Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Botha: óvinsaelar umbaetur • • Treurnicht: sigurregarí kunda skipuð 50 hvftum mönnum, 25 kynblendingum og 13 Indverj- um á að kjósa forsetann, sem fær stóraukin völd. Auk þess að vera forseti verður hann forsætisráð- herra og yfirmaður landvarna. Frumvarpið hefur sætt harðri gagnrýni vegna þess hve völd for- setans verða mikil og þar sem meirihluti blökkumanna verður útitokaður frá völdunum. Og þótt í frumvarpinu sé ekki gengið langt í umbótaátt í kynþáttamál- um hefur það valdið stjórn Botha verulegu áfalli í aukakosningum í þremur kjördæmum og í kosn- ingu til fylkisþings í einu kjör- dæmi. Þessar aukakosningar voru til komnar vegna þess að Fanie Botha atvinnuráðherra lýsti því yfir á þingi að ef dr Andries Tre- Onnur Palestína? ASTANDIÐ í Suður-Afríku hefur færzt á nýtt og hættulegt stig eftir bílsprengjuárásina í Pretoríu á föstudaginn og loftárás Suður-Afríku- manna á Mósambík á mánudaginn. Blað blökkumanna í Soweto hefur látið í ljósi ugg um að Suður-Afríka verði „annað ír- land, önnur Palestína". Blöð hvita minnihlutans gefa í skyn að árás- ir verði einnig gerðar á stöðvar blökkumanna í öðrum grannríkj- um, t.d. í Botswana, þar sem þeir hafa eflt lið sitt að undanförnu, og Zambíumenn óttast árás á land sitt. Átján biðu bana og 217 slösuð- ust þegar bílsprengjan sprakk fyrir framan byggingu þar sem suður-afríski flugherinn hefur skrifstofur f Pretoríu. Bílsprengj- um hafði aldrei áður verið beitt í Suður-Afríku og þetta var ein mesta árás blökkumanna til þessa. í hefndarskyni réðust suður- afrískar þotur á eldflaugamann- virki og fimm bækistöðvar Afr- íska þjóðarráðsins (ANC) í einu úthverfi Maputo, höfuðborgar Mósambík, í dögun á mánudag- inn. Mósambíska fréttastofan segir að fjórir hafi fallið og 24 særzt í árásinni. Þetta var í fyrsta skipti sem Suður-Afríku- menn beittu herþotum gegn stöðvum ANC i grannríki, en ekki hermönnum. Fréttaritari Reuters fór til út- hverfisins Matola, sem loftárásin var gerð á, og sagði að ekkert benti til þess að suður-afrísku þoturnar hefðu hæft stöðvar ANC. Hann kvaðst heldur ekki hafa séð eldflaugastöð á þessu svæði. Suður-Afríkumenn segja aftur á móti að þotur þeirra hafi hæft sex skotmörk með flugskeytum og vélbyssuskothríð. Þeir segja að sprengjum hafi ekki verið beitt til að draga úr manntjóni. Flug- turninum í Maputo var tilkynnt um árásina rétt áður en hún var gerð og tekið var fram að Suður- Afríkustjórn ætti ekkert sökótt við stjórn Mósambík. Samskipti Suður-Afríku og Mósambík hafa versnað að und- anförnu vegna þess að suður- afrískur glæpamaður, sem flúði til Mósambík, hélt því fram að stjórnin í Pretoríu hefði sent hann þangað til að myrða Machel forseta. Pik Botha utanríkisráðherra hitti að máli sendinefnd Mósam- bíkstjórnar í landamærabænum Komatipoort og sýndi henni skýrslur lögreglunnar um glæpa- manninn Pieter Schoeman. Tveir suður-afrískir lögreglumenn fengu að fara til Maputo til að bera kennsl á Schoeman. Botha sagði nefndinni að samskipti landanna gætu ekki batnað fyrr en stjórn Machels leiðrétti stað- hæfingar Schoemans opinber- lega. Suður-afrískir hermenn gerðu árás á hús ANC í Matola í janúar 1981. I desember í fyrra réðust suður-afrískir hermenn á hús ANC í Maseru í Lesotho og 42 biðu bana. Blökkumenn halda því fram að þessar árásir hafi átt þátt í að magna átökin. Sumir þeirra segja að árásin í Pretoríu hafi ekki þurft að koma á óvart eftir árásirnar á Matola og Mas- eru. Afríska þjóðarráðið hélt uppi frekar takmarkaðri skæruliða- starfsemi um 22 ára skeið og bar- átta ráðsins gegn stjórn hvíta minnihlutans olli sjaldan mann- tjóni. Suður-Afríkumenn svöruðu aðallega með lögregluliði og beittu ekki hernum, ef undan eru skildar árásirnar á Matola og Maseru. Síðan færðist meiri harka i leikinn og nú virðist stigmögnun- in komin á svo alvarlegt stig að erfitt verður að stöðva átökin. Afstaða beggja aðila hefur greinilega harðnað. Talið er víst að ANC hafi vitað hvernig Suður-Afríkustjórn mundi bregðast við árásinni í Pretoríu og hreyfingin hafi einn- ig vitað að árásin gæti dregið úr vinsældum hennar erlendis. Samt var árásin gerð og það gæti bent til þess að völd ungra, róttækra leiðtoga ANC hafi aukizt, en dregið hafi úr völdum gamalla leiðtoga, sem hvetji til stillingar. Stigmögnun átakanna fylgir í kjölfar þess að ríkisstjórn P.W. Botha forsætisráðherra hefur lagt fram nýtt stjórnlagafrum- varp, en samkvæmt því fá tvær milljónir kynbiendinga og 750.000 Indverjar takmörkuð völd. Áhrif blökkumanna verða hins vegar ekki aukin, þar sem því er haldið fram að þeim séu tryggð full mannréttindi og pólitísk réttindi í svokölluðum „heimalöndum" þeirra. Þinginu verður skipt í þrjár deildir og hvítir menn fá 178 þingmenn, kynblendingar 85 og Indverjar 45. Kjörmannasam- urnicht, leiðtogi nýstofnaðs íhaldsflokks, sem berst gegn stjórnarskrárbreytingunum, segði af sér þingmennsku í kjör- dæminu Waterberg í Norður- Transvaal og gæfi aftur kost á sér mundi hann fara að dæmi hans í öðru sveitakjördæmi í Transvaal, Soutpansberg. Tre- uernicht flýtti sér að taka áskor- uninni, sem Fanie Botha kvaðst setja fram til að sýna hve mikið fylgi Ihaldsflokkurinn hefði. Boðskapur Treuernichts í kosn- ingabaráttunni var einfaldur: stuðningur við þjóðernissinna leiðir óhjákvæmilega til þess að sama ástand skapast í Suður- Afríku og í Zimbabwe og að hvft- ir menn munu flýja land. Mikil hægrisveifla varð í þess- um kosningum og hægriöfga- menn treystu stöðu sína, gagn- stætt því sem Fanie Botha hafði búizt við. Þær hugmyndir, sem einhverjir kunna að hafa haft um samstöðu hvítra manna, urðu að engu. I fyrsta sinn síðan Þjóðernis- flokkur Botha kom til valda fyrir 35 árum missti hann meirihluta sinn í Waterberg. íhaldsflokkur- inn hafði ekki boðið fram áður f kjördæminu og sigurvegarinn í kosningunni þar, sem mikla at- hygli vakti, var leiðtogi hins nýja flokks, dr Treurnicht. I Sout- pansberg sigraði Fanie Botha frambjóðanda íhaldsflokksins með aðeins 621 atkvæðis mun. Þjóðernisflokkurinn sigraði f kjördæminu Waterkloof f Pre- toríu og í kosningu til fylkisþings Transvaals í gullbænum Carlton- ville, en flokkurinn tapaði miklu fylgí. Hugsanlegt er talið að Treurn- icht reyni að koma til leiðar sam- einingu flokks síns og flokks hægriöfgamanna, Herstigte- þjóðernisflokksins, og knýja síð- an fram kosningar. Hann gæti reynzt Botha skeinuhættur f kosningum. Telja má víst að úrslitin neyði Botha til að sýna meiri gætni í stjórnarskrármálinu. Þótt breyt- ingarnar séu ekki róttækar virð- ast hvítir kjósendur ekki geta sætt sig við þær og þær gætu jafnvel orðið stjórn hans að falli. Jafnframt verður Botha að sýna skæruliðum blökkumanna í tvo heimana. Þær raddir virðast há- værar meðal hvítra manna að svara verði aukinni hörku blökkumanna með enn meiri hörku. Starfað fyrir friðarhreyfinguna á Novosti-skrif- stofunni í Bern Alexei Dumov, yfirmaður sov- ésku fréttastofunnar Novosti í Sviss, hefur nú bæst í hóp sov- éskra starfsmanna sem hefur verið vísað frá Vesturlöndum á undan- fórnum vikum. Hann var sakaður um íhlutun í svissnesk innanrík- ismál og skrifstofu Novosti í Bern var lokað. Svissneska utanríkis- ráðuneytið lagði jafnframt fram óvenju harðorð mótmæli í sovéska sendiráðinu vegna sívaxandi íhlut- unar Sovétmanna í svissnesk inn- anríkismál. Svissneska dómsmálaráðu- neytið lagði ekki fram mörg sönnunargögn gegn Dumov sjálfum. Dr. Peter Huber, yfir- maður rfkislögreglunar, sagði að mörg smáatvik á ferli hans hefðu safnast saman og nú væri mælirinn fullur. Novosti- skrifstofunni var hins vegar lok- að vegna þess að þar var stunduð áróðursstarfsemi og unnið með svissnesku friðarhreyfingunni og uppreisnarsömum unglingum, stunduð lygaupplýsingamiðlun og mótmælagöngur og aðrar mótmælaaðgerðir undirbúnar. Tveir svissneskir blaðamenn, Philip Spillman og Martin Schwander, störfuðu hjá Dumov á Novosti skrifstofunni. Þeir eru félagar í svissneska kommún- istaflokknum, Partei der Arbeit, og virkir þátttakendur í ymsum vinstrisinnuðum hreyfingum. Þó nokkuð af þeirra virku þátttöku átti sér stað í vinnutímanum á skrifstofu Novosti. Dómsmála- ráðuneytið segir að þeir hafi t.d. stjórnað og undirbúið mjög fjöl- menna friðargöngu sem var far- in í Bern 5. desember 1981. Þeir eru einnig sagðir hafa staðið að undirskriftasöfnun fyrir frið- arhreyfinguna og skrifað dreifi- bréf fyrir hana. Slagorðin „Stopp dem Cowboy", þar sem átt er við Reagan Bandaríkja- forseta, og „Nein zur Neutron- enbombe" hafa verið rakin til þeirra. Unglingar í Bern hafa lengi óskað eftir að fá inni með æsku- lýðsstarfsemi í gömlum reið- skóla lögreglunnar í miðbæ borgarinnar. Það var reynt um tíma en þótti gefast illa svo að krakkarnir voru reknir þaðan aftur. Þá kom til verulegra átaka milli lögreglunnar og unglinganna. Dómsmálaráðun- eytið segir að starfsmenn Nov- osti hafi unnið með unglingun- um, samið fyrir þá dreifimiða og dreift þeim. Annar starfsmann- anna er sagður vinna með ung- um mönnum sem neita að gegna svissneskri herskyldu og veita upplýsingar um það. Og ungur leiðtogi eins hóps herskárra kommúnista hefur sagt að hann hafi eitt sinn leitað stuðnings við hópinn hjá kúbanska sendiráð- Afmæliskveðja: Borghild Hernes Einarsson 28. mars sl. átti Borghild Hern- es Einarsson, Jórufelli 10, Reykja- vík, 80 ára afmæli. Undirritaðri ber svo sannarlega að minnast hennar á þessum merku tímamót- um í lífi hennar, því svo mikið á ég henni að þakka frá æskuárunum og fram á þennan dag. Ég er ekki viss um að hún kunni mér þakkir fyrir að skrifa þessar línur, því hún hefur ekki verið gefin fyrir að láta bera mikið á sér um dagana. Amma mín og fóstra er fædd í Eggesbönes á Herö í Noregi. For- eldrar hennar voru hjónin Nikol- ine Ingeborg og Jakob Hernes, iðnrekandi frá Bergen, en hann rak brauðgerðarhús og verslun í Eggesbönes. Amma mín ólst upp á kristnu og góðu menningarheim- ili, þar sem bækur, tónlist og söngur voru í hávegum höfð. Amma hafði góða söngrödd og söng í kórum á barns- og unglings- árum í Noregi. Systkini ömmu voru tvö, Jó- hannes og Magda, en eru nú bæði látin. Jóhannes lést á besta aldri og Magda lést einnig fyrir aldur fram. Með ömmu minni og systkinum var ætíð mjög kært og gott sam- band þeirra á milli, enda alin upp við góða siði og mikinn kærleik. A yngri árum mínum sagði amma mér margar skemmtilegar sögur, og frá leikjum þeirra systkina og vina, einnig frá skauta- og skíða- ferðum, sem þau stunduðu mikið á vetrum. Á sumrin var töluvert um ferðalög, því ættgarðurinn var stór og mikið samband á milli. Oft var farið í heimsóknir til ættingja, sem víða bjuggu, en skemmtileg- ast þótti þeim að heimsækja þá sem ráku búgarða, þar voru líka frændur og frænkur á líkum aldri og þau systkinin undu sér þar við leiki og störf. Amma þekkti vel til íslands löngu áður en hún kom þangað. Frændur hennar, Kund og Olav Evenger (en þeir og faðir hennar voru systkinasynir) höfðu rekið stórútgerð á íslandi og meðal ann- ars byggt síldarverksmiðju á Siglufirði (austan fjarðarins, sem fór í snjóflóðinu árið 1919) svo eðlilegt er að oft hafi verið hugsað og talað um ísland á heimili henn- ar á þeim tíma. Amma mín og afi kynntust í Noregi, hann hafði þá lokið meist- araprófi í matreiðslu, frá mat- reiðsluskóla i Kaupmannahöfn, með ágætum, en gerðist síðan far- maður, var meðal annars bryti í nokkur ár á millilandaskipum og sigldi í fyrra stríði og lenti þá í ýmsum ævintýrum, meðal annars tekinn til fanga af Rússum ásamt áhöfn skipsins, en var þó sleppt fljótlega. Maðurinn hennar ömmu var Kristmundur Eggert Einarsson, fæddur að Litlu Brekku á Höfða- strönd í Skagafjarðarsýslu. For- eldrar hans voru Sigurbjörg Jónsdóttir Hallgrímssonar bónda og konu hans Þorbjargar Þor- bergsdóttur frá Ytra Hóli í Austur-Húnavatnssýslu og Einar Ásgrímsson bóndi (kenndur við Arnarstaði) Hallssonar, bróðir séra Jóns prófasts Hallssonar í Glaumbæ í Skagafirði, en hann var þekktur kennimaður á sinni tíð. Afi ólst upp hjá hálfsystur sinni, Önnu Einarsdóttur, og manni hennar, Páli Árnasyni, ásamt einkabarni þeirra, Einars-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.