Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 Afmæliskveðja: Pétur Eggerz sendiherra Við tímamót staldra menn gjarnan við og líta yfir farinn veg. Þetta á við um mann sjálfan svo og þá sem eru samferðamenn okkar í lifinu. Ein slík tímamót eru nú, er vinur minn og fyrrum starfsfélagi Pétur Eggerz, sendi- herra og rithöfundur, er að fylla sinn sjöunda tug. Pétur Eggerz er fæddur 30. maí 1913 í Vík i Mýr- dal, þar sem faðir hans, Sigurður Eggerz, fyrrum forsætisráðherra og sýslumaður, starfaði og orti hið stórkostlega kvæði sitt „Þú alfaðir ræður“, eftir að hafa verið vitni að hörmulegu sjóslysi. Þegar ég vissi að þessu merku tímamót í lífi þínu nálguðust, Pét- ur minn, kom mér í hug stutt saga. Indverskur spekingur kom á vinnustað þar sem nokkrir múrar- ar voru að verki. Hann nam staðar hjá þeim fyrsta og spurði: „Hvað ert þú að starfa"? — „Ég rogast með steina." — „En þú?“ spurði spekingurinn þann næsta. „Ég hleð múrvegg," var svarið. Enn spurði spekingurinn þann þriðja hvað hann hefðist að. „Ég byggi musteri", svaraði hann. Lífshlaup manna er svo marg- breytilegt að með ólíkindum er. Flestir þurfa að leggja á sig erfiði til að ná settu marki og öðlast það er hugur þeirra stefnir til. Leið- irnar geta verið mismunandi greiðar og steinarnir þungir, sem færa verður úr stað til að gera brautina færa. Pétur lagði ungur út í nám. Hann nam lögfræði við Háskóla íslands, sem þá var í Al- þingishúsinu okkar við Austur- völl. Með náminu vann hann ýmis störf til að létta sér námið. Síðar varð hann fyrsti og jafnframt sá eini er gegnt hefur starfi ríkis- stjóraritara, en það var í tíð Sveins Björnssonar, ríkisstjóra « Ekki bara verðtrygging heldur ávöxtun sem um munar Vissir þú, að spariskírteini, veðskuidabréf og önnur verðbréf skila þér mun meiri ávöxtun en innistæður á bankareikningum Vissir þú, að með því að festa fé í spariskírteinum eða veðskuldabréfum getur þú verðtryggt sparifé þitt og fengið allt að 8% ársvexti þar ofan á? Vissir þú, að vaxandi verðbréfaviðskipti gera það að verkum að verðbréf eru yfirleitt auðveld í endursölu ef þú skyldir vilja losa fé fyrr en þú ráðgerðir Vissir þú, að sérhæft starfsfólk Kaupþings hf. aðstoðar þig við að taka réttar ákvarðanir varðandi kaup og sölu verðbréfa KAUPÞING GEFUR ÞÉR GÓÐ RÁÐ KAUPÞING HF Húsi verzlunarinnar, 3. hæð, sími 8 69 88 Verðbréfasala, fjárvarzla, þjóðhagsfræði-, rekstrar- og tölvuráðgjöf. Fasteignasala og leigumiðlun atvinnuhusnæðis. 1941—44. Síðar tók Pétur að sér að vera fyrsti forsetaritari hins ís- lenska lýðveldis og jafnframt þvi hóf hann störf sem fulltrúi í utan- ríkisráðuneytinu. En þar hefur Pétur unnið við hin ýmsu störf og unnið þar til æðstu metorða. Pétur er nú sendiherra íslands í Þýskalandi með aðsetri í Bonn. Pétur kvæntist Ingibjörgu Egg- erz og eiga þau tvö börn. Sólveig dóttir hans býr í Bandaríkjunum, er gift þar og á þrjú börn, Páll sonur hans býr hins vegar í Þýskalandi og á þar tvö börn. Margir hafa fullyrt í mín eyru að það sé ljúft líf að starfa fyrir utanríkisþjónustuna. Menn eigi þess kost að ferðast víða um heim- inn og dreypa á lystisemdum lífs- ins. Ég veit að svo er að einhverju leyti, en fyrir það verða margir af okkar mætustu sonum og dætrum er starfa fyrir þjónustuna að gjalda dýru verði, er þeir verða að horfa upp á börn sín verða að út- lendingum. Á þennan harða múr- vegg hefur vinur minn Pétur orðið að reka sig er þau hjón hafa orðið að sjá á eftir börnunum sínum til annarra landa. Einhvers staðar stendur að ekki sé lagt meira á neinn en hann geti borið og víst er það að svo er um Pétur. Hann hef- ur axlað erfiðleika lífsins og borið sem hetja. „Vinátta er hæsta fullkomnun- arstig innan mannlegs samfé- Iags,“ sagði franskur rithöfundur, Montaigne, sem uppi var á 16. öld. Ég átti því láni að fagna að kynn- bandarísk Washington, 24. maí. AP. HELMUT Schmidt, fyrrverandi kansl- ari Vestur-Þýskalands, sagði í viðtali ast Pétri Eggerz 1972 er ég hóf störf í utanríkisráðuneytinu. Pét- ur reyndist mér strax góður vinur og hefi ég reynt að hann er slikur sem franska skáldið lýsir. Hann hefur jafnan, þegar fundum okkar hefur borið saman, verið mér heil- ráður og vinur í raun, sem leitast hefur við að leggja stein í muster- isbyggingu vináttu sem á milli okkar hefur vaxið á undanförnum árum. Ég vil að lokum, Pétur minn, óska þess að vinátta okkar megi vara enn um langan tíma. Ég vil óska þér og þínum til haminfnu með þessi tímamót í lífi þínu. Eg hlakka til að hitta þig vinur og veit að stund með þér er mér, og öðrum þeim er fá að vera þér sam- ferða, gleðifundur. Ég veit að þér vaka hjá vonarstjörnur skærar og þér verður enn á sjá allar leiðir færar. Með vinarkveðju. Kristján B. Þórarinsson stjórnvöld sem birtist síðastliðinn sunnudag að hann væri ekki sannfærður um að Bandaríkjamenn séu að ræða við Sov- étmenn í einhverri aivöru í Gen- farviðræðunum. I viðtalinu sem birtist í Wash- ington Post sagði Schmidt einnig að hann teldi að það verði „mjög erfitt" fyrir NATO að koma fyrir Pershing 2 meðaldrægum eldflaugum í Vestur-Þýskalandi í byrjun desem- ber næstkomandi, ef ekki yrði leyst úr deilum innan Bandaríkjanna um mál þetta. Kanslarinn fyrrverandi var einn helsti stuðningsmaður ráðagerða NATO um að koma eldflaugunum fyrir í Vestu-Evrópu til mótvægis við hernaðaruppbyggingu Sovét- manna. Frá Hollandi skrifar frímerkja- safnari, sem vill skipta á fyrsta- dagsumslögum: Klaas de Krijger, M.K. Hofstedestraat 5, 1974 RW Ijmuiden, Holland. Sextán ára japönsk stúlka, hefur áhuga á tennis og bréfaskriftum: Emiko Katagi, 2404 Yogita, Zentsuji-City, Kagawa, 765 Japan. Sextán ára piltur frá Ghana, hef- ur áhuga m.a. á íþróttum og tón- list: Theophilus Attram Nartey, P.O.Box 331, Cape Coast, Ghana. Sautján ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Tuula Joensuu, Mantyla 506 A3, 94100 Kemi 10, Finland. Átján ára japönsk stúlka, hefur áhuga á málaralist: Atsuko Saito, 2769-20 Shimotsuruma, Yamato-shi, Kanagawa-ken, 242 Japan. Tvítug stúlka 1 Ghana, hefur margvísleg áhugamál: Anna Amankwah, c/o Sgt Kaiyah, P.O.Box 166, Oguaa, Ghana. Eldsvoóar hefjast oftast um nótt með myndun eitraðs lofts Þá ert þú og fjölskylda þín í hættu ef enginn gefur aðvörunarmerki ... Það gerir Nordic- reykskynjarinn Strax á fyrsta stigi eldsvoðans, þegar eitraö loft myndast, gefur Nordic frá sér kröftugt aövörunar- merki, (85 decibel). Festiö einn eöa fleiri Nordic-reykskynjara í loft herbergja — Aöeins þarf tvær skrúfur. Nordic er óháöur rafmagni. Hann gengur fyrir rafhlööum sem endast í 12—18 mánuöi. Nordic tryggir öryggi þitt og þinna og kostar aö- eins 298 dkr. án söluskatts. Nordic má einnig tengja meö fjarstýringu viö aövörunartöflu. Óskum eftir umboösmanni. Forhandles a(: Godthábsvej 23, ApS, 4800 Nyköbing F, DiccoDenmark danmark, sími 03-859390. Schmidt gagnrýnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.