Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Höfundurinn fékk ekkert nema tvo frímiða á frumsýninguna Afmælishátíð Folketeatret teygir sig til íslands Frumuppfærslan á „Nöddebo præstegárd“, 1888. Elith Reumert er lengst til vinstri. Á síðastliönu hausti varð Folke- teatret í Kaupmannahöfn 125 ára og var auðvitað haldið upp á afmælið með pomp og prakt. Þessi afmelis- hátíð teygir sig alla leið hingað til íslands í næstu viku, því þá kemur leikhópur frá Folketeatret og sýnir f Þjóðleikhúsinu 3. og 4. júní kabar- ettsýningu sem gengið hefur fyrir fullu húsi í allan vetur. Sýninguna nefna þeir Lille du — hvad nu? Af þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp sitthvað úr merkilegri sögu þessa gamla og jafnframt síunga leikhúss sem ýmsir ísiendingar hafa starfað við. Folketeatret var vígt 18. sept- ember 1857. Það stendur við Nörregade 38 í Kaupmannahöfn i gömlu og merkilegu húsi sem þá þegar hafði orðið að endurbyggja tvisvar sinnum — fyrst eftir brun- ann mikla 1728 og síðan eftir sprengjur Englendinga 1807. Þar var áður brugghús, en 1846 keypti hlutafélagið Kjöbenhavns Hippo- drom húsið og rak þar reiðskóla, hestaleigu og hélt hestasýningar. Hlutafélagið leigði húsið einnig til margvíslegra nota og voru þar t.d. haldnir tónleikar og almennir stjórnmálafundir. En árið 1855 neyddist stjórn félagsins til að viðurkenna að áhugi Kaupmanna- hafnarbúa á hestum og reiðlist væri takmarkaður og félagið söðl- aði um. Var húsinu breytt í sirkus, en það gekk ekki nógu vel heldur og í maí 1857 keypti leik- húsáhugamaðurinn H.W. Lange eignina og breytti í leikhús. Lange varð þar með til þess að Kaup- mannahafnarbúar eignuðust sitt annað leikhús, en fram til þess tíma var Konunglega leikhúsið eina stofnunin af þvl taginu. Hið nýja leikhús var stórt og rúmaði um 1.500 áhorfendur og var það síst of mikið, slík var aðsóknin á þessum árum. En árið 1881 eftir hrikalegan leikhúsbruna í Vínar- borg þar sem margir fórust, var allt brunaeftirlit hert víða um Evrópu og neyddist þá Folketeatr- et til að fækka um tæp 300 sæti og hætta að selja aðgang í stæði. í upphafi þessa nýja leikhúss var lögð öll áhersla á alþýðlega gamanleiki með söngvum og var fyrsta verkefnið En lille Hex, heimatilbúin leikgerð á vinsælli sögu eftir George Sand. Raunar var það svo að flest verkefnin voru smíð manna sem störfuðu við leikhúsið, leikstjóra og leikara, og mest voru það leikgerðir af skáldsögum sem nutu almennrar hylli. Þó var einnig nokkuð um staðfærslur á erlendum leikverk- um eftir menn eins og Offenbach, Dumas, Labiche, Sardou og fleiri. Afkastamestur við leikgerðirnar var Adolph Recke. Þó Folketeatret næði strax miklum vinsældum meðal al- mennings, var það þó ekki jafn vel séð alls staðar. Konunglega leik- húsið var t.d. lítt hrifið af þessum nýja keppinaut og fyrstu áratug- ina voru iðulega heiftúðugar deil- ur og illindi milli þessara tveggja leikhúsa. Johan Ludvig Heiberg (1791—1860) leikskáld, útgefandi, heimspekingur, gagnrýnandi og leikhússtjóri Konunglega leik- hússins frá 1847—54 var sá sem helst gagnrýndi Folketeatret opinberlega og áttu Lange og leikhúsið í eilífum útistöðum við hann og Frú Heiberg, leikkonuna frægu. Deilurnar snerust satt að segja um flest milli himins og jarðar, en undirrótin var vísast hrein og bein öfund. Heiberg sak- aði Folketeatret æ og aftur um uppskafningshátt, skort á list- rænni getu og hugmyndaleysi, en skrif hans höfðu lítil áhrif og Folketeatret hélt áfram að hala inn áhorfendur og sanna tilveru- rétt sinn, þó verkefnin væru af léttasta taginu. Lange hafði líka lag á að laða til sín óánægt hæfileikafólk frá Konunglega leikhúsinu og voru þar á meðal menn eins og Otto Zinck og „upp- áhaldsóvinur" Frú Heiberg, hinn snjalli leikstjóri Frederik Höedt. Brátt kom að því að Folketeatret hafði yfir að ráða úrvals listafólki á öllum sviðum og kom enda varla fyrir að ekki væri setið í hverju einasta sæti í áhorfendasalnum. TöluverðdF" stuðningur hefur lík- ast til verið að því, að á fyrstu árum leikhússins var Konunglega leikhúsið í upplausn og allt starf þar einkenndist af stefnuleysi og óvissu. H.W. Lange var leikhússtjóri Folketeatret til dauðadags í janú- ar 1873. Áhrifa hans gætti víða og lengi og hann lagði grunninn að hefð sem enn lifir góðu lífi og hon- um tókst auk þess að sannfæra leikhúsgesti i Kaupmannahöfn um að annað leikhús í höfuðborginni þarf ekki að vera annarsflokks. — Það var viðbúið að einhverjir erf- iðleikar fylgdu í kjölfar fráfalls Lange, sem hafði stýrt leikhúsinu af mikilli útsjónarsemi um langt árabil. Lange fékk viðurnefnið „Den demokratiske tyran" og seg- ir það sína sögu um ráðkænsku hans. Við leikhússtjórastarfinu tók Norðmaðurinn M.V. Brun sem þá þegar átti að baki all ólánlegan leikhússtjóraferil á Odense Teat- er, Casino og Kristiania Teater, en var um þetta leyti húsvörður og umsjónarmaður á Folketeatret. Brun hafði nokkru áður samið vinsæla leikgerð sem heitir Göngehövdingen og er enn í dag eitt mest sótta leikrit leikhússins og var á verkefnaskránni allt til ársins 1903, en það var ekki þar með sagt að hann yrði góður leik- hússtjóri, þvi hann reyndist sér- lega illa til þess fallinn að taka við af Lange. Leið ekki á löngu áður en leikhúsið logaði í illdeilum og Brun bætti gráu ofan á svart með því að fara í opinbert stríð við pressuna eins og hún lagði sig. Brun yfirgaf Folketeatret 1876, eftir tæpra þriggja ára setu, og var þá kominn nálægt því að leggja leikhúsið í rúst. Brun var samt ekki alveg búinn að gefast upp við leikhússtjórn því hann stofnaði strax Dagmarteatret, sem enn lifir, og rak það í eitt ár. Það kom í hlut hins unga heims- manns Roberts Watt að endur- reisa Folketeatret og vinna því traust á ný. Watt tókst þetta með nokkrum vel völdum gamanieikj- um og dró auk þess fram Greifann af Monte Christo, sem fyllti fjár- hirslur leikhússins á ný. Folke- teatret virtist nú aftur komið á gamla rétta kjölinn, en Watt lét sér þetta ekki nægja. Hann var vel vitandi um þær hræringar í heimsleiklistinni sem síðasti ára- tugur aldarinnar einkenndist af og nú fór krafa dagsins á Folke- teatret að líkjast einkunnarorðum Konunglega leikhússins: „Ej blot til lyst.“ Watt fór að sýna innihaldsríkari verk sem náðu hylli þó þyngri væru en þau leikrit sem einkennt höfðu verkefnaval leikhússins til þess tíma. Ekki fór þessi nýja stefna þó glæsilega af Guðmundur Kamban var leikhús- stjóri við Folketeatret um skeið og starfaði þar einnig sem leikstjóri. stað, því Leonarda, eftir Björn- stjerne Björnson, stóðst ekki sam- keppni við frumuppfærslu Kon- unglega á Brúðuheimili Ibsens sem gekk á sama tíma. Á frum- sýningunni á verki Björnsons ætl- aði allt um koll að keyra — ekki af fagnaðarlátum, heldur af mót- mælum, frammíköllum, blístri og bauli, svo lögreglan varð að þagga niður í áhorfendum. Georg Brand- es furðaði sig á því í leikdómi að Konunglega leikhúsið skyldi hafa hafnað þessu leikriti, svo „eitt ljóðrænasta verk Björnsons var frumsýnt undir ólátum á óæðra leikhúsi". En Watt gafst ekki upp, því honum fannst ekki reynt til þrautar með aðeins einu fall- stykki. Og hann tryggði sér Dan- merkurfrumsýninguna á Aftur- göngum Ibsens og komst þar með í áttina að jafnvægi í verkefna- skránni milli alþýðlegra gaman- leikja og alvarlegri verkefna. Sumarið 1883 var leikhúsið endurbyggt að hluta og í septem- ber það ár var leikhúsið opnað á ný með skrautlegri syrpu úr vins- ælustu sýningum stofnunarinnar fyrsta aldarfjórðunginn, syrpu sem náði allt frá En lille Hex til Afturgangna. Endurbygging leikhússins var táknræn fyrir leikhússtjóraferil Watts og af- mælissyrpan þjónaði þeim tvö- falda tilgangi að minna á fortíðina og vísa veginn til framtíðarinnar. Rúmu ári eftir 25 ára afmælið yf- irgaf Watt leikhúsið og hafði þá tekist að afla því vinsælda og virð- ingar á ný og laða að því úrvals- listamenn, þeirra á meðal Elith Reumert, föður Poul Reumert. Severin Abrahams tók við af Watt. Abrahams nýtti sér þær leiðir sem Watt hafði rutt, enda tískan honum hliðholl við að auka hlut hinna innihaldsríkari við- fangsefna. Abrahams var leikari sem hafði upphaflega komið til Folketeatret vegna óánægju. Stuttu áður en Watt lét af leikhús- stjórn hugðist hann hverfa aftur til Konunglega, en stjórn Kon- unglega reyndist langrækin og vildi ekki sjá þennan „tilgerðar- lega og rassstóra gaur“ og hann var því áfram hjá Folketeatret og gerðist leikhússtjóri. Eitt fyrsta verk Abrahams var að brjóta á bak aftur einokun Konunglega leikhússins á allri klassík. Það byrjaði með þvi að Folketeatret sýndi einþáttung Holbergs, Julestuen, á 200 ára af- mæli skáldsins 1884, fyrsta leikár Abrahams. Sama leikár sýndi leikhúsið síðan verk eftir Moliére og Plautus og sameinaði þannig klassík og aðgengilega gamanleiki. Undrun þeirra á Konunglega var mikil yfir þessari ósvífni að ráðast jafn blygðunarlaust inn á þeirra eigið yfirráðasvæði. Þeir voru lengi að átta sig á staðreyndinni og tók þá töluverðan tíma að bregðast við. Upphófust heiftúð- ugar deilur og verkefnaval leik- húsanna tveggja fór að bera keim af ögrun við andstæðinginn frem- ur en kröfum um listræn gæði. Þessu stríði lauk ekki fyrr en þingið kom til hjálpar og sam- þykkti að breyta leikhúslögunum árið 1889 og var einokun Konung- lega leikhússins á sígildum verk- um endanlega afnumin þar með. Á næstu árum sýndi Folketeatret því verk eftir Aristofanes (Þing- konurnar), Gogol (Eftirlitsmann- inn) og Heinrich von Kleist auk verka eftir Holger Drachman, Gustav Wied, Strindberg og Maurice Maeterlinck. Þá fékk Abrahams til Folketeatret ýmsa gestaleiki sem fengur var að og tíðindum sættu í Kaupmanna- höfn. M.a. heimsótti sú goðsagna- kennda Eleanora Duse leikhúsið 1896 og hreif alla með mögnuðum leik sínum, og árið 1899 stóðu gagnrýnendur og áhorfendur með öndina í hálsinum á gestaleik franska stórleikarans Mounet- Scully, er hann sýndi Hamlet og Ödípús konung, tvö klassísk verk sem voru órafjarri uppruna Folke- teatret röskum 40 árum áður. Sama ár náði leikhúsið listrænum hátindi með uppfærslu á Over Evne eftir Björnson. Það var hinsvegar vorið 1888 sem Abrahams tók verkefnavals- ákvörðun, sem enn þann dag í dag litar sýningaskrá leikhússins. El- ith Reumert var þá enn við leik- húsið og Abrahams kallaði hann inn á skrifstofuna sína til þess að biðja hann að snúa vinsælli skáldsögu eftir Henrik Scharling, Nöddebo præstegárd, í leikrit. Reumert leist vel á hugmyndina og settist strax við að semja sviðs- verk upp úr sólskinsbjartri skemmtisögu Scharlings, kryddaði með nokkrum Bellman-söngvum og skeytti með atvikum og leik- brotum héðan og þaðan. Æfingar hófust í desember og jafnskjótt breiddist glaðværðin og jóla- stemmningin út um allt leikhúsið. Frumsýnt var á annan í jólum og Nöddebo præstegárd, gleðileikur í fimm þáttum með forleik og söngvum, smitaði alla áhorfendur með glaðværðinni — alla nema gagnrýnendur sem höfðu flest við verkið að athuga. Gagnrýnandi Aftenposten spáði um framtíð verksins: „Noget kassestykke bliv- er det aldrig." En uppfærslan mal- aði gull, öllum nema höfundi skáldsögunnar. Hann fékk ekkert í sinn hlut nema tvo frímiða á frumsýninguna, sem einhverjum hugkvæmdist að senda honum á síðustu stundu. Aðsóknin varð svo mikil og eftirspurnin sömuleiðis, að leikárið entist ekki til að anna því. Þess vegna var þegar í ágúst haustið eftir byrjað að sýna verkið á ný — jólasýninguna. Og þetta verk hefur síðan verið ómissandi hluti af jólahaldinu á Folketeatret — og reyndar öðrum leikhúsum líka — en 1600. uppfærslan á verkinu var á Folketeatret nú um síðustu jól. Þannig hefur kynslóð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.