- bandalagsins, sem vitnað er til hér fyrir ofan? 1) Kapítalismi og komm- únismi, „hinar tvær and- stæðu meginreglur“, geta ekki þróast samtímis til langframa. Önnur megin- reglan verður að víkja fyrir hinni. Alþýðubandalagið vill að kapítalismi víki og kommúnismi taki við. 2) Til þess að ná mark- miðinu í lið 1) þarf að leggja „valdamiðstöðvam- ar“ í íslenska „auðvalds- þjóðfélaginu" undir sig. 3) Leiðina á að fara í áfongum. Fyrst eiga al- þýðubandalagsmenn aö koma sér fyrir í stofnunum sem geta ráðið miklu um gang mála í þjóðfélaginu, „afla sér valdaaðstöðu" til að skáka öðrum aðilum „í auðvaldsskipulaginu". í þessum tilgangi vilja kommúnistar geta notaö verkalýðshreyfinguna, þeg- ar þeir eru utan ríkisstjórn- ar og kalla menn til upp- þota á „alþingi götunnar" jregar þá skortir meiri- hlutafylgi á þingi. 4) I þeim ríkisstjórnum sem setið hafa síðan í sept- ember 1978 hafa kommún- istar látið eins og þeirra „eigin sjónarmið og við- miðunargildi" hafi ráðiö miklu og að ýmsu leyti komið í stað „hinna borg- aralegu". 5) Enginn vafi er á því, að kommúnistar líta svo á að handhöfn stjórnar- myndunarumboðs sé besti lykillinn að því „að stíga skrefið til fulls og ná úr höndum borgarastéttarinn- ar helstu valdamiðstöðvum þjóðfélagsins". Fögnuður- inn yfír umboðsmennsku Svavars Gestssonar í síð- ustu viku staðfestir mikil- vægi þess trúnaðarstimpils í augum kommúnista. 6) Það er ekki undir Al- þýðubandalaginu sjálfu komið hvort það ákveður að vinna að útrýmingu nú- verandi stjómarhátta á fs- landi „friðsamlega" eða með ofbeldi, því að í stefnuskrá flokksins er einungis sagt, að hann „geti unnið að því“ að valdatakan fari fram í friði. Valdbeiting er alls ekki úti- lokuð. Stefnt að upplausn? Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- fíokksins, komst þannig að orði í ríkisfjölmiölum á miðvikudagskvöld, að efnahagsvandinn nú væri meiri en núlifandi íslend- ingar heföu kynnst Ný stjórn hlýtur að skýra allri þjóðinni nákvæmlega frá einstökum þáttum í því erf- iða dæmi sem hún ætlar aö reyna að láta ganga upp. En almenningur veltir því fyrir sér, hvort það sé einleikið að jafn illa horfí í þjóðarbúskapnum og raun ber vitni. Hvers vegna sátu fráfarandi ráðherrar jafn lengi aögeröarlausir og fíutu sofandi að feigðarósi? Allt fram á þetta ár börðu alþýðubandalagsmenn sér á brjóst þegar minnst var á stjórnarslit og sögðu, að það yrðu sko aðrir en þeir sem hlypu frá vandanum! Hæst hrópuðu kommúnist- ar um þetta eftir að stjórn- in var hætt að geta tekist á við vandann vegna þess að hún hafði ekki lengur meirihlula á þingi. Kommúnistar skyldu þó ekki hafa metið ástandið þannig, að við núvcrandi aðstæður væri besti kostur- inn til að útrýma „auö- valdsskipulaginu“ á ís- landi sá, að upplausnin yrði sem mest? Þessari spurn- ingu er ekki unnt að svara nú en viðbrögð Alþýðu- bandalagsins á næstu dög- um og vikum munu gera I það. Um daginn. þegar við tæmdum stóru geymsluna og tókum til á geymsluloftinu, fundum við nokkurt magn af hinum gullfallegu, sígildu ljóðabókum, sem ísafold gaf út fyrir 40-50 árum í bókaflokknum ISLENSK ÚRVALSLJÓÐ Bækurnar voru óbundnar, en nú höfum við bundið þær í fallegt band og seljum þær í sérstökum öskjum, allar 12 bækurnar saman - eða eina og eina. Þessar litlu bækur eru SÍGILD GJÖF og hægt að gefa allt safnið sem stórgjöf eða nokkrar i einu - jafnvel eina og eina - í sérstöku tilefni eða bara til að syna hlýjan hug. Við önnumst áletranir. ef gefandinn vill gera gjöfina enn persónulegri. ÍSAFOLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.