Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 5 Sunnudagsstúdíóið kl. 20.00: Vetraruppgjör í lokaþætti Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.00 er Sunnudagsstúdíóið — Útvarp unga fólksins. Guðrún Birgisdóttir stjórnar. Kl. 19.40 á mánudagskvöld tal- ar Helgi Þorláksson, fyrrver- andi skólastjóri, í þættinum Um daginn og veginn. — Þetta verður síðasta Sunnudagsstúdíóið, sagði Guðrún, — og því kveðjuþátt- ur og uppgjör eftir veturinn. Ég fæ til mín krakka úr 8. og 9. bekk, sem unnið hafa til verðlauna á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavíkurborgar fyrir ýmisleg tómstundastörf í vetur, svo sem kvikmyndun, ljósmyndun, borðtennis og jafnvel leiklist. Við spjöllum um heima og geima, um þátttöku þeirra í tómstundastarfinu, um sumarvinnuna, um það sem við tekur hjá þeim sem nú eru að ljúka 9. bekk. Við veltum I því fyrir okkur hvað megi bet- | ur fara í málefnum unglinga, t.d. að því er varðar tóm- | stundastarf o.fl. Krakkarnir velja sér lög inn á milli og það gerir einnig Úlfur, fréttaþulur þáttarins. Loks slæ ég á þráð- inn til duglegasta bréfritara míns í vetur, Völu Drafnar I Hauksdóttur á ísafirði, en hún Guðrún Birgisdóttir stundar nám í menntaskólan- um þar. Mér fannst ekki hægt annað en að enda þáttinn á að hafa samband við hana og þakka henni fyrir. Ég hef lesið mikið úr bréfum hennar um lífið á ísafirði og þar í kring. Hljóðvarp á mánudag kl. 17.00: Að rækta Á dagskrá hljóðvarps kl. 17.00 er þátturinn Við, þar sem fjallað er um fjölskyldumál. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. — Þetta er síðasti þátturinn í vetur, sagði Helga, — og hann verður notaður sem nokkurs konar upprifjunarnámskeið. Ég fer yfir nokkur kjarngóð viðtöl, sem ég á í pússi mínu eftir vetur- inn, um málefni sem snerta mannlega þáttinn i okkur, ekki forhliðina. Ég reyni að koma þeim skilaboðum til fólks svona i lokin, að einbeita sér meira að því að rækta mannlegu hliðina heldur en hina efnislegu forhlið. mannlegu hliðina Helga Ágústsdóttir Sjónvarp á mánudag kl. 21.20: Paul Freeman og Zoe Wanamaker í hlutverkum Tomin-hjónanna, Júlíus- ar og Zdenu. Óvinir ríkisins Ný bresk sjónvarpsmynd Á dagskrá sjónvarps kl. 21.20 er ný bresk sjónvarpsmynd, Óvinir ríkisins (Enemies of the State), sem lýsir sannsögu- legum atburðum. Leikstjóri er Eva Kolouchova, en í aðalhlut- verkum eru Zoe Wanamaker og Paul Freeman. Þýðandi er Jón O. Edwald, en þulur er Elínborg Stefánsdóttir. Árið 1977 undirrituðu 243 menntamenn, rithöfundar og blaðamenn í Tékkóslóvakíu mannréttindayfirlýsingu í anda Helsinki-sáttmálans. Fyrir það urðu þeir að þola ofsóknir og handtökur. Myndin lýsir örlögum eins þessara manna, heimspekikenn- ara að nafni Júlíus Tomin, og fjölskyldu hans, einkum þó hvernig Zdena, kona hans, bauð stjórnvöldum byrginn. Hún reit þessa frásögn eftir að þau hjónin fengu hæli í Bretlandi. Viðminnumá Z,ng}ast e'nhver, ;L0apan,anir sínai hHa"nerkr.,imf darfela&afslátr Pá rennur út frestur til að tryggja sér adildar félagsafslátt og jafnan ferdakostnað Pantið tímanlega Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.