Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.05.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1983 Aðstandendur tímariLsins Storðar. Taldir frá vinstri: Guðjón Eggertsson, hönnuður ritsins, Haraldur J. Hamar, ritstjóri, Brynjólfur Bjarnason, sem situr í útgáfunefnd, Páll Magnússon, aðstoðarritstjóri og Eiríkur Hreinn Finnbogason, sem einnig situr í útgáfunefnd. „Vildum rit sem byði upp á vandað efni í fallegum búningi" Fyrsta tölublað tímaritsins Storðar komið út: — segir Haraldur J. Hamar rit- stjóri hins nýja tímarits „Okkur langaði til að koma á stofn verulega góðu riti, sem byði upp á vandað efni í fallegum búningi, riti sem höfðaði til fjöldans, en ekki bara til fárra útvaldra," sagði Haraldur J. Hamar, annar eigenda og útgefenda tímaritsins Storðar, en eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, hefur nýtt tímarit litið dagsins Ijós á íslandi. I>að er tímaritið Storð, sem ber undirtitilinn Heimur í öðru Ijósi, en ásamt Haraldi, sem um árabil hefur gefið út tímaritið lceland Review eins og kunnugt er, stendur Almenna bókafélagið að útgáfunni. Áætlað er að tímaritið Storð komi út ársfjórðungslega. Þetta fyrsta tölublað sem nú hefur lit- ið dagsins ljós, er 128 blaðsíður að stærð, allt litprentað. Meðal efnis í þessu fyrsta tölublaði er viðtal við dr. Kristján Eldjárn, sem tekið var á æskusióðum hans að Tjörn í Svarfaðardal, skömmu áður en hann lést. Þá er skýrt frá úrslitunum í leynilegu skákeinvígi sem tímaritið efndi til milli Boris Spassky, fyrrver- andi heimsmeistara í skák, og Fririks Ólafssonar í október síð- astliðnum, en leikar fóru þannig að Spassky bar sigur úr býtum, 3—1, tvær skákir urðu jafntefli, og Spassky sigraði í tveimur skákanna. Eru skákirnar birtar með skýringum skákmeistar- anna. Þá er í blaðinu grein eftir dr. Sigurð Þórarinsson heitinn um Skaftárelda, en þá rann mesta hraun, sem runnið hefur á íslandi síðan land byggðist, en 200 ár eru frá Skaftáreldum. Einnig er birt í tímaritinu, frá- sögn eftir Illuga Jökulsson blaðamann af togaratúr á Hala- mið og Halldór Blöndal alþingis- maður á viðtal við Ragnhildi Gísladóttur úr kvennahljóm- sveitinni Grýlunum. Birt eru þrjú áður óbirt ljóð eftir Jón úr Vör og einnig er í ritinu smásaga eftir Kristján Karlsson og margt fleira. „Ég er búinn að gæla við þessa hugmynd lengi, að gefá út fyrir íslenska lesendur tímarit sem bæri svolítið annan svip, en þau tímarit sem við eigum hér fyrir, bæði hvað efnisval og útlit snerti," sagði Haraldur J. Ham- ar ennfremur. „Ég hef gefið út Iceland Review í tvo áratugi núna og átt ýmiskonar samvinnu við Almenna bókafélagið og til þeirrar samvinnu má eiginlega rekja samstarfið um þessa út- gáfu. Þá hefur Almenna bókafé- lagið yfir að ráða einu öflugasta dreifingakerfinu hér á landi, þar sem er bókaklúbbur AB, en tímaritinu verður dreift til fé- laga í bókaklúbbnum og þeim gefin kostur á að gerast áskrif- endur með hagkvæmum kjörum, en bæði verður hægt að fá ritið í áskrift og lausasölu þar fyrir utan. Við gengum því til samvinnu um það að gefa út rit, sem hefði vandað efnisval á breiðum grundvelli og væri framsett á þann máta sem hæfði innihald- inu. Við höfum reynt að tileinka okkur alþjóðleg vinnubrögð í þessum efnum og viljum meina að þetta rit standist samanburð við tímarit hvar sem er í heimin- um. Þar njótum við reynslunnar, sem við höfum fengið af útgáfu Iceland Review undanfarin ár. Það er ótrúlega mikið til af tímaritum á fslandi miðað við stærð þjóðarinnar, en þetta er tilraun til að búa til rit sem stendur upp úr, hvað efni og útlit snertir. Tímarit sem höfðar til allrar fjölskyldunnar, án þess að vera heimilisrit í þeim venjulega skilningi. Ég hef trú á því að þetta geti gengið, því hér er boðið upp á það sem við viljum kalla há- gæðarit. Viðbrögðin hafa líka verið mjög jákvæð, en framtíðin verður að leiða það í ljós hvert framhaldið verður. Það er mjög spennandi fyrir blaðamann að fást við svona verkefni. Það er nú einu sinni blaðamönnum í blóð borið að fást í sífellu við eitthvað nýtt, og ef vel tekst til skilur það eitt- hvað eftir og er í raun framlag til samfélagsins," sagði Harald- ur einnig. Haraldur J. Hamar segir með- al annars í formálsorðum fremst í hinu nýja tímariti, þar sem því er fylgt úr hlaði: „STORÐ, það nýja rit sem þú hefur nú í hönd- um, vill veita lesendum sínum tækifæri til að staldra við á hraðfleygri stund og dvelja við svipmyndir úr nútíð og fortíð — og skyggnast inn í framtíðina. Storð ætlar að fjalla um land og þjóð, mannlíf og menningu, tvinna saman gamalt og nýtt — njóta í því skyni hæfra höfunda og nýta eins og kostur er mögu- leika myndtækninnar og list- ræns handbragðs. STORÐ vill tileinka sér nútímaviðhorf í efn- isvali og frágangi — og vill geta borið sig saman við það sem best gerist í hliðstæðri útgáfu með stærri þjóðum. Þetta nýja rit vill veita allri fjölskyldunni ánægju og fróðleik og örva vakandi hug, stuðla að heilbrigðu mati og varðveislu okkar þjóðlegu verð- mæta.“ í útgáfunefnd ritsins sitja þeir Brynjólfur Bjarnason, Eiríkur Hreinn Finnbogason og Harald- ur J. Hamar, sem jafnframt er ritstjóri blaðsins, eins og fyrr sagði. Aðstoðarritstjóri er Páll Magnússon og hönnuður ritsins er Guðjón Eggertsson. Egilsstaðir: Hljómplötu- útgáfa hafin Kgilsstöóum, 24. maí. SKÖMMU fyrir hvítasunnuhelgina kom út hér á Egilsstöðum hljómplat- an „Grimmt og blítt“. Þar leikur hljómsveitin „Slagbrandur“ ásamt Viðari Alfreðssyni og Þorleifi Gísla- syni fimm frumsamin lög eftir hinn kunna hljóðfæraleikara og lagasmið, Árna ísleifs. Lögin eru öll ný af nálinni að sögn Árna og höfða textar, sem eru eftir Héraðsmennina Einar Georg og Einar Rafn Haraldsson, til þjóðsögulegra atburða hér um slóðir. Hljómsveitin Slagbrandur var um skeið ein aðaldanshljómsveitin á Austurlandi — en hefur nú hætt störfum. Hljómsveitina skipuðu Bjarni Helgason, trommari og söngvari; Friðjón Jóhannsson, bassaleikari og söngvari; Sigurður Fr. Lúðvíksson, gítarleikari, og Árni ísleifsson, stjórnandi og pí- anóleikari. Þeir Slagbrandsmenn fengu svo til liðs við sig við upp- töku plötunnar tvo góðkunna hljóðfæraleikara, Viðar Alfreðs- son, trompetleikara, og Þorleif Gíslason, sem endur fyrir löngu lék með Lúdó-sextett, en hefur hin síðari ár haslað sér völl sem mjög liðtækur jassleikari á tenórsaxó- fón. Upptaka plötunnar fór fram í Grettisgati Þursaflokksins og annaðist Júlíus Agnarsson stjórn upptöku. Matti Ástþórs, auglýsingateikn- ari, hannaði og teiknaði plötu- umslag. „Grimmt og blítt“ með Slag- brandi er 45 snúninga stereo-plata og útgefandi er hið nýja hljóm- plötuútgáfufyrirtæki Árna ísleifs, Brandur á Egilsstöðum. Steinar hf. mun annast dreif- ingu plötunnar. — Olafur. Leiörétting Þau leiðu mistök urðu í Mbl. í gær, í grein um enduruppbyggingu á Patreksfirði, að myndabrengl varð. í grein sem bar fyrirsögnina „Treystum á raunhæfar aðgerðir til að fyrirbyggja snjóflóð", var sett mynd af Gunnari Gunnars- syni og Jóhönnu Leifsdóttur, en þar áttu að vera hjónin Guðbrand- ur Haraldsson og Vigdís Helga- dóttir. Og í stað myndar af Gunnari og Jóhönnu kom mynd af Guðbrandi og Vigdísi. Mbl. biðst innilega velvirðingar á þessum leiðu mis- tökum. Tónlistarskólinn í Vog- um lýkur 2. starfsári Um miójan mái síðastliðinn lauk 2. starfsári tónlistarskólans i Vogum. Skólann sóttu 45 nemendur og var kennt á píanó, málmblásturshljóðfæri, sópran- og alt-blokkflautur, gítar og einnig var kenndur einsöngur. Tónfundir voru haldnir einu sinni í mánuði opnir aðstandendum nemenda. Vortónleikar skólans fóru fram 7. maí og komu þar fram 34 nem- endur. Kennarar við skólann auk skóla- stjórans, Ragnheiðar Guðmunds- dóttur, voru þau Ríkharður Frið- riksson, Ágústa Þórólfsdótir og Hilmar Þórðarson. Ellefu nemend- ur luku stigaprófum. Kennsla hefst að nýju um miðjan september nk. og verður kennt á tréblásturshljóðfæri auk áður- nefndra hljóðfæra. Þjóðleikhúsið fær afnot af íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar: Hentar hugsanlega vel fyrir Litla sviðið — segir Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri „ÞAÐ ER KOMIN formleg staðfesting á því að Þjóðleikhúsið fái til afnota íþróttahús Jóns Þorsteinssonar næstu tíu árin,“ sagði Sveinn Einarsson Þjóð- leikhússtjóri í samtali við Morgunblaðið, en eins og sagt var frá í Morgunblaðinu fyrir nokkru þá festi rfkið kaup á íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og hefur Þjóðleikhúsið ásamt fleiri aðilum haft: „í ein 2—3 ár hefur verið bent á hús Jóns Þorsteinssonar sem heppi- legustu lausn á húsnæðisvanda Þjóðleikhússins og síðastliðið haust var skipuð nefnd til að fjalla um þennan vanda. I þessari nefnd áttu sæti fulltrúar þriggja ráðuneyta, forsætis-, menntamála og fjármála- ráðuneytis og fulltrúi frá Þjóðleik- húsinu og var niðurstaðan sú að þessi lausn væri sú heppilegasta. Húsið mun nýtast okkar á mjög margan hátt. Við munum flytja alla starfsemi listdansskólans þangað, ;astað á húsnæðinu. en hann hefur átt þar inni að hluta undanfarin ár og talsvert af starf- semi dansflokksins. Auk þess fáum við þarna nýtt æfingahúsnæði, en við höfum verið á hrakhólum með æfingahúsnæði. Við munum trúlega flytja skrifstofur Þjóðleikhússins yfir í íþróttahúsið, en þar hafa einn- ig verið vandræði vegna þrengsla. Hugsanlega munum við einnig flytja bókasafnið yfir og margt fleira. Þá kemur til greina að hafa sýningar í íþróttahúsinu. Þær hugmyndir hafa komið fram, að stærri salurinn, sem þarna er, henti vel fyrir Litla sviðið, en Þjóðleik- húskjallarinn hefur, eins og kunn- ugt er, um sinn verið notaður sem bráðabirgðaleiksvið. Að fá íþróttahús Jóns Þorsteins- sonar undir starfsemi Þjóðleikhúss- ins er okkur mikið fagnaðarefni og skiptir leikhúsið mjög miklu máli. Margur vandi, sem við höfum verið að berjast við undanfarin ár á að leysast með þessu móti. Það er svo- lítið gaman að því að Jón Þorsteins- son, sem byggði þetta hús af miklum stórhug á sínum tíma, hefur oftar en einu sinni látið að því liggja, að hann vildi gjarnan að það yrði Þjóð- leikhúsið, sem tæki við þessu húsi,“ sagði Sveinn Einarsson, Þjóðleik- hússtjóri að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.