Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins: „Ottast að svo harkaleg kjara- skerðing bitni illa á heimilunum“ „Megineinkennið á þessum bráðabirgðaráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar er, að það er ekki tekið á grundvallaratriðum í efna- hagsmálum þjóðarinnar, heldur eru þetta einungis ráð til bráða- birgða sem varða einungis kaup og kjör og afkomu sjávarútvegsins. Ég óttast að svona harkaleg kjara- skerðing muni bitna mjög illa á afkomu heimilanna og þetta lang- varandi afnám samningsréttar er óskynsamlegt og á sér líklegast ekkert fordæmi,“ sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðu- flokksins, í samtali við Morgun- blaðið, er hann var inntur álits á efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar. „í þriðja lagi er of lítið gert til að verja kjör hinna lakast settu. Mér segir svo hugur um að þau ráð sem gripið er til í sjávarút- veginum muni hrökkva skammt og reynast erfið úrlausnar og að menn muni ekki komast út úr þeim erfiðleikum sem þar eru, fyrr en gripið er á þeim megin stærðum að hafa hemil á stærð skipastólsins og halda sókninni í skefjum, þannig að fiskistofn- arnir séu sterkir," sagði Kjartan. „Þjóðarinnar vegna vonast ég vitaskuld til þess að ríkisstjórn- in nái árangri og þó að við al- þýðuflokksmenn séum ekki sam- mála þeim leiðum sem nú hafa verið valdar, verða þessar að- gerðir vitaskuld að fá að reyna sig. Það kemur í ljós á sínum tíma hversu vel úr rætist hjá ríkisstjórninni, en þetta vekur ekki nægilega tiltrú eins og það liggur fyrir núna. Það er vita- skuld ljóst að þörf er á aðgerð- um, en svo harkalegar sem þess- ar aðgerðir eru, þá ber maður ugg í brjósti varðandi afkomu heimilanna í landinu og atvinnu- ástandið,“ sagði Kjartan Jóhannsson. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: „Ottast að konur beri skertari hlut frá borði en nokkru sinni fyrr“ „ÞAÐ ER Ijóst af bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar og af stjórn- arsáttmálanum, að um gífurlega kjaraskerðingu er að ræða. Eg neita því ekki að aðgerða var þörf, en mér sýnist kjaraskerðingin meiri en nemur falli þjóðartekna. Ég er ekki þeirrar skoðunar að bæta eigi fólki skert kjör með fé- lagslegum aðgerðum; það er full þörf á félagslegum úrbótum án kjaraskcrðingar. Ég tel að tryggja eigi kjör þeirra sem lægstu launin hafa með beinum efnahagsaðgerð- um — ekki hliðaraðgerðum," sagði Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, þingmaður kvennalistans, í samtali við Mbl. „Við lögðum til að verðbætur yrðu reiknaðar út á meðallaun og sú krónutala síðan greidd á meðallaun og öll laun þar fyrir neðan. Helmingur þeirrar krónutölu yrði síðan greiddur á næsta helming launa fyrir ofan meðallaun en verðbótum sleppt á hæstu laun. Þessi aðgerð hefði komið svip- að út og hefði verðbótakrónu- tala lægstu launa verið greidd á öll laun. Þetta hefur sömu áhrif fyrir heildina en dreifist allt öðruvísi. Þannig hefði mátt tryggja fullar verðbætur á með- allaun og lægri og reyndar út- vega þeim lægstlaunuðu kjara- bót. Þar með hefði mátt spara þessar 405 milljónir, sem eiga að koma til móts við þá lægst laun- uðu þar sem í þeim hópum hefði ekki verið um neina kjaraskerð- ingu að ræða. Það er ljóst að samkvæmt bráðabirgðalögunum myndast bil milli 1. júní og þar til félags- legu úrbæturnar koma til fram- kvæmda. Ég spurði Steingrím Hermannsson, forsætisráð- herra, að því í sjónvarpi hvort ráðstafanir væru uppi um að brúa þetta bil, en fékk ekki viðhlítandi svör — ég veit ekki hvernig heimilin eiga að brúa það bil. Ég er afskaplega kvíðin vegna kvenna — þær eru stærsti lág- launahópurinn. Ég óttast að konur muni bera skarðari hlut frá borði en nokkru sinni fyrr. Ég rek líka augun í það að ekki er orð um þær félagslegu úrbæt- ur sem konum eru lífsnauðsyn- legar; ekki orð um aukningu dagvistarrýmis, samfelldan skóladag barna, sem allir höfðu raunar á orði fyrir kosningar, fæðingarorlof eða fullorðins- fræðslu. Ekki orð — þetta eru hlutir sem eru mjög mikilvægir fyrir afkomu kvenna. Ég óttast að sparnaður í ríkiskerfinu bitni harðast á konum, börnum og gamla fólkinu. Mér er þungt fyrir hjarta, en ég vil óska ríkisstjórninni heilla í erfiðu starfi,“ sagði Sigríður Dúna. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: „Heiftarleg árás á réttindi verkalýðssamtaka í landinu“ „ÞAÐ alvarlegasta í þessum lög- um er þaö að gerð er tilraun til að svipta verkalýðshreyfinguna ekki aðeins kaupi, heldur réttindum sem eru talin til frumstæðra mannréttinda í öðrum löndum, það er samningsréttinum. Það er alvarlegasta ákvæði þessara bráðabirgðalaga og kemur fram f 2. gr. laganna um launamál, þar sem segir að frekari hækkun launa eða annarra grciðslna en kveðið er á um í lögunum, sé óheimil til 31. janúar árið 1984, hvort sem um hana er samið fyrir eða eftir gildistöku þessara laga. Hér er með öðrum orðum bannað að semja um kaupbreytingar í þennan tíma, í 7 rnánuði," sagði Svavar Gestsson, formaður Ai- þýðubandalagsins í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var spurður álits á bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. „Þessi ákvæði eru líka aftur- virk, þannig að hafi verið samið um kaupbreytingar fyrir daginn í gær, þá falla þær úr gildi líka, þannig að hér er auðvitað um að ræða heiftarlega árás á réttindi verkalýðssamtakanna í landinu og í þeim efnum hefur aldrei verið gengið lengra í sögu lýð- veldisins. Við þetta er síðan bætt ákvæðum þar sem bannað er í 2 ár að semja um verðlags- bætur á laun af hvaða tagi sem er. Viðreisnarstjórnin, sem þyk- ir nú hafa verið slæm stjórn gagnvart verkalýðshreyfing- unni, sem hún var, bannaði að vísu verðbætur á laun, en mun- urinn er hinsvegar sá að hún heimilaði samninga. Þessi stjórn gerir hvort tveggja, að banna verðbætur á laun og að banna samninga um tiltekið tímabil. Þetta er það versta í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar, en önnur atriði eru að mínu mati smærri," sagði Svavar. „Númer tvö er það síðan að þessi stjórn ræðst mjög grimmi- lega að kaupi og kjörum fólks, hún lækkar kaupmátt launa tvisvar til þrisvar sinnum meira en nemur falli þjóðartekna. Þannig er ekki bara verið að lækka kaup fólks til samræmis við fall þjóðartekna, heldur er verið að flytja fjármuni frá launafólki yfir til milliliða og fjármagnseigenda í þjóðfélag- inu. Önnur ákvæði eru þannig að um þau má margt segja. Ég tel að lögin séu hroðvirknisleg, illa undirbúin frá tæknilegu sjónarmiði og jafnvel óskýr. Það á við um alla lagabálkana og það hefur komið fram í viðræðum opinberlega að ráðherrarnir vita ekki einu sinni hvað lögin þýða í einstökum atriðum," sagði Svavar. „Síðan er það kapítuli út af fyrir sig að öll þessi ákvæði skuli vera sett með bráðabirgða- lögum, öll þessi ákvæði sem eru ekki bara ákvörðun um efna- hagsráðstafanir sem hefur áhrif á laun einu sinni, heldur er um það að ræða að verið er að svipta verkalýðshreyfinguna samningsrétti og að breyta þannig grundvallarlögum um mannréttindi í þjóðfélaginu. Það er auðvitað forkastanlegt að ríkisstjórnin skuli ekki kalla saman Alþingi til þess að fjalla um þessi mál,“ sagði Svavar Gestsson. Ekki náðist í Vilmund Gylfason, formann Bandalags jafnaðar- manna, í gærmorgun. Kór Menntaskólans í Kópavogi á æfingu { nýja tónleikahúsinu. Fremst stendur Steinþór Þráinsson einsöngvari, en auk hans syngja einsöng með kórnum Sigríður Gröndal, Guðný Árnadóttir og Halldór Torfason. Tónleikar kórs Menntaskólans í Kópavogi: Fimm verk eftir ungt tónskáld og létt messa eftir Haydn „ÉG BIND miklar vonir við þennan kór, held að þessir tónleikar séu mjög athyglisverðir, og hljómburður í íþróttahúsinu er alveg stórkostleg- ur,“ sagði Gunnsteinn Ólafsson, ungur stjórnandi kórs Menntaskól- ans í Kópavogi, sem heldur tónleika í nýju íþróttahúsi við Digranesskóla í Kópavogi í dag, sunnudag, klukkan 17. Kórinn heldur nú sína þriðju opinberu tónleika, en þeir eru haldnir í fjáröflunarskyni vegna tónleikaferðar til Óðinsvéa í Danmörku á næstunni. Kórinn er tíu ára um þessar mundir og sömuleiðis Menntaskólinn í Kópa- vogi. A tónleikunum verða flutt sex verk, þar af fimm eftir Gunnstein, en auk þess 40 mínútna létt og skemmtileg messa eftir Jósep Haydn, sem kórinn frumflutti hér á landi í Kópavogskirkju við góðar undirtektir í febrúar. í kórnum eru 40 söngvarar, en auk þess koma fram fimm einsöngvarar og hljómsveit, en allir eru flytjend- urnir nemendur í tónlist og meðal- aldur þeirra 18—19 ár. Verkin eftir Gunnstein eru „Söknuður", verk fyrir kór við kvæði eftir Tómas Guðmundsson, „Vikivakar", verk fyrir kór og tvo einsöngvara við kvæði eftir Jó- hannes úr Kötlum, „Skóhljóð í h-moll“, verk fyrir einn einsöngv- ara, kór og hljómsveit við kvæði eftir Stein Steinarr, „Friðar- skeyti", verk við kvæði eftir Skúla Pálsson, skólafélaga Gunnsteins, „Ferðalok", verk fyrir fjóra ein- söngvara, kór og hljómsveit við kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. Verkið verður frumflutt á tónleik- unum. Gunnsteinn Ólafsson stjórnandi kórs Menntaskólans í Kópavogi í essinu sínu. Útsölur ÁTVR ekki lokaðar Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri fjármálaráðuneyt- isins, hafði samband við Morg- unblaðið í gær. Hann óskaði eftir að því yrði komið á fram- færi, að útsölur Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins yrðu ekki lokaðar á morgun, mánu- dag, eins og sagt var í frétt á baksíðu Mbl. í gær. Stofnun friðar- hreyfingar kvenna UM 130 KONUR voru mættar á fundi í Norræna húsinu á föstudag, þar sem stofnuð var formlega friöarhreyfing íslenzkra kvenna fyrir forgöngu friöarhóps kvenna sem fyrir ári kom saman og samanstóð af konum úr kvenfélögum, verkalýðsfélögum, prestafélagi og öllum stjórnmálaflokkum til að vinna að friði og afvopnun. Grunneiningar hinnar nýstofn- uðu hreyfingar eru svonefndir frið- arhópar kvenna, sem konur geta stofnað innan kvenfélaga, starfs- stétta og hvar sem er og hver hópur velur sér verkefni sem hann kýs og vinnur að þeim að eigin geðþótta og ber ábyrgð á eigin yfirlýsingum. En í Reykjavík starfar miðstöð, þar sem fyrst um sinn verða sömu kon- ur og voru í friðarhópnum nema e.t.v. svolítið færri og hafa það verkefni að vera hvetjandi og sam- tengjandi aðilar allra kvenna sem stuðla vilja að afvopnun og friði. Sér miðstöð um fréttabréf með upp- lýsingum um friðarstarf á breiðum vettvangi bæði innanlands og er- lendis, vígbúnað, afvopnun og ann- að og efnir e.t.v. til funda með fyrir- lesurunum til fróðleiks. Aðstaða verður væntanlega fyrir miðstöð á Hallveigarstöðum og hægt að setja sig í samband við hana með því að skrifa þangað. Friðun samkvæmt B-flokki BORGARRÁD samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að friða húsið Aðalstræti 10, en samkvæmt samþykktinni er um B-friðun að ræða. Þessi friðun tekur til innviða og útlits gamla hússins, en friðunin tekur ekki til viðbyggingarinnar. Friðun samkvæmt B-flokki leggur ekki hömlur á þá starfsemi sem í húsinu kann að verða, en allar breytingar á húsinu þurfa að fá samþykki byggingarnefndar borg- arinnar og húsafriðunarnefndar. Borgarráð samþykkti friðunina samhljóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.